Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 26. mai 1982 heimilistTm in n I ■ Þetta er léttur og þægilegur sumarfatnaður, sem gott er aö gripa til á góðviörisdögum, sem vonandi verða sem flestir hjá okkur i sumar. Samfestingurinn er gefinn upp i 116 centilong (5-6 ára) og kjóllinn 1128 centilong (7- 8 ára). En það á að vera auðvelt aö stytta eða sikka þau að vild. Saumaskapurinn er einfaldur og á færi jafnvel mestu klaufa. umsjón: B.St. og K.L. ■ ....og svo fæ ég að eiga rjóm- ann, sem eftir er i skálinni", sagði Hanna litla, þegar mamma hennar hafði lokið við að búa til súkkulaðibúðinginn Kjóllinn: Efni: 2,50 m af 90 cm breiðu eða 1,50 m af 1,40 m breiðu efni. Aðferð:Stækkið sniðiðmeð þvi að teikna það yfir á rúðustrikaðan pappir, rúðurnar 2x2 cm að stærð. Reikniö með 1 cm saumfari við hálsinn. í efri brún vasans skuluö þið reikna með 3 cm saumfari. Leggiö sniðin á efniö og klippið eftir þeim. Saumið berustykkin Svalur sumarfatnaður fyrir ungu dömurnar saman á öxlunum, rétta á móti réttu, og saumið kantinn niður i hálsmálið. Saumið vasann á pils- ið, þar sem ykkur finnst hann fara best. Það er auðveldast, þeg- ar efnið liggur slétt. Nú saumið þið hliðarsaumana og siöan sauminn að framan, upp að hnappalistanum. Brjótið nú inn á ermavængina, eins og sýnt er á sniðteikningunni. Saumið saman á röngunni og pressið vel. Saumið með stungusporum u.þ.b. 2,5 cm frá brún allt i kring- um ermavængina. Saumið nú saman pilsið og blússuna. Brjótið hnappalistann saman, réttu á móti réttu, eftir ystu punktalin- unni á sniðteikningunni. Saumið á röngunni við hálsmál og neðri brún. Mælið heppilega sidd og faldiö. Saumið f hnappa og hnappagöt. Samfestingurinn: Efni: 1,20 m af 1,40 m breiðu eða 1,90 m af 90 cm breiðu bómullar- efni. Aðferð:Stækkið sniðið með þvi að teikna það á rúðupappir með 2x2 cm rúðum. Leggið sniðið á efnið og sniðið eftir þvi (berustykkið á að sniða fjórfalt). Þegar allir hlutarnir, hafa verið sniðnir, „teygið” þá ofurlitið á bakstykk- inu á þeim stöðum, sem merktir eru með smákrossum á sniða- teikningunni. Það gefur buxunum betra form. Saumið framstykkin saman i miðju, frá klofi og upp úr. Þá eru bakstykkin saumuð saman á sama hátt. Leggiö nú fram- og bakstykki saman, rétta á móti réttu. Saumið hliðarsauma og siðan innanfótarsaumana. Það fer best, ef saumað er frá klofi niður úr. Saumið tvo rykkingarsauma i efri brún buxnanna (bæði að aft- an og framan). Hafið u.þ.b. 3 mm á milli þráðanna. Rykkið saman þar til buxurnar passa við beru- stykkið. Leggið tvo og tvo beru- stykkjahluta saman, rétta á móti réttu. Saumið þá á þrjá vegu. Snúið þeim við, svo að réttan snúi út, og pressið. Saumið berustykk- in föst við efri brún buxnanna, bæði að aftan og framan. Hlýrarnir eru nú saumaðir sam- an og snúið við, þannig- að réttan snúi út. Pressið þá vel. Mælið, hvar þeir fara best á berustykk- inu og saumið þá fasta á fram- stykkin. A bakstykkin gerið þið hnappagöt. Saumið hólka fyrir teygjubönd neðst á skálmunum og þræðið teygjur þar i. Þá er samfestingurinn tilbúinn, en til að setja punktinn yfir i-ið er gaman ’ að skreyta berustykkið með ein- hverju munstri. Þaö má hvort heldur er sauma i eða mála á, nú eða applikera. Hátíóa súkku- laði búðingur ■ Þessi súkkulaðibúðingur, sem hér er gefin uppskrift að er mjög ljúffengur, en þó ekki mjög sætur, þvi að ekki er bætt neinum sykri út i. Suðusúkkulaðið er auðvitað svolitið sætt og það er látið duga. Fyrir almestu sælkerana getur veriðgottað bæta eins og tveimur matskeiðum af flórsykri (sigtuð- um) út i brætt súkkulaðið með eggjarauðunum, en það er hreinn óþarfi. Efnið i súkkulaðibúðinginn: 80-100 gr suðusúkkulaði 4 egg 2 1/2 dl rjómi Brjótið súkkulaðið i smábita og bræðið i potti yfir sjóðandi vatni. Siðan á að hræra út i bráðið súkkulaðið einni og einni eggja- rauðu i senn. Eggjahviturnar sem eru stifþeyttar eru svo settar út i og að siðustu stifþeyttum rjóma. Svolitið er tekið frá af rjómanum til að skreyta skálarnar með. Skemmtilegast er að bera búðinginn fram i' smá-ábætisskál- um. Góð ráð i sambandi við rjóma: Rjómi á að vera vel kaldur til þess að hann þeytist vel, og betra er að hann sé eins og tveggja sólarhringa gamall (auðvitað geymdur i kæliskáp). Ef nota á þeyttan rjóma með kökum, eða niðursoðnum ávöxt- um, er hægt að bragðbæta hann t.d. með vanillusykri og flórsykri, eða muldum makkarónu-kökum og sherry. Rjóminn þarf að vera vel þeyttur áður en bragðefnum er bætt i. ■ Skemmtilegast er að bera súkkulaðibúðinginn fram I ábætisskálum, skreyttan með þeyttum rjóma og rifnu súkku- laði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.