Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 16
Sunnudagur 30. mal 1982 Sunnudagur 30. mai 1982 17 16 I Bryggja Milljónafélagsins I Viöey. Skipakomur uröu 368 eitt áriö. lshús Thors Jensen. Danir húöskömmuöu hann fyrir aö byggja íshús I „villustfl.” Lifrarbræðsiustöö I Viöey. Þar unnu 40-50 ,,stú!kur”á sumrin. Fjármálaævintýr og stórgjaldþrot á fyrsta tug aldarinnar: ■ Ariö 1909 kom sérkennileg osk fram fyrir Alþingi Islendinga i Reykjavik, — ósk um kaup- staðarréttindi handa Viöey. Þeir sem lita út til Viöeyjar núna, — en þar eru nú engar framkvæmdir i gangi nema litilsháttar aöhlynn- ing að fornminjum á vegum Þjóð- minjasafnsins, — munu helst halda að þetta hafi verið eitthvert gri'n. Svo var þó alls ekki. Besta og fullkomnasta höfn á Islandi var staðsett i Viöey og þar var þungavarningi skipað upp, sem ekki voru tök á að koma upp á bryggjur i Reykjavik. A einu ári komst þaövörumagn sem skipaö var upp i Viðey I 60 þúsund tonn. 368 skip komu þar eitt árið. Þar unnu flest 240 manns, þangað lá sjálfvirkur simi, þar voru raf- magnsinnsiglingarvitar og gufu bátur var i stöðugum förum meö verkafólk og forstjóra út i eyna frá Reykjavik. Fiskur þakti stóra hluta eyjarinnar á góðviðrisdög- um og beiö skipa sem fiuttu hann suöur á Spán, en á öðrum hluta eyjarinnar mátti sjá fólk i önnum við heyskap, þvi þarna rak smd félag stórbúskap undir umsjón dansks bústjóra. Þetta var rekst- urhins mikla Milljónafélags, sem við stofnun sina hafði fyllt brjóst tslendinga skelfingablandinni lotningu meö nafninu einu. Hrifningarglóð veislu- haldanna Þegar Friörik 8. heimsótti ts- land árið 1907 og við undirbúning heimsóknarinnar flaug hátt andi dansks-islensk bróðemis, a.m.k. hjá mörgum fyrirmönnum. Um leiö og athygli manna i Dan- mörku beindist meir en ella að ts- landi um þær mundir, vöknuöu til nýs lifs draumar danskra alda- mótamanna um aukin tengsl á viöskiptasviðinu milli landanna. Þegar eftir Þingmannaförina 1906 höfðu komið upp umræður um að fjársterk fyrirtæki i Dan- mörku kæmu upp verslunar og atvinnufyrirtækjum á tslandi og voru Austur-Asiufélagiö og Sam- einaða gufuskipafélagiö oröuð við þessi áform. Ýmsir áfangar höfðu og náöst sem nú geröu alla versl- un liprari en veriö hafði áður og má þar fyrst af öllu nefna sima- sambandiö sem á komst 1906. Þetta var ekki siður hagur ýmissa athafnamanna islenskra, sem vildu styrkja innlend umsvif á sviði verslunar og útgerðar, en sá var munur á aðstööu eftir sem áður að fjármagnið höfðu Danir en tslendingar ekki. Thorsteinsson & Pétur Co Pétur Thorsteinsson, sá þekkti athafnamaður, sem rak útgerð og verslanir á Bildudal, Patreksfirði og i Hafnarfirði, haföi flust til Danmerkur frá Bildudal árið 1903 og stjórnaöi fyrirtækjum sinum þaðan. Hann hafði nú þaniö at- vinnurekstur sinn út að þvi marki að ætti honum að verða auðiö að efla hann enn frekar og raunar aöeins að halda i horfinu, var honum nauösyn á að komast yfir meira fjármagn en hinir van- máttugu islensku bankar gátu séð honum fyrir. Má þvi nærri geta að hann tók að lita i kring um sig eft- ir dönskum mönnum, sem vilja kynnu að ganga i félag viö hann um reksturinn og þess reyndist ekki langt að biða að hann fyndi áhugasaman