Tíminn - 22.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.05.1982, Blaðsíða 6
Laugardagur 22. mai 1982 lilliíillííll Utqefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Johannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriöason, Heióur Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjon Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjórnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sióumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lysingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði. kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Verkin, málefnin og mennirnir Við kjörborðin i dag eiga kjósendur að velja sveitar- og bæjarfélögum sinum stjórn til fjög- urra ára. Framsóknarflokkurinn leggur áherzlu á að kjósendur beini athygli sinni einkum að þrennu. í fyrsta lagi að verkunum, sem hafa verið unnin á liðnu kjörtimabili og hvað megi af þeim læra. í öðru lagi að málefnunum, sem flokkarnir hafa á oddinum. í þriðja lagi að mönnunum, sem eru i framboði. Framsóknarflokkurinn óskar að vera dæmdur af verkunum. Siðustu fjögur ár hafa yfirleitt ver- ið mikil framfaraár i kauptúnum og kaupstöðum landsins. Atvinna hefur verið næg og fram- kvæmdir miklar. Framsóknarflokkurinn á mik- inn þátt i þeim framkvæmdum, sem orðið hafa i kauptúnum og kaupstöðum, en hann hefur tekið þátt i stjórn flestra þeirra, en á öðrum stöðum hvatt til átaka og dáða. Kosningasigur Fram- sóknarflokksins 1979 kom i veg fyrir glundroða á Alþingi og tryggði myndun rikisstjórnar, sem hefur tryggt miklar framkvæmdir o& næga at- vinnu meðan atvinnuleysi hefur stóraukizt i öðr- um löndum. En það er ekki markmið Framsóknarflokksins að standa i stað. í öllum kauptúnum og kaupstöð- um landsins hafa frambjóðendur Framsóknar- flokksins að takmarki að halda umbótasókninni áfram, að tryggja atvinnuna og lifskjörin. Jöfn- um höndum teflir Framsóknarflokkurinn þar fram reyndu fólki og nýju sókndjörfu liði. Á þvi kjörtimabili, sem nú er að ljúka, hefur Framsóknarflokkurinn tekið þátt i stjórn höfuð- borgarinnar i fyrsta sinn. Samvinna ihaldsand- stæðinga þar hefur ekki byggzt á öðrum manni meira en Kristjáni Benediktssyni. Gerður Stein- þórsdóttir hefur sem formaður félagsmálaráðs haft forustu um meiri framkvæmdir i þágu aldraðs fólks og barna en áður eru dæmi um i Reykjavik. Framsóknarflokkurinn getur verið stoltur af þvi, hvernig fulltrúar hans i stjórn borgarmálefna hafa látið verkin tala á liðnu kjör- timabili. Fólksflóttinn frá höfuðborginni hefur verið stöðvaður, atvinnufyrirtækjum fjölgað og fjárhagur borgarinnar stórbættur frá þvi, sem áður var. Til viðbótar þeim Kristjáni og Gerði teflir Framsóknarflokkurinn fram i Reykjavik nýju og áhugasömu liði, sem hefur sett á oddinn skýra og hnitmiðaða stefnuskrá. í borgarstjórastöðuna teflir Framsóknarflokk- urinn fram ópólitiskum manni, Agli Skúla Ingi- bergssyni, sem nýtur viðurkenningar fyrir starf sitt i þvi embætti undanfarin fjögur ár. Gegn hon- um teflir Sjálfstæðisflokkurinn fram leiftur- sóknarmanninum og klikuforingjanum Davið Oddssyni. Þar er ekki um að ræða erfitt val. En þótt Framsóknarflokkurinn geti treyst á verkin, málefnin og mennina, nægir það ekki, nema jafnframt sé vel unnið. Þvi væntir Fram- sóknarflokkurinn þess, að i dag vinni fylgismenn hans að sem mestum sigri hans. Það gera þeir ekki aðeins fyrir flokkinn, heldur i þágu lands og lýðs. Þ.