Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. mai 1982 3 fréttir Ársreikningar Bæjarútgerðar Reykjavíkur 1981 lagðir fram: TAP A REKSTRI FYRIRTÆKIS- INS TÆPAR 15,5 MILUÓNIR ■ Tæplega 15.5 milljón króna halli varð á rekstri Bæjarút- gerðar Reykjavikur á siðasta ári, miðað við rúmar 12 milljónir króna árið þar á undan. Hafa þá afskriftir verið reiknaðar tæpar 23.5 milljónir króna. Samkvæmt efnahagsreikning fyrirtækisins eru nú bókfærðar eignir þess um- fram skuldir rúmar 49 milljónir króna. Eins og reikningarnir eru upp- settir er framlag Reykjavikur- borgar til BÚR árin 1971 til 1981 fært sem skuld BÚR við Fram- kvæmdasjóð Reykjavikurborgar. Skuld þessi var i árslok 1981 tæpar 37 millj. kr., auk skuldar vegna eigandaframlags Reykja- vikurborgar vegna kaupa á spönsku skuttogurunum um 850 þiis. kr. Ef skuldir þessar eru taldar með eigin fé BÚR eru bók- færðareignirumfram skuldir um 87 millj. kr. Telur stjórn fyrir- tækisins að nú sé timabært að gengið sé frá þessari skuld BÚR við Framkvæmdasjóð þannig að ASf: Hvetur til verkfalls ■ Á fundi sinum i gær samþykkti 72ja manna samninganefnd ASl að skora á verkalýðsfélögin i landinu að boða nú þegar til tveggja daga verkfalls dagana 10. og 11. júni n.k. og siðan til ótima- bundinsallsherjarverkfallsfrá og með 18. júni, til þess að knýja fram heildarsamninga um fullar verðbætur á laun og þær kröfur aðrar sem uppi eru. Samkvæmt heimildum Timans voru nokkuð skiptar skoðanir um hvernig fara ætti i þetta. Sumir vildu vera enn harðari og fara beint i allsherjarverkfall, öðrum mun óa að fara kannski út i langt verkfall þar sem þeir telja sig sjá, viðnúverandi efnahagsástand, að þær kauphækkanir sem kunna að nást verðihirtaraf mönnum aftur á einn hátt eða annan. —HEI Kratar kæra á Króknum ■ Jón Karlsson, efsti maður á lista kratanna á Sauðárkróki hef- ur kært atkvæðagreiðslu fjögurra sjúklinga á Sjúkrahúsi Sauðár- króks á kjördag. Hann telur að ólöglega hafi veriö staðið að kosn- ingunni. Hins vegar geta þessi fjögur atkvæði ekki breytt neinu um fulltrúafjölda flokkanna. Þvi er talið heldur ósennilegt að kraf- ist verði endurkosninga á Sauðár- króki. „Ég er ekki að reyna að troða mér inn i bæjarstjórnina, heldur að reyna að koma i veg fyrir að svona endurtaki sig,” segir Jón Karlsson. SV Þjónar sömdu ■ Samkomulag til bráðabirgða náðist i deilu framleiðslumanna og Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda á hádegi i gær, en þá hafði samningafundur staðið i húsakynnum sáttasemjara i tæpan sólarhring, eða frá þvi kl. 15 i fyrradag. AB hún verði að einhverju leyti felld niður eftir þvi sem eigið fé Fram- kvæmdasjóðs leyfir. Gjaldfært gengistap fyrirtækis- ins voru tæpar 28 millj. kr. Gengismunur ársins er allur færöur til gjalda á árinu, auk þess sem afskrifað er hluti gengistaps fyrri ára. Reiknað er með gengi frá 31. des. sl. Ef hins vegar væri reiknað með fyrstu gengis- skráningu eftir áramót, en gengisfelling varð þar i milli, hefði gengistapiðaukist um tæpar 35 millj. kr. Alls unnu hjá BÚR á árinu 1981 um lengrieða skemmri tima 1612 manns, auk þeirra sem unnu við uppskipun ur togurunum og við aðra þjónustustarfsemi svo sem viðgerðir, viðhald á togurunum o.fl. Að jafnaði starfa hjá BÚR um 550 manns. —Kás Nú er Castrol líka komin til íslands..! Castrol er olían fyrir allar vélar sumar sem vetur Margir hafa beöið um Castrol á ís- landi, en án árangurs - fremstu smurolíu á heimsmarkaöi. En nú er hún komin. þÓR H/F hefur tekiö aö sér sölu og dreifingu á íslandi. Castrol framleiöir 450 geröir af smurolíum fyrir bíla, báta- og ski- pavélar, iönvélar og búvélar. Orug- gar olíur, sem auka slitþol véla og gera þær hagkvæmari í rekstri - olíur meö 75 ára reynslu aö baki. Innan skamms fæst Castrol einnig um allt land. hringiö og spyrjið um næsta sölustaö og biðjiö um ókeypis smurkort. ö SÍMI 81500"ÁRMÚLA11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.