Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. mai 1982 9 Perlusteinn er notaður til margs konar hluta. Má þar til nefna notkun i lausa hitaeinangrun húsa, i léttar múrblöndur, i léttsteypu, i ldæðningaplötur með sement sem bindiefni, sem fylliefni með asfalti eða plasti, sem bindiefni, sem bætiefni i jarðveg og sem siuefni fyrir ýmiss konar vökva, sérstaklega i lyfja- iðnaði. Laus einangrun I staö frauöplasts og glerullar Létt perlusteinspússning.................... Léttsteypa og trefjaplötur.................. Perlusteinn sem jarövegsbætir............... vinnslunni kannaöur áhugi inn- lendra aöila á perlusteinsvinnslu fyrir islenskan markaö þá meö útflutning meira sem framtiöar- möguleika i huga. Sementsverksmiöja rikisins sýndi þessu máli áhuga og geröi stjórn verksmiöjunnar um þaö samþykktir. Niöurstaöan varö þö sú að mynduö voru fjögur fyrir- tæki sem skyldu vinna aö vinnslu og nýtingu perlusteins úr Presta- hnjúk. Þessi fyrírtæki voru Perla hf. á Ákranesi, sem átti aö sjá um þenslu á perlusteini, Presta- hnjúkur hf. i Borgarnesi og Ylfell hf. i Reykjavik sem áttu aö sjá um vöruþróun og framleiöslu og Perlusteinsvinnslan hf., sem var sameign hinna þriggja fyrirtækj- anna, en þaö fyrirtæki átti að sjá um vinnslu hráperlusteins og leita leiða til útflutnings. Þessi fyrirtæki störfuöu nokkuö árin 1978 og 1979, en hafa slðan hætt starfsemi vegna fjárskorts, m.a. vegna þess aö hlutafé safnaðist illa og opinbert lánsfé var bundið þvi. Perlusteinsvinnslan áætlaöi aö byggja upp útflutning i áföng- um meö þvi aö reisa fyrst verk- smiöju sem þurrkaöi og sigtaöi 5-10 þús. tonn af perlusteini á ári. Var gert ráö fyrir aö innlendu þenslufyrirtækin fengju mestan hluta framleiöslunnar, en af- gangurinn yröi notaöur til vöru- kynningar erlendis. í hag- kvæmniáætlun Perlu hf. á Akra- nesi var gert ráð fyrir framleiöslu á um 17.000 rúmm. af þöndum perlusteini á ári sem samsvarar um 1500 tonnum af þöndum perlu- steini. Notkun perlusteinsins var hugsuð þannig: Taliö var aö þessum markaöi mætti ná á 4 árum, en gert var ráð fyrir aö kaupa ofn meö 10 rúmm. afköstum á klst. sem vel annaöi þessu magni. Ef. markaöurinn stækkaöi var gert ráö fyrir fleiri þensluofnum sem dreifa mætti um landið en hráperlusteinninn yrði aöeins unninn i Borgarfiröi. Á árunum 1978 og 1979 voru geröar áætlanir um stofn- og rekstrarkostnaö verksmiðju bæöi til þurrkunar og flokkunar hráperlusteins og þenslu perlu- steins. Þá eru sýndir kostnaðarút- reikningar á hagkvæmni vinnslu perlusteins og er niöurstaöan sú aö kostnaöarverö á rúmmetra sé sem svarar 350 kr. sem er sam- keppnisfært viö frauöplast, þar sem verö á venjulegu frauöplasti er 760 kr. á rúmm, en um tvöfalt magn þarf af perlusteini miöaö við frauðplast þegar hann er notaður i lausa einangrun i loft, en til þeirra nota eru mestar von- ir bundnar viö perlusteininn. Hagkvæmni notkunar perlu- steins I pússningu, byggingaplöt- ur eöa jaröveg er erfiðara aö dæma um, þar sem um nýiðnað er að ræða og beinn samanburður er ekki fyrir hendi en væntanlega ætti hagkvæmni þó að vera þar meiri: Má benda á að þilpiötur úr sementi, trefjum og perlusteini eru seldar á mjög háu verði er- lendis, t.d. i Noregi (Pernit-plöt- ur). rumm. .. 