aðila. Sá hét Aage Möller, stórkaupmaður i Kaup- mannahöfn, sem átti gróin sam- bönd i danska fjármálaheiminum og þar að auki alltraust sambönd „goodwill” i fiskviðskiptum suð- ur á Spáni. Urðu þeir Pétur og Aage Möller brátt ásáttir um að leita hófanna meö að koma upp öflugu verslunar og útgerðar- fyrirtæki á tslandi og var i ráðum með þeim Christian nokkur Ras- mussen i Leith i Englandi, sem þó var aldrei nema leppur Aage Möller. Fengu þessir mennbrátt i félag við sig einn atkvæöamesta útgerðar og kaupmann i Reykja- vik, Thor Jensen, sem þá átti verulegar eignir hér, bæði Godt- haabsverslun i Reykjavik og mestan hluta i útgerðarfélagi þvi sem átti togarann Jón forseta, „Alliance,” en það félag var stofnað 1905. Thor Jensen hafði reyndar áöur átt skipti við Aage Möller og skuldaði honum nokk- urt fé og það og almennur rekstursfjárskortur, sem Thor fór ekki varhluta af frekar en Pétur Thorsteinsson, flýtti eflaust fyrir félagsstofnuninni. Þvi var þaö I ársbyrjun 1907 að tslendingar fréttu af stofnun fyrirtækisins Pétur Thorsteinsson og Co, sem þó var aldrei kallað annað en „Milljónafélagið” vegna þess að það spurðist að hlutaféð væri ein milljón króna, sem var geypifé á þessum tima. Sannleikurinn var raunar sá að svo mikiö varð hlutaféð aldrei. Tveir togarar og stórút- gerðarstöð Hlutafé „Milljónafélagsins” varð aldrei meira en 600 þúsund krónur og voru það þeir Pétur og Thor sem lögðu fram mestan hluta þess, 205 þúsund krónur hvor. Eigi aðsiður var þetta mik- ið fé, þvl tekjur landssjóðs voru litið meira en ein milljón á þess- um tima og allur útflutningurinn var litlu meiri en 10 milljónir. ís- lendinga svimaði lika af öllu þessu milljónatali og félaginu var illa tekið i mörgum blöðum lands- ins og 1907 var samþykkt harðorð ályktun á fundi islenskra stúd- enta i Kaupmannahöfn, þar sem þeir vöruðu þjóðina við hættunni sem af þvi stafaði að kæfa is- lenska atvinnuvegi i erlendu pen- ingaflóði. En „Milljónafélagiö” var nú komiö á laggirnar. Það var form- lega stofnaö i april 1907 á kontór firmans A.T. Möller i Dronning- ens Tværgade 5 og þegar ákveðið að heimili þess og varnarþing yrði I Kaupmannahöfn. Skipaði yfirstjórnina fulltrúaráð og fimm framkvæmdastjórar og af þeim var aðeins einn búsettur á Is- landi, — Thor Jensen. Þegar þarna. var komin til sögunnar alvarleg brotalöm, sem átti eftir að verða félaginu dýrkeypt, en það var hin viðamikla yfirbygg- ing þess, sem hamlaði mjög ákvörðunum um daglegan rekst- urog kyntieinnig undir ágreining meöal stjórnenda, sem snemma lét kræla á sér. Sagði um tilgang félagsins að hann skyldi vera sá að koma á fastara viðskiptasambandi á milli tslands annars vegar og Kaupmannahafnar hins vegar. Var ekki litill hugur í stofnendun- um, því skjótlega var ákveöið að festa kaup á tveimur togurum og leigja að auki Viðey til 99 ára af eiganda hennar, Eiriki Briem og reisa þar stóra fiskverkunarstöð. Eggert var reyndr tengdasonur Péturs Thorsteinssonar og hefur það eflaust greitt fyrir samning- um. Arsleigan var 2000 krónur. Snorri Sturluson og Freyr Við Faxaflóa var engin haf- skipabryggja árið 1906 en i Viöey háttaði svo til að þar var auðvelt að gera bryggju sem þau skip sem þá voru i