Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 6 stuttar fréttir ■ Þröstur og Svanur Ingvarssynir æfa sund 6 sinnum i viku, svo í það fer mestur þeirra fritimi. IVfynd G.B.G. Óviða betur búið að íþróttamönnum ski.foss. Eitt smáorö, of eöa van, getur stundum valdiö vcrulegum lciAindum og jafnvel skaAa. Slfkt henti hér á Tímanum nýlega i smá viAtali viA tviburana Þröst og Svan Ingvarssyni frá Selfossi, þar sem haft var eftir þeim aA á Selfossi væri of litiA gert fyrir þá sem vilja leggja stund á íþróttir, en átti aA vcra: „vilja ekki stunda íþróttir". Þeir bræður lcggja mikla stund á íþróttir, eins og fram kom i viðtalinu, og telja einmitt að vel sc búið að slíkum á Selfossi, jafnvel óvíða betur á landinu. Hins vegar finnst þcim nokkuð á skorta með aðstöðu til tómstundastarfs fyrir þá unglinga sem ekki hafa áhuga á íbróttaiðk- un. - HEI Iþróttabraut starfrækt við Eiðaskóla næsta vetur SUDUK-MÚI.ASVSI.A: Alþýðuskólinn á Eiðum hyggst nú freista þess að lcggja iþróttahreyfingunni veru- lcgi lið með þvi að mcnnta leiðbeinendur i iþróttum segir i frétt frá skólanum. Frá haustinu 1982 vcrður tveggja ára íþrótta- braut bætt við þær tvær brautir sem fyrir cru, á viðskipta- og uppeldissviði. Einnig vcrður ncmendum á öðrum brautum gefinn kostur á að velja iþrótta- greinar scm valgrein. í náminu felast: Tveir timar á viku á hvcrri önn i iþróttafræðum og tveir timar á viku i ákveðinni íþróttagrein. Auk þess býður heimavistaraðstaðan á Eiðum upp á mógulcika til kcnnslu tengda íþróttabrautinni á kvöldin og um helgar. Tilgangurinn er sá að mennta fólk til að starfa sem leiðbeinendur innan íþrótta- hreyfingarinnar bæði fýrir keppn- isfólk. byrjendur og trimmara. Tekið er fram að nám á iþrótta- braut er nátengt öðru námi i Fjölbrautaskólum og hindrar á engan hátt áframhaldandi mcnnt- un á uppeldisbraut eða öðrum brautum til stúdentsprófs. íþrótta- og félagsaðstaða á Eiðum er talin góð. Þar cr fyrir hendi íþróttasalur, sundlaug, gufubað og visir að þrekþjálfun- arherbergi, allt til næstum ótak- markaðrar notkunar ncmenda i frístundum þeirra Borðtennisað- staða er i rúmróðum samkomusal skólans og nálægð iþróttasvæðis ÚÍA gefur góða möguleika til iðkunar útiíþrótta fram eftir hausti. Skáklíf er mikið í skólan- um. Leiklistar- og tónlistarlíf hefur verið með miklum blóma undanfarin ár, 35 mm. kvik- myndasýningar að jafnaði 2 i viku. Þá er tekið fram að þeir nemendur Eiðaskóla sem ætla sér að samræma nám og afreks- íþróttaþjálfun munu fá sérstaka aðstoð íþróttakennara við skipu- lag þjálfunar og eftirlit svo og aðstoð svo langt sem hægt er að hagræða stundaskrá. Þcirn ungmcnnum sem sýnist þessi íþróttabraut góður náms- kostur cr bent á að leggja inn umsókn scm allra fyrst þvi um- sóknarfrestur um skólavist á Eið- um rennur úr 10. júni n.k. Allar nánari upplýsingar gefur skóla- stjórinn, Kristinn Kristjánsson á Eiðum. Erfitt um atvinnu fyrir skólakrakka KSKiFJöKi>UK.