Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 25. mai 1982 utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttir, Ragnar Örn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Aug- lýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö í lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Áskriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Kosningaúrslitin ■ Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að teljast sigurvegari bæjarstjórnarkosninganna á laugardaginn, en Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið töpuðu verulegu fylgi. Framsóknar- flokknum tókst hins vegar að halda sinu fylgi frá bæjarstjórnarkosningunum 1978 og i ýmsum bæjarstjórnum juku framsóknarmenn hlut sinn verulega og fengu jafnvel hreinan meirihluta i einni bæjarstjórninni. Það er augsýnilega út i hött eins og sumir hafa þó reynt að halda fram, að telja þessi kosninga- úrslit einhvert áfall fyrir rikisstjórnina. Það sést best á þvi að eini flokkurinn, sem er heill og óskiptur i stjórnarandstöðu — Alþýðuflokkurinn — tapaði mjög verulegu fylgi. Kosningaúrslitin eru þvi fyrst og fremst veru- legt áfall fyrir eina óklofna stjórnarandstöðu- flokkinn. Þótt sigur Sjálfstæðisflokksins sé vissulega alltof mikill, t.d. i höfuðborginni, þá vekur það þó athygli að sjálfstæðismenn hafa ekki náð sama at- kvæðamagni nú og árið 1974. Þá fengu þeir 26.973 atkvæði en núna rúmlega þúsund atkvæðum minna, eða 25.879 atkvæði. Framsóknarflokkurinn hélt stöðu sinni i Reykjavik miðað við siðustu borgarstjórnar- kosningar og fékk tvo menn kjörna. Flokkurinn er núna aftur stærri en Alþýðuflokkurinn i höfuð- borginni. Viða i kaupstöðum landsins vann Framsóknar- flokkurinn góðan sigur. Þar er sérstök ástæða til að minna á, að á Dalvik fékk Framsóknar- flokkurinn hreinan meirihluta. 1 Grindavik bættu framsóknarmenn við sig tveimur bæjarfulltrú- um, en einum bæjarfulltrúa bæði á Akranesi, i Bolungarvik og á Sauðárkróki. Þegar litið er á fjölda bæjarfulltrúa i heild kemur i ljós, að Framsóknarflokkurinn hefur nú næst flesta bæjarfulltrúa og er að þvi leyti næst öflugasti flokkurinn i kaupstöðum landsins. 1 mörgum kauptúnahreppum fékk Fram- sóknarflokkurinn einnig góða kosningu og bætti viða við sig hreppsnefndarmönnum. Eitt af þvi sem gerði framsóknarmönnum erfitt fyrir siðustu daga kosningabaráttunnar var skoðanakönnun sem eitt af málgögnum Sjálf- stæðisflokksins birti þremur dögum fyrir kjör- dag. Þessi skoðanakönnun er fáránleg miðað við kosningaúrslitin, en alltof margir tóku mark á henni og trúðu þvi að Framsóknarflokkurinn i Reykjavik myndi fá slæma útreið. I reynd fengu framsóknarmenn i höfuðborginni 111% fleiri at- kvæði en skoðanakönnunin gerði ráð fyrir og tvo fulltrúa i borgarstjórn en ekki einn. Tryggja þarf i framtiðinni að flokkspólitisk málgögn geti ekki haft áhrif á siðustu dögum kosningabaráttunnar með óvönduðum skoðanakönnunum af þessu tagi. Þótt kosningaúrslitin séu vel viðunandi fyrir Framsóknarflokkinn og sums staðar mjög góð þá hljóta framsóknarmenn samt sem áður að leggja enn frekari áherslu á að vinna ábyrgri stefnu sinni fylgi meðal landsmanna svo koma megi i veg fyrir sigur leiftursóknaraflanna i næstu al- þingiskosningum. —ESJ menningarmál Bananar frá Rómönsku Ameríku ALÞÝÐULElKHtJSIÐ Pældiöi- hópurinn Bananar, efyir Rainer Hachfeld og Reiner Lucker. Þýöing: JórunnSiguröardóttir Þýöing söngtexta: Böövar Guö- mundsson. Tónlist: Birger Heymann. Leikstj ór n: Briet Héöin sdóttir. