Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 2
2___________________________________ fólk í listum, útvarpi og körfuboltaskóm WTWXWH Sunnudagur 30. mai 1982 Amadeus að kveðja — Aðeins þrjár sýningar eftír ■ Hin rómaða sýning Þjóðleik- hússins á Amadeusi eftir Peter, Shaffer var frumsýnd i janúar en nú fer að liða að lokum leikársins og auk þess mikið um að vera i júni vegna Lislahátiðar, þannig að aðeins geta orðið þrjár sýning- ar i viðbót. Aðsókn hefur verið mjög góð og 30. sýning verður á annan i Hvitasunnu. Amadeus er eitt frægasta verð- launaleikrit siðari ára. Það var frumflutt i Þjóðleikhúsinu breska i nóvember 1979 með Paul Sco- field i hlutverki Salieris og Simon Callow sem Mozart. Sýning þessi var verðlaunuö i bak og fyrir og gengur enn, en leikritið var valið besta leikrit ársins. Næst var Ekkert hægt að gera? — Oey Tjeng Sit sýnir í Suðurgötu 7 ■ Siöastliöinn laugardag þann 22. mai klukkan 16, opnaði Oey Tjeng Sit myndlistarsýningu i Galleri Suðurgötu 7, sem þar með vaknaöi úr löngu dái. 1 fréttatil- kynningu sem hingað barst segir á þessa leið: „Sit er dreki, við þvi verður ekki gert. Hann fæddist á eynni Jövu en býr og starfar i Amster- dam. Hollenska menntamála- ráðuneytið styrkir ferö lista- mannsins til Islands. Hann mun vinna aö myndlist hérlendis I sumar og einnig sýna i' Rauða Húsinu á Akureyri en sd sýning opnar 19. júni. Með honum i förinni er sonur hans, Alexander sem mun gera kvikmynd um ferö þeirra feðga. Verk Sit eru fjölbreytt að allri gerð og við þvi verður ekki gert. Sýningin i Galleri Suðurgötu 7 er opin til 6. júni milli klukkan 16 og 20 daglega. ■ Er ÞETTA á sýningunni? Það vitum viö ekki. En þetta fylgdi fréttatilkynningunni sem kom... Amadeus sýndur i New York i breyttrimynd sem siðan hefur al- mennt verið notuð. Sir Peter Hall Þjóðleikhússtjóri Breta stjórnaði þeirri sýningu sem einnig gengur enn og er i þrigang búið að skipta um leikara i aðalhlutverkunum. Einnig á Broadway sópaði leikrit- ið að sér verðlaunum. Roman Polanski er Mozart Um likt leyti kom upp sýning i Varsjá sem mikið orð fór af. Leikstjóri var Roman Polanski og lék hann jafnframt hlutverk Moz- arts, en einn fremsti leikari Pól- verja, Tadeus Lomnicki lék Sali- eri. Nýlega setti Polanski leikinn svo upp i Paris og lék aftur Moz- art en Salieri leikur Francois Périer; þekktur skapgerðarleik- ari. Auk þessara sýninga er verið að leika Amadeus i Þýskalandi viöa, Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi, Finnlandi, Ástraliu, Kan- ada og viðar. Leikurinn lýsir sem kunnugt er samskiptum stórskáldanna Sali- eris og Wolfgang Amadeus Moz- arts á gamansaman og átakan- legan hátt og er einskonar rann- sókn á öfundinni. Mörgum hefur þótt lýsingin á snillingnum Moz- art nokkuð djörf en hún er þó byggð á bréfum hans og dagbók- arbrotum auk þess sem á ýmissa vitorði er að hann samdi lög við ýmsa galgopalega og vafasama texta. Sýning Þjóðleikhússins hefur fengið frábæra dóma og verið flokkuð i hóp bestu sýninga leik- hússins um árabil. Það er Helgi Skúlason sem leikstýrði en Björn G. Björnsson sá um leikmyndina og búningana. Róbert Arnfinns- son leikur Salieri, Sigurður Sigur- jónsson leikur Mozart og Guðlaug Maria Bjarnadóttir Konstönsu konu hans. 011 hafa þau fengið af- bragðs dóma sem og aðrir leik- endur en i öðrum stórum hlut- verkum eru Hákon Waage, Flosi Ólafsson, Valdemar Helgason og Gisli Alfreðsson. ■ Guöný ■ Helga Dýrahljóð í Bústaða- ktrkju — Guðný Guðmunds- dóttir og Helga Ingólfsdóttir leika verk eftir gamla meistara ■ Guðný Guðmundsdóttir og Helga Ingólfsdóttir. Þær ætla að halda tónleika á mánudagskvöld, annan iHvitasunnu, og munu þeir fara fram i Bústaðakirkju, hefj- ast klukkan 20.30 stundvislega. A efnisskrá verða fimm sónötur fyrir fiðlu og sembal og hafa tvær þeirra aldrei verið fluttar hér á Islandi áöur. Lögö er áhersla á þessum tónleikum á að kynna verk eldri meistara. Sónöturnar fimm eru eftir Jo- han Sebastian Bach (sónata I E~ dúr, BWV 1016, og sónata i A-dúr, BWV 1015), Wolfgang Amadeus Mozart (sónata 1 B-dúr, KV 15), Georg Muffat (sónata 1 D-dúr) og loks Heinrich Ignaz Franz Biber (sónata representativa i A-dúr), en þaö eru sónöturnar eftir þá tvo siðastnefndu sem ekki hafa heyrst hér á landi aöur. ÞeirMuffat og Bibervoru sam- timamenn og störfuðu báðir i Salzburg á siðari hluta 17. aldar. 