„Ástandið er þann- ig, t.d. hérna hjá okkur-en þctta er nú einn af þeim vinnustöðum sem tckið hefur við stórum hluta af skólakrökkum alveg niður i 13 ára - að við getum ekki tekið við einum cinasta krakka í vinnu og höfum jafnvel verið að segja upp fólki að undanförnu. Útlitið er langt frá þvi að vera nokkuð bjart, þvi aflasamsetningin er þannig að við fáum varla ugga í salt, þctta er að mestu leyti karfi sem kemur i land. Lokunin fyrir upphcngingu á skreið í april, kemur auövitað lika niður á verkcfnum við fiskvinnslu", sagði Hrafnkell Jónsson i Salt- fiskverkun Hraðfrystihúss Eski- fjarðar s.l. þriðjudag er við spjölluðum við hann og spurðum um atvinnuástandið þar á staðn- um. „Atvinnuástandið er þvi held- ur dökkt hér,", sagði Hrafnkell. Hins vegar sagði hann frysting- una sjálfa hafa getað tekið við nokkrum mannskap ennþá. m.a. nokkru af unglingum. En stærri hluti þeirra sé þó atvinnulaus en áður hafi tiðkast. Og á Eskifirði - eins og í mörgum sjávarplássum - sé lítið um aðra vinnu að ræða fyrir unglinga. „Það er sumar i dag, milli 10 og 20 stiga hiti núna og stórum léttar yfir fólki en að undan- förnu“, sagði Hrafnkell er við spurðum hann hvort nokkuð væri farið að hlýna. Og það er von að létt hafi yfir fólki, því laugardag- inn fyrir hvítasunnu var illfært um bæinn á litlum bilum fyrir snjó. - HEI Mikil eftirspurn eftir því ad koma börnum í sveit: „OKKUR VANTAR FLEIRI HEIMIU” ■ „Hjá Ferðaþjónustu bænda hefur mikið verið spurt um pláss í sveit fyrir börn, en okkur vantar bara fleiri heim- ili. Það er þegar búið að bóka öll rými hjá þeim heimilum sem hafa gefið sig fram og þvi áríðandi að þau sveitaheimili sem eru að hugleiða að taka við börnum hafí samhand við skrif- stofu Ferðaþjónustunnar sem allra fyrst“, svaraði Hákon Sigurgrímsson, hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins er Tíminn spurðist fyrir um eftir- spurnina. Gerðar hafa verið leiðbeiningar fyrir sveitaheimilin og fyrir foreldra barnanna, ásamt gjaldskrá, sem fást á skrifstofunni og einnig eru upplýs- ingar fyrir hendi hjá Búnaðarfélög- unum. Miðað er við börn á aldrinum 6-10 ára og er gjaldið 128 kr. á dag (þar af 45 kr. fæðiskostnaður) eða 896 kr. á viku. Reiknað er með að hvert heimili taki að hámarki 4 börn, að frádregnum börnum undir 10 ára aldri sem þar eiga heima. Þau heimili sem bjóðast til að taka ■ Póstburðargjöld hækkuðu hinn 1. júní. Burðargjald almennra bréfa - 20 gr. eða minna - innanlands og til Norðurlandanna verður 3 kr., til annarra Evrópulanda og flugburðar- gjald til landa utan Evrópu 6 krónur. Undir póstkort og prent (20 gr.) börn þurfa að leggja fram meðmæli barnaverndarnefndar viðkomandi sveitar og vottorð læknis um húsa- kynni og heilbrigði heimilisfólksins. En sem sagt, þeir sem hafa áhuga hafi samband við skrifstofuna sem allra fyrst í síma 19200 eða við Búnaðarfélögin. - HEI verður burðargjaldið 2,50 kr. og 3 kr. i flugi til landa utan Evrópu. Burðargjald fyrir böggla innan- lands verður sem hér segir: 1 kg. 14 krónur, 3 kg. 17 kr., 5 kg. 26 kr., 10 kg. 41 kr. 15 kg. 59 kr. og 20 kg. 66 krónur. Póstgjöld hækka KUBOTA traktorarnir eru komnir aftur ....og núna beint frá Japan. Með beinum flutningi frá Japan hefur okkur tekist að fá einstaklega hagstætt verð á vinsælu KUBOTA traktorunum. KUBOTA traktorarnir eru fáanlegir með og án framdrifs. KUBOTA traktorarnir eru gangvissir í kuldum, neyslugrannir Og þýðgengir. Verð og greiðsluskilmálar, sem allir ráða við! KUBOTA L245, 25 hö, ...... verð frá kr. 58.150 KUBOTA L345, 35 hö, ...... verð frá kr. 84.910 (verð miðað við gengisskráningu 5.5.1982) Tryggið ykkur KUBOTA traktor tímanlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.