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Aöstoö viö lysingu: David Walters. Leikendur: Björn Karlsson, Gunnar Rafn Guömundsson, Jórunn Siguröardöttir, Margrét ólafsdóttir, Sigfús Már Péturs- son, Thomas Ahrens, Viðar Eggertsson og ólafur örn Thor- oddsen. Vandi rómönsku Ameriku ■ Næstá eftir þeim manneskjum sem vilja frelsa heiminn fyrir borgun, vorkennir maöur lfklega þeim, mest sem viröast fúsir til að gjöra þaðókeypis. Þeir siöar- nefndu hafa f rauninni reynst ennþá verr, þvi oft dregur aö þvf.aö ekki reynist unnt aö standa viö alla feguröina, sem byltingin bar i andliti sfnu, um þaö leyti sem búiö var aö grafa likin I svarta moldina. Heimurinn, þjóöin og landiö spyr nefnilega ekki um hinn góöa tilgang, heldur mælir árangur i búvörum, menningu og mannúö, en engu ööru. Mér kom þetta i hug, þegar ég sá sýningu leikhópsins Pældíði, en þar eru nokkur ungmenni að reyna að minna á einn af fjöl- mörgum smánarblettum mann- kynsins. Sumsé Suður-Ameriku, en þar námu Evrópubúar land í byrjun 16. aldar. Einkum og sér i lagi þó Spánaverjar og Portú- galar og þessi lönd voru upp- spretta mikilla auðæfa. Fyrst þeirra, sem unnt var að ræna, en siðarþeirra erunnt var að skapa, grafa, dæla úr jörðu, eða láta spretta í frjósamri moldinni. Forn þjóöfélög leystust upp, menning var lögð í rúst og nú sitjum við uppi með sárin, — og þvi miður eygjum viö ekki neina skjóta lausn. Og sem verra er, naumast til lengri tima heldur. Frjálsum rikjum vegnar þarna illa og lifskjör eru litlu eða engu betri, en þau voru á nýlendutim- anum. Það sem oftast hefur skeð, er að innlend harðstjórn hefur tekið við af erlendri. Þannig fer það nú með frelsið á þeim bæ. Á 19. öld frelsaði hreyfing Simons Bólivar rómönsku Ameríku og nú eru herraþjóö- irnar fornu, Spánn og Portúgal, peningalega séð, smáriki. Á hinn bóginn er staðhæft að i rómönsku Ameriku búi nú um 250 milljónir manna. Þar af eru 100 milljónir ólæsar og um 50 milljónir at- vinnulausar. Eftirmálin urðu þvi langvinn — og er ólokiö enn. Einn þáttur málsins Leikflokkurinn Pældiði tekur fyrir einn þátt málsins, sumsé ávaxtahringina, eða banana- verslunina, en 2/3 allra banana I heiminum koma frá Costa Rica, Honduras, Ecuador og Panama. Pældiði tekur þann kost, eða öllu heldur höfundar þess, að láta leikinn gerast i Puerto Pobre, sem er tilbúningur. Um þetta segir I leikskrá á þessa leið: Puerto Pobre, Santa Basura. Tilbúin nöfn frá hendi höfunda verksins. Puerto Pobre, sem út- leggst á islensku „fátæka höfn” er hafnarbær i hinu imyndaða landi, sem leikrítiö gerist i. Santa Basura sem útleggst á fslensku „heiiagi ruslahaugur” er höfuö- borg hins imyndaða ríkis. Fyrir- mynd þessa lands eru lönd eins og Honduras, Costa Rica, Panama, Guatemala, Ecuador, sem eru svo gott sem algjörlega háö ban- ■ anaversiun. Um þetta er raunar ekki annaö að segja, en aö þessi aðferð gjörir gömlum bananamanni, eins og undirrituöum örðugt með að átta sig á þessum leik. Töluveröur munur er til dæmis á ástandinu I Costa Rica og I Honduras, og i Panama annars vegar og Guate- mala og Equador hins vegar. A Costa Rica stoftisettu Þjóð- verjar plantekrur, er siöar voru yfirteknar af Bretum og loks Bandarikjamönnum, svo dæmi séu nefnd. Standard Fruit, sem keppa á þessum svæðum eða gjörðu það. Ég hefi unnið fyrir þessa menn, og veit þvi að þeir eru ekki i þessum löndum til að kennalestur ogskrift. Fyrirtækin eru þarna að rækta banana, bæði fyrir fólkiö á Grimsstaðaholtinu og á öðrum stööum i Vestur- bænum, sem og á stórmörkuðum Evrópu og Norður-Ameriku. Það er allt og sumt. Ég kannast þvi bærilega við flest