Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 9
Sunnudagur 30. mai 1982 menn og málefni Sókn verður að hefja á höfuðborgar s væðinu B Kristján Benediktsson, aldursforseti borgarstjórnar, stýrir kosningu forseta borgarstjórnar. Óbreytt staða ríkisstj órnarinnar ■Sveitar- og bæjarstjórnarkosn- ingar hafa engu breytt um stöðu ríkisstjórnarinnar, nema síður sé. Sá flokkur, sem hefur verið óklof- inn andstæðingur hennar, Alþýðu- flokkurinn, beið mestan ósigur. Fylgi hans hefur aldrei verið minna í Reykjavík um langt skeið. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hef- ur verið að verulegu leyti i stjórnar- andstöðu, lagði nú megináherslu á, að frambjóðendur nytu fyllsta stuðnings Gunnars Thoroddsen og þeirra Sjálfstæðisflokksmanna, sem stutt hafa ríkisstjórnina. Af hálfu margra frambjóðenda flokksins var miklu oftar vitnað i Gunnar Thoroddsen en Geir Hall- grímsson. Sigur Sjálfstæðisflokks- ins verður því ekkert frekar talinn sigur stjórnarandstæðinga en stjórnarsinna í Sjálfstæðisflokkn- um. Framsóknarflokkurinn hélt velli í kosningunum, en hann hefur öðrum fremur verið kjölfesta stjórnarsamstarfsins. Alþýðubandalagið fékk ekki lakari úrslit en vænta mátti, þegar tillit er tekið til óvenjulegra að- stæðna 1978 og kvennaframboð- anna nú í Reykjavík og á Akureyri. Fleiri rök mætti færa fyrir þvi, að staða rikisstjórnarinnar er óbreytt. Kosningaúrslitin hafa ekki haft nein teljandi áhrif á hana. Þau geta þvi ekki orðið rikisstjórninni að fótakefli. Hitt hefur meira að segja, að margs konar erfiðleikar hafa kom- ið til sögu að undanförnu, eins og minnkuð þorskveiði og hrun loðnustofnsins, ásamt verðfalli á ýmsum útflutningsvörum. Þetta mun valda verulegum samdrætti þjóðartekna á árinu. Samfara þessu eykst svo órói á vinnu- markaðnum. Þetta hlýtur að skapa ríkisstjórn- inni aukinn vanda og verra getur orðið að fást við hann vegna þess, að ekki er nema rúmt ár til alþingis- kosninga. Óábyrg krafa Það er vist, að ábyrgir menn hugsa nú á þann veg, að aukinn vandi kalli á meiri samheldni hjá rikisstjórninni og ákveðinn vilja til að takast á við vandann. Erfiðleik- arnir hvetja til róttækari og raun- hæfari aðgerða. Sú er lika afstaða Framsóknarflokksins. Þess vegná er það fúllkomlega ábyrgðarlaus krafa, sem borin hefur verið fram af formanni Sjálfstæðisflokksins, að nú skuli þing rofið og efnt til kosninga. Með góðu móti væri í fyrsta lagi hægt að efna til kosninga í síðari hluta september, sökum sumar- leyfa og fjarveru margra frá heimilum sinum af fleiri ástæðum. Ákvörðunin um þingrof og kosn- ingar nú mundi leiða til nokkurra mánaða kosningabaráttu, sem þrýstihóparnir á vinnumarkaðnum myndu notfæra sér út i æsar í trausti þess að stjórnmálamenn reynist undanlátssamari en ella undir slikum kringumstæðum. Hér gæti endurtekið sig sagan frá sumrinu 1942, þegar valdalaus ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins réði ekki við neitt og dýrtiðin tvöfaldaðist á átta mánuðum. Þingrof og kosningar nú myndu kalla fram glundroða og upplausn. Krafa flestra er áreiðanlega sú, að ríkisstjórnin takist á við vand- ann og leitist við að leysa hann. Reynist hún þess ekki megnug, skapast