Þ. Wiwmmfv> • á vettvangi dagsins Haraldur Ólafsson: Varnir fslands eru fyrst og fremst fólgnar í ad fridur haldist ■ Umræður um skýrslu utunríkis- ráðherra um utanríkísmál hafa veríð miklar á Alþingi, en þeim 'veríð frestað og aftur teknar upp að nýju með nokkru millibili. Hér fer á eftir ræða sem Haraldur Ólafsson fluttu i síðustu lotu umræðnanna, sem fram fór 27. april: Það er fyrst eitt mál sem ég vildi minnast á áður en ég fer að ræða um meginefni það sem ég ætla að tala um í kvöld. Mér virðist sem þessi háttur á umr. um utanrikismái sé með öllu óhæfur. Það er fráleitt að slita umr. sundur á þann hátt sem gert er, að margar vikur liði á milli framsögu utanrrh. um hina svo mikilvægu skýrslu, sem árlega á að vera grundvöllur þessarar umr. Og umr. um hana nú sýnist mér að geri alla umfjöllunina harla marklitla. Við höfum t.d. i dag og í kvöld orðið vitni að því að máli er einkum beint til fjarstaddra manna, m.a. utanrrh. Þetta er eins og að hrópa upp í vindinn. Maður hefur einhvem veginn átilfinningunni, að þetta sé ekki ætlað neinum viðstöddum heldur einhverjum sem eru i órafjarlægð. Og ég held, að í framtíðinni sé full ástæða til þess að endurskoða þennan hátt á umr. Ég tel, að hér sé um svo mikilvægan málaflokk að ræða, að 2-3 daga umr. sé hið minnsta, sem ætla mætti til þess arna. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigð- um með ræðu hv. 4. þm. Reykv. Mér virtist, að i upphafskaflanum boðaði hann að hann mundi nú gera betur heldur en kanseli fólk og jafnvel sumir hinna fjarst’öddu hefðu gert i að leiðrétta heimsmyndina og þær skekkjur, sem i skýrslu utanrikisr. hefðu komið fram. En eftir hálfs annars tima ræðu sátum við uppi með harla kunnuglegt efni og þó að hann færi bæði út fyrir New York Times og Timann, m.a. í Adelphi- papers, þá virtist mér nú ekki svo harla margt þar þess eðlis, að ástæða væri til að hrósa þvi sérstaklega fyrir að veita manni nýja sýn á málin. Að öðru leyti ágæt ræða. Evrópulönd þjappa sér saman En það sem ég held að sé eiginlega og hljóti að vera okkar megin viðfangsefni i umr. um utanrikismál eru utanrikismál íslands. Og nú vil ég alls ekki draga neina dul á það að ég tel að þau verði ekki rædd án tengsla við alþjóðamái yfirleitt og einkum þó það sem er að gerast í okkar heimshluta. Það er augljóst mál, að það sem er að gerast núna i Ameríku og Evrópu, í samskiptum austurs og vesturs hlýtur að snerta okkur mjög. Við komumst ekki hjá því að taka mið af því sem risaveldin aðhafast, og við hljótum einkum og sér í lagi að veita athygli öllum þeim hræringum, sem eru i þeim löndum sem okkur standa næst, þ. e. Norðurlöndunum og Vestur-Evróp- uríkjunum. Það eru eiginlega tvö atriði, sem ég hef einkum saknað að ekki hefur verið fjallað um, nógu rækilega, hvorki i þeim ræðum sem ég hef hlýtt hér á eða i skýrslu utanrrh.. Það er annars vegar þær hugmyndir sem uppi eru um friðunarráðstafanir hér á Norður- Atlantshafi, utan hvað vikið var að till. framsóknarmanna um það efni, nokkuð gálauslega fannst mér, og hins vegar var ekki minnst einu orði á þær hræringar , sem nú eru að gerast í Vestur-Evrópu þar sem allt virðist benda til þess að Efnahags- bandalagsrikin séu að færast allmiklu nær hvert öðru en verið hefur og hin stjómmálalega og þar með trúlega hemaðarlega samvinna þeirra að stóraukast. Ég held að þetta sé mál, sem við verðum að fylgjast mjög rækilega með og mér býður í gmn að það sem er að gerast í Bmssel núna þessa mánuðina og næstu árin geti sett íslendinga í nokkurn vanda, ef ekki er rækilega fylgst með. Sömuleiðis hlýtur okkur að varða miklu hvað gerist á Norðurlöndum, þvi að það em þó þau riki, sem eðlilegast er að við höfum mikla samvinnu við, höfum nú þegar en að við fylgjumst með þeim og ég held, að við verðum að beina athyglinni mjög að því sviði núna á næstunni. Ráðstefna um vígbúnad á Nordur- Atlantshafi Ef ég tek þá fyrir þá meginefni þess sem ég ætla að segja hér, þá snertir það till. okkar nokkurra framsóknarmanna um að efnt verði til ráðstefnu um vigbúnað og hernaðammsvif á Norður-Atlants- hafi. Er þá haft í huga að slíkur fundur eða slik ráðstefna geti orðið upphaf að aðgerðum til þess að draga úr spennu á þessu svæði. Þó að manni detti í hug sú dálitið kostulega hugmynd, að sumum standi meiri uggur af friðarhreyfing- um heldur en herjum, þá er því öfugt farið með mig. Ég viðurkenni fúslega, að friðarhreyfingar em af mörgu tagi en allmiklu þægilegri og þokkalegri félagsskap held ég að maður finni þar yfirleitt, heldur