Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 26. mai 1982 15 Þorsteirm M. Gunnarsson „Lokuö voru augu lá þar á hjarni hvers manns hugljiifi, ef sér heilum réöi, féll fyrir voöa, en vinir harma látprúöan ljúfling og listagáfur.” (M.J.) ■ 1 dag er til moldar borinn Þor- steinn M. Gunnarsson varafor- maöur Iþróttafélagsins Gerplu i Kópavogi. Þorsteinn var einn af stofnfé- lögum Gerplu og einn af okkar virkustu félagsmönnum i 11 ára sögu félagsins. Hann var kjörinn i stjörn félagsins á fyrsta aöalfundi félagsins og starfaöi i stjórn 15 ár. Hann tók virkan þátt i störfum félagsins, tók aö sér margvisleg nefndarstörf og kom i fram- kvæmd. Hann vann aö blaöaút- gáfu bæöi fyrir Gerplu og fyrir UMSK og lét sig ekki vanta hvorki á fundi né til starfa. Þorsteinn haföi eitthvert ein- stakt lag á aö oröa hlutina þannig aö hugmyndir uröu aö verkefnum og fóru í framkvæmd. Hann var alltaf jafn jákvæöur aö takast á viö verkefni, svo aö fleiri fengu áhuga.ogflestum þrautseigari aö ná samkomulagi um málefni sem ágreiningur var um. Hann var þægilegur i allri umgengni og þaö var jafnan glatt á hjalla þar sem Þorsteinn var. A þessum árum starfaöi Þor- steinn I stjórn Badmintondeildar Gerplu. Hann æföi badminton og tók þátt i mótum fyrir hönd félagsins. Þaö má segja aö Bad- mintondeildin hafi ekki boriö sitt barr siöan Þorsteinn og félagar hans hættu f stjórn deildarinnar. Hann hvatti mjög til aö koma á fjölskylduleikfimi og var hún starfrækt einn vetur. Markmiöiö var aö foreldrar og börn gætu leikiö sér saman i Iþróttasalnum undir stjórn þjálfara. Þaö þótti sjálfsagt aö velja timann kl. 3 á sunnudögum i' staöinn fyrir þrjú bió. Þaö voru haldin skemmtikvöld á hverjum vetri þau ár sem Þor- steinn starfaöi i stjórn félagsins. Dagskráratriöi voru öll heima- unnin og fékk þar margur félags- maöur yngri sem eldri tækifæri til aö „troöa upp” i margvislegum atriöum. Þorsteinn var mikill náttúru- unnandi og haföi yndi af aö ferö- ast. Hann langaöi lika aö fá aöra til aö skynja islenska náttúru, feguröina i kyrröinni og bláma fjallanna. Hann undirbjó og stóö fyrir mörgum af skemmtiferöum Gerplu sem jafnan voru göngu- feröir upp i óbyggöir aö kanna nýjar slóöir. Og I huganum bregöur fyrir myndum. Þorsteinn var friöur maöur og glæsilegur á velli. Ég veit aö margir Kópavogsbúar munu minnast álfabrennu i Kópa- vogi fyrir nokkrum árum, er Þor- steinn lék ólaf liljurós á hestinum sinum rauöa. Þar fór saman maöur og hestur sem hæföu hug- mynd ljóösins. Gerplufélagar fögnuöu mjög kjöri Þorsteins i aöalstjórn flags- ins á siöasta aöalfundi og fannst öllum hann sjálfkjörinn varafor- maöur félagsins. Verkefnin fram- undan eru mörg og stór m.a. var Þorsteinn aö undirbUa Utgáfu á fréttablaöi félagsins i siöustu i viku. Þorsteinn talaöi um aö hann langaöi til aö vinna aö meira og betra félagslifi i Kópavogi. Meiri samskiptum fólks i tómstundum bæöi yngri og eldri. Hollar og góö- ar tómstundiri'góöum félagsskap er snar þáttur i samfélagsmótun og betra mannlifi. Viö sitjum hljóö og spyrjum hvaö er lif og hvaö er dauöi, er þaö eitt eins og fljótiö og særinn? „Þvi aö hvaö er þaö aö deyja annaö en standa nakinn i blænum oghverfa inn isólskiniö?” (Gibr- an frá Libanon.) Þorsteinn er dáinn. Þaö er skarö fyrr en skyldi i félagshóp Gerplu. En ráögáta lifsins veröur ekki ráöin og eng- inn ræöur i annars barm. Þvi aö eins og viö leitum heim i rökkrinu, eins þarf sál okkar, hiö fjarlæga og einmana, sem i okkur býr aö leita sinna heimakynna i öræfum. 