það, sem höfundar Banana- leiksins fjalla um. Þótteinföldun staöhátta og ein- földun staðreynda, geri leikinn auðskildari, þá verður ádeilan á hinn bóginn dáli'tiö marklaus með þvi móti að kenna Bandarikja- mönnum um öll vandræði róm- önsku Ameriku. Bandarlkjamenn voru sjálfir þrælar, eða nýlendu- þjóð i upphafi, en tókst aö stofna menningarriki, eöa bandariska menningu. Sterkt þjóðfélag er átti uppruna sinn i sundurleitum þjóða rbrotum, menntunar- snauðum frumbyggjum, er vildu freista gæfunnar i nýju landi. Puerto Pobre Þótt Puerto Pobre, sé til- búningur, er efni þessa leiks þaö ekki, heldur bláköld alvara. Og ef það markmið næst, að fá almenn- ing á tslandi til að pæla i örlögum rómönsku Ameriku, er það vel. Vonandi dregur bananasala Alþýðuleikhússins eitthvað úr starfsemi auöhringanna á íslandi, þegar fram liða stundir. Það er þvi mála sannast, að þetta leikrit kemur á réttum tima. í fréttunum I dag var sagt að „aumingja varðliðarnir”, eða óeirðalögreglan í Póllandi hefði ráðist að fjölmennum fundi manna, sem vill vera ifélagi, sem þaö hefur búið tU. Ráðist var meö háþrýstidælum, kylfum og tára- gasi aö verkamönnum Samstöðu. Herforingjastjórnin i Póllandi er þviilla settog herforingjastjórnin i Argentinuá von á innrás Breta á Falklandseyjar. Klerkarnir i íran láta æfð smábörn hlaupa inn á jarðsprengjusvæði traka fyrir hernum og réttlæti strá Rússar úr eiturþyrlum yfir frelsisher Afgana, sem vilja heldur vera dauðir, en félagar i sjúkrasam- lagi Brésnjefs. Vandræðin má þvi endalaust rekja. Allt I kringum okkur er nefni- lega verið með borgað og óborgað réttlæti.og við biðum i lambastiu heimsfriðarins, sitjandi á púður- tunnu. En nóg um það. Bananar „Bananar” segja frá ungum pUti i þorpi. Hann er fátækur og selur banana sér til viðurværis og til að hjálpa móöur sinni við að seðja hungur systkina sinna. Hann kýs að freista gæfunnar i stórborginni, þar sem auðhring- urinn IPP ræður öllu. Honum er þaö ljóst, aö hann verður að hafa heppnina með sér. í för með honum slæðast tveir pUtar og yfirstéttarstúlka kemur lika við sögu. Hann ber þroskaða banana með sér til stórborgarinnar, og ævin- týri bfða hans. Kirkjan, sem er vist ekki á pólsku linunni, reynir fyrst að stela aleigu hans, eða banönunum, en hann kemst undan. I borginni kemst lögregl- an hinsvegar i málið og einn þeirra félaga lendir i fangelsi fyrir söng, er hann hefur samið um heimsfirmað, sem fer raun- verulega með völdin i landinu. Bananarer ekki mjög sannfær- andi verk. I þvi eru þó býsna góðir sprettir. Leikstjórn Brietar Héðinsdóttur er hnökralaus, þótt atriðin séu misjöfn að gæðum. Fyrst og sfðast vantar þó hið suð- ræna skap. Gitarleikarinn og söngmaðurinn Thomas Ahrens, virðist f raun og veru vera sá eini, er ræður yfir þeim krafti, sem fylgir þvi aö vera ekki læs og að hafa alið sig upp sjálfur. Aðrir leikendur leika hinsvegar eins og leikarar á föstum samningi og launaflokksleikurinn á ekki við þarna, þvi miöur. All vönduð sýningarsktá fylgir Bananaleikritinu. Þar sem Arni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans skrifar um kirkjumál, og rakin er saga rómönsku Ameriku og Uni- ted Fruit Company. Menn fá leiöarvlsa um ýmsar bækur, sem gott er að lesa, og um það hvað notað var við samningu leiksins. Þarhafa m.a. veriðnotuðrit eftir fv. seðlabankastjóra Kúbu, Che Guevara, sem kastaði upp og hætti i bankanum, þegar Castro byrjaði að stjórna. En einkum er þó stuðst viö þýskar bækur um réttlæti viö samningu verksins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.