Tíminn - 27.05.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.05.1982, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 27. mai 1982 12 umsjón: og K.L. í barna- afmælid Brúnkur ca. 15 stk. 1-1 1/2 matskeið kókó 100 g smjör 1 1/4 dl sykur 1 tsk vanillusykur 2 egg, 1 1/2 dl (75 g) hveiti 1/2 tsk. lyftiduft 1/2 dl mjólk Til skreytinga: Flórsykur og vatn. Hrærið smjörið meö kókó, sykri og vanillusykri. Bætið i eggjunum smátt og smótt og sið- an hveitinu og lyftiduftinu til skiptis við mjólkina. Setjið siðan deigið ismurt pappirsform (16x24 cm) með 3-4 cm háum kanti. Bak- ið á plötu við jafnan hita (200-225 gráður). Skerið kökuna i stykki, þegar hún er orðin köld. Það er hægt að nota kökurnar sem borð- kort. Hrærið þá sigtaðan flórsyk- ur út með svolitlu vatni og setjið i pappirskramarhús. Skrifið siðan með þvi nöfn á kökurnar. Kossar 20-25 stk. 3 eggjahvitur, 150 g flórsykur 1-2 tsk. sitrónusafi. Blandið saman eggjahvitum, sigtuðum flórsykri og sitrónusafa og þeytið yfir gufu, þar til deigið er þykkt og þétt. Deiginu er siðan sprautað i litla kossa vel smurða, á hveiti stráða plötu. Kossarnir eru bakaðir við mjög litinn hita (125-150gráður), þar til þeir losna frá plötunni. Kókosmakkarónur 2 egg, 1 1/2 dl sykur 200 g kókosmjöl 50 g smjör Þeytið egg og sykur, bætið i kó- kosmjölinu og siðast bræddu, hálfkældu smjörinu. Setjið deigið i litla toppa á smurða plötu hveiti- stráða. Best er að gera það með tveimur teskeiðum. Bakaði' ca. 10 min. við góðan hita (200 gráður), þar til kökurnar eru gulbrúnar. Fatnadurinn hér á myndinni mun nú kaupfélögum landsins. Greinilega er hér um Sérstök kynning á sumar- fatnaði frá Marks & Spencer ■ Blaðamaður Heimilistimans ræddi nýlega viö Einar Kjart- ansson deildarstjóra i Vefnað- arvörudeild StS i sambandi við það að nú á næstunni verður sérstök áhersla lögð á sölu vara frá breska fyrirtækinu Marks & Spencer i kaupfélögum út um alit land, en SIS hefur selt vörur frá Marks & Spencer hátt á ann- an áratug hér á landi. . — Við ætlum að gera sérstakt átak nú á næstunni i' sölu á þess- um vörum i kaupféiögum um allt land og munum skreyta búöirnar með m_ýndum og spjöldum frá Marks & Spencer fyrirtækinu og við ieggjum á- herslu á gluggaskreytingar. Einnig veröum við með auglýs- ingar i sjónvarpi og blöðum. Marks & Spencer er stærsti aðilinn i fatnaði sem við versl- um við og við erum þegar búnir að senda út vörur til kaupfélag- anna. Fyrirtækið Marks og • Spencer lækkaði verðið á vörun- ,um i tilefniaf góðrisamvinnu og samstarfi viö samvinnuhreyf- inguna i einn og hálfan áratug og þettaer þeirra tillegg i tilefni af stórafmæli samvinnuhreyf- ingarinnar i ár. Ég ásamt innkaupastjórum frá nokkrum kaupfélaganna fórum utan til þess að velja vör- ur og þetta eru allt nýjar sum- arvörur sem verða boönar til sölu á mjög góðu verði i þessari söluherferðsem viö köllum svo. Þetta er sumaríatnaður herra, dömu og barna t.d. bolir blússur, kjóiar, pils, sumarbux- ur og jakkar. Allar vörur frá Marks & Spencer eru mektar meö vörumerkinu StMichael og eru 98% af vörum fyrirtækisins framleiddar i Bretlandi og þeir leggja áhersluáaöfólk fái góðar vörur fyrir sanngjarnt verö og aö fólk geti 100% treyst gæðum varanna.' Marks & Spencer eru stærstu útflytjendur Breta á fatasviöi og ■ Einar Kjartansson deildarstjóri, er þarna meft sýnishorn af lika stærstu smásalar en þeir Marks & Spencer vörum. Efst á myndinni sést vörumerkift, sem er hafa yfir 250 verslanir i Bret- / á hverri einustu flik frá fyrirtækinu. landi. Otflutningur er þvi litill miðað við' þeirra innanlands- markað. Markmið fyrirtækisins er að vörur þess séu framleidd- ar i Bretlandi. Fyrirtækið á þó engar verksmiðjursjálften nær allar þess framleiðsluvörur eru framleiddar hjá breskum iðn- fyrirtækjum og þvi er Marks & Spencer burðarstoö bresks fata- iðnaöar. Ef þeir færu að láta framleiða I löndum, þar sem vinnuafl er ódýrara, yrði bresk- ur fataiðnaður i molum. En sem sagt næstu 2-3 vikur verða Marks & Spencer vörur i miklu úrvali og á sérlega hag- stæðu verði hjá kaupfélögunum um iand allt og ef þetta fær nú góðar móttökur hjá kaupendum höfum við hugsað okkur aðvera með sams konar söluherferð aftur i haust með haust- og vetr- arfatnað og einnig þá verða vör- ur á iægra verði og i meira úr- vali en við getum að jafnaði boðið. — AKB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.