1 Börn náttúrunnar veröa aldrei fjötruö eöa múlbundin ekkert hUs i getur hýst þeirra þrá. Félagar i Gerplu kveöja Þor- stein M. Gunnarssoni viröingu og þökk. Þökk frá öllu unga fólkinu i Gerplu sem hann gaf sinar tóm- stundir, þökk frá samstarfsfólk- inu f stjórn félagsins fy rir allt þaö sem hann var okkur og heldur áfram aö vera þótt hann hverfi , handan móöunnar miklu. Minningin um góöan dreng og góöan félaga mun lifa og viö von- um aö nýir menn og konur komi og beri merki Þorsteins og vinni aö kjöroröi ungmennafélaganna | „Ræktun lands og lýös. Islandi allt.” Viö sendum fjölskyldu Þor- steins inniiegar samUöarkveöjur og biöjum góöan Guö aö gefa þeim styrk þessi þungu vordæg- ur. lþróttafélagiö Gerpla Kópavogi. Margrét Bjamadóttir. menningarmál Þýsk nýlendusaga í myndum DEUTSCHE KOLONIEN ( «v í"mm! \uiunMli liliiiiMi Uwe Timm: Deutsche Kolonien. Autoren Edition 1981. 218 bls. • Síðustu atburöir i heimsmál- um hafa orðið til þess að margir hafa rennt huganum aftur til þeirra blómatima i sögu Evrópu- rikja er nýlendur þóttu enn næsta sjálfsagt fyrirbæri og mikill hluti jaröarkringlunnar laut enn valdi Evrópurikja. Þá voru Evrópu- menn rikir herrar, til þeirra streymdi ómældur auður úr ný- lendunum handan hafsins og mörgum þótti næsta sjálfgefið, að synir betri borgara hlytu starfs- þjálfun, ýmist i hernum eða við stjórn nýlendna. Bretar og Frakkar voru fræg- astir og voldugastir nýlenduherr- ar og aörar Evrópuþjóðir komust hvergi nærri með tærnar þar sem þeir höföu hælana, þrátt fyrir góöa viðleitni. Eru nú enda flest önnur nýlenduveldi en það breska og franska löngu gleymd öðrum en nokkrum grúskurum og gamalmennum og áhrifa þeirra sér fremur litinn stað i þriðja heiminum. Helst að Hollendingar haldienn i leifarnar af sinu veldi. Eitt nýlenduveldanna átti sér til muna skemmri sögu en flest önnur og var það hið þýska. Nýlendusaga Þjóðverja nær yfir 35 ár. Hún hófst er þýski kaup- maðurinn Luderitz frá Brimum keypti landsvæði i Suövestur- Afriku af innlendum höfðingjum árið 1882 og henni lauk er Þjóð- verjum var með hinum illræmdu Versalasamningum árið 1919 gert að afhenda sigurvegurunum i fyrri heimsstyrjöld allar nýlend- ur sinar. A þessu 35 ára timabili hafði Þjóðverjum tekist að komast yfir allmargar nýlendur i Afriku, á Kyrrahafi og i Kina. Mest var veldi þeirra i Afriku, þar sem þeir réðu þeim löndum, sem nú heita Tanzania, Namibia, Kamerún og Toga, og á Kyrrahafi áttu þeir nokkrar smáeyjar i Samóa eyja- klasanum, Bismarckeyjar og i Kina réðu þeir, þar sem heitir i Kiautschou. Bókin, sem hér er til umfjöll- unar er sérstætt heimildarrit um þýska nýlendusögu að þvi leyti, að hún er myndabók. Hér er safnað saman mörgum myndum frá þýsku nýlendunum og sýna þær nýlenduherrana að starfi og leik (aðallega leik), undirsáta þeirra viö ýmis tækifæri, auk þess sem fjölmargar myndir eru af ; húsum og öðrum mannvirkjum, | en að öllum öðrum nýlendu- ; veldum ólöstuðum munu þýskir , hafa verið duglegastir við ýmis- ! konar mannvirkjagerð og upp- | byggingu i nýlendum. Myndir geta sem kunnugt er haft mikið sögulegt heimildagildi . og svo er um myndirnar i þessari ! bók. Þær veita okkur sýn inn i veröld sem var og kemur aldrei aftur. Allar eru myndirnar vita- skuld i svart/hvitu og flestum þeirra fylgir skýr texti, sem eyk- ur enn heimildagildið. Þetta er fróðleg bók og vel úr garði gerð á allan hátt. Jón Þ. Þór. Utboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i eftirfarandi: RARIK-82030 132 kV Suðurlina, slóðagerð^svæði 3. Verkið felst i lagningu vegslóða ræsagerð og lagningu siudúks undir hluta af vegslóða. Verk- svæðið er frá Prestbakka i V-Skaftafells- sýslu að Skaftá við Leiðólfsfell samtals um 32 km. Magn fyllingar er 63000 rúmm. útlagning siudúks 3 km og ýting á efni i námu 40000 rúmm. Verkið skal hefjast 1. júli og ljúka 15. október 1982. Opnunardagur: mánudagur 14. júni 1982 kl. 14.00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins Laugavegi 118 105 Reykjavik fyrir opnunartima og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins Laugavegi 118, 105 Reykjavik frá og með miðvikudegi 26. mai 1982 og kostar hvert eintak kr. 200.- Reykjavik 25.05. 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.