Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 12
20 Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa I sjávar- útvegsráðuneytinuerlausfrá 1. ágúst n.k. Hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 1. júli 1982. Siávarútvegsráðuneytið, 26. mai 1982. Frá Grunnskól- unum Akranesi Eftirfarandi kennarastöður eru lausar til umsóknar: Grundarskóli: (1.—4. bekkur) staða tón- menntakennara, staða mynd- og hand- menntakennara. Brckkubæjarskóli: (1.—8. bekkur) staða sérkennara, staða mynd- og handmennta- kennara. Upplýsingar veittar hjá undirrituðum: Yfirkennari Brekkubæjarskóla, Guðjón Þ. Kristjánsson, vinnusimi 1938, heima- simi 2563. Skólastjóri Grundarskóla Guð- bjartur Hannesson, vinnusimi 2660, heimasimi 2723. Umsóknir sendist fyrir 10. júni n.k. til for- manns skólanefndar, Adams Þ. Þorgeirs- sonar, Háholti 5 simi 1526. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu fyrir árið 1982 Þriðjudaginn i. júni Ö-2876 0-2975 miðvikudaginn 2. júni Ö-2876 0-3075 iimmtudaginn 3. júni Ö-3076 0-3175 föstudaginn 4. júni Ö-3176 0-3275 mánudaginn 7. júni 0-3276 0-3375 þriðjudaginn 8. júni 0-3376 0-3475 miðvikudaginn 9. júni 0-3476 0-3575 fimmtudaginn 10. júni 0-3576 0-3675 föstudaginn 11. júni 0-3676 0-3775 inánudaginn 14. júni 0-3776 0-3875 þriðjudaginn 15. júni 0-3876 0-3975 miðvikudaginn 16. júni 0-3976 0-4075, föstudaginn 18. júni 0-4076 0-4175 mánudaginn 21. júni 0-4176 0-4275 þriðjudaginn 22. júni 0-4276 0-4375 miðvikudaginn 23. júni 0-4376 0-4475 fim mtudaginn 24. júni 0-4476 0-4575 föstudaginn 25. júni 0-4576 0-4675 inánudaginn 28. júni 0-4676 0-4775 þriðjudaginn 29. júni 0-4776 0-4875 iniðvikudaginn 30. júni 0-4876 0-4975 Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Kefla- vik milli kl. 8-12 og 13-16. Á sama stað og tima fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Fram- visa skal og kvittun fyrir greiðslu bif- reiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu. I skráningarskirteini bifreiðarinnar skal vera áritun um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júli 1981. Vanræki einhver að færa bifreið sina til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn i Keflavik, Njarðvik, Grindavik og Gullbringusýslu. Föstudagur 28. maí 1982 íþróttir Gunnar tryggði KA dýrmæt stig þegar hann skoraði úrslitamarkið í 2:1 sigri KA gegn Fram í gærkvöldi ■ KA frá Akureyrikom nokkuð á óvart i gærkvöldi er liðið náði að sigra afspyrnulélegt Fram-lið I leik liðanna á Laugardalsvelli I gærkvöldi. Lokatölur urðu 2:1 KA i vil en staðan i leikhléi var 1:0 Fram i vil. Leikurinn i heild var lélegur og þá sérstaklega voru Framarar lé- legir en norðanmenn náðu að rétta úr kútnum i siðari hálfleik og tryggja sér sanngjarnan sigur. Fyrsta mark leiksins kom á 24. minútu leiksins. Hafþór Svein- jónsson bakvörður gaf þá vel fyr- ir markið á Ólaf Hafsteinsson sem skallaði laglega i markið án þess að Aðalsteinn i marki kæmi' við vörnum. Þetta atvik var það eina sem Framliðið sýndi i leikn- um. 1 siðari hálfleik tóku KA-menn ieikinn föstum tökum og þá ekki hvað sistá miðju vallarins. A 17. minútu náði Elmar Geirsson að prjóna sig i gegn um Arna Arn- þórsson sem tók stöðu Trausta Haraldssonar sem varð að yfir- gefa leikvöllinn eftir nokkrar minútur vegna meiðsla, og að þvi er virtist braut Arni vægilega á Elmari i vitateignum og vita- spyrna var dæmd. Or henni skor- aði Eyjólfur Agústsson af öryggi. Mikið lif færðist nú i leik KA og léku þeir mun betur en Framar- ar. Þegar aðeins um 10 minútur voru til leiksloka fékk Gunnar Gislason knöttinn við miðju vallarins, óð með hann svo að segja á tánum upp að vitateig Framara og lét skotið riða af og Guðmundur Baldursson hafði enga möguleika á að verja skot hans. Þetta urðu lokatölur leiks- ins og eiga þessi stig örugglega eftir að koma KA að góðum not- um hvort sem það verður i botn- eða toppbaráttu deildarinnar. Liklega sleppur liðið þó við fall- vesenið en til að vera öruggir um að svo fari verður liðið að leika heilu leikina af viti en ekki hefja leikinn i leikhléi. Þeir Gunnar Gislason og Elmar Geirsson voru yfirburðamenn i KA-liðinu aö þessu sinni en aðrir snjallir leik- menn eins og Asbjörn Björnsson og Jóhann Jakobsson sáust vart i leiknum. Lið i 1. deild sem skipaö er reyndum og alls ekki reyndum leikmönnum i bland verður að taka á honum stóra sinum ef ekki á illa að fara. Þetta Fram-lið sem nú berst fyrir lifi sinu i 1. deild má mikið breytast ef það á ekki að fara beint i 2. deild. Alla baráttu vantar og samvinna