1 fréttatilkynningu frá aðstandend- um tónleikanna I Bústaðakirkju segir að sónötur þeirra séu báðar mjög forvitnilegar og er nefnt sem dæmi aö I sónötu Biber er hermt eftir ýmsum dýrahljóðum. Það er haft eftir Paul Hindamith að Biber hafi veriö merkasta tón- skáld barok-timans fyrir daga Bachs. Muffat var á hinn bóginn einkum þekktur fyrir orgelverk sin og concerti grossi og er sónat- an sem þær Guðný og Helga munu leika eina kammerverkið sem vitað er til að hann hafi sam- ið. Sónötur Bachs eru báðar vel þekktar og loks má geta þess að sónata Mozarts er samin er hann var aöeins átta ára gamall. Aðgangur að tónleikunum verð- ur seldur við innganginn. Þarf að taka fram aö Guðný leikur á fiölu en Helga á sembal? ■ Umsjónarmaöur næturút- varpsins, Stefán Jón Hafstein er þöguil sem gröfin um uppbygg- ingu rokkþáttanna. Einn „venjulegur” skór og einn númer 53. Sjömllnaskór? ■ „Þettaeruþeirstærstusem ég hef séð, en ekki vildi ég þurfa að buröast meðþá á fótunum”, sagöi Sigbjörn Gunnarsson, verslunar- maöur i Sporthúsinu á Akureyri, erhann sýndi fréttaritara Ti'mans nyrðra eitt par af Adidas körfu- knattleiksskóm nú fyrir nokkrum dögum. Hér var ekki um neina venju- lega skó að ræða. Ætli „venju- legt” fólk noti ekki aö meðaltali númer 38-43, en körfuknattleiks- risinn Pétur Guðmundsson notar hins vegar skó númer 53 og það voru einmitt skór af þeirri stærð sem Sigbjörn var með i höndun- um er hann sagði það sem eftir honum var haft hér aö framan. Sigbjörn er umboðsmaður Adi- das á Akureyri, en það voru ein- mitt verksmiðjur fyrirtækisins i Þýskalandi sem „framleiddu” þessa stórskomu skó eftir sér- stakri pöntun. Pétur leikur sem kunnugt er með bandarisku at- vinnumannaliði i körfubolta og þar eð hann er hvorki meira né minna en 2.17 metrar á hæð fer hann létt meö að bera þessa skó á fótum sér, en þeir eru svo mikið sem 38 sentimetrar á lengd! Eins og gefur að skilja er ekki mikil þörffyrir skó af þessu tagi á almennum markaði og þvi hlupu Adidas-verksmiðjurnar undir bagga og „smiðuðu” þá sérstak- lega. —GK/Akureyri. NÆTURUTVARPID HEFST EFTIR EINA VIKU ■ Nú er aöeins vika þangaö til útvarpiö hefur næturútsendingar sinar á laugardagskvöldum, eftir miðnætti og fram til klukkan þrjú um nóttina. Eins og fram hefur komið er það Stefán Jón Hafstein, fréttamaður útvarpsins sem mun hafa veg og vanda af þessum þáttum, sem veröa helgaöir rokki frá hinum ýmsu timum. Umsjónarmaður þáttarins, Stefán Jón, var vægast sagt leyndardómsfullur þegar Tíminn hafði samband við hann til að for- vitnast nánar um uppbyggingu þáttanna, og varðist hann allra frétta. Þó fékkst Stefán til þess að greina litillega frá þvi hvernig tónlistin i þættina verður valin. Sagði hann að hann heföi útbúið sérstök eyöublöð, sem hann heföi sent til ýmissa aöila, og væri meiningin sú, aö þessir aðilar,og yfirleitt þeir sem óskuðu eftir, veldu tónlistina samkvæmt gæð- um, en minna væri höfðaö til timabundinna vinsælda. Sagði hann aö hlustendur fengju aö vera með I þessu vali þvi enginn væri jú alvitur — sérstaklega ekki þegar um svona mikilvægt mál mannlifsins eins og rokk væri að ræða. Sagðist Stefán þvi skora á hlustendur að taka þátt I vali tón- listarinnar með þessu móti. Stefán hyggst hafa samband við þá sem fylla út eyðublöðin og láta nafn og simanúmer fylgja, til þessaðræða nánar við þá umval- ið, en hvort slikt spjall yrði til út- sendingar eður ei, fylgdi ekki sögu umsjónarmannsins leyndar- dómsfulla, sem vildi ekki einu sinni greina Timanum frá þvi hver væri uppáhaldshljómsveitin hans, og var helst á honum að skilja að slikt kynni aö veröa not- aö gegn honum siöar. —AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.