förum, gátu vel lagst upp að á stórstraumsfjöru. Hófust framkvæmdir viö hafnar- gerðina i júni 1907 og vann þar flokkur danskra verkamanna undir stjórn dansks verkstjóra. Pétur og Thor fóru til Mandal i MUXJONAFELAGIÐ Viðey átli að verða kaupstaður,- Thor Jensen og Pétur Thorsteinsson í bandalagi við danska auðjöfra Noregiog keyptu þar stór timbur- hús til niðurrifs, vegna væntan- legra bygginga i Viðey. Tókst að ljúka bryggjusmiðinni um sumariö eins og til stóð og einnig smiði fiskgeymsluhúss og ibúðar- húss fyrir verkafólk stöðvarinn- ar. Höfðust byggingarflokkar við i tjöldum i Viðey sumariö 1907. Togarar þeir sem keyptir voru hétu Snorri Sturluson, sem var með stærri togurum sem þá tiðkuöust, en hinn var minni og hét hann Freyr. Útgerðarstöðin i Viðey var bæði myndarlegt og álitlegt fyrirtæki og jók það álit félagsins hve þar var fljótt og vel unniö. Þar var nú upp risin örugg afgreiðsla fyrir skip félagsins, skútur, togara og vöruflutninga- skip og fengin góð aðstaða til að kaupa fisk vil verkunar og út- flutnings i stórum stil. Þá var frá öndverðu hægt að auka tekjur af hafnarmannvirkjunum með þvl að hafa þarna birgðastöð fýrir danska oliufélagið DDPA, sem þá hafði mesta oliuverslun hér á landi. Afskiptasemi Aage MöUer Aage Möller var lang atkvæða- mestur hinna erlendu valda- manna i félaginu og hann lét þeg- ar í byrjun mikið að sér kveða. Hann kom hingað til lands meðan Friðrik konungur var i heimsókn sinni og bollalagði þá ýmsa hluti sem kynt var undir af bjartsýnis- mönnum, innlendum sem dönsk- um, og vöröuöu framtið Milljóna- félagsins. Var kóngur ekki fyrr farinn úr landi, en Möller hélt af stað i ferð í kring um Island allt i þeim tilgangiað kaupa fisk og var viða borið niður. Keyptu þeir félagar feiknin öll af fiski i ferð- inni og var i ráði að selja hann suður á Spán hvaö og var gert. Hins vegar mun Möller ekki hafa kunnað sér hóf og greitt fiskinn miklu hærra verði en nokkurt vit var i þvi fiskverö fór lækkandi á mörkuðum þetta áriö. Varð þessi bjarmalandsför þvi til þess aö Milljónafélagið lenti strax i skuldaklafa, sem þvi gekk sein- lega að losna úr. En Aage Möllerlét ekki hér við sitja. Hann hafði aö vonum skoð- aö Viðey gaumgæfilega i feröinni og litist harla vel á hana i' sumar- skrúðanum. Þótti honum upplagt aðefna þarna til fyrirmyndarbú- reksturs á vegum félagsins og gekkst fyrir þvi að félagiö festi kaup á allri Viðey fyrir 140 þús- und krónur. Lét hann ekki einu sinni svo litið aö gera Thor Jensen grein fyrir þessu og varð sá siðar- nefndi sárgramur, þvi fyrri leigu- kjör á eynni höfðu nægt félaginu fullkomlega. Auk þessa var Aage Möller ákaflega afskiptasamur um reksturinn á Islandi, sem Thor Jensen hafði meö höndum og krafðist hinna smásmyglilegustu skýrslna og útskýringa á öllusem þar fór fram. Risu nú úfar á milli þeirra Thors Jensen, sem náöu hámarki, þegar Aage Möller sendi endurskoöanda sinn til þess að gera úttekt á rekstrinum i Reykjavik og reisti fjölmörg kæruatriöi á grundvelli þeirrar skoðunar. Meöal þessa má nefna aö Thor Jensen var spurður um ■ Thor Jensen, — framkvæmdastjóri og eigandi þriggja útgeröar- og togaraféiaga i senn. fjármögnun hans á húsi hans að Frfkirkjuvegi 11 og inntur eftir is- húsbyggingu við Tjörnina, sem þeim dönsku þótti full vegleg fyr- ir Islendinga og sögðu vera i „villustil”. Greri aldrei um heilt milli Reykjavikurfulltrúans og Kaup- t/fTÍcy CCí* * smir .