Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 16
16 MtðVÍkuUágúr' t.- 1982 RIKISSPITALARNIR lausar stöður LANDSPITALINN AÐSTOÐARLÆKNAR (2) óskast sem fyrst til starfa við geislalækningar á röntgendeild. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist Skrif- stofu ríkisspítalanna fyrir 10. júní n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar röntgen- deildar í síma 29000. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á öldrun- arlækningadeild. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist Skrif- stofu ríkisspítalanna fyrir 20. júní n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir í síma 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú þegar á lyflækningadeild 4, öldrunar- lækningadeild, gjörgæsludeild, bæklunar- lækningadeild, og Barnaspítala Hringsins. Fastar næturvaktir og hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til sumnarafleysinga á blóðskilunardeild og á hinar ýmsu deildir spítalans. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. KLEPPSSPÍT ALINN LÆKNARITARI óskast til frambúðar í fullt starf nú þegar, eða sem fyrst.. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun, auk góðrar Íslensku- og vélritunarkunnáttu áskilin. Upplýsingar veitir læknafulltrúi Klepps- spítalans í síma 38160. Reykjavík, 30. maí 1982, RÍKISSPÍTALARNIR Lögtök Eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir jan., febr. og mars 1982, svo og söluskattshækkunum, álögðum 23. febr. 1982 — 26. maí 1982: vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir jan., febr., og mars 1982, mælagjaldi, gjaldföllnu 11. okt. 1981 og 11. febr. 1982: skemmtana- skatti ársins 1981 og fyrir jan., febr., mars og apríl 1982. Borgarfóeetaembættið í Reykjavik 26. maí 1982. Staða sveitarstjóra í Vatnsleysustrandarhreppi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. júní. Umsóknir sendist til oddvita, Kristjáns Einarssonar Hofgerði 5, Vogum, sími 92-6529, sem gefur nánari upplýsingar. Upplýsingar einnig veittar hjá Guðlaugi R. Guðmunds syni, sími 92-6649. fþróttir -.;■ -----'------X- .....J : ■ Jón Oddsson lengst til hægri kom mikið við sögu í leik ÍBÍ og Breiðabliks. Jón átti þátt í tveimur siðari mörkum Isfirðinga. Góður sigur ísfirðinga Frá Pétri Sigurðssyni ísafirði: ■ ísfirðingar, nýliðamir í 1. deild, gerðu sér litið fyrir og sigmðu Breiðablik 3:0 er félögin léku hér á Isafirði á laugardaginn. ísfirðing- ar vora mun betri aðilinn i leiknum en 3:0 sigur þeirra var þó heldur of stór miðað við gang leiksins. Staðan í hálfleik var 1:0. Jaf nt f Sand- ■ Fylki tókst ekki að hefna ófaranna frá þvi í Bikarkeppn- inni er þeir sóttu Reyni Sand- gerði heim á laugardaginn og léku gegn þeim í 2. deild. f síðustu viku léku þessi sömu félög í bikarnum og sigraði Reynir 2:0 og er Fylkir þar með úr leik. Fylkismenn byrjuðu af miklum krafti á laugardaginn og ætluðu sér greinilega að fara þaðan með bæði stigin. Allt spil í byrjun kom frá Fylkismönnum og það sem Reynismenn buðu upp á i fyrri hálfleik telst vart til knattspymu. Virtust þeir frekar hugsa um manninn en boltann og nokkrum sinnum kom það fyrir að Fylkismenn fengu að kenna á þvi þegar boltinn var víðsfjarri. Það kom því engum á óvart að Fylkismönnum skyldi takast að skora og var Loftur Ólafsson þar að verki. Fylkismenn hefðu með smáheppni getað bætt við fleiri mörkum en tókst ekki. Kjartan Másson þjálfariReyn- is hefur eflaust gert leikmönnum sinum, það ljóst i hálfleik hvem- ig þeir ættu að Ieika knattspyrnu. Lið Reynis var gjörólíkt í seinni hálfleik. Leikmenn reyndu að spila og