nýtt viðhorf. Til þess mun þó vonandi ekki koma, m.a. vegna þess, að Gunnar Thoroddsen á eftir stuðninginn við Sjálfstæðisflokkinn í kosninga- baráttunni nú það inni hjá flokkn- um, að hann beiti ekki bolabrögð- um og yfirboðum til að koma stjórn hans á kné. Hægri sveifla Það er óumdeilt, að Sjálfstæðis- flokkurinn varð sigurvegari kosn- inganna, þótt hann næði ekki sama árangri og i kosningunum 1974. Hitt er spurningin, hvort hægt er að tala um hægri sveiflu i þessu sambandi. Ástæðan til þess er sú, að stuðningsmenn Gunnars Thor- oddsen fylktu sér að þessu sinni um flokkinn. Margir þeirra eru áreið- anlega ekki leiftursóknarmenn. Þeir töldu sig geta stutt flokkinn nú sökum þess, að ekki var verið að kjósa um leiftursókn eða ríkis- stjórn. Það er áreiðanlegt, að margir þessara kjósenda munu ekki fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn í þing- kosningum. Þessir kjósendur eru fylgjandi framsækinni frjálslyndri stefnu en ekki leiftursóknarstefnu í anda Rragans og Thatchers. Reynslan hefur líka oftast orðið sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið verulega meira fylgi í sveitar og bæjarstjórnarkosningum en i þingkosningum. Einkum gildir þetta þó um Reykjavik. { þingkosningunum er kosið um landsmálin, ekki sist efnahagsmál- in. Landsmálastefna Sjálfstæðis- flokksins hefur notið minna fylgis en stefna hans i málum einstakra sveitarfélaga og bæjarfélaga. Staða Framsóknarflokks Eftir atvikum getur Framsóknar- flokkurinn unað úrslitum kosning- anna. Reynt hefur verið að halda því fram, að hann hafi tapað miklu fylgi i sveitar- og bæjarstjórnar- kosningum 1978 og þvi sé ekki hagstætt fyrir hann, þótt hann haldi svipuðu fylgi nú. Hið rétta er, að fylgi flokksins í sveitar- og bæjarstjórnarkosning- um 1978 var mjög svipuð og 1974, að Reynkjavík undanskilinni. Þar varð flokkurinn fyrir miklu tapi 1978. Víðast í kauptúnum og kaup- stöðum úti um land heldur Fram- sóknarflokkurinn nú ýmist svipuðu fylgi og 1974 eða eykur það, t.d. á Akranesi, i Grindavík, á Dalvík, Suðureyri, Bolungarvík og Pat- reksfirði. Miðað við það, að flokk- urinn er í ríkisstjórn á erfiðum tímum, verður þetta að teljast vel viðunandi útkoma. Vafalítið er þetta að þakka því, að flokkurinn hefur yfirleitt átt góðum fulltrúum á að skipa. Til viðbótar hefur það svo komið, að menn hafa metið verk fulltrúa hans í ríkisstjórn og á Alþingi. Sigur Framsóknarflokksins i þingkosningunum 1979 átti megin- þátt i þvi, að komið var í veg fyrir glundroða og upplausn, sem var að myndast á Alþingi. Ríkisstjórn þeirri, sem þá komst á laggirnar, hefur tekist að afstýra atvinnu- leysi, tryggja nokkurn veginn lifs- kjörin og halda uppi miklum fram- kvæmdum. Þetta hefur óvíða tek- ist annars staðar á sama tíma. Allt þetta meta menn og skilja jafnframt, að því valda óviðráðan- legar ástæður að niðurtalning verð- bólgunnar hefur ekki gengið eins vel og framsóknarmenn væntu. Það er hins vegar jafnvist, að verðbólgan hefði orðið meiri, ef ekki hefði notið við viðnáms- baráttu Framsóknarflokksins bæði innan rikisstjórnarinnar og utan. Aróður Davíðs Úrslitin i Reykjavík þykja að sjálfsögðu mesti viðburður kosn- inganna. Það er