Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 28. mal 1982 Togarar reknir meö 30-40% tapi fyrstu fjóra mánuði ársins: „AISREI HEYRT JAFN SLÆMT HUðD f JAFN MÖRGUM — segir Ágúst Einarsson hjá L.Í.Ú. Til sölu er Zetor dráttarvél 5011 árg. 1981. Upplýsingar i sima: 91-39153 HttERHS GIRÐINGARHLIÐ Bændur og sumarbústaða- eigendur: (Jtvegum allar stærðir og - gerðir af stöðluðum galvaniseruðum járnrimia- hliðum frá IIERAS i Hol- landi. M.a. fyrir sveitabýli og sumarbústaði. Fyrsta flokks vara á mjög hagstæðu verði. Hafið sam- band og fáið sendar upplýs- ingar. Umboðsaðilar á íslandi ■ ,,Ég hef aldrei heyrt jafn slæmt hljdð i jafn mörgum, þann tima sem ég hef unnið hjá L.I.Ú.”, sagði ÁgUst Einarsson m.a. er Timinn ræddi við hann um nýjustu útreikninga Þjóö- hagsstofnunar á afkomu togara- flotans. En eins og komiö hefur fram hefurhann verið rekinn með 30-40% tapi fyrstu fjóra mánuði ársins og raunar fyrstu fimm mánuðina að áliti Agústs, þar sem ástandið hefur siður en svo batnaö i mai. Höfuðástæöur þessa telur hann þrjár. Aflasamsetning er breytt frá þvi í fyrra, m.a. mun minni þorskafli. Heildarafli fyrstu fjóra mánuðina er minni. Og I þriðja lagi mikla fjölgun togara frá sama tíma i fyrra, eða úr 85 í 94. Minni afli dreifist þvi á fleiri skip og gerir afkomu þeirra enn verri en minnkun heildarafla segi til um. Agúst viðurkenndi að verk- falliö I janúar sverti þessa mynd lika eittiivað, en það sé þó fyrst og fremst i april sem þorskaflinn hafi dottið niður, þ.e. um 18 þUs. tonn miðað við sama tima I fyrra. „Það alvarlegasta i þessu er kannski það, að svona langvar- andi taprekstur og tekjurýrnun hefur valdiö gifurlegri uppsöfnun skulda.Þetta þýðir einfaldlega að gengiö hefur verið langlundargeð ailra okkar viöskiptaaðila: oliu- félaga, veiðarfærasala, viðhalds- aðila og annarra. Alíar þessar skuldir eru vaxta- og dráttar- vaxtafærðar að fullu, þannig aö allir lifi nú f von um — þá tekur langan tima að komast út úr þeim. Þaöer t.d. ekki langt síöan uppsöfnuðum skuldum viö oliu- félögin var breytt í lán til lengri tima, sem ég held að ekki hafi verið borgað af ennþá, en skuldir viö oliufélögin sfðan hlaðist upp að nýju”, sagði Agúst. „Nei, þessi gifurlegi taprekstur verður ekki lagfærður með fisk- verðsbreytingu einni saman. Og ekki getum við farið til stjórn- valda og beöið um meiri þorsk, þvi við finnum hann ekki.” — Fara þá ekki einhverjir að gefastupp, þvi ástandiöhjá sum- um hlýtur aö vera enn verra en þessar meðaltalstölur segja til um? — Maöur hugsar þaö dæmi hreinlega ekki til enda hvernig þaö gengur t.d. á nýjustu skipun- um sem kosta kannski 60-80 milljónir. Undir venjulegum kringumstæöum þola útgeröir svonalagað kannski i stuttan tima, en þetta er oröið svo langt timabil. Mér finnst þvi með ólikindum hvemig ýmsir hafa getaðhaldið þetta út svo lengi. En á hinn bóginn er togaraútgeröin undirstaða atvinnulifsins i fiski- bæjunum út um land, þannig að menn pina sig eins lengi og hægt er. — Mér finnst sifellt forvitni- legra að fá skýringu á þvi af hverju menn eru svo áfjáðir i að fá aö kaupa togara þegar rekstrarafkoma þeirra versnar stöðugt. — Þaö verður kannski að lita svolitið til fortiðarinnar i þessu efni, þvi fram til ársins 1978 voru