Tíminn - 29.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.05.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. mal 1982 erlent yfirlit ■ EF SÚ spá Breta rætist að þeir muni fljótlega yfirbuga herlið Argentlnu á Falklandseyjum, er þess sennilega ekki langt að biða að stjórnarskipti verði i Argen- tinu. Margt bendir orðið til þess, að Galtieri forseti sé ekki fastur i sessi. Þetta myndi þó breytast ef Argentinumenn ynnu hernaðar- sigur á Falklandseyjum. Það gæti tryggt honum völdin i náinni framtið. Slikur sigur virðist hins vegar ekki liklegur. Þriðji möguleikinn er ef til vill liklegastur en hann er sá að hvor- ugur aðilinn vinni lokasigur að sinni og styrjöldin haldi þvi á- fram um ófyrirsjáanlega framtið. Það myndi hún raunar einnig gera, þótt Bretar yfirbuguðu her- lið Argentinumanna á Falklands- eyjum. Argentinumenn myndu þá halda áfram að áreita Breta á Falklandseyjum. Fyrr eða siðar myndu Bretar neyðast til að gef- ast upp jafnt af efnahagslegum og hernaðarlegum ástæðum. En fari svo, að Bretar sigri fljótlega á Falklandseyjum eða styrjöldin dragist á langinn, bendir flest til þess, að Galtieri verði að láta af völdum. Dýr styrjaldarrekstu'r mun þá bætast við hina miklu efnahagsörðug- leika sem voru fyrir. Galtieri verður talinn sökudólgurinn. Dæmið mun þó ekki snúast við ■ Isabel Pcron Galtieri orðinn valtur í sessi Komast Peronistar til valda? þannig, að krafizt verði stjórnar sem semji við Breta. Þvert á móti verður krafizt stjórnar, sem sam- eini þjóðina enn betur gegn Bret- um og Bandarikjunum. Hugsanlegt þykir að hershöfð- ingjarnir reyni að halda völdum á þann hátt að láta annan hershöfð- ingja taka við af Galtieri. Þvi fylgir sú áhætta fyrir þá að slikur arftaki yrði ekki neitt vinsælli en Galtieri nema siður væri. Sú krafa er sögð hafa sivaxandi fylgi i Argentinu að lýðræðistjórn verði endurreist að nýju. Það hef- ur veriðvani hershöfðingjanna að láta undan slikri kröfu þegar henni hefur vaxið nægilegt fylgi. Þvi hafa eftir siðari heimsstyrj- öldina ýmist verið lýðræðis- stjórnir eða hershöfðingjastjórnir i Argentinu. Núverandi hershöfðingjastjórn kom til valda 1976, þegar Isabel Peron var steypt af stóli. Stjórnin hefur verið að boða að undan- förnu að ætlun hennar væri sam- kvæmt fyrri venju að endurreisa lýðræðislegt stjórnarfar. Galtieri hefur siðan hann varð forseti i desember i vetur losað um ýmsar hömlur á starfsemi flokkanna. SIÐAN Falklandsstyrjöldin hófst hafa flokkarhir stöðpgt látið meira til sin taka. Mest hefur bor- ið á Peronistum enda hafa þeir mest -'fylgi og yrðu sennilegast sigurvegarar I kosningum. Isabel Peron sem er nú i útlegð á Spáni, hefur lagt á ráðin að þvi taliðer. Hún er sögð hafa lýst yfir stuðningi sinum við Italo Luder fyrrverandi forseta öldungadeild- ar þingsins, sem forsetaefni Per- onista. Það mun ekki talið hyggilegt af henni eða ráöunautum hennar, að hún reyni að sinni að komast i for- setaembættið. Sennilega hugsar hún til þess siðar. Það er sagt að það hafi einnig veriðað ráðum Isabel, að um 2000 forustumenn Peronista komu ný- lega saman i Buenos Aires. Sam- koma þeirra var haldin undir þvi yfirskyni ab þeir kæmu aðeins saman til bænagerðar, sem væri helguð argentinska hernum. Hernaðaryfirvöldin treystu sér ekki til að banna slika bænagerð, enda þótt þeim hafi verið ljóst