Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu f dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ l--------------- Fimmtudagur 3. júní 1982 123. tölublað - 66. árg. Erlent yfirlit: Fjöl- miðla- hátíd — bls. 22 ..... — bls. 10 Heimsókn í Fr6n Svolltil hreyfing” í samningaviðræðunum: TILLAGA AÐ FÆÐAST HJA SÁTTASEMJARA? ■ „Það er min tilfinning að sátta- tillaga sé jafnvel að fæðast“, sagði einn af samninganefndarmönnum ASÍ við okkur í gær. Þessi „tilfinn- ing“ var borin undir Guðmund J. Guðmundsson. „Eg vil ekki gerast spámaður i þeim efnum“, svaraði hann aðeins. „Jú, vist hefur verið svolitil hreyf- ing á þessu“, svaraði Guðmundur spurður um hvort ekki þokaðist eitthvað í samningamálunum. Lít- ið mun þó hafa gerst á sáttafundin- um i gær en annar hefur verið boðaður á morgun. „Við liggjum hins vegar undir gífurlegum þrýstingi frá okkar félagsfólki um lagfæringar", sagði Guðmundur. „Þó Vinnuveitenda- sambandið hafi gefið ákveðna til- slökun, sem vissulega er til bóta, þá getum við ekki talið það neina ósanngirni af okkar hálfu að ganga ekki að samningum til langs tíma alveg á stundinni. Við teljum okkur í þessari venjulegu erfiðu stöðu og munum vissulega fara að athuga okkar sérstöðu almennt, þó það verði ekki endilega núna“, sagði Guðmundur. Spurður á hverju strandaði helst, svaraði Þorsteinn Pálsson: „Viðræður hafa verið í gangi milli ASÍ og VSÍ um möguleika á heildarlausn, þótt engin tilboð hafi gengið á milli. En forystumenn VMSÍ hafa hafnað öllu og virðast sjá það eitt að stefna þjóðinni út í langvarandi verkföll". -HEI I Arnór Guðjohnsen, besti maður islenska liðsins, sendir knöttinn i mark Englendinganna. Ensku stjömunum Alan Devonshire, Terry McDermott °g fyrirliðanum Phil Neal líst greinilega ekkert á blikuna. Áinnfelldumyndinnisjástislenskuleikmennimirfagna. nmamynd Róbcri 1:1 GEGN ENGLANDI! ■ „Að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með markið sem ég gerði og það munaði litlu að mér tækist að bæta öðru marki við. Ef ég hefði náð aðeins meiri sveig á boltann þá hefði hann farið yfir Corrican í markinu“ sagði Amór Guðjohnsen sem syndi mjög góð- an leik með islenska landsliðinu í knattspyrnu í gærkvöldi þegar Island og England gerðu jafntefli 1:1 á Laugardalsvellinum að við- stöddum yfir 11 þúsund áhorfend- um. Arnór skoraði mark íslands i fyrri hálfleik og lengi vel leit út fyrir íslenskan sigur en Paul Godd- ard tókst að jafna metin um miðjan seinni hálfleik. Þetta var í fyrsta sinn sem fsland og atvinnumanna- lið Englands leika landsleik í knattspyrnu og í enska liðinu voru engir aukvisar. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik og maður er farinn að búast við ýmsu af strákunum" sagði Jóhannes Atlason þegar hann var spurður hvort hann hefði átt von á þessum úrslitum fyrir- fram. „fslenska liðið lék mjög vel og þeir gáfust aldrei upp“ sagði Bobby Robson framkvæmdastjóri eftir leikinn. Röp. Sjá nánar bls. 17 t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.