Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 5
5 Miðvikudagur 2. júni 1982 fréttir ——»11= ■ .. ' Leikur þriggja drengja á Flateyri endaði með húsbruna: „HtSIÐ FljBR- ADI UPPA SVIPSTUNDU" ■ „Húsið fuðraði upp á svipstundu og það varð engum vömum við komið“ sagði Steinar Guðmunds- son, á Flateyri í viðtali við Tímann í gær en Steinar hefur umsjón með slökkvistarfi þvi sem vinna þarf á Flateyri. Bruni sá er hér um ræðir átti sér stað á hvítasunnudagskvöld, en þrír smádrengir vora að leik í gamla kaupfélagshúsinu þeirra On- firðinga, með þeim afleiðingum að þeir kveiktu i húsinu. „Okkur tókst að koma í veg fyrir að kviknaði í næsta húsi,“ sagði Steinar, „en það er trésmíðaverk- stæði sem stendur það nærri, að það var i hættu á tímabili, því það kviknaði í plötu í glugga þar og karmurinn var byrjaður að brenna. Einhverjar skemmdir urðu á verk- stæðinu af vatni, en ekki umtals- verðar, en mikið af rúðum fór.“ Steinar sagði að talsverð eftirsjá væri af gamla Kaupfélagshúsinu því það hefði verið flutt á þessa lóð, eftir að það var friðað, en það var með elstu húsum á Flateyri, yfir 100 ára gamalt og átti að gera það upp á nýja staðnum. Steinar sagði að sögulegt gildi hússins hefði verið fyrir kaupfélögin og samvinnuhreyf- inguna, þvi þetta hefði verið elsta hús sem þeir hefðu verslað i. Steinar sagði að drengirnir hefðu verið hálfsmeykir eftir að kviknaði í húsinu, þvi tveir þeirra hefðu króast inni og orðið hefði að aðstoða þá út, en þeim hefði þó ekki orðið meint af. -AB Stórfelldar skemmdir unnar á ■ Stórfelldar skemmdir voru unnar á jarðýtu sem notuð hefur verið við vegagerð á Kjalarnesi, um hvíta- sunnuhelgina. Að sögn Rannsóknarlögreglunn- ar i Hafnarfirði, þá er hér um jarðýtu af gerðinni Caterpillar að ræða og var hún skilin eftir á nýja vegarkaflanum sem er verið að leggja á móts við Saltvik, sl. föstudagseftirmiðdag, og kl. 9 á laugardagsmorguninn kom stjórn- andinn að henni þar sem búið var að brjóta allar rúður í ýtunni, alla mæla, spegla, ljósker o.fl. þannig að hér er um verulegt tjón að ræða. Er giskað á að tjónið á ýtunni, jarðýtu sem er i eigu fstaks nemi a.m.k. 20 þúsund krónum. Auk þessa skemmdarverks var unnið tjón á stórri gröfu, sem stóð skammt frá ýtunni og þar að auki á bil sem stóð aðeins neðar á Vesturlandsvegin- um. Rannsóknarlögreglan telur ljóst að skemmdir þessar hafi verið unnar síðla föstudags, eða aðfarar- nótt laugardagsins og beinir þeim tilmælum til þeirra sem kynnu að hafa átt leið þarna um á þessum tíma og orðið varir við grunsamlegar mannaferðir í kring um vinnuvélarn- ar að hafa samband við Rannsóknar- lögregluna í Hafnarfirði. -AB MEIRIHLUTI MYNDADUR Á HVAMMSTANGA ■ Nýkjörin sveitarstjórn á Hvammstanga myndaði meirihluta og kaus sér oddvita sfðast liðið miðvikudagskvöld og var þannig degi á undan borgarstjórn Reykja- víkur. Eins og áður hefur komið fram var nú viðhaft listakjör á Hvamms- tanga eftir 20 ára hlé. Þrír listar voru í kjöri B-lista, framsóknnarmanna sem fékk 136 atkvæði, og 2 menn, L-listi, aðallega skipaður sjálfstæð- ismönnum, krötum og fleirum en fékk 108 atkvæði og 2 menn og G-listi, Alþýðubandalags og óháðra sem fékk 81 atkvæði og 1 mann. Samvinna tókst um meirihlutasam- starf milli B-lista og L-lista og var Brynjólfur Sveinbergsson kosinn oddviti og varaoddviti Kristján Björnsson. Það fyrirkomulag mun vara hálft kjörtimabilið, en þá mun gert ráð fyrir að Kristján verði oddviti og Brynjólfur til vara. Til sýslunefndar kom aðeins fram einn listi og varð því Þórður Skúlason, sveitarstjóri sjálfkjörinn í sýslunefnd. -HEI ■ Hljómsveitin Þeyr hélt útitónleika hjá Torfunni, fyrir aftan Útitaflið um hvítasunnuna. Heldur voru þeir félagar óheppnir með veður og varð að hætta tónleikunum vegna rigningar eftir skamma stund. Tímamynd GE HAFSKIP HF. REYKJAVÍK AÖalfandur Aöalfundur Hafskips hf. verður haldinn föstudaginn 4. júní í salarkynnum Domus Medica v/Egilsgötu. Fundurinn hefst kl. 17.00 Stjórn Hafskips hf. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að hafa með sér atkvæðaseðla og aðgöngukort er send voru út með fundarboði. Aðgöngukortin afhendist við innganginn. Auglýsið í Tímanum Öryggisþjómista Alþýdubankans allan sólarhringjim Nú njóta allirviöskiptavinirokkarnæturhólfaþjónustu í útibúi bankans aö Suöurlandsbraut 30. [ nýrri öryggishvelfingu á sama staö eiga viöskiptavinir auk þess kost á geymsluhólfum af ýmsum geröum. Þægileg bílastæöi gera þér kleift aö renna viö hvenær sem er sólarhringsins, allt eftir þínum hentugleikum. Aukin þjónusta-aukid öryggi Bankinn okkar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.