að fleira bjó hér undir. ■ Galtieri forseti. Aðrir flokkar eru þegar farnir að hiígsa sér til hreyfings. Ný samtök sem einkum styöjast við menntamenn hafa á orði að bjóða fram Oscar Camilión sem var ut- anrikisráðherra þangaö til fyrir ári. Róttæki flokkurinn sem hefur gengið næst Peronistum að stærð, hefur hreyft þeirri hugmynd að flokkarnir allir sameinuðust um Aturo Illia sem var lýðræðislega kjörinn forseti 1963 og gegndi for- setaembættinu til 1966, er herinn rak hann frá völdum. Illia er orð- inn 82 ára en sæmilega ern. ÞAÐ þykir nokkurn veginn vist, að ekki myndi það auka sam- komulagshorfur i Falklandsdeil- unni, ef stjórnmálaflokkarnir fengju völdin. Allir hafa þeir það á oddinum að Argentina haldi til- kalli sinu til Falklandseyja til streitu. Lengst ganga Peronistar. Fyrrverandi utanrikisráðherra þeirra, Federico Robledo, hefur lýst yfir þeirri stefnu þeirra, að það eigi að vera skilyrði fyrir við- ræðum við Breta að þeir viður- kenni yfirráð Argentinu á Falk- landseyjum. Hin harða afstaöa stjórnmála- flokkanna veldur þvi að það yrði dauðadómur fyrir hvaða hers- höfðingastjórn sem væri að semja um einhverja tilslökun við Breta i Falklandseyjadeilunni. Bandarikjamenn munu telja það allt annað en æskilegt að fá Peronistastjórn i Argentinu. Þeir óttast aðslik stjórn gæti tekið upp samskipti við Kúbu. Ef styrjöldin héldi áfram, myndu Peronistar sennilega ekki hika við að hefja framleiðslu kjarnavopna, en Arg- entinumenn eru komnir langt á þvi sviði. Brasilia myndi þá ekki vilja verða eftirbátur. Nýlendustyrjöld Breta i Suður- höfum getur þannig átt eftir aö draga örlagarikan dilk á eftir sér. Hún er á góðum vegi að sam- fylkja Rómönsku Amerikurikjun- um gegn Vestur-Evrópu og Bandarikjunum. Hún er aö stuðla að þvi, að rikin þar verði ákveðn- ari i þvi en áður að hefja fram- leiðslu kjarnavopna. Loks getur hún stuðlað að þvi að ryðja Per- onismanum ekki aðeins braut i Argentinu heldur viðar i Suður- Ameriku. Það er eins og Bretar hafi ekk- ert hugsað um afleiðingarnar áð- ur en þeir hófu innrásina á Falk- landseyjar. Það er raunar ekki i fyrsta sinn, sem þeir hafa setið lengur en sætt var i nýlendum sinum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar á hestaslóðum Fjórir f ram- kvæmdastjórar á landsmóti ■ Landsmót hestamanna verður haldið í sumar, dagana 7.-11. júlí, á Vindheimamelum í Skagafirði. Framkvæmdanefnd mótsins hefur tekið til starfa og er hún skipuð níu mönnum, fimm Skagfirðing- um og sínum tveim úr hesta- mannafélögum austan við og vest- an við Skagafjörð. Sveinn Guðm- undsson á Sauðárkróki er forma- ður framkvæmdanefndarinnar en framkvæmdastjórar eru ekki færri en fjórir, allir Skagfirðingar. Fram að mótinu verður aðstaða stjórnendanna á skrifstofu Bún- aðarsambands Skagfirðinga á Sauðárkróki. Forráðamenn mótsins búast við miklu fjölmenni gesta, bæði inn- lendra og útlendra. Tjaldstæði eru mjög góð á Vindheimamelum og allar aðstæður til útilegu fjöl- skyldna jafnt sem einstaklinga eru þar ákjósanlegar. Tekið verður á móti hestum langferðamanna frá 3. júlí. SV Evrópumót á íslandi ■ fþróttaráð LH stendur fyrir svokölluðu „Tilrauna E.M. ’82” í tengslum við landsmótið á Vind- heimamelum í sumar. Mótið verður haldið að kvöldi dagana 8. og 9. júlí. Öllum þjóðum, sem að- ild eiga að Evrópusambandi eig- enda íslenskra