Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 19
Miövikudagur 26- mai 1982 23 og leíkhús - Kvikmyndir og leikhús ■ (Jr myndinni „The Return of the Soldier”, sem sýnd var á Cannes-hátiðinni: f.v. Julie Christie, Ann-Margret og Glenda Jackson. Þeir stóru keppa í Cannes ■ Margir þekktir kvik- my ndaleikstjórar sýna nýjíistu verk sin á kvikmynda- hátiðinni i Cannes, en henni lýkur i dag, miðvikudag, með sýningu á nýjustu mynd Stev- en Spielberg. SU mynd nefnist „E.T.” og er visindasögulegs eðlis, svipað og hin fræga „Close Encounters Of The Third Kind”. Af öðrum þekktum leik- stjórum, sem sýnt hafa mynd- ir sinar I Cannes að undan- förnu, má nefna Michelangelo Antonioni, Werner Herzog, Jean-Luc Godard, Lindsay Anderson, Costa-Gavras og Ettore Scola. „Þetta hefur vakið veruleg- an áhuga á hátiðinni”, segir Gilles Jacob, framkvæmda- stjóri kvikmyndahátiðarinn- ar, i blaðaviðtali. „Flestir þessara leikstjóra hafa lagt myndir sinar fram i sjálfri keppninni, og það er langt sið- an svo margir meiriháttar kvikmyndaleikstjórar hafa keppt þar.” Spielberg er að visu ekki meðal þeirra, sem taka þátt i samkeppninni, og sama er að segja um Hans-Jiirgen Syber- berg, sem sýndi nýja mynd sina, „Parsifal”. SU mynd er fjögurra klukkustunda löng, en er þó helmingi styttri en fyrri mynd hans, sem fjallaöi um Hitler og var nær átta stundir. Þótt margir þekktir leik- stjórar leggi fram myndir sin- ar að þessu sinni, þá hafa við- brögð gagnrýnenda verið upp og niður. Franskir gagnrýn- endur hafa t.d. verið litt hrifn- ir af ýmsum myndum. Þeirra á meðal er ný mynd eftir Alan Bridges. SU nefnist „Return of the Soldier”. Þar eru Glenda Jackson, Alan Bates, Julie Christie og Ann-Margret i aðalhlutverkunum. Myndin fjallar um hermann, sem snýr heim til sin Ur fyrri heims- styrjöldinni. Hann hefur misst minniö, og það ruglar nokkuð samband hans við þrjár kon- ur. Frönsku gagnrýnendurnir hafa heldur ekki sýnt frönsku myndunum i samkeppninni mikinn áhuga. Af einhverjum ástæðum ákváðu Frakkar að senda þrjár myndir eftir til- tölulega óþekkta leikstjóra i samkeppnina, þótt þeim stæðu til boða nýjar myndir eftir Eric Rohmer og Claude Chabrol, tvo af þekktustu leik- stjórum Frakklands. SU kvikmynd, sem vakið hefur hvað mesta athygli i Cannes, mun vera „Missing” eftir Costa-Gavras, en hUn fjallar, eins og reyndar hefur verið skýrt frá á þessum vett- vangi, um hvarf Bandarikja- manns, Harmon að nafni, i Chile þegar Allende var steypt af stóli. Maður þessi mun hafa verið tekinn af lifi ásamt mörgum öðrum þessa blóðugu daga, og segir myndin frá til- raunum eiginkonu hans og föður til að komast að hinu .sanna i málinu. Aðalhlutverk- in eru i höndum Jack Lemmon (leikur Ed Harmon) og Sissy . Spacek (leikur Joyce Har- mon). Bæði leikararnir og Ed og Joyce Harmon mættu á blaðamannafundi i Cannes og að sögn blaðanna hafði fund- urinn, og myndin sjálf, mikil áhrif á viðstadda. Onnur kvikmynd, sem mun hafa vakið óvænta athygli, er „Yol”, en svo nefnist tyrknesk kvikmynd eftir Yimaz Guney. Myndin fjallar um pólitiska kúgun i sveitahéruðum Tyrk- lands. Leikstjórinn hefur sjálfur gist tyrknesk fangelsi og þekkir þvi af eigin raun þær hörmungar, sem hann lýsir i myndinni. ★ Með hnúum og hnefum O Sá næsti ★ ★ ★ Ránið á týndu örkinni ★ ★ Dóttir kolanámumannsins O Gereyðandinn ★ ★ ★ Eldvagninn ★ ★ Lögreglustöðin i Rronx ★ ★ ★ Fram i sviðsljósið ★ ★ ★ Leitin að eldinum ¥■ -¥■ Rokk i Reykjavik Stjömugjöf Tfmans ★ * * * frábær ■ *** mjðg göd ■ * * gód • * sæmileg • O lóleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.