*Z‘‘ •T* mannahafnarvaldsins eftir þess- ar skærur, þótt á yfirborðinu ætti svo að heita að á allt hefði verið sæst. 40 fiskreitir Starfsemin iViðey hófst af fúll- um krafti i mai 1908. Var þá stöð- ugt verið aö auka viö útbúnað stöðvarinnar og meöal annars risinn vatnsgeymir, sem tók 150 tonn og fleiri þjónustusamningar komnir til skjalanna, svo sem sala á vatni og kolum til franskra togara, „Sameinaða” og danska flotans. Skip félagsins lögðu þarna upp afla sinn á degi hverj- um, en þetta voru 12-15 skipa, sem fyrr höfðu flest verið eign fyrirtækja Péturs og Thors Jen- sen, linuveiðarar og kútterar. Feikn voru að gera 1908 á Bildudal, þar sem félagið yfirtók starfsemi Péturs Thorsteinsson- ar, en þar lögðu togararnir einnig upp. 40-50 stúlkur unnu vanalega sumarlangt viö fiskverkunina á hinum 40 fiskreitum. Eftirfarandi upptalninggefur dálitla hugmynd um umsvifin á „stassjóninni” þann 1. júni 1909, en þá var þess- um framkvæmdum lokiö: Verka- mannabústaöur, Kontórhús og ibúð „faktors”, sölubúð, smiða- hús, mótorhús (tvö) við suður og norðurbrunn, kolahús sjóhersins, pakkhús „Sameinaöa”, salthús undir 1200 tonn, hús undir blaut- fisk, 150 tn. vatnsgeymir, hús undir verkaðan fisk, fiskþvotta- hús meö mótor og pumpu, lýsis- hús, vatnsleiðslur um stöðina og bryggjur, hafskipabryggja, báta- bryggja, steinoliu hafskipa- bryggja, bolvirki undir kol, vegir um eyjuna, viti, þrjú ibúðarhús, bryggja á Kleppi. Þá heyrðu stöð- inni til vatnsbátur, kolabarkur og mótorbátur til mannflutninga, gufukatlar og járnbrautarteinar. Skin og skúrir Eins og áöur er vikið að voru ýmsar fjárfestingar Aage Möller i upphafi ekki sem viturlegastar. Viö þetta bættist aö þegar á herti árið 1907-8 kipptu danskir bankar að sér hendinni miðað við þaö sem menn höföu búist viö i önd- verðu og var það bæði vegna al- mennrar fjármálakreppu i heiminum um þær mundir og einnig vegna hins að veisluviman ■ Aðstandendur Milljónafélagsins samankomnir á Þingvöllum 1907, meðan allt lék I lyndi og stór- hugurinn takmarkalaus. Lengst til vinstri er Pétur Thorsteinsson, þriðji frá vinstri er Rasmussen, lepp- ur Aage Möller I Leith. Lengst tilhægri er Thor Jensen og við flaggstöngina stendur Aage Möller. ■ B.V. Snorri Sturluson. Skipstjóri á honum var frægt hörkutól, Jóel Jónsson, sem slöar varð fyrsti Kveldúlfsskipstjórinn á togaranum „Skallagrimi”. ■ Hiuti bygginganna I Viðey árið 1909. Nú er Milljónafélagið farið veg allrar veraldar og eina starf- semin I Viðey er á vegum Þjóöminjasafnsins. úr konungsförinni var tekin að rjátiast af mönnum. Er skemmst af þvi aö segja að hlutabréf félagsins seldust dræmt og illa I Kaupmannahöfnog var þvi reiöu- fé félagsins litiö frá byrjun. öll urðu þessi atvik til þess að Milljónafélagið hlaut slikan hnekki þegar i upphafi að það komst aldrei á þann rekspöl sem forgöngumenn þess höfðu vonað. Þessir erfiðleikar hafa eflaust átt sinn þátt i því að Pétur Thor- steinsson dró sig út úr félaginu i ársbyrjun 1909, þótt sú ráðstöfun ætti um leiö