Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. mai 1982 5 f réttir sagði Davíð Oddsson, nýkjörinn borgarstjóri, þegar hann kvaddi fráfarandi borgarstjóra, Egil Skúla Ingibergsson ■ t gær var haldinn aukafundur i borgarstjörn Reykjavikur þar sem fram fóru formleg valda- skipti milli fyrrverandi og nú- verandi meirihluta, i samræmi við niðurstöður borgarstjórnar- kosninganna sem fram fóru si. laugardag. Kristján Benedikts- son, annar borgarfulltrúi Fram- sóknarf1okksins, stjórnaði fundinum i upphafi sem aldurs- forseti. Fundurinn var settur klukkan stundvislega fimm siðdegis, og aldrei þessu vant'voru áhorfenda- pallar þétt settnir. Fundarstjóri byrjaði á þvi að lesa upp bréf frá yfirkjörstjórninni i Reykjavik, þar sem úrslit kosninganna voru tilkynnt. Að þvi búnu var gengið til kosninga um forseta borgar- stjórnar næsta árið. Albert Guðmundsson, var kjörinn til starfans, með tólf samhljóða at- kvæðum. Þar sem Albert sinnir nú öðrum verkefnum erlendis þessa stundina, þá stjórnaði Kristján Benediktsson einnig kosninga fyrsta varaforseta borgarstjórnar. Ingibjörg Rafnar var kosin til starfans. Að þvi búnu tók hún við fundarstjórn. Næst á dagskránni var að kjósa annan varaforseta borgar- stjórnar til eins árs. Var Páll Gislason kjörinn til starfans. Þá voru Sigurjón Fjeldsted og Ingi- björg Sólrún Gisladóttir kjörin ritarar borgarstjórnar til sama tima. Að svo búnu var gengið til kosningu borgarstjóra næstu fjögur árin. Það kom engum á óvart að Davið Oddsson, oddviti sjálfstæðismanna i borgarstjórn, hreppti hnossið, enda yfirlýst stefna núverandi meirihluta. Eftir að Davið hafði verið kjörinn borgarstjóri kvaddi fráfarandi borgarstjóri Egill Skúli Ingi- bergsson sér hljóðs og sagði: „Ég vil þakka fyrir að fá tækifæri til að segja hér nokkur orð i lok starfs mins hér i borgarstjórn Reykjavikur. Ég vil þakka það traust sem ég hef notið i störfum minum og þann heiður að gegna svo viðamiklu starfi sem borgar- stjórastarfið er i minum augum. Ég tel ekki að þetta sé réttur staður né stund til að gera neina úttekt á borgarstjórn siðasta kjörtimabil, þó vissulega væri það verðugt og áhugavert fyrir mig að hafa sl. fjögur ár i starfi með borgarfulltrúum. Þessi ár hafa liðið mjög hratt og verið mjög ánægjuleg, þó að ég myndi ekki neita þvi ef ég væri spurður hvort borgarstjórnarfundir væru ekki svolitið ]>reytandi á stund- um. Hafið þökk fyrir ánægjulegt samstarf ÖU hér og ritari. Að svo mæltu vil ég leyfa mér að óska nýrri borgarstjórn og nýkjörnum borgarstjóra alls góðs á komandi árum.” „Það þarf að gæta þess að vera borgarstjóri Reykvikinga allra” Að mæltum þessum orðum, kvaddi Davið Oddsson, nýkjörinn borgarstjóri sér hljóðs og sagði: ,,Ég vil fyrst þakka það traust sem borgarstjórn hefur sýnt mér. Mun ég gera mitt itrasta til að bregðast ekki þvi trausti. Sjálf- stæðisflokkurinn mun ekki eðli máls samkvæmt leggja fram hér neinn málefnasamning. Stefnu- skrá flokksins sem kynnt hefur verið með ýmsum hætti i kosningabaráttunni liggur fyrir og verður sá grundvöllur sem starfað verður eftir. Ég sem borgarstjóri Reykja- vikur sæki auðvitaö umboð mitt til sjálfstæðismanna i borgar- stjórn og þeirra þúsunda Reykvikinga sem veittu flokkn- um lið á