Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 7 erlent yfírlit )Port San .CarlosX BERKELEYSUNDET San , Carlos ÖSTFALKLAND iBluff Cove AteÁ-'4'* Fhzrov! CHOISEUISUNDET ÖSTFALKLAND VASTFALKLAND ■ Bretar sækja að Stanley úr tveimur áttum og eiga aðeins 16 km ófarna Thatcher og Pym ordin ósammála Sigurinn verður Bretum dýr ■ Francis Pym. ■ ALLAR líkur benda til þess, að Bretum takist að brjóta mótspyrnu Argentinumanna á Falklandseyjum á bak aftur innan fárra daga, enda væri annað hernaðarlegt áfall fyrir þá. Slikir eru yfirburðir þeirra. Bretar mega nú heita ráða yfir öllum eyjunum, nema svæðinu í kringum höfuðstaðinn, Stanley, þar sem um sjö þúsund argentinskir hermenn hafa búizt fyrir til varnar. Álika fjölmennt eða fjölmennara brezkt herlið sækir að Stanley úr tveimur áttum. Brezka liðið er miklu betur vopnum búið og fær stöðugt aukin vopn og vistir. Liði Argentinumanna berast hins vegar hvorki vopn né vistir, a.m.k. ekki svo teljandi sé, þar sem hafnbann Breta er algert og raunar gildir svipað um loftflutninga. Það verður eingöngu hraustri vörn Argentínumanna að þakka, ef vopnaviðskiptin á Falklandseyjum dragast verulega úr þessu. Fréttum ber yfirleitt saman um, að Argen- tinumenn hafi varizt vel þrátt fyrir að við ofurefli hafi verið að etja, þar sem Bretar hafa verið miklu betur vopnum búnir á flestan hátt. Bersýnilegt er orðið, að sigurinn verður Bretum dýr. f>eir hafa misst fjögur meiriháttar herskip og stórt flutningaskip. Þeir hafa einnig orðið fyrir verulegu flugvélatjóni. Auk þessa hafa orðið meiri eða minni skemmdir á allmörgum brezk- um herskipum, en Bretar hafa forðast að skýra frá því opinberlega. Á fundi þingmanna frá Nató- ríkjunum, sem nýlega var haldinn á Madeira, upplýsti brezki íhaldsþing- maðurinn Robert Banks, að flest brezku herskipin, sem hefðu verið við Falklandseyjar, myndu þarfnast viðgerðar. sem gætu tekið nokkurn tíma. Þetta myndi óhjákvæmilega veikja nokkuð varnir Nato á sjó meðan viðgerðirnar færu fram. Richard Halloran, sem er einn af helztu fréttamönnum New York Times i Washington, segir nokkurn ugg ríkjandi i varnarmálaráðuneyt- inu þar vegna þess, að Bretar munu þurfa að hafa áfram talsverðan flota við Falklandseyjar. Bretar muni þvi leggja minna af mörkum vegna varna Nato og muni það sennilega lenda á Bandarikja- mönnum að hlaupa í skarðið. NÚ ÞEGAR sigur Breta nálgast á Falklandseyjum eykst orðrómur um vaxandi ósamkomulag milli Thatchers forsætisráðherra og Pym utanrikisráðherra. Pym hefur jafnan verið talsmaður þeirra sjónarmiða, að reynt yrði að semja við Argentínu eða Suður- Amerikurikin um framtíð Falk- landseyja, en meðan viðræðurnar færu fram, væru eyjarnar undir einhvers konar alþjóðlegri stjórn. Pym er sagður fylgjandi því, að sigrinum á Falklandseyjum verði fylgt eftir með slikum viðræðum. Hann er jafnvel sagður hallast að því, að Bretar bjóði upp á viðræður og vopnahlé áður en þeir hefja lokaárásina á Stanley. Thatcher virtist um skeið fylgj- andi þeirri stefnu að reynt yrði að semja við Argentinu um framtíð Falklandseyja. Orðrómurinn segir nú, að eftir þvi sem sigurinn nálgist gerist hún stöðugt fjarlægari þessari stefnu. Hún telji nú ekki annað koma til greina en að Bretar taki aftur i sínar hendur yfirráð Falk- landseyja og búist þar fyrir til frambúðar. Komið verði þar upp auknum atvinnurekstri og föstum samgöngum milli Bretlands og eyj- anna. Þessi stefna er talin njóta eindreg- ins stuðnings hægri manna i íhalds- flokknum. Þeir télja til lítils barizt og of miklu fórnað, ef strax að loknum sigri eigi að setja Falklands- eyjar undir alþjóðlega stjórn, sem síðan muni afhenda Argentinu yfir- ráðin. Sagt er, að innan rikisstjórnarinn- ar fylgi allir ráðherrarnir stefnu Thatchers, nema William Whitelaw innanrikisráðherra. Hann er sam- mála Pym. Hörðustu stuðnings- menn Thatchers eru sagðir John Nott varnarmálaráðherra og Cecil Parkinson, talsmaður ríkisstjórnar- innar i neðri málstofunni. Meðal almennings virðist stefna Thatchers njóta fylgis, a.m.k. eins og er,og því getareynzt henni gott kosningamál. MEÐAL stjórnarandstæðinga er hins vegar orðið á þvi, að þeir telja óráðlegt að láta Thatchcr ráða ferðinni