Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 10
Föstudagur 28. mai 1982 10 lieimilistímirml umsjón: B.St. og K.L. Gott er að koma heim eftir erfiðan vinnudag ■ Jenný Franklínsdóttir, sem nú skrifar um dag í lífi sinu/ býr að Refsstöð- um í Hálsasveit og vinnur daglega frá kl.10-4 í hænsnabúinu á Hýrumel á meðan bóndinn og son- urinn Árni/ sem er þriggja ára, sinna bú- störfum. Jenný á þrjú börn/ Ágústu/ 22 ára/ sem dvelst i Þýskalandi/ Guð- laug/ 18 ára sjómann og svo Árna litla/ sem áður var nefndur. Hér segir Jenný frá einum vetrardegi i lífi sínu. Það er mánudagsmorgunn og ég vakna um áttaleytið og llt út um gluggann svefndrukknum augum. Ætli það sé mikil hálka núna eða verð ég að drifa mig á fæturog ganga i veg fyrir skóla- bílinn, sem fer hér fram hjá um hálf niu, æ, ég hlýt aö komast þetta á bilnum. Ég ek bara nógu hægt. Þvi sting ég mér undir sæng aftur og kúri til niu, en þá verð ég að drattast á fætur. Ég staulast svefndrukkin fram I eldhús og fæ mér súrmjólk, helli upp á könnuna og drekk þrjá bolla af kaffi. Vel drukkin af 'r£x 'í','Á v kaffi sest ég alsæl upp i bilinn og ek af stað, en það er minni hálka, en ég bjóst viö. Ég sáröf- unda þá, sem geta tekið strætó i vinnuna, en þurfa ekki aö stressa sig við að aka i fljúgandi hálku og það uppi i sveit, þar sem enginn bill ekur kannski i marga klukkutima, en mér tekst aö aka þessa 6-7 km á tutt- ugu minútum, svo að ég mæti á réttum tima, en ég á að vera mætt klukkan 10. Þá er nú að fá sér fjórða kaffibollann, áður en griman er sett upp og farið að tina eggin. Það er slæmt fyrir lungun, ef maður gleymir að setja upp grimuna. Þetta geng- ur allt vel I dag. Óvenju fá egg eru til að tlna, eða um 5000, svo aö við erum búnar að þessu um klukkan ellefu. Viö erum þrjár kátar og eldhressar konur, sem vinnum þarna, en að sjálfsögðu eru lika karlmenn, en þeir koma litið nærri eggjatinslunni. Vinna við önnur störf þarna. Nú er timi til kominn aö fara að lima kassa og fara að þvo eggin og pakka þeim I neyt- endaumbúöir. Það eru á milli 15-16 þúsund egg, sem þvo á i dag, en þaö eru eggin frá laug- ardeginum og sunnudeginum, sem fara á markað I dag, svo að það er betra að láta hendur standa fram úr ermum. Viö þvoum alveg til klukkan 5, en fáum matar- og kaffihlé á milli. Þá setjumst við niður orðnar svolitið þreyttar, en samt vel málhressar og tölum um lands- ins gagn og nauðsynjar eins og kvenfólki er tamast. Nú, síðan er aö herða sig upp i aö aka heim aftur og heimferðin geng- ur vel. Ég er komin heim um klukkan hálf sex. Þá þarf ég aö fara að hugsa um kvöldmatinn og meðan maturinn mallar, leggst ég upp I rúm I afslöppun og hef blööin með mér, ef ég skyldi fá tima og frið til að lita i þau. Ég verð ein augu, er ég sé þessi orð standa á innsiöu Tim- ans: Þær borða og borða, en geta ekki fitnaö og er þar sagt frá manneskju i útlöndum, sem er 169 cm há og 48 kg að þyngd. Þurfiö þiö aö leita út fyrir land- steinana aö mjóu kvenfólki? Ég bý nú hér á landi og ekkert langt i burtu og er 172 cm á hæð og 44 kg. Geri aðrir betur. Þegar