hesta gefst kostur á að taka þátt í keppninni og má hver þjóð senda tvo knapa. Hins vegar geta keppendur ekki komið með hesta sína með sér, vegna þess að ekki má flytja dýr til landsins. Sá háttur verður hafður á að leitað verður eftir hestum að láni til að keppa á og þegar á hólminn er komið verður dregið um hvaða hest hver knapi fær. Val á knöpum til þátttöku í þessari keppni fyrir íslands hönd fer þannig fram að gjaldgengir til keppninnar eru þeir sem hafa náð á þessu ári 135 stigum í íslenskri tvíkeppni á móti sem íþróttadeild eða nefnd heldur. Síðan verða tveir valdir úr þeim hópi, sem sannað hefur ágæti sitt, annar með keppni í 5-gangtegundum og hinn í 4-gangtegundum í huga og báðir keppa í töiti. SV Kappreiðar: Þátttökugjald og af rek ■ Nú kostar 200 krónur að fá hest skráðan. til keppni í kappreiðum á landsmóti. Það verður ekki svo lítil upphæð samanlagt, þegar gera má ráð fyrir að kappreiða- hross verði hátt í 150 talsins. Það er þ ó ekki nóg að eigendur I.afi 200 kall aflögu, til að fá hest sinn skráðan í þennan leik, heldur þurfa viðkomandi hross einnig að hafa unnið afrek á sannanlegan hátt, til þess að fá að vera með. Afrekin þurfa að vera minnst þessi: I 150 m skciði, 16,5 sek. í 250 m skeiði, 20,0 sek. í 250 m folahlaupi, 20 sek. í 350 m stökki, 25,0 sek og í 800 m stökki, 63,5 sek. í 300 m brokki verður einnig keppt, en þar hefur ekki verið ákveðinn lágmarkstími. Þátttaka í gæðingakeppni og kappreiðum þarf að vera ákveðin fyrir 1. júní, vegna prentunar sýn- ingarskrár o.fl. SV Mikill f jöldi ■ Um þátttöku gæðinga í lands- móti hefur verið ákveðið að hvert hestamannafélag hafi rétt til að sýna einn hest í hvorum flokki, fyrir hvert byrjað hundrað félags- manna, samkvæmt félagatölu uppgefinni til LH á árinu 1981. Fámennustu félögin hafa þannig rétt til að sýna aðeins einn gæðing í hvorum flokki, en Fákur, sem er fjölmennasta félagið getur sent 11 til keppni í hvorum flokki. Ef öll félögin nýta rétt sinn að fullu, geta gæðingar í keppninni þannig orð- ið 93 í hvorum flokki, eða samtals 186. Fjöldi unglinga í keppni ræðst af sömu formúlu og fjöldi gæð- inga, með þeirri breytingu þó að litið er á alla unglinga sem einn flokk, enda þótt þeir keppi í tveim aldursflokkum. Félögin verða því að velja hvort þau senda keppend- ur í yngri eða eldri flokk, þau sem aðeins mega senda einn. Þau sem senda fleiri, ráða reyndar einnig hvernig þau skipta sínum kepp- endum milli aldursflokka. Þrír stóðhestar reyna við heiðursverðlaun ■ Kynbótahross á landsmóti skulu uppfylla eftirfarandi skil- yrði. Stóðhestar og hryssur með afkvæmum nái 1. verðlaunum, samkvæmt reglum sýningarnefnd- ar. Stóðhestar og hryssur, 6 v. og eldri hafi einkunnina 8,00. Stóð- hestar 5 v. hafi einkunnina 7,90. Hryssur 5 v. hafi 8,00 og stóðhest- ar og hryssur 4 v. hafi 7,80. Kynning á hrossaræktarstarfinu í landinu verður á landsmótinu, í svipuðum stíl og gert var á fjórð- ungsmótinu í fyrra, þannig að ræktendum gefst kostur á að sýna hópa einstakra stofna, sem rækt- aðir hafa verið frá þekktum for- eldrum. Búist er við að 17 stóðhestar verði sýndir með afkvæmum á mótinu, þar af muni þrír keppa til heiðursverðlauna. Þá er ætlað að afkvæmasýndar hryssur verði 14 og ræktunarhópar, eins og lýst var hér á undan verði 6-8. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.