óumdeilanlegt, að sigur Sjálfstæðisflokksins þar var mikill, þótt hann næði ekki sama árangri og 1974, en þá fékk hann 58% atkvæðanna, en rúm 52% nú. Það er vafalaust rétt, sem áður hefur komið fram, að kvennafram- boðið hefur átt sinn þátt í sigri Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. Það vakti til lífs að nýju glundroða- kenninguna. En rangt væri að kenna kvennaframboðinu einu um hvernig fór. Það er tvimælalaust mikilvæg ástæða, að vinstri flokkunum svo- nefndu tókst ekki að koma nógu vei til skila þeim árangri, sem hafði náðst af samstarfi þeirra í borgar- stjórninni, og ekki heldur að draga upp nógu skýra mynd af því, hvernig viðskilnaður Sjálfstæðis- flokksins var vorið 1978. Hér brást sóknarlistin meira og minna hjá þeim öllum. Játa verður hins vegar, að undir forustu Davíðs Oddssonar hélt Sjálfstæðisflokkurinn uppi harðri sókn gegn meirihlutanum. Hvað, sem um Davið má segja, er hann óvæginn áróðursmaður, sem beitir oft svipuðum aðferðum og tiðk- uðust á þriðja og fjórða áratugnum. Skattamálin og Egill Skúli Sjálfstæðisflokkurinn varaðist nú að gefa Reykvíkingum mörg loforð, svo að hann félli ekki i sömu gröf og fyrir þingkosningarn- ar 1979. En hann gaf eitt loforð ákveðið og bindandi, sem hefur vafalítið reynst honum vel. Það var loforðið um lækkun skatta. Það þýðir ekki annað en að viðurkenna, að hér, eins og viðast annars staðar, þykja skattar orðnir of háir, einkum á millistéttarfólki. Framsóknarflokkurinn gerði sér þetta ljóst og hét því að beita sér fyrir lækkun fasteignaskattsins. Aðrir íhaldsandstæðingar brugð- ust ókvæða við og andmæltu öllum skattalækkunum. Það átti sinn þátt í þvi hvernig fór. Það var nú, eins og áður, einn aðalstyrkur ihaldsins, að geta bent á ákveðið borgarstjóraefni. Þeir hafa ekki sist rökstutt glundroða- kenninguna með þvi, að andstæð- ingarnir ættu erfitt með að koma sér saman um borgarstjóra og gætu það alls ekki fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn ákvað að mæta þessum áróðri með því að lýsa yfir fylgi við Egil Skúla Ingi- bergsson sem borgarstjóra, enda hafði hann reynst prýðilega í þvi starfi. Aðrir flokkar tóku ekki nægi- lega undir þetta, og gáfu jafnvel sumir til kynna, að þeir myndu alls ekki styðja Egil Skúla. Þetta átti sinn þátt í úrslitunum. Ný sókn Framsóknarmenn í Reykjavik vissu i upphafi kosningabaráttunn- ar, að staða þeirra var erfið og þeir hefðu því á brattann að sækja. Það má segja, að þeir hafi unnið takmarkaðan varnarsigur. Hann ætti að vera nægur til þess, að byggja flokkinn upp til nýrrar sóknar. Það eru ekki nema 12 ár síðan flokkurinn hafði i borgarstjórn þrjá fulltrúa af fimmtán. Þetta ætti að geta náðst aftur, ef vel og rétt er unnið. Fyrir Framsóknarflokkinn þýðir ekki annað en að horfast í augu við, að hlutur hans er ekki aðeins of lítill í Reykjavík, heldur á öllu höfuðborgarsvæðinu. Jafnhliða því, að unnið verði að eflingu flokksins úti um land, þarf að beina alveg sérstakri sókn að höfuðborgarsvæðinu. Það verður að verða eitt af stærstu verkefnum flokksins í náinni framtið. o Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar líl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.