Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 14
Brauð og hollusta ■ S.l. fimmtudag var haldin í ráð- stefnusal Hótels Loftleiða á vegum Landssambands bakarameistara ráðstefnan BRAUÐ OG HOLL- USTA. Á dagskrá ráðstefnunnar voru m.a. eftirtalin erindi: Brauð og hollusta, sem dr. Jón Óttar Ragnars- son, dósent flutti, Trefjaefni og sjúkdómar, sem Einar Oddsson, læknir, flutti, Staða brauðgerðar i dag, sem Herdis Steingrimsdóttir, matvælafræðingur flutti og þróun í brauðgerð á síðustu árum, sem Ragnar Edvaldsson, bakarameistari flutti. I tengslum við ráðstefnuna var svo haldin sýning á hluta þess mikla brauðaúrvals, sem er til sölu i brauð- sölubúðum í dag. Ráðstefnugestir gátu smakkað á brauðunum, sem þarna voru, en tegundir þar hafa ágreiðanlega verið um 50. Undirrituð smakkaði á þremur brauðtegundum, sem allar reyndust mjög góðar. Þær voru laukbrauð, (með mjög greinilegu laukbragði), kornstangir og vikinga- brauð. 1 grófu brauði eru trefjaefni í ríkum mæli og undanfarin ár hefur athygli manna mikið beinst að hollustu trefjaefna fyrir manns- ■ Hún fékk sér brauðsneið hún Eva litla Benediktsdóttir, sem er þarna með pabba sinum, Benedikt Hjartarsyni. likamann. Sérstaklega eru þau talin vera góð fyrir sykursjúka og hafa farið fram rannsóknir í Banda- ríkjunum á því og i þeim komið í ljós, að trefjaefni hafa áhrif á kolesterólinnihald blóðsins um leið og blóðsykursmagnið og geta því ef til vill komið í veg fyrir hjarta- sjúkdóma. En staðreyndir í sam- bandi við trefjaefni eru ekki til fulls kannaðar og ýmislegt á þar enn eftir að koma i Ijós og eins og Einar Oddsson læknir, sagði í erindi sínu þá gæti uppgötvun gildis trefjaefna fyrir manninn ef til vill orðið jafn mikilvæg og uppgötvun C-vítamíns var á sinum tíma sem lækning við skyrbjúg. Undanfarin ár hafa margar nýj- ar brauðtegundir úr grófu korni bæst við brauðin, sem áður voru nokkuð einhliða hér á landi. Áður fyrr voru yfirleitt ekki til önnur brauð en franskbrauð, heiihveitibrauð, normalbrauð og rúgbrauð og áreið- anlega voru þá mest keyptu brauðin franskbrauð og rúgbrauð. Neysla beggja þessara brauðtegunda hefur minnkað með tilkomu allra nýju brauðtegundanna, sem eru yfirleitt úr grófu korni. Auk korns fáum við trefjaefni aðallega úr ávöxtum og grænmeti. Baunabelgir t.d. eru mjög trefja- rikir. AKB. ■ Tveir danskir piltar virða fyrir sér brauðúrvalið. Tímamyndir Anna. Efnainnihald i nokkrum algeng- um brauðtegundum: orkuefni rúgbrauð skólabr. franskbr. heilhv.br. He 244 250 248 229 hvíta 7,4 9,4 9,8 10 fita 1,5 1,3 0,8 1,0 kolv. 50,1 51,8 50,4 47,5 Steinefni aska 2,5 2,1 1,8 1,7 kalk 158,0 74,0 16,0 46,0 járn 3,0 2,4 1,0 1,8 vitamín B,mg 0,23 0,19 0,08 0,13 b2- 0,12 0,09 0,07 0,12 Niacin 0,89 2,01 1,12 2,36 ■ Sýnishom af brauðunum. Plastprent hf: Framleióa ný plast- gróðurhús svæði og nágrenni er veitt, ef þess er óskað. Sem dæmi um verð gróðurhúsanna má nefna að hús, sem er 3,8 x 10 metrar kostar kr. 8.850.00. Húsin henta vel fyrir garðyrkju- menn, bændur, garðeigendur og alla aðra áhugamenn um ræktun bæði i smáum og stórum stíl. Garðyrkjuráðunautur Skagfirð- inga, Einar Gíslason hefur langa reynslu af ræktun í sambærilegum húsum, sem hann hefur teiknað fyrir bændur, og telur húsin hafa reynst mjög vel og þar sé hægt að rækta t.d. alls kyns, kál, jarðarber, ertur og jafnvel tómata. Og telur gróður- húsin mjög góð fyrir heimili, sem ■ Plastprent h.f. hefur hafið fram- leiðslu á nýjum plastgróðurhúsum i samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavikur. Gróðurhúsin eru sett saman úr hálfbogum úr galvaniser- uðu járni, sem festir eru.á grind úr fuavörðu timbri. Yfir hálfbogana er strengdur plastdúkur. Hurðir á hjör- um eru á báðum endum og hægt er að fá glugga o.fl. að eigin ósk kaup- enda. Húsin eru i mörgum stærðum, allt frá 4,8 ferm. og i 39 ferm. og jafnvel enn stærri. Gróðurhúsin á að vera auðvelt og fljótlegt að setja upp. Leiðbeiningar um uppsetningu fylgja, en aðstoð við uppsetningu á Stór-Reykjavikur- vilja framleiða sjálf sitt grænmeti. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavík- ur hafa gróðurhús af líkri gerð verið i notkun um árabil. Tvö plastgróðurhús hafa verið sett upp hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Fossvogi, þar sem hægt er að skoða þau á opnunartíma stöðvarinnar. % k

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.