virtust hafa gaman af því sem þeir vom að gera. Allt röfl og tuð létu þeir frá sér og hugsuðu um leikinn. Átti líka eftir að koma í ljós árangurinn sem af þessu varð. Um miðjan seinni hálfleik jafnaði Sigurður Sigurjónsson metin og urmul af fæmm fengu Reynismenn eftir þetta mark en óheppnin var með þeim. Óhætt er að segja að Fylkir hafi hangið á jafnteflinu. Dómari var Friðjón Eðvarðsson. röp-. Strekkingsvindur var á meðan á leiknum stóð og höfðu ísfirðingar vindinn með sér i fyrri hálfleik. Fyrsta mark þeirra kom á 17. mín fyrri hálfleiks. Kristinn Kristjáns- son tók þá aukaspymu og gaf vel fyrir mark Blikanna. Guðmundur Jóhannsson var þar réttur maður á réttum stað, hitti boltann illa en þrátt fyrir það rataði laust skot hans í markið. {sfirðingamir áttu mun meira i fyrri helming hálfleiks- ins en Breiðablik i seinni hlutan- um. Þrátt fyrir nokkur góð mark- færi tókst liðunum ekki að koma boltanum í markið. f seinni hálf- lcik tnættu Blikamir ákveðnir til leiks staðráðnir i því að jafna metin. En ísfirðingamir vom ekki á þeim buxunum að gefa eftir og tóku vel á móti Blikunum. Á 58. mín auka heimamenn við foryst- una. Jón Oddsson tók þá eitt af sín- um löngu innköstum fyrir markið og boltinn hrökk út til Gunnars Péturs sem skaut föstu skoti fyrir utan teig og átti Guðmundur Ásgeirsson markvörður ekki möguleika á þvi að verja. Aðeins níu min. síðar innsigluðu ísfirð- ingar siðan sigur sinn. Og enn var Jón Oddsson á ferðinni með inn- kast og við innkastinu tók Ömólf- ur Oddsson bróðir Jóns og skailaði boltann i markið. Þrátt fyrir þessa góðu forystu gáfust Blikarnir ekki upp. Þeim tókst að skapa sér mjög góð færi það sem eftir lifði leiksins en erfiðlega gekk þeim að reka enda- hnútinn á sóknir sínar. ísfirðingar áttu einnig sín færi sem þó flest komu úr skyndisóknum. Ekki hefði verið ósanngjarnt að ísfirð- ingar hefðu sigrað i leiknum með eins marks mun. Yfirburðimir vom ekki eins miklir og tölumar gefa til kynna. Bestu menn ÍBÍ vom þeir Hreið- ar markvörður, sem varði oft mjög vel, Ámundi og Gunnar Pétur. Hjá Blikunum bar mest á þeim Ólafi, Ómari Rafnssyni og Sigurði Grétarssyni. Guðmundur Haralds- son dæmdi leikinn og gerði það mjög vel. Pétur/röp-. Jafnt í Eyjum ■ íslandsmeistarar Vikings héldu til Vestmannaeyja á laugardaginn og léku gegn heimamönnum í 1. deild. Leiknum lauk með jafntefli 2:2 eftir að staðan í hllfleik hafði verið jöfn 0:0. Aðstæður vom erfiðar, en meðan á leiknum stóð var hávaðarok og rigning. Valþór Sigþórsson skor- aði fyrst fyrir ÍBV en Ómar Torfason jafnaðimeð skalla stuttu siðar. Sigurlás Þorleifsson kom Eyjamönnum aftur yfir, hans fyrsta mark í l.deild á þessu timabili. En Heimi Karlssyni tókst að jafna metin fyrir Víking á nýjan leik. „Bídum eftir sól og hita” ■ „Tiðarfarið hjá okkur hefur verið mjög slæmt og það hefur snjóað mikið“ sagði Magnús Jóns- son formaður knattspymuráðs Einherja Vopnafirði i samtali við Tímann. Einherji átti að fá FH i heimsókn á laugardaginn i 2. deildinni en þeim leik varð að fresta. Völlurinn hjá þeim á Vopnafirði er ekki i leikhæfu ástandi. Fyrsta leik Einherja gegn Þrótti Neskaupstað varð einnig að fresta. Við spurðum Magnús hvenær hann byggist við því að Einherji gæti farið að leika á vellinum. Við emm búnir að bera á völlinn og valta hann og núna biðum við bara eftir sól og hita. Við vonumst til að geta farið að leika á honum 12. júní en þá eigum við heimaleik gegn Fylki.“ Magnús sagði það há þeim Vopnfirðingum mikið að þeir ættu engan malarvöll, aðeins gras- völl. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.