Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 25. mai 1982 íþróttir Góður sigur ísfirðinga á Víkingum — íslandsmeistarar Víkings steinlágu gegn nýliðum ÍBI ■ Þeir voru margir daprir aödá- endur Vikings sem yfirgáfu Laugardalsvöllinn á sunnudaginn eftir ieik Vikings og tBt frá tsa- firöi. Leiknum lauk nefniiega meö mjög óvæntum sigri liösins að vestan og uröu lokatölur 3:2. Staðan i leikhléi var 1:0 ÍBt i vil. Jónas tryggði Þór sigur ■ Jónas Róbertsson tryggði Þór Akureyri bæði stigin er þeir heimsóttu Þrótt Neskaupstað og léku gegn þeim i 2. deildinni á sunnudaginn á Neskaupstað. Jónas skoraði markið i fyrri hálf- leik. Þór var mun betri aðilinn i leiknum en hvorugu félaginu tókst að sýna neina snilldarknatt- spyrnu. Enda voru aðstæður til þess ekki þær bestu sem fást. Leikið var á malarvelli og fyrir leikinn hafði rignt mikið og var völlurinn erfiður yfirferðar. Lið Þróttar hefur misst mikinn mannskap og teflir liðið nú fram mikið af ungum leikmönnum. Oft brá fyrir skemmtilegum sam- leiksköflum hjá Þór en allan neista vantaði til að fylgja þeim eftir hjá fremstu sóknarmönnum. Það var lika augljóst þegar I upphafi leiksins aö hinir ungu leikmenn IBt ætluöu aö selja sig dýrt, berjast sem einn maöur til loka leiksins og gera allt tiltækt til að koma i veg fyrir sigur and- stæðingsins. Þaö tókst og ekki geta isfirðingar veriö annaö en ánægöir meö þessa för sina til höfuöstaöarins. Eins og áður sagði byrjuðu leik- menn 1B1 með miklum hama- gangi og vissu Vikingar vart hvaöan á þá stóö veöriö. Fór lika svo að Isfirðingar voru fyrri til aö skora. Fyrsta mark leiksins var skorað á 24. minútu og var þar körfuknattleiksmaður að verki. Nefnilega Guðmundur Jóhanns- son sem lék með 1S i Úrvals- deildinni i vetur. Eftir fyrirgjöf Kristins Kristjánssonar skallaði hann knöttinn i bláhorn Vikings- marksins án þess að ögmundur kæmi vörnum við. Vikingar trúðu vart sinum eigin augum. Nokkuð fjör færðist i leik þeirra eftir markið en fleiri mörk voru ekki skoruð fyrir leikhlé. Flestir áttu von á þvi að Vikingar, íslandsmeistararnir myndu taka sig saman i andlitinu i siðari hálfleik en svo varð þó ekki. Þvert á móti juku Is- firðingar fengið forskot sitt og það átti sér stað á 11. minútu siðari hálfleiks. Jón Oddson fékk þá stungusendingu innfyrir vörn Vfkings og hljóp af sér varnar- menn og skoraöi óáreittur annað mark 1B1 og fögnuður leikmanna liðsins og allra þeirra er eiga ættir sinar að rekja til ísaf jaröar og nágrennis nær ólýsanlegur. Þegar hér var komið sögu var að duga eða drepast fyrir Vikinga. Þeir tóku heldur við sér og náðu aö minnka muninn i eitt mark, 2:1 á 21. minútu með marki Heimis Karlssonar beint úr auka- spyrnu. Við þetta mark færðist nokkuö fjör i leik liðsins sem endaði eftir fimm minútur með ööru marki sem Jóhann Þor- varðarson skoraði með góöu skoti úr vitateig. Og nú héldu flestir aö tslandsmeistararnir væru komnir i gang en svo var þó ekki. Isfirð- ingar gáfust ekki upp. Þeir börð- ust sem einn maður og báru siður en svo virðingu fyrir and- stæðingnum. Og þegar niu minút- ur voru eftir af leiktimanum kom þruman. Enn var það Kristinn sem gaf vel fyrir markið úr auka- spyrnu. Gústaf Baldvinsson stökk manna hæst við markteigslinuna og firnagóöur skalli hans þandi út netmöskva Vikingsmarksins og sigur Vestfjarða-liösins var stað- reynd. Það er alveg ljóst að ekkert lið i 1. deild getur bókað sér sigur gegn hinu baráttuglaða liði 1B1. Leikmenn liðsins hafa gaman af þvi sem þeir eru að gera og vinna allir að sama marki að sigra and- stæðinginn. Það tókst i þetta sinn mest fyrir tilstilli mikillar bar- áttu. Erfitt er að nefna einn leik- mann öðrum betri hjá 1B1 i þess- um leik. Þeir léku allir vel og sigurinn var verðskuldaður. Um Vikingsliðið er það að segja að liöið getur mun meira. Greini- legt var aö Vikingar vanmátu andstæðinginn að þessu sinni og slikt kann ekki góðri lukku að stýra. Leikinn dæmdi Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og var greinilegur vorbragur á dómgæslu hans eins og svo margra dómara hingað til. Stórkarlaleg knattspyrna Skagamanna — sem þó héldu med annað stigið frá Akureyri ■ Þriöja jafntefli KA i jafnmörg- um leikjum varð staðreynd á sunnudaginn er liðið fékk Skaga- menn I heimsókn. Leikið var á malarvelli KA og var þetta fyrsti leikurinn