Tíminn - 29.05.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.05.1982, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. mai 1982 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús 15 ■ Michael (Paul Newman) og Megan (Sally Fields) I „Absence of Malice”. Rannsóknar- blaðamennska fær á baukinn ■ Bandarisk rannsóknarblaðamennska hefur verið hafin til skýjanna i ýmsum þekktum bandariskum kvikmyndum siðustu árin, og minnist ég þá alveg sérstaklega ,,A11 The President’s Men” og ,,The China Syndrome”. En allter iheiminum hverfult, og nú er Sydney PoIIack, einn af bestu leikstjórum Bandarikj- anna, búinn að gera athyglisverða kvikmynd, þar sem rannsóknarblaðamennskan fær á baukinn. Sidney Pollack hefur gert margar forvitnilegar kvik- myndir, og má þar m.a. nefna ,,The Way We Were”, „Three Days of the Condor” og ,,The Electric Horseman”. Hann tekur gjarnan til meöferðar mikilsverð málefni i samtim- anum, og athyglisverðar per- sónur, sem rekast saman við rás atburðanna. í nýjustu myndinni, sem ber nafnið „Absence of Malice”, er það rannsóknarblaða- ■mennskan í Bandarikjunum, sem tekin er til meöferðar. Höfuðpersónurnar eru tvær: Megan Carter (leikin af Sally Fields), blaðakona við stór- blað i bandariskri borg, og Michael Gallagher, áfengis- heildsali, leikinn af Paul New- man. Megan skýrir ranglega frá þvi i frétt i blaði sinu, að Michael sé flæktur inn i hvarf verkalýðsforingja nokkurs, og vekur i leiðinni athygli á þvi að faðir Michaels hafi verið glæpamaður. Hún var ginnt til þess að skrifa þessa frétt af rannsóknarlögr. manni (Bob Balaban), sem hugðist með þessu þrýsta á Michael að gefa upplýsingar um, hverjir væruliklegir til að hafa staðið á bak við glæpinn. Balaban sjálfur vissi allan timann að Michael var hvergi viðriðinn, en taldi þetta eina leið til að ná' :Elías Snæland árangri við rannsókn málsins Jónsson og Megan féll sem sé i gildr- skrifar una. Michael bregst að sjálf- _ sögðu hart við þessu og fund- um hans og Megan ber saman. Maliö þróast svo stig af stigi. Skrif Megans veröa m.a. til þess að skaða alvarlega ó- framfærna, dygga konu (Mel- inda Dillon), sem heíur lengi verið náinn vinur Michaels. Að sögn bandariskra gagn- rýnenda er mynd þessi áhrifa- mikil og sérlega vel leikin. Paul Newman er t.d. talinn standa sig hér betur en i flest- um öðrum hlutverkum siðustu árin. Nafn myndarinnar, „Ab- sence of Malice”, þýðir nánast „An illvilja”, og er bein til- vitnun i bandarisk lög, sem eru m jög á annan veg en hér á landi. Vestra er sem sagt ekki hægt að dæma blaðamenn fyr- ir að segja sannleikann — eins og hægt mun hér á landi — og það er heldur ekki hægt að dæma þá fyrir að segja ósatt á prenti ef þeir geta sannaö þaö, að skrif þeirra hafi verið „án illvilja”, en þaö er einmitt vörn Megan Carters i mynd- inni. —ESJ. ★ Meö hnúum og hnefum ★ ★ ★ Ránið á týndu örkinni ★ ★ Dóttir kolanámumannsins O Gereyðandinn ★ ★ ★ Eldvagninn ★ ★ Lögreglustöðin i Bronx ★ ★ ★ Fram i sviðsljósið Stjörnugjöf Tímans ♦ ★ * * frábær ■ * ♦ * mjög ^óó * * ★ góð • ★ sæmíleg * O léleg 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.