Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 13
12 l'filíl'IBi Mi&vikudagur 2. júni 1982 Mi&vikudagur 2. júni 1982 13 fréttafrásögn hcnnar er Þórunn Eyvindsdóttir á Núp, sem fyigdi Dagnýju fast eftir, þá er Hinrik Bragason á Viðauka, Sævar Haraldsson á Háfi og Þráinn Amgrímsson á Svarta Blesa. ■Vængur var öruggur sigurvegari i B-flokki gæðinga og er ekki óvanur því, nú orðið. Eigandinn, Jóhann Friðriksson situr hann sjálfur i allri keppni. ■ Það var ekki svo litill dagur hjá systkinunum Dagnýju og Tómasi á annan'i hvítasunnu. Afrek Tómasar hafa verið tiunduð á öðrum stað, en Dagný systir hans sigraði i unglingakeppninni í eldriflokki. Hún sést hér lengst til hægri á Frey, sem Arnar Þór, bróðir hennar á. Við hlið Úrslit f keppni A-flokkur 1. Fjölnir, 6 v. brúnn frá Kvíabekk, kn. og eig. Tómas Ragnarsson. Einkunn: 8,72 2. Ögri, 12 v. brúnstj. frá Skipalæk, kn. Sigurður Sæmundsson, eig. Gisli B. Björnsson, einkunn, 8,57 3. Sóti, 8 v. rauðstj. frá Kirkjubæ, kn. og eig. Sigurbjörn Bárðarson. Einkunn, 8,49 B-flokkur 1. Vængur, 9 v. skjótturfrá Kirkjubæ, kn. og eig. Jóhann Friðriksson einkunn, 8,69 2. Skarði, 8 v. brúnn frá Skörðugili,. kn. og eig. Sigurbjörn Bárðarson, einkunn, 8,56 3. Goði, 10 v. jarpur frá Ey, kn. Hreggviður Eyvindsson, eig. Jó- hannes Eliasson, einkunn 8,49 Sigurbjörn Bárðarson til þess að heyra hans hlið á málinu. SV URSLIT I UNGLINGA KEPPNI IJnglingar, 13-15 ára. 1. Dagný Ragnarsdóttir á Frey, einkunn 8,55 2. Þórunn Eyvindsdóttir á Núp, einkunn 8,54 3. Hinrik Bragason á Viðauka, einkunn 8,48 Unglingar 10-12 ára. 1. Róbert Jónsson á Fálka, einkunn 8,01 2. Guðmundur Þór Kristjánsson á Svipu, einkunn 7,96 3. Hjörný Snorradóttir á Draupni, einkunn 7,86 ■ Róbert Jónsson sigurvegari i yngri flokki unglinga situr hér Fálka. Tómas Ragnarsson á Fjölm. Hvftasunnukappreiðar Fáks: MISHEPPNUÐ VALDARANSTILRAU N ■Menn leiddu saman hesta sina að vanda á Hvitasunnukappreiðum Fáks um helgina. Gæðingar og unglingar voru dæmdir á laugardag og jafnframt vom valdir fulltrúar félagsins til að keppa á landsmót- inu i sumar. Sigurvegarar vora kynntir i upphafl móts á mánudag og þar á eftir voru háðar kappreið- ar. Af einkunnum að dæma hafa gæðingar verið með allra besta móti, enda eðlilegt, þar sem landsmót er framundan og menn leggja meiri áherslu á þjálfun gæðinga þegar svo stendur á. Kappreiðarnar voru ekki með sama glæsibrag, því þar kom upp deila um hvort leyfa skyldi knöpum yngri en 16 ára að taka þátt í keppninni. Þeirri deilu lauk svo að Sigurbjörn Bárðarson dró alla sina hesta og einnig þá sem tilheyra Herði G. Albertssyni og fjölskyldu hans, út úr keppninni, þar sem mótstjórnin vildi ekki samþykkja ungu knapana. Undanfari þessa máls er orðinn býsna umfangsmikill. Siðasta árs- þing LH gerði tvær samþykktir um ■Stór og voldugur bikar var afhentur Tómasi Ragnarssyni í sigurlaun eftir yflrburðasigur i A-flokki gæðinga. Það er Ragnar Björgvinsson sem afhendir hikarinn, sem var gefinn til minningar um afa hans, Ragnar Jónsson forstjóra. Valdimar Jónsson formaður Fáks heldur á öðrum bikar, sem einnig er afhentur sigurvegara A-flokksins. Tómas situr gæðing sinn, Fjölni , sem auk þess að sigra ■ gæðingakeppninni sigraði í 150 m. skeiði og þar að auki sat Tómas hest föður síns, Ragnars Tómassonar, Börk, sem sigraði i 250 m. skeiði. Við hlið Tómasar situr Sigurður Sæmundsson á Ögra, sem varð annar, þá er Sigurbjörn Bárðarson á Sóta, sem varð þriðji. kappreiðar, sem mjög hafa verið umdeildar. Önnur er sú að lásar á istaðasólum hnakka skulu vera opnir á kappreiðum. Á kappreið- um á Víðivöllum nýlega hótuðu knapar að hætta við þátttöku ef þeirri reglu yrði framfylgt. Þá höfðu þeir sigur, þó ekki fyrr en einn úr dómnefndinni hafði sagt af sér. Hin samþykktin var um aldurs- takmörk knapa i kappreiðum. Samþykkt var að færa lágmarksald- ur knapa upp úr 13 ára