Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Simi <HI> 7- 75-51, (91 ) 7 - 80-30. Skemmuvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikið úrval Opið virka daga 9 19 • Laugar daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingafé/ag HöGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Simi 36510 ■ Ofan viö sjávarmálið við Ægissiðuna má á góðviðrisdög- um sjá hvar dálitill hópur af önd- um vappar á milli þúfna og gæðir sér á grastoppunum, er óðum eru að taka á sig græna litinn með ný- byrjuöu sumri. Undir kinnungi grásleppubáta i uppsátri stað- næmast þær öðru hverju við leir- uga polla, dýfa nefinu niður i þá og lyfta höfði til himins á eftir, til þess aö svaladrykkurinn renni ljúflegar niður. En hvernig stendur á þessum blessuðum fuglum við eina af um- ferðargötum borgarinnar. Eru þetta kannske villiendur? Nei, ekki er þaö nú, heldur eru hér komnar siðustu leifar búskapar á Grimsstaðaholtinu, búskapar sem þar þreifst i margar aldir, en sifellt færri muna eftir. Þannig minna endurnar á þá tima þegar búið var á Grimsstöðum, Bjarna- stöðum, Einarsstöðum, Signýjar- stöðum og i Austurkoti en skammt til Garða og Lambhóls. Þá var Grimsstaðaholtið tún og heyjað við Ægissiðuna. Þeir sem þarna bjuggu áttu auðvitað allir bátshorn og reru til fiskjar eink- um þó eftir grásleppu og rauö- maga á vorin. mmm Þriðjudagur 25. mai 1982 fréttir Þaðer lika einn búenda af Holt- mynd G.E.) ■ Guörún Guðjónsdóttir situr löngum við gluggann þar sem útsýni er gott I vesturátt út yfir Flóann og ekki spillir að þaðan getur hún einnig fylgst með hvað endurnar hafa fyrir stafni. A neðri myndinni eru endurnar á þingi I vagni undan einum grásleppubátanna, sem var á sjó, þegar myndin er tekin. (Tíma- „Þfl VAR MIKIÐ HLEGIÐ OG SKEMMT SER OG KOSTAÐI EKKI NEITF Rætt við Guðrúnu Gudjónsdóttur, sem stundar búskap við Ægissíduna inu sem á andahópinn og þaö er Guðrún Guðjónsdóttir, ekkja Guðjóns Bjarnasonar i Austur- koti. Við stöldruðum við hjá henni stundarkorn á mánudaginn og spuröum hana um þessa liðnu daga, en hún segist verða 86 ára á Jónsmessunni. „Já, ég hef alltaf haft fugla, lengst þó hænsni. Endur hef ég liklega átt i 30 ár. Skárra væri það lika, þetta var hér rétt eins og gengur og gerist i sveitum. Siðast varég með 20 hænur, en lét slátra þeim öllum i haust sem leið. Já, þaö var gaman að búa hér á Holtinu i þá daga, hér voru góðir dropar grannar og allir þekktust. Það var nefnilega ekkert siður gaman að lifa hér áður fyrr, mikiö hlegið og skemmt sér og kostaði ekki neitt. Nú, svo hafði ég lika hesta, átti alltaf einn góöan hest. Þá var farið i útreiðartúra hér eitthvað uppfyrir bæinn þegar vel viðraði. Nei, ég er ekki fædd hér á Grimsstaöaholti. Ég er fædd i Kumbaravogi á Stokkseyri en flutti til Reykjavikur 1916. Þá var ég vinnukona hjá B.H. Bjarnason kaupmanni og konu hans Stein- unni. Ég bjó upplundir risi i hús- inu við Aðalstræti og ég man enn eftir frostavetrinum 1918 og hvað mér var kalt uppi i risinu. Ég fæ enn hroll i mig, ef ég lit upp i gluggana þar. En svo gifti ég mig og flutti hingað á Holtið að Bjarnastöðum, þar sem ég bjó alla tiö. Maðurinn minn var Guö- jón Bjarnason, sonur Bjarna Grimssonar af Nesjavallaættinni, sem Bjarnastaðirnir voru kennd- ir við. Bærinn stæði við Tómasar- hagann ef hann væri enn uppi- standandi. Já, nú er svipurinn á Grims- staðaholtinu breyttur. Við flutt- um