Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 11
Miövikudagur 2. júni 1982 11 minning Magnús Stefánsson í minningu Magnúsar Stefánssonar fv. dyravarðar i Stjómarráðinu. f. 30. apríl 1891 d. 25. maí 1982 ■ Magnús Stefánsson var fæddur að Heiðarseli í Hróarstungu en fluttist í bernsku með foreldrum sinum að Fremraseli i sömu sveit. Barn að aldri missti hann.sjónina og var alblindur i 5-6 ár. En um það leyti sem fór að rofa til fyrir sjónum hans reið annað áfallið yfir er hann missti móður sína 10 ára gamall. Þá leystist heimilið upp og var Magnúsi komið fyrir í Brúnavík. Sjónin fór batnandi svo að drengurinn varð að fara að vinna og var ráðinn smali fyrst að Sleðbrjót i Jökulsárhlíð og siðar að Rangá í Hróarstungu. Þá var sjónin orðin svo góð að hægt var að kenna honum að lesa og skrifa, og kverið lærði hann á hinn gamla hefðbundna hátt í fjósinu. Fermdir menn voru fullgildir i vistum og fermingardaginn hélt Magnús af stað upp á Jökuldal þar sem hann var næstu árin, lengst sauðamaður á Eiriksstöðum. Þaðan fór hann á Búnaðarskólann á Eiðum og lauk prófi tvítugur að aldri og var næstu árin á Héraði. Á stríðsárunum hafði hann ásamt fleirum á leigu Eiðabúið. Hart var í ári, heyþrot og erfitt til búskapar og stóð hann uppi slyppur og snauður, en hélt til Siglufjarðar þar sem helst var peninga að vænta um þetta leyti. Að lokinni Siglufjarðardvölinni lá leiðin til Reykjavikur og lauk Magnús prófi frá Samvinnuskólan- um árið 1920. Þar kynntist hann Jónasi Jónssyni frá Hriflu og átti eftir að starfa lengi með honum og gerast honum handgenginn. Varð Magnús einn af ódeigustu baráttu- mönnum Framsóknarflokksins í Reykjavik - „bæjarradikölunum" eins og ýmsir íhaldssamir stórbænd- ur í flokknum nefndu þá og stóð stuggur af. Á þessum árum var hart i ári og harka i pólitíkinni. Magnús átti oftast sæti á framboðslistum flokks- ins i Reykjavík, en aðalstörf sin vann hann við Nýja dagblaðið sem stofnsett var 1933. Þar var hann afgreiðslumaður, blaðamaður og að lokum framkvæmdastjóri þess og Tímans skömmu áður en blöðin voru sameinuð. Þá hafði hann skömmu áður - 1936 - tekið við dyravörslu í Stjórnarráðinu og sinnti þvi starfi til sjötugsaldurs. Þar varð hann mörgum kunnur og góður leiðsögumaður þeim sem þangað komu uppburðarlitlir og fullir vanmáttar gagnvart þeim „háu herrum" er þeir hugðust þar sækja heim. Eftir að Magnús tók við dyravörsl- unni minnkaði hann pólitísk af- skipti. Jónas frá Hriflu var hans maður og á þessum árum hneig veldissól hans innan Framsóknar- flokksins til viðar, en einnig mun hann' ekki hafa talið það samrýmast stöðu sinni að taka opinberlega þátt í stjómmálaátökum. En alla tið var málstaður samvinnu og félagshyggju honum kær og áhugi hans á þjóðmálum vökull, þótt honum fyndust ýmsir nýir foringjar litlir hjá þeim gömlu. Á bemskuárunum er Magnús var blindur varð líkamlegur þroski hans lítill. Varð hann því veikbyggður og „óskapleg hryggðarmynd" eins og hann sagði sjálfur um spegilmynd sína í lækjarhyl eftir að hann hafði fengið sjónina og var orðinn smali. Þá mynd vildi hann hressa upp á og varð sér úti um Möllersæfingar til að þjálfa upp líkamann. Gerði hann þær reglulega síðan allt fram á sfðustu daga með þeim árangri að hann varð hinn mesti þrekmaður og vel byggður. Tók mikinn þátt í Iþróttum og öðm ungmennafélags- starfi á ámm sínum á Héraði og eftir komuna til Reykjavíkur gekk hann í Glimufélagið Ármann og var talinn góður glímumaður. Síðar átti hann sæti í stjórn þess félags og um nokkurra ára skeið í stjórn ÍSÍ. Árið 1921 giftist Magnús Arn- björgu Jónsdóttur frá Seljamýri í Loðmundarfirði