endalaust, en hingað til hafa þeir nokkurn veginn fylgt stjórninni, nema þegar Tony Benn cr undanskilinn. Þannig lét Roy Hattersley, sem er áhrifamaður i skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins, svo ummælt i ræðu, sem hann flutti á hvítasunnu- dag, að það væri óráðlegt af Bretum að reyna að halda Falklandseyjum til lengdar og eiga i hálfgerðri eða algerri styrjöld við Argentinu og raunar Suður-Ameríkuríkin öll. Hattersley lagði einnig áherzlu á, að Argentínumönnum væri gefinn kostur á vopnahléi og viðræðum áður en lokaorustan um Stanley hæfist. Vist er það, að Bandarikjamenn eru litið hrifnir af þeirri tilhugsun, að Bretar haldi Falklandseyjum áfram í andstöðu við þjóðir Suður- Ameriku. Það myndi reynast Bandaríkjunum óhagstætt og spilla mjög sambúð þeirra við rómönsku Amcrí'ku. Sama gildir cinnig um bandamenn Breta i Vestur-Evrópu. Nýlega sendi t.d. vestur-þýzka stjórnin að- stoðarutanrikisráðherra til höfuð- borga Suður-Ameríku til að afssika það við ríkisstjórnir þar að Vestur- Þjóðverjar tækju þátt í refsiaðgerð- um gegn Argentinu. Raunar eru þessar aðgerðir aðeins á pappirnum, þvi önnur Suður-Ameríkuriki muni eftir sérstökum leiðum tryggja Argentinu svipuð viðskipti við riki Efnahagsbandalagsins og áður. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Árangurslausar sáttatilraunir S.Þ. ■ D« Cuelliar framkvæmda- stjóri S.Þ. sat sáttaumleitanafund með fulltrúum Breta og Argen- tinumanna í New York i gær, en nú virðist sem siðustu forvöð séu á að forða blóðbaði á Falklands- eyjum. Cuelliar hefur unnið að sáttaumleitununum myrkranna á milli, þvi vegna yfirburða Breta á eyjunum er svo að sjá sem ekkert annað en blóðbað sé yfirvofandi. Felst vandi sátta- manna i þvi að fá Argentinu- menn til þess að draga úr niður- lægingu ósigursins. Segir New York Times að framkvæmda- stjórinn hafi farið þess á leit við Breta að þeir hægðu á sókn sinni i þeim tilgangi að Argentinu- menn gætu haft sig i burtu með lið sitt og vopn og einhvern snefil af heiðri. ■ Frá bardögunum um Gouse Green. Breskir þyrluflugmenn Ilylja særða uni borð i þyrlu, sem flytur þá til flugvélamóðurskipanna og spitalaskipsins Uganda. ■ Argentinskir hermenn bíða Bretanna i neðanjarðarbyrgi i Port Stanley. Lokasókn Breta í nánd? ■ Forsætisráðherra Breta Margaret Thatcher lét þau orð falla í gærdag að ekki yrði unnt að afstýra lokaátökum um Port Stanley, nema Argentinumenn yrðu þaðan á brott innan hálfs mánaðar. Annarsterkurorðróm- ur er uppi þess efnis að ckki sé nema tveggja til þriggja daga bið eftir þvi að sókn Breta að borginni hcfjist. Bretar kveðast hafa varpað sprengjum að stöðvum Argen- tínumanna við Port Stanley i gær, um 8 km frá borginni. Þá scgjast Argentínumenn hafa gert loft- árásir á stöðvar Breta um 24 kilómetra frá borginni. Munu Bretar, að sögn Argentinu- manna, sækja hægt fram í átt að borginni og vera komnir að jarðsprengjubeltum sem þar eru. Yfirfoiingi argentinska liðsins eggjaði menn sina lögeggjan i gær. Sagði hann lokaátökin yfir- vofandi og hvatti þá til að ráða niðurlögum óvinanna. 56% stydja Thatcher ■ Lýðhylli Thatcher er nú meiri i Bretlandi en nokkru sinni frá þvi er hún kom til valda fyrir þrcmur árum. Samkvæmt skoð- anakönnun sem birt var i London i gær er hún studd af 56% landsmanna og 49% segjast vera ánægðir með störf ríkisstjórnar- innar. Þess má geta að i vetur, áður en Falklandseyjadeilan hófst, varfylgi ríkisstjórnarThat- chers minna en dæmi voru um frá stríðslokum i Brctlandi hjá einni rikisstjórn. Talið er að Falklands- eyjadeilan muni tryggja íhalds- mönnum sigur i aukakosningum í úthverfi Lundúna í dag. Reagan í Evrópuheimsókn ■ Reagan Bandaríkjaforseti lagði af stað i 10 daga heimsókn til Evrópu i gær. Er það fyrsta heimsókn hans þangað frá því er hann hóf störf. Mun hann sitja tvo fundi með stjórnmálaleiðtog- um, annan i Frakklandi, þar sem fjallað verður um efnahagsmál og hinn i Bonn, þar sem fjallað verður um málefni NATO. Enn fremur mun hann heimsækja Róm og eiga viðræður við páfa. Sagði Reagan við brottför sína i gær að hann mundi leggja áherslu á aukinn samhug lýðræðisrikja i för sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.