Tíminn - 22.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.05.1982, Blaðsíða 10
■ ,,Ég gekk um Miöbæinn i dag og naut þess að sjá hann iðandi af manniifi. Það var fjöldi fólks við útitaflið og sjáifur tslandsmeist- arinn að tefla. Viö Framsóknar- menn viljum lifandi miðbæ en ekki nýjan miðbæ,” sagði Sigrún Magnúsdóttir. ■ ,,X-B sjálfs þin vegna og barn- anna þinna”, sagði Jósteinn Kristjánsson, i lok ávarps sina. ■ ( Margir urðu að standa til að geta fylgst með þvi sem fram fór. ■ ,,Við verðum að koma Sigrúnu I borgarstjórn”. ■ „Látum ekki skoöanakönnun Dagblaðsins og Visis draga úr okkur kjark. Um siöustu kosningar spáðu þeir sjálfstæðisflokknum 10 borgarfulltrúum, en þeir uröu aðeins 7,” sagði Kristján Benediktsson m.a. ■ skeleggri barátturæðu. ■ ÞærGeröur Steinþórsdóttir og Auður Þórhallsdóttir heilsuðu gestum sinum. „Það var stór stund þegar íhaldsmeirihiutinn féll fyrir fjórum árum. Þaðkom iokkar hlut að verða kjölfesta hins nýja meirihluta. Ahrif okkar i stjórn borgarinnar hafa veriö mikil og viö höfum haft forystu I stórum málaflokkum”, sagði Gerður m.a. I ávarpi sinu. ■ Ungt fólk á tslandi hefur feng- ið góðan arf og stendur i mikilli þakkarskuld við þá sem vel hafa búið i haginn fyrir okkur. Ekki er nóg að taka við góðum arfi, ungt fólk þarf lika að axla sina þjóð- féiagslegu ábyrgð og hjálpa til að leysa þann vanda sem steðjar að hverju sinni”, sagði yngsti fram- bjóðandinn Auöur Þórhallsdóttir m.a. ■ „Ég vona að gengi B-listans verði sem mest og best I þessum kosningum. Það yrði borginni fyrir bestu. Það yrði landinu öllu til góða. Og það yröi Fram- sóknarflokknum hvatning til dáða,” sagði Ólafur Jóhannesson m.a. i lok ávarps sins. Timamyndir Róbert. ■ „Allir vilja hag þjóöarinnar sem mestan og bestan, en menn eru hins vegar ekki sammála um leiðir aö þvi marki”, sagði Sveinn Grétar meöal annars. „STUÐNINGUR VHI B-USTANN ER FRAMLAG f BARATTUNNIFYMR BETRI BORG” ■ „Reykjavik er góð borg. En góð borg getur alltaf orðið betri borg ef rétt er á haldið. Og nú á að fara að kjósa stjórn þessarar borgar til næstu fjögurra ára. Það er vissulega ekki sama hverjir eru kosnir” sagði ólafur Jóhann- esson, þingmaður Reykvikinga og ráöherra m.a. i ávarpi sinu á kosningahátið Framsóknar- manna að Hótel Sögu I gærkvöldi. „Framsóknarmenn — fram- bjóöendur B-listans bjóða fram þjónustu slna. Ég get með sanni sagt, aö það er prýðis fólk á ýms- um aldri, úr öllum stéttum, sem vill vinna aö málefnum Reykvik- inga eftir framlagöri stefnuskrá og með grundvallarreglur Fram- sóknarflokksins aö leiðarljósi. Ég ætla mér ekki að fara hér með upphrópanir eða stór orð. Ég hefi á þeim litla trú. Framsóknarflokkurinn er held- ur ekki fyrst og fremst flokkur ■ Fólk hlustaði hugfangið á söng Karlakórs Reykjavikur syngja ættjarðarlögin okkar. margra eða stórra orða. Hann er fyrst og fremst flokkur góðra verka. Hann vill láta verkin tala. Framsóknarflokkurinnn er flokk- ur sanngirni en ekki óbilgirni og einstrengingsháttar. Hann er flokkur meðalhófsins — hins gullna meðalvegar — en er and- stæður öfgaöflum, hvort heldur er til hægri eða vinstri. Ég held þvi fram að fólk sem byggir á þessum grunni eigi erindi i borgarstjórn Reykjavikur”, sagði Ólafur. Þessi kosningahátið framsókn- armanna i Reykjavik var meö miklum myndarbrag og fjölsótt. Hressilegir lúðrahljómar lúðra- sveitar verkalýösins tóku á móti framsóknarmönnum meðan þeir flykktust á staðinn. Er fólk hafði komið sér fyrir tók við Karlakór Reykjavikur. Svo hittist á aö hús- iö varð rafmagnslaust á meðan. í staö ljóskastara lýsti vestursólin upp sviöið og kórinn og nutu is- ■ Þessar kempur komu timanlega og tryggðu sér þvi sæti næst sviíinu. lensku þjóðlögin sin ekki siöur við þær aðstæður. Þá ávarpaði Ólafur Jóhannes- sson samkomuna. Siðan tóku við stuttar og skeleggar ræður sex efstu manna framboðslistans. Inn á milli ávarpanna skemmtu hinir landsfrægu grinistar Bessi Bjarnason og Ragnar Bjarnason og einnig sýndu Karon samtökin tiskufatnað frá Torginu i Reykja- vik við góðar undirtektir. t ávarpi sinu sagöi Gerður Steinþórsdóttir m.a.: „Það má vera rétt sem skoöanakönnun hins frjálsa og óháða ihaldsblaðs segir, að við eigum á brattann að sækja i þessari kosningabaráttu. En þá er að sækja á brattann. Látum ekki draga úr okkur kjarkinn. Minnumst þess að enn er fjöldi kjósenda óráðinn. Það er þessi fjöldi sem ræður úrslitum. Viö vitum að viö höfum unnið vel og málefnalega á þessu kjör- ■ „Ef þið eruö ekki viss um hvaö þið ætliö að kjósa, þá merkið þið bara við stafinn minn”, sagöi hinn landsfrægi grinisti Bessi, þegar hann kom inn á sviðið. timabili. Framsóknarflokkurinn þarf að mynda sterkt afl gegn i- haldi og getur gert þaö, hvað sem liöur belgingi Alþýðubandalags- ins sem vann siðustu kosningar með blekkingum um „samning- ana i gildi” sem auðvitað var ekki hægt að standa við. Flokkarnir þrir — sem greinir á um margt — hafa stjórnaö Reykjavik betur en ihaldið, með réttlæti og jöfnuö fyrir augum. t stað þess að áður var stjórnaö með hagsmuni flokkseigenda Sjálfstæðisflokksins að leiðar- ljósi. Það valdanet sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur riðið um allt borgarkerfiö á hálfri öld verður ekki rifið sundur til fulls á fjórum árum. Til þess þarf lengri tima. Stuðningur við B-listann er framlag i baráttunni fyrir betri borg, öllum landsmönnum til heilla.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.