ég er að ljúka við að fletta blöðun- um, koma karlmennirnir svangir inn frá gegningunum og nú er maturinn tilbúinn. Eftir matinn biða siðan verkin hin vanaföstu. Ég vaska upp, sópa gólf og set þvott I vélina og svo er sest fyrir framan imba- kassann og horft á fréttir, veö- urfregnir og yngsti fjölskyldu- meðlimur fjölskyldunnar horfir á Tomma og Jenna og fer siðan i rúmið. Við slökkvum á sjón- varpinu og ég tek mér prjóna i hönd. Mynstrið verð ég að klára i kvöld. Annað kvöld er kvenfé- lagsfundur og þá þýðir nú litið að telja út þar, bara prjóna beint af augum. Já, það er lika góð afslöppun að prjóna og láta hugann reika og hugsa til morgundagsins. Þá er bara eftir að gefa bóndanum holl ráð fyrir morgundaginn og um klukkan 23.30 legg ég þreytt höfuðið á koddann og svif inn i draumalandið. Dagur í lífi Jennýar Franklínsdóttur SU KKU LAÐIHUÐAÐ KEX VINSÆLAST — heimsókn í kexverksmidjuna Holt ■ tslendingar borða mikið af kexi. Lengi vel var hér aöeins á markaði Islenskt kex, en eftir að innflutningur á kexi varð frjáls eru einnig á markaði ótal tegund- ir af útlendu kexi. lslenskar kex- verksmiöjur eiga i samkeppni við útlenda kexið og besta ráðið I samkeppninni er auðvitað að framleiöslan sé góð og úr vönd- uðu hráefni. Þá taka neytendur islenska kexiö fram yfir það er- lenda, sem reyndar er mjög mis- jafnt að gæðum. Undirrituö hafði áhuga á að kynna sér hvernig leið kexkök- unnar væri frá hveitipokunum og inn I umbúðirnar og heimsótti þvi islenskar kexverksmiöjur og i dag segir frá heimsókn i kexverk- smiðjuna Holt. Kexverksmiðjan Holt var stofnuö 1978 og hefur Snorri Eg- ilsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri innflutningsdeildar SIS með reksturinn aö gera. Þar eru framleiddar 17 tegund- irafkexi.en nýjastá markaðnum er Bourbon kex með kremi og er þar um aö velja fjórar bragðteg- undir i kreminu. Vinsælasta kex- tegundin er súkkulaðihúðað kex og Bourbon kex. Aðrar kexteg- undir hjá verksmiðjunni eru mat- arkex, mjólkurkex, kornkex, súkkulaðikornkex, bananasúkku- laöikex, ávaxtakremkex, kókos- kremkex, sltrónukremkex, mokkakremkex, vanillukremkex, appelsinukremkex, og súkkulaöi- kremkex. Bökunarofninn, sem kexið er bakaði', er um 50 metra langur og fer deigiö á færiböndum inn i hann og út úr honum. Síðan taka viö aðrar vélar, sem setja krem á kexið og súkkulaðihúö. Þegar ég var stödd þarna var einmitt verið aö súkkulaöihúða kex og eftir kælingu var þvi pakkað i umbúð- irnar. t kexverksmiðjunni Holti vinna 10 manns, sumir reyndar bara hálfan daginn og er verkstjóri Garðar Snorrason. Sölustjóri er Lovisa Tómasdóttir og er hún með vörukynningar á kexi viða i verslunum bæöi hér i Reykjavík og úti á landi. Slikar kynningar— eru á hverjum föstudegi og oft á, mánudögum. Þá er kexið selt á sérstöku kynningarveröi. AKB. Kexið kemur úr pökkunarvélunum tilbúið I kassana. ■ Lovisa Tómasdóttir, sölu- ■ Snorri Egilsson, framkv.stjóri stjóri. I . f 4' Garðar Snorrason, verkstjóri. Við pökkunarvélarnar. (Timamyndir G.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.