Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Mikið úrval Sendum um land allt Kaupum nýlega Opið virka daga bíla til niðurnfs ® 19 Sími (91) I- Í5-51. (91 > 7- 80-30. di*ea 10 16 HEDD HF. SkfKópaUvo|/20 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiíla 24 Sfmi 36510 ■ Hinn nýkjömi forseti Skáksam- bands Islands, Gunnar Gunnarsson,, sem er útibússtjóri Útvegsbankans í Hafnarfirði, er þessu embætti ekki alls ókunnur, því þetta er i annað sinn, sem hann er forseti Skáksam- bandsins. Áður gegndi hann em- bættinu á árunum 1974 til 1976. Við spyrjum hann hvort þetta sé eins- dæmi í sögu sambandsins. „Nei, þetta hefur tvisvar skeð áður,“ segir Gunnar. „Ari Guð- mundsson sem var fyrsti forseti Skáksambands fslands var forseti þess tvívegis, á árunum 1925-27 og svo 1933-1936. Árni Snævarr var einnig tvívegis forseti, árin 1944-46 og aftur 1949-1951. Starfi forseta Skáksambands íslands hafa gegnt 15 menn, en forseti hefur hins vegar verið kjörinn 17 sinnum. Já, ég hafði starfað talsvert að skákmálum áður en ég varð forseti 1974 þvi ég hafði verið í stjórn Taflfélags Reykjavíkur frá 1966 og var þar m.a. varaformað- ur. Hvcmig er að koma að stjórnar- störfum nú, miðað við það sem var 1974? „Aðstaðan er miklu betri núna, því margt er nú komið í fastar og öruggar skorður, sem áður var ómótað. Það hefur mikið verið framkvæmt og nú á sambandið sitt eigið húsnæði, sem ekki var áður. En jafnframt hefur starfsemin aukist geysilega og færst út og verkefnin eru orðin gífurleg. Sífellt tekur sambandið þátt í fleiri og stærri mótum og auk þess hefur starfið færst mikið meir út um landið en áður var. Þegar ég setti af stað deildakeppnina 1975 voru félögin aðeins 8, en nú helmingi fleiri. En líkt og var 1974 þá má segja að lausafjárstaðan sé slæm hjá sam- bandinu núna og ég kem að tómri buddu nú eins og þá. Samt njótum við stuðnings borgar og ríkis og velvildar fjölda stuðningsmanna, svo sem Flugleiða, sem hafa gefið afslátt af ferðum, og margra ann- arra. En þetta nægirsamt ekki vegna þess hve verkefnin eru orðin gifurleg. Staðan nú á líka að nokkru rætur að rekja til þess að á Skákþingi íslands i vetur var ráðist i að veita mjög há verðiaun og ég veit ekki hvort hægt verður að halda sömu stefnu áfram. Þótt skákmenn séu vissulega alls góðs maklegir, veit ég ekki hvort rétt sé að líta svo á að menn geti haft verðlaun á mótum að lifsviðurværi. Við þurfum þvi að fara að leita nýrra fjáröflunarleiða og það má geta þess að hagstætt getur orðið að efna til alþjóðlegra móta, en af alþjóðlega mótinu á sl. ári varð verulegur hagnaður, 68 þús. kr. Annars er ég svo nýkominn að þessu að ég hef enn ekki fengið tóm til þess að lita á skrifstofuna, en hef hugsað mér að gera það í dag. Þegar ég hef störf koma ef til vill fleiri möguleikar í ljós... Hvaða verkefni eru nú framund- an? „Nú er undirbúningur vegna Evrópukeppni landsliða að hefjast, en við eigum að tefla við Breta í Middlesborogh 10.-11. júli. Mér hefur dottið í hug að kannske mætti afla nokkurs fjár með því að láta þátttakendur taka þátt i fjölteflum eða öðrum keppnum, sem gefið gætu þessu fyrirtæki eitthvað í aðra hönd... Þá er að nefna Olympíukeppnina í október-nóvember. Liklega verð- ur Friðrik Ólafsson ekki með að_ þessu sinni vegna framboðsins til forseta FIDE, Skáksambandið mun væntanlega senda menn út til þess að styðj a framboð hans eftir megni. Stjórn Skáksambandsins mun nú skipta með sér verkum og skipa þarf í hinar ýmsu nefndir, svo það verður nóg að starfa á næstunni. Ég tek við forsetastarfinu nú í von um að geta tryggt nauðsynlegan starfsfrið og lægt ágreiningsöldur sem stundum hafa viljað risa og það vona ég að mér megi takast og að ég njóti til þess stuðnings góðra manna. -AM ■ Gunnar Gunnarsson: „Kem að tómri buddu, eins og 1974, enda verkefnin gifurleg.