Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 23
Þriöjudagur 25. mai 1982 23 og leíkhus - Kvíkmyndsr og Seikhús kvikmyndahornid ■ Clint Eastwood meö vinkonu sinni og apanum Ciyde. Apinn í aðal- hlutverkinu MEÐ HNÚUM OG HNEFUM (Any Which Way You Can). Sýningarstaöur.- Austurbæjarbió. Leikstjóri: Buddy Van Horn. Aöalhiutverk: Clint Eastwood (Phiio Beddoe), Sondra Locke (Lynne), William Smith (Jack Wilson), Ruth Gordon (móöir Philos). Handrit: Stanford Sherman. Sögupersónur eftir Jeremy Joe Kronsberg. Framleiöandi: Fritz Manes fyrir Warner, 1980. ■ Clint Eastwood vann sér frægö meðal kvikmynda- áhorfenda fyrir leik sinn i svo- nefndum spaghettivestrum. Slikir vestrar, eins og aðrar kvikmyndir af þeirri tegund, tilheyra sögunni og þess vegna hefur Eastwood snúið sér að öðrum tegundum kvikmynda, þar á meðal gamanmyndum. Þessi er framhald af einni slikri og fjallar i meginat- riðum um sömu sögupersón- urnar. Það er vart hægt að segja að áhorfendur veltist um af hlátri, þótt einstaka atriði i myndinni séu óneitanlega sniöug. Þaö er þvi miður alltof langt á milli fyndnu atriðanna og þau eru of fá. Söguþráöurinn snýst ööru fremur um tilraunir mafiósa nokkurra til að koma á slags- málum á milli tveggja bar- dagahunda, Philo Beddoe og Jack Wilson en þeir hafa báðir atvinnu af þvi að berjast utan hnefaleikahringsins viö hvern sem er og án nokkurra þeirra reglna sem sumum vestra finnst sýnilega að geri hnefa- leika i hinu leyfilega formi óspennandi. Slagurinn á milli þeirra tveggja er lokapunkturinn i myndinni, en ýmislegt annað kemur þar inn á milli. Philo á nokkuð sér- kennilega móður (þessa sem Ruth Gordon er búin að leika i nokkra áratugi i ýmsum myndum og endurtekur hér), vinkonu sem reynir að syngja kántrisöngva andstæðinga, sem eru hópar af bakkabræðr- um sem halda að þeir séu Hell’s Angels og svo einkavin þar sem er apinn Clyde, en hann er af orangutanættinni. Það segir kannski sitt, að Clyde er hin ókrýnda stjarna myndarinnar. Fyndnu atriði hennar eru fyrst og fremst bú- in til i kringum uppátæki hans og sum þeirra eru óneitanlega vel heppnuð. Er þar m.a. eitt óborganlegt atriöi þar sem maður nokkur verður svo yfir sig ástfanginn, að hann sér andlit Ruth Gordon sem er sennilega komin á sjötugs- aldurinn, á hinum fræga lik- ama Bo Derek hlaupandi eftir ströndinni i „10”, og sannfærir sjálfan sig um að sú gamla sé lika „tia”. En eins og áður segir eru slik bráöfyndin atriði alltof fá, en kjaftshöggin alltof mörg — nema auðvitað fyrir þá sem hafa gaman af leiknum slags- málum. 1 myndinni eru flutt nokkur ágæt lög, m.a. af Fats Domino. —ESJ Elias Snæland Jónsson skrifar Með hnúum og hnefum Sá næsti Ránið á týndu örkinni Dóttir kolanámumannsins Gereyðandinn Eldvagninn Lögreglustöðin i Bronx Fram i sviðsljósið Leitin að eldinum Rokk i Reykjavik Stjörnugjöf Tímans * * » * frábær • * * * mjög góð • * * gód ■ * sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.