Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 7
Þnojudagur 25. mai 1982 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ MITTERRAND Frakklands- forseti undirbýr það af miklu kappi um þessar mundir, að sögulegir atburðir verði á ný tengdir Versölum. Markmið hans er hvorki meira né minna en það, að leiðtogar helztu iönaðarrikja hins svonefnda frjálsa heims verði sammála á fyrirhuguöum Versalafundi um ráðstafanir gegn þeirri efnahagskreppu, sem nú veldur vaxandi atvinnuleysi og versnandi lífskjörum i nær öllum löndum heims. Fundinn i Versölum sem hér er rætt um, munu sækja æðstu menn Bandarikjanna, Japans, Kanada, Frakklands, Bretlands, ítallu og Vestur-Þýzkalands. Þetta er 1 áttunda sinn, sem leið- togar þessara rikja hittast til að ræða um ástand efnahagsmála i heiminum ogsamstarf milli rikja þeirra á þvi sviði. Fundurinn verður haldinn dagana 4.-5. júni. Hingað til hafa þessir fundir þðtt heldur árangurslitlir. Siðasti fundurinn var haldinn i Ottawa i fyrrasumar. Þar mætti Mitter- ■ Mitterrand og Reagan Þjóðarleidtogar gista Versali Mitterand undirbýr mikilvægan fund rand i fyrsta sinn og bar þá mest fyrir brjósti, að iönaðarveldin ykju aðstoð sina við þriöja heim- inn. Þetta strandaði þá á Reagan og Thatcher. Nú hyggst Mitterrand einnig halda þessu máli til streitu en fleira og meira vakir fyrir hon- um, þvi aö efnahagsástandið hef- ur bæðibreytztogversnað siðan I fyrra. Atvinnuleysi hefur stóraukist i flestum vestrænum löndum, framleiðsla dregizt saman og enn bólar ekki á batanum, sem spáð var i fyrra, að myndi koma til sögu á þessu ári. Þvert á móti er enn spáð stórvaxandi atvinnu- leysi. ÞAÐ þykir vist að á Versala- fundinum muni leiötogar Vestur - Þýzkalands, Frakklands og Italiu gera harða hrið aö Reagan forseta vegna hávaxtastefnunn- ar, sem stjórn hans fylgir og talin er eiga stóran þátt eða jafnvel mestanþátt iefnahagskreppunni. Þá muni þeir lýsa óánægju yfir hinum mikla greiðsluhalla sem er ráðgerður á fjárlögum Banda- rikjanna á næsta ári. Hann muni stuðla að þvi, aö efnahagsástand- ið haldi áfram að versna. Reagan mun að likindum beita sömu rökum og á Ottawafundin- um ifyrra,að stefna hans þurfi að fátækifæritilað bera árangur, en enn sé ekki fengin full reynsla af henni. Sjálfursé hann sannfæröur um, að hún muni ekki bregöast vonum hans. Þó er ekki talið útilokaö, að hann muni lofa einhverri tilslök- un siðar á árinu, en vextir hafa aðeins lækkað i Bandarikjunum að undanförnu. Reagan mun svo hreyfa ööru . máli. Þar veröur um að ræða af hans hálfu eins konar gagnsókn, sem einkum mun beinast gegn Frökkum og Vestur-Þjóðverjum. Hann mun telja þá hafa of mikil viöskipti við Rússa. Einkum mun hann deila á samninga þeirra við Rússa um hina miklu gasleiðslu sem samið hefur veriö um aö leggja frá Si- beriu til Vestur-Evrópu. Reagan mun krefjast þess, að ekki veröi samið um fleiri slikar fram- kvæmdir. ■ Reagan og Suzuki forsætisráö- herra Japans. Þá munu þeir Reagan, Mitter- rand og Helmut Schmidt krefjast þess af forsætisráðherra Japans að Japanir leggiminni höft á inn- flutning til Japans ella verðibeitt höftum gegn innflutningi frá Jap- an, t.d. á bilum og tölvum. Fjóröa helzta viðfangsefnið verður svo það, sem rætt var einkum um á Ottawafundinum i fyrra, þ.e. viöskiptin milli iðnað- arveldanna og þriðja heimsins. ÞETTA veröur i fyrsta sinn, sem Reagan kemur i heimsókn til Evrópu siðan hann varö forseti. Frá Versölum mun hann halda til Bonn, en þar mun hann sitja fund leiðtoga æðstu manna rikja At- lantshafsbandalagsins sem hald- inn verður 9.-10. júni. A þessum fundi mun einkum veröa rætt um afstööuna til Sovétrikjanna og viðræðurnar við þau um kjarnavopnabúnaöinn. Vafalitiö er það með tilliti til þessa fundar, að Reagan hefur að undanförnu slakað nokkuö til og lýst sig fúsan til að hefja viöræöur við Rússa um takmörkun lang- drægra eldflauga. Það er ekki ósennilegt,að það beri talsvert á góma á þessum fundi, að Bandarikin staðfesti Salt-2, þ.e. samninginn, sem Carter-stjórnin geröi við Sovét- stjörnina um takmörkun lang- drægra eldflauga, en Bandarikja- þing hefur enn ekki samþykkt, m.a. vegna andstööu Reagans. Margir áhrifamenn i Banda- rikjunum, m.a. Kissinger hafa lagt til að undanförnu, að Banda- rikin staðfesti samninginn. Þeir telja það mikilvægt skref til aö sýna vilja Bandarikjanna i þess- um efnum. A þennan hátt verði viðræður lika auðveidari. A sin- um tima lýstu öll Vestur-Evrópu- rikin i Nató sig fylgjandi