Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 10
Sunnudagur 30. mal 1982 bergmál ■ Meö þessari makalausu til- kynningu, sem barst fjölmiölum á fimmtudagskvöldiö, tók Ragnar Arnalds af skariö um þaö hvaöa veigar almenningur i þessu landi mætti hafa á boröum sinum um hvitasunnuhelgina. Ragnar sagöi okkur lika i hverju mætti skála til aö samfagna hundruöum nýstúd- enta þessa helgi, og Ragnar sagði okkur lika aö viö mættum ekki hafa borðvin meö veislumatnum um kvöldiö. Vei þeim sem höföu hugsaö sér aö efna til mann- fagnaöa i sambandi við brúö- kaup, stórafmæli eöa þvi um likt. t fyrrakvöld hringdi hingað á blaöiö kona nokkur og spuröi i forundran hvort það gæti virki- lega veriö aö ráöherra heföi leyfi til aö deila og drottna meö þess- um hætti. Umrædd kona sagöist eiga von á uppkomnum börnum sinum frá Frakklandi um þessa helgi eftir langa dvöl ytra, og ætlunin hefði veriö aö skála fyrir heimkomunni og boröa siöan góö- an mat meö tilheyrandi vini. Nú heföi hins vegar komiö tilskipun frá einhverjum ráöherra um aö hún mætti ekki fagna heimkomu barna sinna meö þessum hætti. Viö gátum fáu svaraö þessari ágætu konu.en vörpum spuming- unni áfram: Hvaöan kemur ráö- herra, i þvi sem viö köllum lýö- ræöisþjóðfélagi, vald til aö stjórna neysluvenjum fólks meö þessum hætti? Meö hverjum hætti telur Ragnar Arnalds sig þess umkominn aö segja fólki hvaö þaö má bera á borö og hvað ekki? Heldur sami Ragnar aö FJÁRMÁLARÁÐUNEVTIÐ ARNARHVOLI, REYKJAVlK Til dagblaða og fréttastofa Fréttatilkynning Me4 hlifisjón af eindregnum tilmælum sem borist hafa frá æskulýisráði og áfengisvarnaráði hefur verið ákveðið að útsölur Á.T.V.R. verði lokaðar á morgun, föstudaginn 28. maí 1982. F j á rmálarctðúney ti ö-f ' 2 7 . maí 1982. I ■ ir þá sem hafa þörf fyrir aö koma saman og hrósa sér af þvi að vera svo miklu betur úr garði geröir en bévuö drykkjusvinin, — sem sé khkur til innbyröis aödáunar. Sú tilhneiging að heimta i sifellu boð og bönn er einkennandi fyrir upp- gjöf þeirra hreyfinga sem ekkert verður ágengt meö öörum hætti. Ef ekki kæmu til örvæntingaröp þessara fyrirbæra meö jöfnu millibili þá myndi enginn vita aö þau væru til, og þá væri jú ekkert gaman, eða hvað? Eina raunhæfa starfiö gegn þeim vandamálum sem hljötast af ofneyslu áfengis er unnið af frjálsum samtökum þeirra, sem sjálfir hafa komist að raunum aö þeir tilheyra þeim hópi manna sem ekki þolir áfengisneyslu. Raunar eru lika I þessum sam- tökum fólk, sem sjáíft á ekki við áfengisvandamál aö striöa, en hefur engu aö siöur áhuga á þeim málum. Samtök af þessu tagi eru alls góös makleg. Aö lokum þetta: Mér er fylli- lega ljóst aö ýmiskonar vandræöi og leiöindi hljótast oft af þvi aö fólk drekkur of mikiö áfengi, — ekki sist um þá helgi sem nú fer i hönd og gegn þessu er sjálfsagt að berjast. Þaö er jafn ljóst aö boö og bönn einhvers ráðherra leysa ekkiþessivandamál, og þaufélög og stofnanir sem heimta slikar aögeröir eru einungis aö lýsa yfir uppgjöf sinni. Þegar svo uppgjöf þessara stofnana og samtaka hef- ur í fö r m eö sér aö f jöldi manns er sviptur sjálfsögöum mannrétt- indum þá eru alvarlegir hlutir á Hvað halda mennirnir að þeir sén? hann hafi veriö kosinn á þing og skipaöur ráöherra til þess að segja fólki aö drekka kók en ekki rauðvin meö hátiöarmatnum? Finnst Ragnari hann hafa umboð