kjördegi. En jafnframt óska ég eftir góðri samvinnu við minnihluta borgarstjórnar, og dreg enga dul á það að mér er ljóst að fyrst og fremst þarf ég að gæta þess i minum störfum að vera borgarstjóri Reykvikinga allra, hvar sem þeir standa i flokki og hver sem störf þeirra eða staða er i þjóðfélaginu. Ég vil ekki láta hjá liða að beina örfáum orðum til fráfar- andi borgarstjóra, Egils Skúla Ingibergssonar. Það er á- greiningur hér i borgarstjórn með hvaða hætti eigi að skipa i sæti borgarstjóra. Sá ágreiningur er ekki til umræðu i dag. Egill Skúli Ingibergsson hefur að minu mati og ég hygg okkar borgarfulltrúa allra, skilað sinu hlutverki með ágætum. Hann er farsæll maður i starfi, vel að sér, ljúfur i fram- göngu og á gott með að umgang- ast annað fólk. Allir þessir góðu eðliskostir komu honum auðvitað að miklu gagni i hans vandasama starfi. Það er enginn tvi- skinnungur þó þvi sé haldið fram af mér i þessum ræðustól, að Egils Skúla Ingiberssonar, verði saknað og ég óska honum og hans góðu konu allra heilla i þeim verkefnum sem þeirra munu biða á öðrum vettvangi”, sagði Davið Oddsson. Samstarf þriggja minnstu flokkanna Næst á dagskránni varð að kjósa fimm fulltrúa i borgarráð til næsta árs. Aður en kosningin fór fram kvaddi Guðrún Jóns- dóttir, annar borgarfulltrúi Kvennaframboðsins sér hljóðs og kynnti að samstarf hefði náðst á milli Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Kvennaframboðsins um kjör i nefndir og ráð á vegum borgarinnar á kjörtimabilinu. Hluti þessa samkomulags snerti I Davið Oddsson var sailarólegur meðan kosning borgarstjóra fór fram, enda borgarstjórastóllinn honum vis, eins og siðar kom á daginn. kjör eins fulltrúa i borgarráð. Hefði orðið samkomulag um það að Framsóknarflokkur og Kvennaframboð skiptu með sér þessum fulltrúa, þannig að Kvennaframboðið fengi þennan fulltrúa fyrsta og þriðja ár kjör- timabilsins, en Framsóknar- flokkurinn annað og fjórða árið. 1 borgarráð voru kjörnir: Magnús L. Sveinsson, Markús örn Antonsson og Albert Guðmundsson af hálfu sjálf- stæðismanna, Sigurjón Pétursson af hálfu Alþýðubandalags, og Guðrún Jónsdóttir frá Kvenna- framboðinu. Þegar kosningar voru um garð gengnar var gengið til venju- legrar dagskrár. Engar umræður urðu, en nýkjörinn borgarstjóri óskaði eftir að afgreiðsiu tveggja mála yrði frestað og þeim visað á ný til borgarráös, og var það samþykkt. Næsti fundur borgar- stjórnar verður nk. fimmtudag þriöja júni. Verður þá kosið i aðrar nefndir en borgarráð á veg- um Reykjavikurborgar. —Kás M Kristján Benediktsson, aldursforseti borgarstjórnar, stýrir kosningu forseta borgarstjórnar. Eins og sést á þcssari mynd hefur þurft aðbæta viðinnra hring til að allir borgarfulltrúa komist fyrir I sal borgarstjórnar eftir fjölgun borgarfulltrúa úr 15 upp 121. Timamyndir: Róbert. ■ ,,... Og nú skal verða setið”, gæti Daviö Oddsson verið aö hugsa þegar hann býr sig undir það að setjast fyrsta sinn I eftirsóttan borgar- stjórastóiinn. ■ Egill Skúli Igibergsson heilsar borgarfulltrúum og þakkar sam- starfiö. Albert Guðmundsson kjörinn forseti borgarstjórnar á aukafundi í gær: „EKKI TVfSKINNUNGUR ÞÓ ÉG SEGI AD EGILS SKÚLA VERÐI SAKNAД

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.