Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 fréttir Kortsnoj safnar undirskriftum vestrænna stórmeistara til stuðnings því að fjölskylda hans fái að fara frá Sovétríkjunum: w YFIR 30 HAFA ÞEGAR LVST VFIR STVÐNINGH VIB STEFNU HtKMHKS” ■ „Konan mín fór i gær á þá skrif- stofu lögreglunnar sem hefur með að gera vegabréfsáritanir, fyrir þá sem óska eftir leyfi til þess að flytj- ast úr landi. Hún fyllti út nauðsynleg eyðublöð fyrir sig og son okkar Igor, en hún fékk engin loforð frá yfirvöld- um, aðeins þær upplýsingar að hún yrði látin vita hvort útflutningsieyfið yrði veitt eða ekki, þannig að ég sé enga ástæðu til bjartsýni frekar en endranær,“ sagði Viktor Kortsnoj í viðtali við Timann i gær þegar blaðamaður spurði hann hvort eitt- hvað nýtt væri að frétta af fjöl- skyldumálum hans. „Staða mála er nú sú,“ að sonur minn hefur verið kvaddur i herinn frá og með 6. september nk. en tuttugu dögum áður verður hann að sinna kvaðningunni, þannig að sá tími sem er til stefnu fyrir mæðginin að komast úr landi rennur út eftir rúma tvo mánuði, eða 12. ágúst. Eftir 12. ágúst er næsta öruggt að ósk um leyfi handa honum til að flytjast úr landi verður hafnað." Kortsnoj var að þvi spurður hvort hann hefði rætt þessi mál nýltfga við Friðrik Ólafsson, forseta FIDE: „Ég mun ræða við hann bráðlega og er auk þess að leita eftir stuðningi ýmissa skákmeistara við stefnu hans i fjölskyldumálum mínum. Þar á meðal er nú verið að safna undir- skriftum frá vestrænum stórmeistur- um. Yfir 30 stórmeistarar hafa þegar lýst yfir stuðningi sinum við Friðrik, og aðgerðir hans, og krefjast þess þar með að fjölskyldu minni verði leyft að flytjast frá Sovétríkjunum eins fljótt og mögulegt. Siðar mun ég greina frá þvi hverjir þessir stórmeistarar eru, þvi undirskrifta- söfnuninni er enn ekki lokið." AB Ný könnun um þróun og ástand verslunar- og miðbæjarkjarnamála í Reykjavík: Lagt til að Mjóddin taki við í stað Nýs miðbæjar ■ Mælt er með því að stærsti hluti væntanlegrar aukningar á miðbæjar- sækinni verslunarstarfsemi fram til næstu áramóta verði í Mjóddinni í Breiðholti en i minna mæli i mið- borginni, jafnframt þvi sem lagt er til að hugmyndir um byggingu stórra verslunarmiðstöðva í Nýjum miðbæ við Kringlumýrarbraut verði lagðar á hilluna. Þetta er helsta niðurstaða nýrrar könnunar um þróun og ástand verslunar- og miðbæjar- kjarnamála i Reykjavík sem Borgar- skipulag Reykjavíkur hefur látið gera, og kynnt var á fundi með blaðamönnum í gær. í könnuninni sem landfræðingarn- ir Bjarni Reynarsson og Valtýr Sigurbjarnarson hafa tekið saman kemur fram að á undanförnum tuttugu árum hafa litlar breytingar orðið á hlutfallslegum fjölda þeirra sem vinna við verslun, á sama tíma og verslunarhúsnæði í Reykjavík hefur aukist um liðlega 100%. Verslanir sem höndla með matvæli voru á siðasta ári um 280, eða nær jafn margar og fyrir tuttugu árum siðan. Hins vegar hefur verslunum sem höndla með aðra vöru en mat- vöru fjölgað um tæpan helming á tímabilinu. Eru þær nú um 690. Gróft áætlað kaupa viðskiptavinir stórverslana um 40% af matvörum sinum i þeim, samkvæmt könnun- inni, og miðað við eldri kannanir fer hlutur þeirra vaxandi með ári hverju. Samkvæmt könnuninni kaupa úthverfisbúar, þeir sem t.d. búa i Breiðholti og Árbæ, rúm 50% matvöru sinnar innan hverfis síns. - Kás ■ Þá er fyrsia islenska video-spólan komin á markaðinn, en það er kvikmyndin „79 af stöðinni", sem byggð er á samnefndri sögu Indriða G. Þorsteinssonar. Það er fyrirtækið „Vasabrot og video" sem að gerð spólunnar stendur. í myndinni leika þau Kristbjörg Kjcld, Gunnar Eyjólfsson, Róbert Amfinnsson, Haraldur Björnsson og Nína Sveinsdóttir. Mynd- ina hér að ofan tók Ijósmyndari blaðsins af Indriða G. Þorsteinssyni, ásamt þeim Reyni Hlíð- ar Jónssyni og Áma Bjömssyni, scm em aðstandendur útgáfufyrirtækisins. (Timamynd G.E.) Dagskrú Ustahátíðar í Reykjarík 5.