“ (Tímamynd G.E.) fréttir Engin ákvörðun um nýtt fiskverð ■ Nýtt fiskverð átti að taka gildi í gær, en ákvörðun um hvað það verður liggur ekki fyrir og þeir hagsmunaaðilar, sem þar eiga hlut að máli og Timinn náði sambandi við í gær, voru ekki bjartsýnir á að sú ákvörðun væri í sjón- máli. Áhafnir fjölmargra fiskiskipa hafa sent full- trúa sínum í Yfirnefnd- inni skeyti þar sem sjó- mennirnir leggja þunga áherslu á að kjör þeirra hafi rýrnað verulega að undanförnu, i kjölfar minnkandi þorskafla og fjölgun fiskiskipa. Þeir hvetja sinn mann ein- dregið til að sjá til þess að laun þeirra haldi fullum kaupmætti, mið- að við aðrar stéttir. Fulltrúar kaupenda eru á þeirri skoðun að þeir geti enga fiskverðs- hækkun samþykkt, nema fá eitthvað i staðinn. Menn láta sér helst detta gengisfellingu i hug í því sambandi og talað er um að hún þurfi að vera mikil, enda knýi gjald- eyrisbankarnir á um gengisfellingu til viðbót- ar þeirri sem þurfi til að hækka fiskverðið. Ríkisstjórnin ræddi fiskverðið á fundi sinum í gærmorgun, en ekki hefur tekist að fá uppgef- ið hvaða úrræði þar voru rædd. SV „EG VIL TRYGGJA NAUÐ- SYNLEGAN STARFSfRIД Segir Gunnar Gunnarsson, nýkjörinn formaður Skáksambands íslands ■1 n ' : dropar Ad efna loforð ■ Davið Oddsson, ný- kjörinn borgarstjóri Reykja- víkur, og þeir sjálfstæðis- menn sem nú fara með alræðisvöld í málefnum hennar, báru fram tillögur i borgarráði i gær sem miða að þvi að uppfylla nokkur kosningaloforð flokksins. Heldur voru þau nú ódýr sum hver, því ein tillagan miðaði að því að hætta við bryggjuframkvæmdir við Tjörnina, sem þegar var búið að ákveða að hætta við, en önnur miöaði að þvi að falla frá hugmyndum um ibúðarbyggð i austur hluta Laugardalsins, sem engin ákvörðun hafði verið tekin um.Ætli næst verði ekki ákveðið að falla frá hug- myndum um að Morgun- blaðshöllin verði rifin, sem þó hafa aldrei verið uppi, eða hverfa frá hugmyndum um vélfryst skautasvell á Austurvelli sem enginn hef- ur látið sér detta í hug, hvað þá meira. Það er þægilegt að vera stjórnmálamaöur þessa sið- ustu og verstu daga. Davíð og herstödva- andstæð- ingar ■ Einhverra hluta vegna hafa Herstöðvaandstæðing- ar farið þess á leit við stjórn Reykjavíkurborgar að hún leyfi samtökunum afnot af einu af útivistarsvæðum borgarinnar dagpart á 17. júni nk. undir baráttusam- komu á þeirra vcgum. Vonandi er crindið ekki eingöngu fram komið til að skaprauna hinum nýja borg- arstjóra, Davið Oddssyni. Hann hefur hins vegar geflð umsögn um beiðnina þar sem fram kemur að hann telji ekki fært að banna samtökunum að halda fundinn. Hins vegar mælir Davíð sérstaklega með því að dagsetningu fundarins verði breytt, til að samkoman felli ekki skugga á hin eiginlegu hátíðarhöld dagsins. Alþýdublad- ið og eyðing skóga ■ Við getum ekki stillt okkur um að birta hér orðréttan kafla úr samþykkt ungra jafnaðarmanna i Reykjavík: „Umhverfismálancfnd FUJ i Reykjavik vill vekja athygli á þeirri auðlinda- sóun, sem átt hefur sér stað í undangenginni kosninga- baráttu. Er þar sérstaklega átt við hversu gengdarlaust hefur verið gengið á papp- irsbirgðir í þeim tilgangi að koma oft á tiðum vanhugs- uðum áróðri á framfæri. Trén hefðu betur verið óhöggvin”. Nú fyrst skiljum við hvers vegna Alþýðublaðið er ein- ungis fjórblöðungur. Það eru auðvitað náttúruvernd- arsjónarmið sem ráða ferð- inni! Krummi ... er á þvi að ekki þurfi að fella stóra skóga til þess að koma Alþýðublaðinu út...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.