Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 3
3 ÞriQjudagur 25. mai 1982 isaöf fréttir ■ Litlu munaði að illa færi þegar stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik fögnuðu sigri á Lækjartorgi á aðfaranótt sunnudags. Efndu þeir til mikillar flugeldasýningar og lenti einn flugeldurinn á þaki Stjórnarráðs- ins og logaði þar glatt um stund. Sjálfstæðismenn í sigurvímu: Skutu flugeldi á þak Stjórnarráðsins I sigurvimu eftir að kosninga- úrslitin i Reykjavik voru orðin ljós efndu stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins til mikils gleð- skapar á Lækjartorgi. Mikiö var um dýrðir en þó bar flugeldasýn- ing sem Asgeir Hannes Eiriksson, pylsusali, efndi til hæst. Fjölda flugelda var skotið á loft. Lenti einn þeirra á þaki Stjórnarráðs- ins og logaði þar nokkuð lengi. Brunavarnakerfi fór i gang og ör- skömmu seinna kom lögreglan i Reykjavik á vettvang og handtók tvo menn, þá Hrafn Gunnlaugs- son, rithöfund og kvikmynda- gerðamann og Asgeir Hannes, pylsusala. Voru þeir færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðina en þeim var sleppt fljótlega. Litlar skemmdir urðu á þaki Stjórnarráðsins. — Sjó. Úrslitaleikurinn í enska bikarnum: Ekki sýndur á fimmtudag ■ úrslitaleikurinn i enska bikarnum, milli Tottenham og Queens Park Rangers, sem fram fer á Wembley leikvanginum i London á fimmtudag verður ekki sýndur beint i islenska sjónvarp- inu. Sem kunnugt er endaði leiK- urinn sem fram fór á laugardag með jafntefli eftir framlengingu og þarf þvi aö keppa til úrslita að nýju. Timinn spurði Pálinu Oddsdótt- ur, skrifstofustjóra sjónvarpsins hversvegna ekki þætti ástæða til að sýna leikinn beint um gervi- hnött. „Við stefnum að þvi að sýna leikinn á laugardaginn og viö vonum að það gangi þótt ekki höfum við fengið ákveðið svar ennþá um það hvort leikurinn verður fáanlegur. En þvi miður var ekki hægt að fá hann beint vegna þess að hann fer fram á fimmtudegi. Þaö hefði kannski fariö öðruvisi ef leikurinn hefði veriö á öðrum degi,” sagði Pá- lina. — Sjó. Arekstur í Reykjavlk: Farþegi fluttur fót- brotinn á slysadeild ■ Einn maður var fluttur fót- brotinn á slysadeild eftir mjög haröan árekstur sem varð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á fimmtánda timanum i gær. Að sögn lögreglunnar i Reykja- vik vildi áreksturinn þannig til að bill stöðvar mjög snögglega á gulu ljósi. Okumaður annars bils sem kom á eftir áleit að fremri billinn ætlaði yfir gatnamótin og náði hann ekki að hemla i tæka tið og lenti þvi af miklum krafti á þeim fremri. Aftari billinn skemmdist mikið við áreksturinn og varð að flytja hann af vett- vangi með kranabil. Hinn slasaði var farþegi i aftari bilnum og var hann sofandi þegar áreksturinn átti sér stað. -Sjó. 10.33% verðbætur um næstu mánaðamót • ■ Verðbætur á laun, verða um næstu mánaðamót, samkvæmt útreikningum kauplagsnefndar um 10.33%. Framfærsluvisitalan nú i mai- byrjun er 159.94 stig, sem hækkar i 160 stig og þar er gengið út frá grunntölu frá 1. janúar 1981, þannig að hækkun framfærslu- visitölunnar er 10.87%, en þar er um að ræða almenna hækkun á verði fjölmargra vöru- og þjón- ustuliða. — AB IÞrjú inn- brot um kosninga- helgina ■ Þrjú innbrot voru kærð til Rannsóknarlögreglu rikisins um og eftir kosningahelgina. Farið var i Ask við Laugaveg 28 i Reykjavik og stolið nokkrum vindlingalengjum. Auk þess var farið i verslun við Vesturbraut 12 i Hafnarfirði og Pharmaco við Brautarholt i Reykjavik. A hvorugum staönum var nokkurs saknað. — Sjó. Tónleik- ar með verkum nem- enda ■ Tónleikar með verkum sem samin eru af nemendum i Tón- listarskólanum i Reykjavik verða haldnir i sal skólans að Skipholti 33 þriöjudaginn 25ta mai kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Atla Ingólfsson, Hauk Tómasson, Helga Pétursson, Hróðmar Sigur- björnsson, Kjartan Ölafsson og Jónas Þóri Þórisson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Forsætisráðherra og flokks- formennirnir um úrslit sveitarstjórnarkosninganna: „Úrslitin sýna mjög traust fylgi okkar” segir Steingrímur Hermannsson ■ „Ég er eftir atvikum ánægð- ur með úrslitin i þessum kosning- um,” sagði Steingrimur Her- mannsson formaöur Framsókn- arflokksins. „Það er aö visu rétt aö við töp- uöum nokkru fylgi 1978 og höfum enn ekki unniö það tap allt upp, en aö tvennu er þó aö gæta i þessu sambandi — I fyrsta lagi aö 1978 var tap okkar langmest hér i