Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 1
Skólahald á Seyðisf irði 100 ára - Sjá bls. 8-9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 2. júní 1982 122. tölublaö - 66. árg. Síðumúlal 56-Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreií ASÍ og VSÍ með þreif ingar um að semja til 1. september á næsta ári? ALMENN KAUPHÆKKUN OG ÓBREYTT VÍSITALA? crift 86300 - Kvöldslmar 86387 og 86392 » ¦ Um 4% almenn kauphækkun, nokkurra prósenta starfsaldurs- hækkanir félaga iiinan Verka- mannasambandsins, óbreytt vísi- tala og samningstímabil til 1. sept. 1983, inun hafa komið nokkuð til umræðu sem hugsanlegur samn- ingsgrundvöilur á samningafund- uiiuiii í Karphúsinu nú um hvíta- sunnuhelgina, samkvæmt heimild- um er Timinn afiaði sér í samtölum við ýmsa forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar. Ekki var þama þó um neinar formlegar tillögur að ræða, heldur svona „káf og þreifingar" eins og einn þeirra orðaði það. „En við höfnuðum þeirri lausn sem var þarna á borðum um helgina", sagði einn af þeim Verka- mannasambandsmönnum. En á þeim munu þessar hugmyndir aðallega hafa strandað, að sinni a.m.k., þar sem þeir krefjast einnig flokkahækkana fyrir sitt fólk. Á fundi VSÍ og atvinnurek- enda í gær, munu atvinnurekendur aðeins hafa nálgast þær kröfur eitthvað örlítið. ' Það eru hi'ns vegar félög innan Verkamannasambandsins sem hvað veikasta stöðu hafa til verkfallsátaka um þessar mundir. „Ég er ekki frá þvi að mörgum frystihúsamönnum þætti það hrein himnasending að fá stöðvun núna" sagði einn viðmælenda okkar í gær og sama skoðun kom fram hjá ýmsum öðrum. Þetta sé vonlaus timi til verkfallsátaka fyrir t.d. fiskvinnslufólk. Næsti samningafundur ASÍ, VSÍ og VMSS hefur verið boðaður í dag. - HEI. Heimilis- tíminn: Braud- dagurinn — bls. 14 Hluti starfsfólks í prentsmiðju Tímans við tvö hinna uýju tölvusetningartækja. Tímaniynd Róbert. NY TOLVUSETNINGARTÆKI TÍMANS TEKIN í NOTKUN — setning og umbrot Tímans flutt úr Blaðaprenti ígær ¦ Setning og umbrot Tímans flutt- ist yfir Siðumúlann í gær, og er tölublað dagsins því það fyrsta, sem algjörlega er sett og brotið um i nýrri Prentsmiðju Timans. Blað- ið verður áfram prentað í Blaða- prenti. Tíminn er nú settur í nýjum og fullkomnum tölvusetningarvélum frá Linotype. Meginmálsletrið er þar annað en í þeim setningarvél- um, sem notaðar eru í Blaða- prenti, og er þetta nýja letur senni- lega helsta breytingin, sem lesend- ur verða strax varir við á útliti blaðsins sjálfs. Hluti af ritstjórnarhæð Tímans að Siðumúla 15 hefur verið inn- réttuð sérstaklega fyrir prentsmiðj- una. Þar er blaðið sett og brotið um. Þegar siðurnar eru frágengnar eru þær fluttar út i Blaðaprent til myndatöku, plötugerðar og loks prentunar. Starfsfólkið i prentsmiðju Timans var allt áður i Blaðaprenti en bætist nú i hóp starfsmanna Tímans. Það er von Tímans að með þeirri nýju tækni, sem nú hefur verið tekin i notkun, verði blaðið enn betur úr garði gert en fyrr. -ESJ. Vorkapp- reiðar - bls. 12-1 t>eir ensku komnir — bls. 15 Listahátíð á laugardag — bls. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.