Salt-2. Mikilvægt er, aö það komi skýrt i ljós á fundinum I Bonn, að vest- rænum rikjum sé full alvara um að ná samkomulagi um niður- skurð kjarnavopnabúnaðarins. Stærsta skrefið i þá átt væri að þaubeittu sér fyrir samkomulagi risaveldanna um að stöðva fram- leiðslu kjarnavopna þegar i stað. Hitt boðar ekki gott ef framleiðsl- unni verður haldið áfram af auknu kappi meðan setið er við samningaborð. Óliklegt er, að þá verði talazt við af heilindum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ Landganga Breta á austurhluta Falklandseyja hefur heppn ast vel og eru háttsettir herforingjar i Buenos Aries sagðir hafa áhyggjur af hve vel hafi tekist til. Atökin við Falklandseyjar: Gin- og klaufa- veiki lokid í Danmörku ■ Gin- og klaufaveikin sem herjað hefur á Dani undan- farna mánuði er nú gengin yfir en rúmlega 30 dagar eru liönir frá þvi að sföasta tilfelli henn- ar kom upp á Fjóni en það er sá frestur sem alþjóöalög kveða á um aö þurfi að líöa áð- ur en hægt sé aö segja að veik- inni sé lokið. Danskur landbúnaöur hefur orðið fyrir gifurlegum skakkaföllum siðan veikin kom fyrst upp i vetur og ljóst erað þeirveröa lengi að ná sér eftir þau áföll. Taliö er næsta fullvist aö veikin hafi komiö frá A- Þýskalandi en ráöamenn þar hafa verið tregir til að viöur- kenna það. Strax var tekin sú ákvörðun aö skera niöur búpeninginn I stað þess að beita ónæmisaö- gerðum enda leiddi þaö til þess að fýrr yrði hægt aö koma upp aftur útflutningnum i þessari atvinnugrein með þeim aögeröum. Eftir þvi sem lengra leið frá þvi að veikin kom upp og tekist hafði aö koma i veg fyrir hana uröu þær raddir æ háværari sem sögðu að beita ætti ónæmisað- gerðunum en aldrei varð úr þvi og telja flestir nú að stjórnvöld hafi brugðist rétt við vandanum. Ljóst aðmilljarða tap hef- ur oröið i dönskum landbúnaði vegna þessarar veiki auk þess sem búast má viö að Danir veröi lengi að ná fyrri stööu á mörkuðum sinum fyrir land- búnaðarafurðir. Hardar Argentínu manna | Argcntlnu mcnn héldu áfram hörðum loftárásum sfn- um á breska fiotann undan austurströnd Falklandseyja og var það framhaid árása sem hófust á sunnudag en þá tókst þeim að laska freigátu. Tjón Argentinumanna i þessum árásum er mikið en Bretar segja aö i loftárás um um helgina hafi Argentinu- menn misst sex flugvélar og nokkrar i gærmorgun. Ekki er ljóst hve mikið tjón Bretar biöu i' árásunum i gær- morgun en það var nokkuö að sögn talsmanns breska varnarmálaráöuneytisins en nánari fregnir var ekki að fá af þvi. Breskur fréttamaður sem var staðsettur i þyrlu er árásirnar urðu sagöi að argentisku flugvélarnar heföu ráöist á flotann i bylgju eftir bylgju og látið sig tjón litlu varða. Varnamálaráöherra Breta John Nott sagði þinginu i Lon- donað dagar Argentinumanna á Falklandseyjum væru nú taldir. Bretar hefðu nú komiö sér vel fyrir á eyjunum meö allan nauösynlegan útbúnaö, en hann lagöi jafnframt áherslu á aö ekkert mætti gera i fljótfærni. Breski flotinn undan austur- strönd eyjanna hefur verið styrktur til að bæta upp það tjón sem Bretar hafa oröið fyrir siðan á föstudags- morguninn, er landganga Breta hófst við San Carlos. Varnarmálaráðherra Argentinu sagöi aö mikilvæg- asta verkefni þeirra nú væri að ná aftur tangarhaldi á þvi sem Bretar hafa náö á austur- hluta eyjanna. Hann varaði jafnframt viö þeirri hættu sem er á þviað þessi átök verði al- þjóðleg. Opinberar fréttir I Buenos Aries herma að Bretar séu einangraöir og umkringd- ir en háttsettir herforingjar eru sagöir áhyggjufullir yfir þvi hve auöveldlega Bretar náðu tangarhaldinu. Forsætisráöherrar átta Efnahagsbandaiagslanda hafa ákveðið aö halda áfram refsiaðgerðum sinum gegn Argentfnu þ.e. algjöru inn- fiutningsbanni á argentinskar vörur. A fundi i' Brussel var ennfremur ákveðiö að setja ekki nein timamörk á þessar refsiaögerðir. Fulltrúar tveggja landa, Irlands og ítalfu, sem studdu ekki þessar aðgerðir áöur, sögðu aö þau lönd mundu ekki gera neitt sem drægiúraögeröum hinna. Pym utanrikisráðherra Bret- lands sagöi aö Bretar mætu mikils þennan stuðning á þessu augnabliki. Stjórn S-Afriku hefur ekki staðfest eða neitaö blaða- fregnum i Jóhannesborg um aðhún útvegi Argentinumönn- um vopn, en hér á m.a. að vera uin aðræða eldflaugar og varahluti i Mirage-þotur. Talsmaður breska utanrikis- ráðuneytisins sagöi aö ef þess- ar fregnir væru réttar mundi veröa litið á það mjögalvar- legum augum. loftárásir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.