i 1. deild sem þar er háður. Ekkert mark var skorað i leiknum og deildu liöin þvi stigun- um tveimur. Óhætt mun að segja aö liö Skagamanna hafi ekki sýnt það sem menn hérna fyrir noröan höföu átt von á. Þvert á móti var liðiö mjög ósannfærandi 1 leik sin- um sem var stórkarlalegur og lltil ógnun var i sókn þess. Sú knatt- spyrna sem sást i þessum leik kom að langmestu leyti frá leik- mönnum KA en einnig þeim voru mislagðar hendur, og eöa fætur upp við mark andstæöinganna. Það má viröa leikmönnum liö- anna þaö til vorkunnar aö leikið var á möl, aö visu á ágætum malarvellisem slikum, en að visu var völlurinn nokkuö mjór og það háöi liöunum. En þaö afsakar þó ekki með öllu þá stórkarlalegu knattspyrnu sem leikin var sér- staklega af hálfu gestanna. Er ljóst að Skagamenn fara ekki langt I mótinu meö slíkri frammi- stöðu. Ekki var minnisbókin útkrotuð eftir þennan leik, helst var aö Aðalsteinn Jóhannsson i marki KA þyrfti aö beita sér til að verja skot frá Sigurði Lárussyni í fyrri hálfleiknum og skalla frá Siguröi Halldórssyni eftir fyrirgjöf frá Arna Sveinssyni um miðjan hálf- leikinn. En þrátt fyrir þaö að KA ætti meira i spilinu út á vellinum skapaöi liðið sér ekki hættuleg tækifæri i fyrri hálfleik. Sóknar- leikurinn var lika of einhæfur hjá þeim allt of mikið reynt aö kom- ast upp hægri kantinn, en Elmar Geirsson hafði ekki þar erindi sem erfiði og hefur oftast sýnt betri leiki en aö þessu sinni. t siðari hálfleik fékk KA sann- kallaö dauöafæri eftir mikla pressu þegar um það bil 10 min. voru til leiksloka. Þeirri pressu lauk með þvi aö boltinn barst til Asbjörns Björnssonar sem var rétt utan við markteigshorn en hann hitti boltann illa og skaut i hliöarnetið utanvert. Ekkert mark því skoraö og ekki hægt að segja að úrslitin hafi veriö ósann- gjörn þó lið KA hafi virkað sterk- ara. Þeirra bestu menn voru Aöalsteinn i markinu sem greip vel inn i þegar á þurfti að halda og Hinrik Þórhallsson sem baröist mjög vel. Hjá Skagamönnum virkuðu þeir bestir Jón Gunn- laugsson og Siguröur Halldórsson sem voru fastir fyrir i vörninni. Dómari var Þóroddur Hjaltalin sem var sjálfum sér samkvæmur i dómum sinum og hafði góð tök á leiknum. GK — AK. ■ Karl Þórðarson skrifaði I gær undir tveggja ára samnmg við Laval I Frakklandi. Karl samdi til 2 ára — Kari Þórðarson skrifadi undir tveggja ára samning við Laval í gær ■ Karl Þórðarson landsliðs- maður i knattspyrnu sem i vetur lék sem lánsmaður með 1. deildarliðinu Laval i Frakklandi skrifaði i gær undir tveggja ára samning viö félagið. Um helgina tókust samningar á milli La Louviere belgiska félagsins sem Karl lék með áður en hann hélt til Frakklands og Laval. „Ég er mjög ánægður með þennan samning sem ég hef gert við Laval, og það er mjög gott að vera hérna i Frakklandi” sagði Karl i stuttu spjalli við Timann i gær. Karl sagði ennfremur aö hann myndi koma heim á laugardaginn og taka þátt i undirbúningi lands- liðsins fyrir leikina gegn Englandi og Möltu sem verða i byrjun næsta mánaðar. röp-. Sigur KR í Eyjum Willum Þórsson skoraði sigurmark leiksins ■ KR-ingum hefur ávallt gengið vel i Vestmannaeyjum og leikur þessara liða á sunnudaginn i Eyj- um var þar engin undantekning um. KR sigraði i leiknum 0-1 meö marki Willums Þórssonar á 5. min fyrri hálfleiks. Guðjón Hilmarsson hinn eitilharði bak- vörður KR-liösins átti þá góöa sendingu á Willum sem skoraöi af miklu öryggi sigurmark leiksins. Eftir þetta mark færöist nokkuð lif i leikmenn IBV sem áttu þá nokkur góð færi á að jafna. En þrátt fyrir þessi færi vildi boltinn ekki i markiö og var Stefán Jó- hannsson markvöröur KR-inga þeim Eyjamönnum oft erfiður, en hann varði mjög vel i ieiknum. t seinni hálfleik fóru KR-ingar aö koma meira inn i leikinn og tvi- vegis munaöi litlu að Óskari Ingi- mundarsyni tækist að auka við forystu KR i leiknum, sérstaklega undir lokin er hann lék I gegnum vörn IBV en skot hans mistókst. Stórsigur Tindastóls — keppnin f 3. deild hófst um helgina ■ Keppnin i 3. deild hófst um Vikingur Ó.-HV 0-0 helgina en i 3. deild leika 16 félög og er þeim skipt i tvo riðla. tJrslit- B-riðill in i A-riöli urðu þessi: Sindri-Austri 0-3 IK-Snæfell 2-1 Huginn-HSÞ 2-2 Viðir-Haukar 1-0 KS-Magni 3-0 Grindavik-Selfoss 2-2 Tindastóll-Arroðinn 4-1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.