frá þjóöinni tilaö banna fólki aö samfagna nýstúdentum með þvi aöskála viö þá i kampavini? Eöa er maöurinn oröinn svo staur- blindur af valdahroka aö hann sér ekki hvers konar ofriki er hér á feröinni? Svona mætti lengi spyrja, en ég þykist vita aö hvergi annars staö- ar á vesturlöndum, og jafnvel þótt viöar væri leitað, myndi ráð- herra voga sér aö taka slika og þvllika ákvörðun. Skömm Ragn- ars af þessari valdniöslu er i réttu hlutfalli viö þá lítilsviröingu sem hann sýnir sjálfsákvörðunarrétti almennings i þessu landi. 1 tilkynningunni um þessa ákvöröun skýtur ráöuneytiö sér á bak viöþað, aö eindregin tilmæli hafi borist frá æskulýösráöi og áfengisvarnarráöi i þessa veru. Þetta er í meira lagi málum blandiö þvi sannanlega liggur ekki fyrir nein samþykkt æsku- lýösráös um aö beina þessum til- mælum til ráöherra, og eftir þvi sem næst veröur komist var áfengisvarnarráö heldur aldrei kallað saman vegna þessa máls. Hér voru á feröinni nokkrir ein- staklingar, aö visu tengdir fyrr- greindum ráöum, sem krunkuöu sig saman um aö sennilega væri voöa sniöugt aö loka áfengis- verslunum föstudaginn fyrir hvitasunnu. Einhverjum skila- boöum I þessa veru var komiö áleiöis til fjármálaráöherra, sem i blindni þess manns, sem fengið hefur meira vald en honum er hollt, fyrirskipaöi umsvifalaust lokun. Nú mável vera, og raunar ihæstamáta liklegt.að æskulýös- og áfengisvarnarráð heföu veriö ákaflega hrifin af þessu lokunar- tilstandi heföu þau um máliö fjallaö, en þaö skiptir ekki máli i þessu sambandi. Annars er þessi málatilbúnaöur allur I fullu samræmi viö þau furöulegheit sem einkennt hafa umræðu umáfengismál á Islandi. Lengst af hafa vaöið uppi fulltrú- ar stofnana og hópa, sem telja par tugi eöa hundruð manna, og taliö sig þess umkomna aö hafa vit fyrir almenningi i öllum mál- um sem varöa áfengi. Ræfildóm- ur stjórnmálamannanna er svo mikill að þeir hafa látiö þessa fá- mennu hópa teyma sig á asnaeyr- unum i gegnum áratuga langt bjórbann, og veriö hallir undir ýmis konar boö og bönn að ööru leyti. Nú er ég þeirrar skoöunar að áfengisvarnarráö geri ekki hiö minnsta gagn i baráttunni gegn áfengissýkinni sem slfkri. Þaðan af siöur hefur oröiö nokkurt gagn af samanlagðri templara- og stúkuhreyfingunni i landinu.enda aldreiveriðannaö en klúbbarfyr- feröinni. Eöa hvernig fyndist mönnum ef umferöarráð fengi þvi framgengt að ekkert bensin yrðiselt I vikunni fyrir verslunar- mannahelgina? Það myndi jú koma i veg fyrir öll umferöar- slysin sem veröa oft um þá helgi. Eða eigum viö að banna sölu á til dæmis Fresca vegna þess aö likur þykja benda til að drekki maður samsvarandi tveimur og hálfu baðkari af þeim ágæta drykk á degi hverjum i þrjátlu ár sé hugsanlegt að maöur fái krabba- mein? Við skulum um þessa helgi hugsa kalt til þeirra manna sem telja sig þess umkomna að hafa vitfyrir okkur ismáu og stóru, — manna sem ekki skilja takmörk þeirra valda sem þeim eru falin. Þaö hvarflar hins vegar ekki aö okkur aö þeir hafi sjálfir læöst i Rikiö á fimmtudagskvöldiö til aö eiga nú einhverja lögg i stúdenta- eöa afmælisveislunni. Páll Ma gnússon Páll Magnússon, fréttastjóri, skrifar /■' .. 's“ Láttu bankaim ávaxta jMiniiigana |ána! Þriggj a mánaða verðtrygging - ný vöm gegn verðbólgu. Viðskiptabankaniir ÓSA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.