en þar sem vigbúnaður og hernaður er allsráðandi. Vamir íslands eru kannske fyrst og fremst fólgnar í þvi að friður haldist. Það hlýtur að vera eitt okkar megin viðfangsefni, okkar megin- verkefni að gera það sem við megum til að stuðla að friði. Við vitum ákaflega vel að í ófriði er staða okkar harla veik, að hún er nær - ja, ég vil ekki segja vonlaus en alla vega vonlítil. I raunvemlegum ófriði er ísland harla illa statt (Gripið fram í: AUir) Allir að vísu, en ég er að tala um Island. Varnir íslands eru þess vegna fyrst og fremst fólgnar í að friður haldist og þar af leiðandi hlýtur það að vera okkur mikið áhugamál, að í okkar heimshluta sé gengið þannig frá málum að sem mest sé dregið úr spennu. Aukin hemaðammsvif á Norðaustur-Atl- antshafi hvort sem það eru hernaðar- umsvif Bandaríkjanna eða Sovétr- ikjanna, án þess að ég leggi nokkum dóm á þau ríki út af fyrir sig, ógnar íslandi. Það er alvegf augljóst mál, að eftir því sem Norður-Atlantshafið er frekar en áður hugsanlegur vígvöllur, þá versnar okkar staða. Ég er ekki með þessu að segja, að íslendingar eigi að segja sig úr Atlantshafsbandalaginu eða leggja hér niður herstöðina. Ég hef núna að undanförnu rætt við nokkra framámenn, bæði fræðimenn og stjómmálamenn, sem fyrir nokkmm ámm töldu að herstöðina hér ætti að leggja niður, að ísland ætti að losa sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þeir hafa algerlega skipt um skoðun, J vegna þess að slikt mundi þegar raska jafnvægi hér á þessum slóðum. Einungis með því að halda þvi sem er getum við forðast röskun, sem mundi skapa aukna hættu. En ef við ætlum að draga úr hemaði eða draga úr herstöðinni á íslandi, þá hlýtur það að vera í sambandi við samdrátt annars staðar i Evrópu. En svo að ég komi að þessari hugmynd um ráðstefnu um afvopn- un, þá tel ég að hún eigi fyrst og fremst að vera til upplýsinga, hún eigi að vera til upplýsinga um það hvað er að gerast hér í kringum okkur, hún eigi að vera til upplýsinga um þá strategiu, um þann herbúnað sem hér er, um þá strategiu sem risaveldin beita á nomrhveli jarðar og reyna að átta sig á þvi á hvern hátt unnt sé að finna leiðir til þess að draga úr þeim vígbúnaði sem hér er. Ég held að slík ráðstefna mundi ekki í einu vetfangi breyta svo miklu, en hún mundi beina athygli heimsins að þessum svæðum hér og gera okkur og öðrum þjóðum ljóst hvað hér er i húfi. Og það gæti einnig orðið til þess að ýta undir samhliða samdrátt í vígbúnaði á Atlantshafi og í Evrópu. Smáþjódir hafa miklu hlutverki að gegna Margir segja, að þetta sé út í bláinn, þetta sé hugsjón ein, það séu- raunverulega risaveldin, sem öllu ráði og ekkert verði gert í þessum málum nema i samningum þeirra á milli. En gæti ekki verið hugsanlegt að einmitt slíkur fundur, slíkt upplýs- ingastreymi gæti orðið til þess að þetta svæði yrði tekið með þegar risaveldin em að semja sín á milli um samdrátt herafla? Ég held að það væri nær fyrir fulltrúa flokkanna að sameinast, að koma til móts við okkur um þessa till., að vinna að henni saman, heldur en að gera veikburða tilraunir til að gera þessa hugmynd hlægilega. Og ég held líka, að við megum vara okkur á þvi að vera ekki of uppteknir af því, sem stórveldin eða sérfræðingar þeirra skrifa. Ég held nefnilega, að smá- þjóðimar geti haft og hafi miklu hlutverki að gegna, þegar rætt er um afvopnun og samdrátt herafla. Við vitum þegar hve t.d. hið raunvem- lega kjarnorkuvopnalausa svæði á Norðurlöndum stuðlar að jafnvægi hér í norðurálfu heims. Og við gleymum því líka, að einmitt á þessu svæði er eitt af þeim svæðum jarðarinnar — þar sem hemaður er með öllu bannaður, hvers kyns hemaður sem er og hvers kyns hertæki sem em. Ég á hér við Svalbarða og Svalbarðasamninginn. Svalbarðasamningurinn bannar all- an herbúnað á Svalbarða og er að því leyti sambærilegur við samning- inn um Suðurskautslandið frá 1959. Ég held að það væri mjög auðvelt að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.