Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 11
Sunnudagur 30. mai 1982 11 Núgeturðu fengið þér Frankíurtaiu með nugjtari og bílaleigubíl fyrir 2.9()3.-krónur! Þetta er örugglega ekki ódýrasti Frankfúrtari sem hægt er að fá, en það er líka leitun að betra og ódýrara meðlæti. Helgarferðir Flugleiða til Frankfúrt hefjast 17. júní og verða í boði fram til loka ágúst. Brottfarir verða alla fimmtudags- morgna og komið heim á sunnudagskvöldum. Það er hægt að velja um tvenns konar fyrirkomulag: Flug og bílaleigubíll Innifalið er flugfar og bílaleigubíll allan tímann með ótak- mörkuðum akstri. Verð fer eftir því hversu margir eru um bílinn og úr hvaða verðflokki hann er. Dæmi: bíiia bíiib bíiic bíiid bíiie VWPolo VWGolf OpelAscona VW Passat BMW316 5 í bíl 2953.00 2983.00 3008.00 3048.00 3112.00 2 í bíl 3142.00 3218.00 3281.00 3378.00 3536.00 (plús tíkall fyrir Frankfúrtara) Flug og gisting Innifalið er flugfar og gisting í þrjár nætur. Hægt er að velja milli tveggja úrvals hótela, Ramanda-lnn og Frankfurter-Hof. Verð: Ramanda-lnn Frankfurter-Hof tvíbýli 3765.00 4158.00 einbýli 4158.00 4552.00 Ef keypt er flug og gisting er einnig hægt að fá bílaleigubíl á föstu verði, óháð akstri og fjölda ferþega. Verðið er frá 630 krónum. Auk þess að vera miðstöð verslunar og viðskipta í Evrópu, er Frankfurt stórskemmtileg borg og umhverfi hennar fagurt og fjölbreytt. Það vantar líka örugglega ekki rúsínurnar í pylsu- endana hjá Þjóðverjunum! Ath. verðin sem eru gefin hér að ofan gilda fyrir fyrstu tvær ferðirnar, en hækka síðan um u.þ.b. 500 krónur. Leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðs- mönnum og ferðaskrifstofum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.