leikmanna er ekki fyrir hendi. Allan móral virðist vanta i liðið allavega á leikvellinum. Menn eru röflandi i tima og ótima og þar gengur Guð- mundur Torfason fremstur i flokki. Synd að þessi bráðefnilegi leikmaður skuli ganga og hlaupa siröflandi um völlinn eins og móðurlaust lamb liggur manni við að segja. Hann getur mun meira og margir aðrir i framlið- inu ef þeir aðeins nota munninn á réttan hátt eða loka honumalveg ella. Guðmundur var traustur i markinu að venju og einnig var Marteinn góður en aðrir voru slakir. Leikinn dæmdi Kjartan Ólafs- son og linuverðir voru þeir Hreið- ar Jónsson og Magnús Theódórs- son. Enski bikarinn: Tottenham meistari — Glenn Hoddle skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik ■ Tottenham tryggði sér i gær- kvöldj enska bikarinn er þeir sigruóu Q.P.R. 1-0 á Wembley. Þettavar annar leikur félaganna þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli eftir framlengingu. Það var Glenn Hoddle sem skoraði sigurmark Tottenham úr vita- spyrnu á 6. minútu fyrri hálfleiks. Tottenham byrjaði leikinn af fullum krafti og réðu lögum og lofum á vellinum i byrjun. Tony Currie braut illilega á Roberts innan vitateigs Rangers á 6. min og Tottenham fékk vitaspyrnu sem Hoddle skoraði úr. Eftir markið fóru leikmenn Q.P.R. að koma meira inn i leikinn. Og i seinni hálfieik má segja aö þeir hafi verið allsráðandi á vellinum. Þrátt fyrir að vera einráðir á vellinum i seinni hálfleik tókst þeim ekki að skora framhjá Cle- mence i markinu. röp—. í upphafi sumars ■ Knattspyrnudómarar hafa á liðnum vetri undirbúið sig mjög vel fyrir störf sin á sumri komanda, svo vel að ég leyfi mér að fullyrða að þeir séu betur undirbúnir til starfa nú en áður. Ýmsar ákvarðanir hafa verið teknar um hvernig skal dæma hitt eða þetta, hvernig skal nota spjöldino.s.frv.. Þaöer nauðsyn að dómarar, sem starfa i deild- unum og eru fyrirmyndir annarra dómara, samræmi sina túlkun I einstökum atriðum, leikmenn og áhorfendur mega ekki eiga von á þvi ósamræmi er hefur of oft átt sér staö i gegnum árin nú sem fyrr. Að sjálfsögðu eru fá brot eins, þó svo þau séu keimlik, af- leiðingarnar eru mismunandi, en þá kemur til kasta hæfileika dómarans, að vega og meta hvað gera skal, en þegar dæmt er fyrir ákveðin brot t.d. i vörn, ber aö áminna meö spjaldi, hvort sem dómara eöa leik- mönnum likar betur eða ver. Ég hef ekki séð marga leiki það sem af er sumri, en hef þó þegar orðið var við misræmi hjá dóm- urum. Ef við ætlum að stöðva þá hörku, sem einstakir leikmenn hafa þegar sýnt, þá verður það ekki gert með linkind af háifu dómara. Einstakir leikmenn voru þegar : upphafi þessa keppnistimabils með það mörg stig frá fyrra ári að þeir fá fljót- lega leikbann, ef þeir alhuga ekki sinn gang hvað varðar leik- hörku og kjaftbrúk við dómara og linuverði. Dómarihefur engan rétt til að sjá i gegnum fingur sér við þá leikmenn, sem brjóta þannig af sér að þeir séu sér og mótherj- Grétar Noröfjörð skrifar. um háskalegir, að þeir leiki meö þannig hörku að það valdi vöðvaslitum, beinbrotum og e.t.v. varanlegum skaða. Fulltrúi Dómaranefndar U.E.F.A. gerði þá kröfu til okkar að við förum eftir kröfum þeirra og F.I.F.A. að stöðva alla leikleysu með festu og að veita áminningar svo og visa háska- legum leikmönnum af leikvelli þegar við teljum þess þörf og andi knattspyrnulaganna mælir svo fyrir. Það er ekki okkar að sýna þeim miskunn, sem beita miskunnarleysi gegn and- stæðingum sinum á leikvelli. Það virðist ekki ætla að verða nein hugarfarsbreyting hjá ieikmönnum okkar hvað varðar kjaftbrúk við dómara, nú þegar i upphafi móts ber mjög mikið á hortugheitum hjá leikmönnum við dómara, einstakir leikmenn virðast seint ætla að læra. Það væri áhugavert fyrir forustumenn og þjálfara að fá að heyra það sein einstakir leik- menn segja viö dómarann i hita leiksins fjöldi þeirra orða finnast ekki i orðabókum. Éger einn af þeim dómurum, sem hef aðhyllst þá skoðun að einstakir dómarar heyri of vel, en ef framhald á upphafsfram- komu leikmanna isumar verður mun fjöldi leikmanna i deildun- um verma áhorfendastæðin... ég vil benda þeim á, kennið ekki dómurunum um þaö. 1 fyrstu umferð 1 deildar voru gefin 8 gul spjöld svo það styttist fyrir einstaka leikmenn i bann. Ég teldi rétt fyrir þá að athuga sinn gang, hverjir verða fyrir tjóninu ef þeir fá leikbann fyrst og fremst félag þeirra og samherjar. Kæru leikmenn hafið sem kjörorð: Stopp á leikhörku, stopp á kjaftbrúk við dómara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.