lán til kaupa á fiskiskipum ekki full verð- eða gengistryggö, eins og nú er. Viö teljum þetta að hluta stafa afþvi, aðfjöldimanna hafi ekki gert sér grein fyrir þvi að málum sé svona komið, þrátt fyriraö við séum itrekað búnir að benda á þetta. Siðan er það kannski meöal annars, að við- skiptaráðherra hefur gefið heim- ild til að flytja inn gömul skip sem hægt er að fá á tiltölulega lágu verðimeðerlendum lánum. Þetta er framhjá Fiskveiðisjóði. En þessi ódýru skip rýra auðvitað tekjumöguleika annarra skipa. —HEI MAGNUS STEFÁNSSON LÁTINN Hagvís Box 85, Garðabæ sími41068. Auglýsið í Tímanum ■ Látinn er i Reykjavik Magnús Stefánsson, sem var um skeið framkvæmdastjóri Timans og Nýja dagblaösins, en sfðar dyra- vörður Stjórnarráðsins um aldarfjórðungsskeiö. Hann var 91 árs. Magnús var fæddur 30. april 1891 að Heiðarseli i Hróarstungu N.-Múlasýslu, sonur hjónanna, Guöbjargar Jósepsdóttur frá Heiöarseli og Stefáns Magnús- sonar frá Lýtingsstöðum i Vopna- firði, búenda að Heiðarseli og Fremraseli. Búfræöingur varð hann frá Búnaðarskólanum á Eiðum 1911, lauk námi viö Samvinnuskólann 1920. Magnús flutti til Reykja- vikur árið 1926. Auk margvislegra trúnaðar- starfa fyrir Iþróttahreyfinguna var hann f stjórn Glímufélagsins Armanns og i stjórn t.S.l. um Fjölhæfnivagninn er kominn með Ijósabúnaði. S.B. vagninn góður er, um fjölhæfni má velja. Hesta, kindur, heyið ber, fleira má upp telja. Mjög gott verð og greiðslukjör. S.B. vagnar og l<errur, Klængsseli - Sími 99-6367. árabil, gegndi hann fjölmörgum opinberum störfum, var for- maður fasteignamatsnefndar 1938-’42 o.fl. Auk þessa hafði hann búskap að Laugahvoli i Laugarásnum fram til ársins 1954 og hafði m.a. stórt hænsnabú með fullkomnustu vél- um þeirra tima, og hann var fyrstur manna i Reykjavik til að flytja inn egg af holdakjúklinga- kyni erlendis frá og seldi siðan sföan afurðina i neytendaumbúð- um. Ariö 1921 kvæntist Magnús Am- björgu Jónsdóttur frá Seljamýri i Loðmundarfirði. Þeim varð fjögurra barna auðið. Arnbjörg lést árið 1980. Kaupum 55 þús. tonn af bensíni og olíu af Portúgal ■ 1 ár munum við kaupa 55 þús. tonn af bensini og gasoliu frá Portúgal en um þetta var samið i viöskiptaviðræðum milli landanna fyrir skömmu. Auk oliuvara kaupum við af portú- gölum straumbreyta fyrir orku- ver, og rafveitur, hjólbarða, vefnaðarvörur, skófatnað, vin o.fl. Portúgalir eru langstærsti kaupandi okkar á saltfisk og keyptu þeir 38 þús. tonn af honum i fyrra sem er rúmlega 10% af heildarútflutningnum en inn- flutningurfrá Portúgal nam 1,8% af heildarinnflutningnum og hafa portúgölsk stjórnvöld lagt mikla áherslu á að draga úr viðskipta- halla sem er á milli landanna. t viðrasðunum var staðfest aö tslánd verður áfram aðalsaltfisk- seljandi á Portúgalsmarkaði. t þessum viöræöum komu auk þess fram óskir Portúgala um að þeir fái tækifæri á aö selja hingað vélar og búnaö til virkjana og rætt var um fyrirhugaða aðild Portfigals aö EBE og vakin athygli á nauðsyn þess að inn- flutningur á saltfiski yrði áfram tollfrjáls eftir að þeir hefðu gengið í EBE. —FRI Lattii bankann avaxta penngaiiaþna! Priggj a mánaða verðtrygging - ný vöm gegn verðbólgu. Viðskiptabankamir ÓSA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.