aldri í 16 ár. Þessari samþykkt hefur verið mjög mótmælt og nýlega undirrituðu um 30 manns áskorun til stjórnar LH, um að heimila reyndum knöpum, sem keppt hafa lengi að sitja hesta i kappreiðum, þótt þeir hafi ekki náð hinum tilskylda 16 ára aldri. Sú áskorun er í meðferð hjá stjórninni. Hún hefur leitað álits lögfróðra manna og einnig stjórna aðildarfélaganna. Á fundi næst- komandi föstudag er áætlað að taka afstöðu til áskorurarinnar. Bergur Magnússon framkvæmda- stjóri Fáks sagði um þetta mál að ekki hefði komið til greina að brjóta reglur LH i þessu efni, en ekki tókst að ná sambandi við ■ Suma kappreiðahestana gengur erfiðlega að hemja og áður en lauk losaði þessi sig við knapann, án þess þó að slæm meiðsli hlytust af. Timamyndir: Róbert GARDASTAL Nýr prófíll GS45K ■ * ------ í mörgum litum Aluzink utanhúsklæöningin á þök og veggi er framleidd í 9 skemmtilegum litum í lengdumeftireiginvali. Hún hefurfyrir löngu sannað ágæti sitt á íslenskum markaði enda framleidd úr sænsku gæðastáli. Sérstök Plastisolhúð stálsins tryggir ára tugaendingu. Við höfum nú bætt við nýrri fram- leiðslueiningu fyrir garðastál með grófari áferð og hærri görðum, GS 45K, sem hefur aukið burðarþol og hentar betur á stærri byggingar. örugg tilboðsgerð. Skjót afgreiðsla. Kynningarbæklingar hjá söludeild. GOutbO. = HEÐINN = SÖLUSÍMI 52922 STÓRÁSI 4-6 GARÐABÆ Þar er framleiðslan, þar er þjónustan URSLIT KAPPREIÐA Skeið, 150 m.: 1. Fjölnir, 15,5 sek. Eig. og kn. Tómas Ragnarsson 2. Freisting, 15,6 sek. Kn. Gunnar Arnarson, eig. Kristbjörg Eyvinds- dóttir. 3. Roði, 16,7 sek. Kn. Jón Stein- björnsson eig. Albert Gíslason. Stökk 350 m. 1. Mansi, 25,8 sek. Kn. Jón Ólafur Jóhannesson, eig. Úlfar Guð- mundsson. 2. Gjálp, 26,1 sek. Kn. Magnús Guðmundsson, eig. Gylfi og Þor- kell Þorkelssynir. 3. Blakkur, 26,3 sek. Kn. Anna Lára Markúsdóttir, eig. Róbert Jónsson Stökk 800 m. 1. Leó, 65,8 sek. Kn. Jón Ólafur, eig. Baldur Baldursson. 2. Sindri, 66,7 sek. Kn. Jón Ólafur, eig. Jóhannes Þ. Jónsson 3. Stóra Dóra, 67,8 sek. Kn. Anna Dóra Markúsdóttir. Brokk, 300 m. 1. Trítill, 41,2 sek. Kn. og eig. Jóhannes Þ. Jónsson 2. Lotta, 44,1 sek. Kn. Aksel Jansen, eig. Ólafur Friðsteinsson. 3. Brimi, 44,2 sek. Kn. og eig. Sævar Leifsson. Skeið, 250, m. 1. Börkur, 23,5 sek. Kn. Tómas Ragnarsson, eig. Ragn .r Tómas- son. 2. Hjörtur, 24,1 sek. Kn. Þórður Jónsson, eig. Margrét Helgadóttir. 3. -4. Þór, 24,3 sek. Kn. Sigurður Sæmundsson,eig. Þorgeir Jónsson. 3. - 4. Vafi, 24,3 sek. Kn. og eig. Erling Sigurðsson. Unghrossahlaup, 250 m. 1. Hylling, 18,9 sek. Kn. Jón Ólafsson eig. Jóhannes Þ. Jónsson 2. Léttir, 19,1 sek. Kn. Sigurlaug Auðunsdóttir, eig. Guðbjörg Þor- valdsdóttir. 3. Gnýr, 19,2 sek. Kn. Guðjón Emilsson, eig. Kristján Guðmunds- son. í undanrásum i unghrossahlaupinu ipu þessi þrjú saman í riðli og síðan :ur i úrslitasprettinum. Fremstur fer n Ólafur Jóhannsson á Hyllingu, þá Sigurlaug Anna Auðunsdóttir á >tti og Guðjón Emilsson á Gný. mrni Námskeiðaskráning Samkvæmt breytingu á reglugerð hefur Háskóli íslands ákveðið aðárleg skráning eldri stúdenta fyrir háskólaárið 1982-1983 fari fram 24. maí til 10. júní. Skulu stúdentar þá skrá sig í námskeið og greiða skrásetningargjald kr. 480.-. Heimilt verður að endurskoða skráningu við upphaf kennslu á haustmisseri. Skráningu í haustpróf skal vera lokið 30. júní 1982. Háskóli íslands. Lausar stöður Við Menntaskólann við Sund eru lausar til umsóknar kennarastöður í frönsku og stærðfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. júlí n.k. - Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 28. maí 1982. Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir skrifstofumanni. Góð islensku- og vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 1. júli n.k. Menntamálaráðuneytið, 1. júni 1982

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.