Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 3
— atf umboðsmanni höfundairéttarhafa erlendra kvikmynda á myndböndum ► Umboðsmenn höfundarréttar- hafa að erlendum kvikmyndum á myndböndum hér á landi eru mjög óhressir með núverandi eigendur myndbandafyrirtækisins Vídeóson, samkvæmt heimildum Tímans. Þeg- ar Frjáls fjölmiðlun yfirtók rekstur þess var því heitið að aðeins yrði sýnt iöglegt efni i myndbandakerfum Videsón. „Fyrirtækið hefur þrátt fyrir góð orð i upphafi þverbrotið allar reglur höfundarréttarins, og eru hinir nýju eigendur alls ekki neinir eftirbátar fyrri eigenda i lögbrotum af þessu tagi,“ sagði einn umboðsmannanna í samtali við Tímann. Einn umboðsmanna hinna er- lendu fyrirtækja hefur nú sent eigendum Videóson bréf þar sem mótmælt er lögbrotum fyrirtækisins, og áskilinn allur réttur til höfðunar dómsmáls til greiðslu skaðabóta og til að koma fram refsingu vegna þeirra. „Það er fyrir neðan allar hellur að Frjáls fjölmiðlun sem nú á Vídeósón skuli nota sina pressu til að gefa almenningi rangar hugmyndir í þessu efni. Lögbrot af þessu tagi eru ekki verjanleg, og allra síst af fjölmiðlafyrirtæki”, sagði umboðs- maðurinn i samtali við Timann. - Kás. Davíð hættir við að úthluta í Sogamýri ■ Davið Oddsson borgarstjóri i Reykjavík og félagar hans í Sjálf- stæðisflokknum lögðu til i borgar- ráði i gær að fallið yrði frá hugmyndum um ibúðarbyggð i Sogamýri, milli Miklubraútar og Suðurlandsbrautar austan Skeiðar- vogs. Um helgina rann út umsóknar- frestur um lóðir á þessu svæði, ásamt 30 lóðum í Laugarásnum, og bárust 730 umsóknir. Tillögu Davíðs og félaga var vísað til borgarstjórnar- fundar, sem haldinn verður siðdegis á morgun, og má slá þvi föstu að þar verði hún samþykkt, enda Sjálfstæð- isflokkurinn með yfrum meirihluta þar. Jafnframt þessu gerir tillagan ráð fyrir að Skipulagsnefnd verði falið í samráði við Umhverfismálaráð láta vinna uppdrátt að útivistarsvæði á þvi svæði i Sogamýri sem til stóð að ibúðarbyggð risi á. Er gert ráð fyrir að Suðurlandsbraut verði ekki lögð niður sem akvegur og hún liggi þvi eftir sem áður niður að Elliðavogi, og kljúfi þvi i sundur hið fyrirhug- aða útivistarsvæði. Auk fyrrnefndrar tillögu lögðu sjálfstæðismenn fram tillögur i borgarráði um að fallið yrði frá öllum hugmyndum um ibúðarbyggð i Laugardalnum, bryggjufram- kvæmdum út i Tjörnina, sem þó var áður búið að ákveða að falla frá, og jafnframt verði Framkvæmdaráð lagt niður, sem sett var á fót í upphafi siðasta kjörtímabils. Öllum þessum tillögum var vísað til borgarstjórnar til afgreiðslu. - Kás. ■ Það erekki alltaf tekið út með sældinni að vera knapi, en á myndinni sést hvar einn slíkur er fluttur til læknis skoðunar eftir að hafa dottið af baki, þegar hestur hans fældist á Hvitasunnukappreiðum Fáks um helgina. : Meiðsli munu þó sem betur fer ékki hafa verið alvarleg. Tímamynd: Róbert. Alþýdusamband Austurlands: Ekki tilbúnir í allsherjarverkfall ■ „Það var samstaða um að skora á félögin að fara i tveggja daga verkfallið og sjá svo til með frekari aðgerðir. En félögin eiga síðan eftir að halda fundi um þetta i kvöld”, svaraði Jón Þórarinsson, form. Verkalýðslfeags Fljótsdalshéraðs er Timinn spurði hvaða lína hefði verið lögð á formannafundi Alþýðusam- bands Austurlands i gær. Varðandi allsherjarverkfall 18. júni sagði hann menn aðsvostöddu ekki tilbúna að fara í þann allsherjarslag. Atvinnuástandið sé viða mjög slæmt á fjörðunum. Fiskvinnslustöðvar mundu t.d.sums staðar ekki vera ósáttar við að fá stopp núna. „Þetta er alit of seint að fara i verkfall núna”, sagði Jón. - HEI. ■ Um helgina hlutu fjórir guð- fræðingar prests- vígslu í Dóm- kirkjunni í Reykjavík og mun þá ekki vera nema eitt brauð á landinu sem er óskipað, en það þykir óvenju lit- ið. Tímamynd: GE GIRÐINGARHLIÐ Bændur og sumarbústaða- eigendur: Otvegum allar stæröir og geröir af stöðluöum galvaniseruöum járnrimla- hliöum frá HERAS I Hol- landi. M.a. fyrir sveitabýli og sumarbústaöi. Fyrsta flokks vara á mjög hagstæöu veröi. Hafiö sam- band og fáiö sendar upplýs- ingar. Umboðsaðilar á íslandi Hagvís Box 85, Garðabæ sími 41068. KOGSTÁL NÝTT klæöningarefni á þök og veggi frábrugöiö öllu óöru ALUZINK sameinar alla helstu kosti stáls, áls, og zinks. Endingin er allt að 6 föld miðað við venju- legt galvaniserað járn og lengdir ákveður þú sjálf- ur. Aluzink er tvímælalaust hagkvæmasta efnið sem fáanlegt er hvort sem er á íbúðarhúsið eða útihúsin. ALUZINK fæst sem garðastál, bárustál og sléttar plötur. Viljir þú vita meira, hafðu þá samband við sölu- deild okkar. Þar bíður þín litprentaður bæklingur um Garðastál og Aluzink. co c Gcuíöcl = HÉÐINN = SOLUSIMI 52922 STORASI 4-6 GARÐABÆ Þar er framleiöslan, þar er þjónustan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.