og bjuggu þau í Reykjavik síðan að undanskildum árunum 1924-26 er þau voru i Loðmundarfirði og á Seyðisfirði þar sem Magnús stundaði m.a. akstur á vömbil sem hann hafði keypt upp- gefinn upp í Fagradal og gert upp sjálfur. Arið 1929 keyptu þau sumarbú- staðinn Mörk sunnan í Laugarásn- um og nefndu síðan Laugahvol. Stóð heimili þeirra þar siðan þar til þau byggðu með börnum sínum Önnu og Jóni hús á sömu lóð þar sem nú stendur Laugarásvegur 75. Um tíma bjuggu þau i dyravarðar- íbúðinni að baki stjórnarráðsins en voru lengstum á Laugahvoli á sumr-, in. Landið þar fengu þau á erfða- festu - einn hektara sem var i upphafi litið annað en grjót. En hann tók snemma stakkaskiptum, var grjóthreinsaður og síðan rækt- aður. Með tímanum komu þau sér upp hænsnabúi og höfðu auk þess nokkrar kýr og kindur. Mun bú- reksturinn einkum hafa komið á Arnbjörgu og börnin þar sem bónd- inn vann langan vinnudag og sinnti auk þess ýmsum félagsmálastörfum. En hún var ekki minni ræktunar- maður en bóndi hennar, ein af þeim konum sem hafa „græna fingur“ og allt lifnar i námunda við. En búreksturinn á Laugahvoli átti skjót- an endi árið 1954. Staðurinn var „orðinn fyrir“ i skipulaginu og landið skyldi rýma með litlum fyrir- vara. Tilhliðrunarsemi var engin hjá ráðamönnum Reykjavikurborgar, enda Magnús ekki á þeirra línu og lóðirnar eftirsóttar. Arnbjörg er nú látin fyrir tveimur árum. Var fráfall hennar og veikindi Magnúsi mjög erfitt, enda hafði sambúð þeirra verið löng og góð. Þau voru samrýmd og báru virðingu hvort fyrir öðru og á ást þeirra sást enginn fölskvi. Eftir lát Árnbjargar dró nokkuð af Magnúsi enda dapraðist honum þá sjónin sem hann hafði ungur endurheimt. Fyrir nokkrum árum gekkst hann undir uppskurð á augunum hjá Úlfari Þórðarsyni og fékk við það nokkra bót. Var hann Úlfari afar þakklátur fyrir umönnun sína. Þreki sinu hélt hann fram undir það siðasta og var jafnan heima á Laugarásvegi þar sem börn hans önnuðust hann af alúð. Síðustu vikurnar dvaldist hann á Elliheimil- inu Grund. Börn þeirra Arnbjargar voru 4: Guðbjörg, Anna María, Stefán (lát- inn) og Ragnar Jón. f félagsskap við syni sina stóð Magnús að stofnun flugfélagsins Flugsýnar og starfaði þar mikið á meðan það var við lýði árin eftir að hann hætti í Stjórnar- ráðinu. Ég kynntist Magnúsi komnum á níræðisaldur. Enn var hann þrek- menni að burðum og léttur i hreyf- ingum. Á þeim árum sinnti hann ræktunarstörfum bæði heima við og aðallega þó i Heiðarseli, sumar- bústað sem hann hafði þá alllöngu áður fengið að reisa á erfðafestu- landi uppi við Elliðavatn. Þar átti hann margt handtakið og fann eljusemi sinni farveg. Áhugi hans á þjóðmálum var enn mikill og vildu samræður okkar gjarnan leita á þau mið, eða aftur í gamla tímann, störf hans i Reykja- vík og uppvöxtur hans austur á landi við alla þá erfiðleika sem raun bar vitni. Það er hollt að hafa kynnst manni af hans tagi, manni sem tókst á við hverja raunina á fætur annarri og hafði sigur allt þar til hinsta kallið kom, manni sem ásamt kvnslóð sinni barðist fyrir sjálfstæði Islands og byggði þar nýtt þjóðfélag, manni af kynslóð sem við skuldum meira en við erum borgunarmenn fyrir. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni OGNÚERÞAÐINNANLANDSDEILDIN Farþega- og vöruafgreiðsla okkar er nú í eigin húsnæði á nýjum staö á Reykjavíkurflugvelli, Öskjuhlíóarmegin. Öll starfseml innanlandsflugsins er nú á einum staó. Farþegaafgreiðsla, vöruafgreiðsla, áætlunarflug, leiguflug og sjúkraflug. Hafið samband við afgreiðsluna. ARNARFLUG Innanlandsflug 29577

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.