aö miöa aö þvi aö minnka áðurnefndan þunga I yfirbyggingu félagsins. Mun Pét- ur hafa verið feginn aö losna og einhverja fjárhæð fékk hann lausa úr Milljónafélaginu. Thor Jensen þraukaði hins vegar fram á áriö 1913, þótt aö sjálfs hans sögn hafi honum verið það óljúft. Vert er aö geta þess hér að á meöan Thor var framkvæmda- stjóri Milljónafélagsins var hann jafnframt forstjóri „Alliance,” sem gerði út togarann Jón forseta og enn, frá 1911, framkvæmda- stjóri og eigandi Draupnis, sem átti sildveiöiskipið „Agúst” og loks var Kveldúlfur stofnaður 1912 og tók aö gera út togarann „Scallagrim”. Sýnir þetta hve feiknalegur umsvifamaður og fjármálamaöur Thor Jensen var og liklega hefur enginn hérlendur maður verið hans jafningi að þvi leyti. Eftir að Kveldúlfur varð mesta útgerðaveldi i landinu, sneri Thor sér svo að þvi að reisa stærstaog nýtiskulegasta bú á Is- landi. En þaö er önnur saga. Hallar undan fæti Auk þeirra öröugleika sem áður eru nefndir var það enn einn klafi á Milljónafélaginu, hve hinir dönsku stjórnendur voru ókunnugir isienskum staöháttum, og hefur reyndar mátt lesa þaö milli linanna hér að framan. Varð það og fjarlægðin milli fram- kvæmdastjóranna ein ástæöa til þess að oft var of seint eða rangt brugöist viö margvislegum svipt- ingum á fiskmörkuöum. Arið 1910 gekk fisksala félagsins hörmu- lega og geröi varla betur en að bera uppi kostnaö félagsins i Kaupmannahöfn og greiða um- boðslaun. Hins vegar var salan stórum ábatasamari árið 1911, en þá gáfu dönsku bankarnir for- ordningu um að draga úr fisk- verslunini vegna þess að þeir vildu draga úr lánsfjárþörf félagsins. Þar kom fram glöggt dæmi um hve örðugt var að sækja allan stuðning til útlendra manna, sem díki höföu tök á að átta sig á aðstæðum. 1 árslok 1912 sagði Thor Jensen upp stöðu sinni við félagið og úr þvi tók hrattaö halla undan fæti. Sendi félagsstjórnin Halfdan nokkurn Hendriksen til þess að sjá um reksturinn og skoða fram- tiöarhorfurnar, enhann komst að þeirri niöurstööu aö þegar Thor væri frá genginn, væri um enga lifsbjargarvon fyrir félagið að ræða. I ársbyrjun 1914 varfélagið þvi stöðvaö, „likviderað” eins og það hét og farið aö ráðstafa eign- um þess og skuldum. Mikið happ...? Þannig fór þá um þetta fyrir- tæki stórhuga manna sem ætluðu aö efna til einskonar stóriðju á sviði fiskiðnaðaráriö 1907. Höfnin i Viöey er farin allrar veraldar veg, þvi eins og framsýnir menn sáu þegar á þessum timum, þá hlaut að koma að þvi að höfnin yröi i Reykjavik sjálfri, en ekki „útii'Eyju”. Hugmyndinum Viö- ey sem framtlöarhöfn, hafði ekki sist verið ástæöan iýrir umsókn- inni um kaupstaðarréttinn á sin- um tima. En athyglisverð eru orð Thor Jensen um Milljónafélagið, sem hann lét falla á gamalsaldri. upp úr eins manns hljóði: „Mikið happ tel ég það hafa verið fyrir þjóðina að svo illa gekk fyrir Milljón, þvi aö hefðu draumar Dana um þetta félag ræst og nánari fjármálatengsl komist á með dansk-íslenskum viöskiptum og dönsku áhrifin haldist, eins og ætlast var til, þá heföi örðugra reynst aö skilja við Dani en raun varð á árið 1944, þegarfylling timans kom um full- an aðskilnað þjóðanna.” AM tók saman

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.