Reykjavik, en ekki svo mikiö úti um landið. Ég er mjög ánægður meö útkomu okkar nú úti um landiö, þó að ég hefði kosiö að við hefðum endurheimt meira af fylgi okkar hér I Reykjavik. I öðru lagi ber að hafa það i huga, að það hefur aldrei verið talið auðvelt fyrir flokka i sveitar- stjórnum, þegar þeir eru jafn- framt i rikisstjórn. Þannig að með tilliti til þessa, þá held ég ab við getum vel við unað. Þessi úr- slit sýna náttúrlega mjög traust fylgi okkar. A sumum stöðum úti á landi náði Framsóknarflokkurinn mjög góðum árangri, eins og til dæmis á Akranesi, i Grindavik, á Dalvik, Suöureyri, Bolungarvlk, Patreks- firði og viöar.” —AB „Stjórnarmyndunin ekki valdið atkvæðatapi” segir Gunnar Thoroddsen ■ „Sem sjálfstæðismaður er ég ánægður yfir úrslitum kosning anna,” sagði Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra. „Sjálfstæðismenn unnu veru- lega á og bættu viö sig fylgi viðast hvar um land. Þeir endurheimtu meirihlutann I Reykjavlk og i Vestmannaeyjum og bættu við sig fulltrúum viöa. Þó að ágreiningur sé innan Sjálfstæðisflokksins um afstöðu til rikisstjórnarinnar, tókst nú að ná samstöðu meðal sjálfstæöis- manna um sveitarstjórnarkosn- ingarnar. I þessum kosningum var auðvitað ekki kosiö um rikis- stjórnina. Hins vegar skoraði Alþýðuflokkurinn sérstaklega á þá, sem væru andstæðir rikis- stjórninni, að sýna þaö með þvi að greiöa Alþýöuflokknum atkvæöi, en það urðu nú harla fáir, sem hlýddu þvi kalli. Þessar kosningar haía sýnt svo vel sem verða má, að stjórnar- myndunin hefur ekki valdið Sjálf- stæðisflokknum atkvæðatapi, heldur kannski aukiö fylgi hans. Þessar sveitarstjórnarkosning- ar eru auðvitaö ekki tilefni til þess aö þing veröi rofið og efnt til nýrra kosninga”. —AB „Þökkum þetta samheldni í okkar röðum” segir Geir Hallgrímsson en það hefur nú gerst. Úrsiitin allsstaðar á landinu eru einnig Sjálfstæðisflokknum i vil og má þar sérstaklega nefna glæsilegan sigur i Vestmannaeyjum. Við þökkum þennan árangur sam- heldni i okkar röðum og teljum úrslitin vitnisburö um það að Sjálfstæöisflokkurinn er sú kjöl- festa I stjórnmálum, sem þjóðin þarfnast.” —AB ■ „Við sjálfstæðismenn erum mjög ánægðir með kosningaúr- slitin og þá ekki sist með kosn- ingaúrslitin hér i Reykavik,” sagöi Geir Hallgrimsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins. „Þegar viö misstum meirihlut- ann fyrir fjórum árum, spáðu andstæðingar okkar þvi, aö við mvndnm pkki vinna hann aftur. „Tekist að gera vinstri menn tortryggilega” segir Svavar Gestsson ■ „Það sem veldur mér áhyggj- um við þessi kosningaúrslit er sá mikli sigur, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur unnið sumsstaöar, en ég bendi hins vegar á, að það eru auövitað valdahlutföllin á Al- þingi, sem ráða úrslitum,” sagöi Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins. „Mér finnst kosningaúrslitin sýna að ihaldsöflunum hefur tek- ist að gera vinstri menn tor- tryggilega, þar sem framboð hafa veriðmörg á þeirra vegum. Éger að sjálfsögðu ekki ánægður með útkomu Alþýðubandalagsins alls staðar, en tel þó að við höfum varist allvel hér i Reykjavik, og erum hér með eina hæstu at- kvæðaprósentu sem við höfum haft, þrátt fyrir tilkomu Kvenna- framboðsins. Égersérstaklega ánægður með útkomu flokksins á Austurlandi, þar sem Alþýðubandalagið held- ur sinni stöðu nær alveg, frá þeim mikla sigri sem vannst 1978.” — AB „Fylgisaukning íhalds- ins áhyggjuefni” segir Kjartan Jóhannsson ■ „Það sem vekur mesta at- hygli, er þessi mikla fylgisaukn- ing Sjálfstæöisflokksins,” sagöi Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýöuflokksins. „Það hlýtur að vera sérstakt umhugsunarefni fyrir þá flokka, sem mynduðu ríkisstjórn meö hluta úr Sjálfstæðisflokknum, m.a. i þeim tilgangi að kljúfa hann og mola, að þaö sem þeir uppskera er sérstök fylgisaukn- ing fhaldsins. Ég tel aö Sjálf- stæðisflokknum hafi tekist að setja sig i stellingar stjórnarand- stöðuflokka, þó að hann eigi aöild að rikisstjórninni og beri ábyrgö á henni og hafi notiö þess i kosn- ingunum. Þetta gerði Alþýöu- flokknum mun erfiðara fvrir. Alþýðubandalagið hins vegar hjálpaöi Sjálfstæðisflokknum meö þennan leik og þessi byr fór um landið. Alþýöuflokknum tókst að visu að halda sinum hlut og ná auknu fylgi á ýmsum stööum. Það voru eins konar varnarsigrar við þessar aðstæður,” sagði Kjartan Jóhannsson. —AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.