8.000 .. 4.000 .. 4.000 .. 1.000 Samtals 17.000 Framangreindar áætlanir eru gerðar fyrir tvær aöskildar verk- smiöjur, þar sem önnur fram- leiðir þurrkaöan og flokkaöan perlustein tilbúinn til þenslu. Af- kastageta þeirrar verksmiöju er þrefalt meiri en þensluverk- smiöjunnar og er hugsuö til lengri framtiöar, þar sem þensluverk- smiöjur mundu risa viöar á land- inu. Hin verksmiöjan mundi svo framleiða þaninn perlustein. Þessum verksmiöjum mundi svo fylgja nokkur vöruiönaöur, t.d. plötugerö og framleiösla pússn- ingar. Þá skal bent á þaö aö staösetning þessara verksmiöja á sama stað gæti veriö mjög hag- kvæm. Má þar nefna betri nýt- ingu starfsmanna og húsakosts og hugsanlega mætti nýta hita frá þenslu perlusteinsins til þess aö þurrka hráperlusteininn. Af þessum athugunum má álykta aö útflutningur perlusteins i stórum stil sé enn sem komiö er of áhættusamt fyrirtæki. Stofn- kostnaöur er um tiu sinnum meiri en til innanlandsframleiöslu og vegagerö og markaösaöstæöur ótryggar. Oöru máli gegnir um framleiöslu á innanlandsmarkaö. Þar nýtist sú vegagerö sem fyrir er, markaðsaðstæður eru betur þekktar, stofnkostnaöur er lítill og hagnaöarvon miöuö viö þaninn rúmmetra., betri en I útflutningi. Aftur á móti gæti traustur inn- lendur perlusteinsiönaöur leitt af sér stórútflutning sem byggður væri á traustum grunni. ■ Séð frá Stakkahllð út á Loðmundarfjörð landfari , Sí. JWflRÐL, Svar við fyrir- spurn um rækju Vegna mistaka féll hluti af eftirfarandi grein, sem birt var i Timanum i fyrradag, niður, og er greinin þvi birt hér aftur í heild. Viðkomandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum: ■ Svar við fyrirspurnum Magna Örvars Guðmundssonar netagerðarmanns, er birtist i Tímanum 30. apríl s.l. á bls. 9 undir fyrirsögninni „hverju hefur verið breytt”. Magni virðist telja mig vera að ásaka Netagerð Vestfjaiða hf. á ísafirði í viðtali við Þjóðviljann 7. april s.I. fyrir að segja „sjómenn verða nú með breyttar vörpur sem veiði meiri rækju, en þvi miður virðist aukningin vera að mestu leyti smárækja”. Það var ekki meining min að kasta rýrð á Netagerð Vestfjarða hf. Starfsmenn henn- ar hafa unnið mikið og gott starf i þágu rækjuútgerðar. Það er erfitt að svara Magna án þess að útskýra um leið ástæðurnar fyrir áhyggjum mín- um og starfsbræðra minna varð- andi smárækjuna. Hámarksjafn- stöðuafli virðist nú vera um 2600 tonn í stað 2500 tonna áður í ísa- fjarðardjúpi. Á árunum 1969- 1971 virtist mcðalafli hverra þriggja vetra ekki mega fara yfir 2300 tonn án þess að afli á togtima lækkaði verulega. Á árunum 1972-1981 var meðalafli hverra þriggja vetra á bilinu 2200-2490 tonn. Ákvörðun okk- ar á Hafrannsóknarstofnun um að leggja til að kvótinn yrði aukinn úr 2400 tonnum i 2700 tonn fyrir veturinn 1981-82 í ísafjarðardjúpi, var byggð á þeim forsendum að endurnýjun hefði verið óvanalega góð undan- farna fjóra vetur. Ofan á þetta bætir sjávarútvegsráðherra siðan 300 tonnum, þannig að þriggja vetra meðaltalið verður nú um 2900 tonn fyrir siðustu þrjá vetur, eða um 300 tonn fyrir ofan hámarksjafnstöðuaflann