úr Bjarnastaðabænum i húsið hérna 1956. Já, ég hafði aöeins fuglana með mér. Það hefur gengiðfurðuvel meðþá! Endurn- ar vilja ramba inn i garðana öðru hverju en það er samt aldrei kvartað yfir þeim. Þær eru lik- lega á eftir ánamaðkinum þótt þær hafi nóg brauð niðri við kof- ann. Ég átti fyrir nokkru gæs sem passaði svo ágætlega upp á endurnar og hélt þeim saman en nú er hún dauð, var orðin 16 eða 17 ára gömul. Ég er lika sjálf hætt að geta sinnt þessu neitt og hef konu hérna hjá mér sem annast um þær fyrir mig, — já og mig lika. —AM Engin breyting á Selfossi og á Sauðár- króki ■ Lokið var viö endurtalningu at- kvæöa á Selfossi skömmu eftir kl. 21 i gærkvöldi og var niðurstaðan kosn- inganna óbreytt. Það var M-listi sem hlaut engan mann kjörinn en 168 atkvæði, sem vonaði að endurtaln- ing gæti leitt til þess aö D-listi tapaði 4. manni sinum. Talið var i Gagnfræðaskól- anum á Selfossi. Skömmu fyrir kl. 22 i gærkvöldi lauk svo endurtalningu at- kvæöa á Sauðárkróki og þar varð engin breyting. Endur- talningin fór fram að kröfu fulltrúa A-lista, sem hlaut engan full- trúa. Sem kunnugt er var B-listi sigurvegari kosninganna á Sauðárkróki og ræddi Timinn við 4. mann flokksins i gærkvöldi, Pétur Pétursson: „Við erum auövitað i sjö- unda himni,” sagði Pétur. „Okkur finnst þetta góöur árangur miðað við að óháða framboðið var sett fram til höfuös okkur.” Framsóknar- menn bættu við sig at- kvæðum, en þess ber að geta aö fjölgun hefur orðiö á Krókn- um siöan um siðustu kosningar og þannig hækkaði hlutfall þeirra i greiddum at- kvæðum ekki. „Við áttum aö visu ekki von á að fá svona marga fulltrúa á þennan at- kvæðafjölda, en fögnum þvi að svo varð.” AM/SV „Kætist ungi...” ■ G.Þ.H. sendi okkur þessa I tilefni kosningaúr- slitanna: A tækni lipurs ’ tungu- brodds „töffinn” aftur sneri. Kætist ungi Geirs og Odds, auðvaldssárið geri. Straumrof? B t DV I gær gat að iita þessa fyrirsögn: „Skoð- anakönnun DV sýndi straumana”. Var ekki annað að skilja á fréttinni enaöþeirá DV væru bara nokkuð ánægðir með það hversu nærri kosningaúr- slitin fóru niðurstöðunum af skoðanakönnun blaðs- ins, sem birtíst þremur dögum fyrir kjördag. Af einhverjum ástæðum láö- ist þó DV að birta tölur um mismuninn á niður- stöðum könnunarinnar og kosningaúrsiitunum. Við bætum þvl úr þvf hér: Alþýöuflokkurinn fékk 29% meira fylgi en skoð- anakönnun DV sagði til um. Framsóknarflokkur- inn fékk 111% meira fylgi en skoðanakönnun DV sagði til um. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk 17% minna fylgi en skoöana- könnun DV sagði til um. Alþýðubandalagiö fékk 36% meira fylgi en skoð- anakönnun DV sagöi til um. Kvennalistinn fékk 9% minna fylgi en skoð- anakönnun DV sagði til um. Það var þetta meö aö sýna straumana... Það má kannski bæta þvf við f þessu sambandi að við hér á Tfmanum gerðum okkur það til dundurs siðasta föstudag að veðja um kosningaúr- . slitin. Friðrik Indriöason, blaðamaður, hirti pottinn með glæsibrag, en hans spá var svohljóðandi (úr- slit kosninganna innan sviga): Alþýöuflokkurinn 10.4% (8%), Framsókn- arflokkur 9,5% (9.5%), Sjálfstæðisflokkur 51.9% (52.5%), Alþýöubandalag 17.6% (19%), Kvenna- framboð 10.6% (10.9%). Bara nokkuö vel af sér vikið — ekki satt! Krummi ... er á þvl að borgarbúar hafi gleymt þvl hvert hlutskipti borgar Davlös hefur verið gegnum aid- irnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.