-20. júnt L982 DAGSKRÁ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ kl. 20:00 Þjóðleikhúsið Silkitromman Frumsýning á nýrri óperu eltir Atla Heimi Sveinsson og Örnólt Árnason Leikstjóri Sveinn Einarsson Hljómsveitarstjóri Gilbert Levine SUNNUDAGUR 6. JÚNi kl. 16:00 Norræna Húsið Trúðurinn Ruben Fyrri sýning sænska trúBsins Rubens kl. 20:00 Gamla Bió Flugmennimir Frönsk leiksýning meB Farid Chopel og Ged Marlon kl. 20:30 Norræna Húsið Vísnasöngur Olle Adolphson syngur sænskar vlsur Fyrri tónleikar MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ kl. 20:00 Þjóðleikhúsið Silkitromman Ný ópera ettir Atla Heimi Svelnsson og Örnóll Árnason Önnur sýning kl. 21:00 Háskólabíó Tónleikar Gidon Kremer og Oleg Maisenberg leika á tiðlu og pianó ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNi kl. 20:00 Gamla Bíó Úr aldaannál Sýning Litla lelkklúbbsins á nýju leikriti eftir BöSvar GuSmundsson Leikstjóri Kári Halldór kl. 20:00 Þjóðleikhúsið Silkitromman Ný ópera eftir Atla Heimi Sveinsson og Örnólt Árnason SIQasta sýning á ListahátiB kl. 20:30 Norræna Húsið Vísnasöngur Olle Adolphson syngur sænskar visur SIQari tónleikar MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNi kl. 19:00 Laugardalshöll Tónleikar Sinlóniuhljómsveit islands Stjórnandi David Meaeham Einleikari James Gaiway, tlauta FÖSTUDAGUR 11. JÚNi kl. 20.-00 Þjóðleikhúsið Bolivar Rajatabla-leikhúsiO Irá Venezuela Leikstjóri Carlos. Giménez Fyrri sýning kl. 21:00 Laugardalshöll Hijómleikar Breska popp-hljómsveitin The Human League Fyrri hljómleikar LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ kl. 16:00 Norræna Húsið Trúðurinn Ruben SíOari sýning sænska trúBsins Rubens kl. 20:00 Þjóðleikhúsið Bolivar Rajatabla-leikhúsið frá Venezuela Leikstjórj Carlos Giménez SíOari sýning kl. 21:00 Laugardalshöll Hljómleikar Breska popp-hljómsveitin The Human Leguo Síðari hljómleikar SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ kl. 15:00 Háskólabió Tónleikar Kammersveit ListaháliSar, skipuð ungu islensku tónlistartólki, leikur undir sljórn Guðmundar Emllssonar kl. 21:00 Gamla Bíó African Sanctus Passiukórinn á Akureyri MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ kl. 20:00 Þjóðleikhúsið Forseti lýðveldisins Rajatabla- leikhúsið trá Venezuela Leikstjóri Carlos Giménez Fyrri sýning ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNi kl. 20:00 ÞjóSlei khúsið Forseti lýðveldisins Rajatabla- leikhúsið frá Venezuela Leikstjóri Carlos Giménez Siðari sýning MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ kl. 21:00 Háskólabió Tónleikar Einleikur á píanó: Zoltán Kocsis FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ kl. 20:30 Gamla Bió Tónleikar Breska kammersveitin The London Sinfonietla leikur LAUGARDAGUR 19.JÚNÍ kl. 20:30 Leikfélag Reykjavikur Skilnaður ,Frumsýning á nýju leikrili ellir Kjarlan Ragnarsson, sem einnig er leikstjóri Ikl. 20:30 Leikfélag Reykjavikur Skilnaður Önnur sýning á nýju leikriti eltir Kjartan Ragnarsson Sími Listahátiðar 29055 Listahátið áskilur sér ré'.t tit að gera breytingar á dagskránni, en aOgöngumiðar, sem ekki yrði unnt að nota af þeim sökum, verða endurgreiddir. Miðasala í GinUi við Lækjargötu. Opin alla daga frá kh 14—19.30. SUNNUDAGUR 20. JÚNi kl. 17:00 Laugardalshðll Tónleikar SintóniuhljómaveU fslands Stjórnandi Gilberl Levlne Einsóngvari Borls Chrlsloff, bassi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.