fyrir svæðið. Samkvæmt okkar tillög- um hefði þessi tala orðið aðeins um 2760 tonn. Hvað nú ef endurnýjunm var ekki svo góð sem ætlað var, en smárækjan undanfarna 4 vetur stafaði af veiðarfærabreytingu eða breyt- ingum á toghraða. Ég tek það fram að það var nú nýlega sem ég frétti að árið 1977 hefði verið tekinn upp sá háttur að sauma saman yfir og undirnet á poka, sem ætluð eru til hlifðar. Guðni Þorsteinsson veiðarfærasérfræð- ingur hefur gert samanburð á þessu og fráleystum hlífðarnet- um. Telur hann að þessi tilhögun torveldi flokkun rækjunnar i pokanum til muna. Áuk þess troða margir sjómenn pokaend- anum inn í hlífðarnetið i stað þess að hafa pokaendann laus- an. Þar með er veiðarfærið i reynd með tvöfaldan poka, sem flokkar verr enda þótt möskva- stærð sé fyrir ofan það löglega. Þetta fyrirkomulag er þó ekki ólöglegt einsog það væri í fisk- vörpum. Állir hafa nú áhyggjur af þeirri miklu smárækju, sem veiðist í ísafjarðardjúpi. Þarna hefur meðalstærð verið lægst á iandinu nú 4 vetur í röð. Er hér um að ræða rækju sem er ýmist eins árs af stærðinni 11-13 mm eða tveggja ára rækja 14-16 mm að skjaldarlengd. Á rækjuráðstefn- unni sem haldin var i Kodíak i Alaska og ég var boðin á, kom m.a. fram að aukinn slaki i hliðarstykkjum vörpunnar væri vænlegur til að losna við smá- rækju. Guðni Þorsteinsson hefur nú þegar gert margar tilraunir með ýmis konar slaka. Stcin- grimsfjarðarmenn hafa allir tek- ið upp hliðarslaka. Annars var Jón Magnússon á Stefni frá Drangsnesi sá fyrsti sem vakti athygli mína á auknum hliðar- slaka. Einnig má geta þess að samkvæmt niðurstöðum úr leið- angri r/s Drafnar i september á hin ýmsu svæði veiddust um 45% fleiri rækjur á bilinu 15 mm og minni (hér eftir kölluð smá- rækja) i ísafjarðardúpi heldur en á Húnaflóa, en brisvar sinnum fleiri smárækjur í ísafjarðardjúpi heldur en Arnarfirði. Þarna voru notaðar hliðarslakalausar vörpur á öllum svæðum. í nóvember veiða Djúpmenn 2,5 sinnum meira af smárækju heldur en Amfirðingar en rúm- lega tvisvar sinnum fleiri smá- rækjur en Húnaflóamenn hlut- fallslega. Þar koma kostir hlið- ar slakans berlega i Ijós. Á þessu ári hafa aðeins 4 af 28 bátum tekið upp hliðarslaka í Isafjarðar- djúpi en engir á Arnarfirði. Guðni hefur einnig gert tilraunir með mismunandi toghraða með tilliti til flokkunar rækjunnar. - Þar kom i ljós að með minni toghraða sleppur meira af smá- rækju. Svo sem sjá má er unnt að auka hlut smárækjunnar með því að auka toghraðann. Þá fæst lengri yfirferð en skverinn minnkar. Á vissu bili eykst afli á togtíma og flokkun veiðarfæris- ins versnar einnig við það. Verðflokkaskiptingin ýtir nú ekki beinlinis undir smárækju- vernd fyrir Djúpmenn. Það er nefnilega sama verð greitt fyrir rækju sem er 260-350 stk/kg, en - siðan skiptir um verð við fækkun um hvert 20 stk/kg. Það er augljóst að flokkaskipting í - nokkra flokka á bilinu 260-350 stk/kg myndi hafa jákvæð áhrif til verndar smárækju, einkum i ísafjarðardjúpi þar sem rækjan hefur öll verið á þessu bili undanfarna vetur og verður sennilega enn um sinn. Reykjavík, 14. maí 1982 Unnur Skúladóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.