Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 17 iþróttir „Anægður með markið” — sagði Arnór ■ „Þetta var góður fyrri hálfleikur hjá okkur og að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með markið sem ég skoraði" sagði Arnór Guðjohnsen eftir leikinn. „Ef ég hefði náð aðeins meiri sveig á boltann þá hefði hann farið yfir Corrican og í markið" sagði Arn- ór um skot sitt i’seinni hálfleik sem Corrican varð að hafa sig allan við til þess að verja. Arnór meiddist i seinni hálfleik og varð hann að yfir- gefa völlinn þegar tíu minútur voru til leiksloka. „Ég er búinn að vera slæmur í hnénu síðan í febrúar og forráða- menn Lokeren bönnuðu mér að leika þessa leiki gegn Englandi og Möltu. Ég hélt að þessi hvild sem ég hef fengið undanfarið myndi nægja mér en svo hefur ekki verið. Ég hef litla trú á þvi að ég geti farið með landsliðinu til Möltu. Ég átti von á betri leik hjá Englendingunum en ég var viss um að okkur tækist að standa í þeim“ sagði Arnór. föp „fsland lék mjög vel” ■ „íslenska liðið lék mjög vel, þeir áttu fyrri hálfleik en við aftur á móti lékum betur í seinni hálfleik" sagði Bobby Robson framkvæmdastjóri eftir leikinn. „íslenska liðið gafst aldrei upp og í seinni hálfleik þegar við sóttum þá vörðust þeir mjög vel í vörninni. Völlurinn var erfiður og það háði mínum mönnum nokkuð.“ Robson sagði að hann hefði verið ánægður með leikinn. Það er algjör fjar- stæða“ sagði Robson er hann var spurður hvort hann hefði álitið fyrirfram að þessi leikur myndi verða auðunninn fyrir England. Robson sagði að á morgun myndi verða haldinn fundur og þá yrði endanlega valinn 22 manna hópur fyrir HM-keppnina. Hann sagði að nokkrir leikmenn hefðu átt góðan leik gegn íslandi, m.a. Hoddle og Withe og einnig Goddard. Regis varð að fara út af vegna meiðsla og sagði Robson að litlar líkur væru á því að hann myndi verða með í 22. manna hópnum. röp.- „Gáfum engan frid” — sagði Teitur Þórðarson ■ „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var sérlega góður og við sýndum góðan leik alveg fram að markinu en þá kom dauður kafli hjá okkur“ sagði Teitur Þórðarson eftir leikinn. Eftir markið þá misstum við niður miðjuna og það var nóg til að við fengum á okkur þetta mark. Við gáfum þeim engan frið til þess að byggja upp, tókum vel á móti þeim og að við skyldum hafa eitt mark yfir var engin tilviljun. Ég hef trú á því að þessi úrslit geri okkur gott fyrir leikinn gegn Möltu. Við þurfum að ná upp sömu baráttunni og ég vona að úrslitin í þeim leik verði okkur hagstæð“ sagði Teitur. ■ Karl Þórðarson sést hér í baráttu við enskan landsliðsmann i landsleiknum í gærkvöldi þar sem Island sýndi mjög góðan leik og enskir mörðu jafntefli 1-1. Ttmamynd Ró ísland England í gærkvöldi: Englendingar nádu jafntefli • Stórgóður leikur íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik * Stórleikur Glenn Hoddle, það eina sem sást til enska liðsins ■ Rúmlega ellefu þúsund áhorf- endur urðu í gærkvöldi vitni að þvi er enska landsliðið i knattspymu náði jafntefli gegn islenska landslið- inu í landsleik sem fram fór á Laugardalsvelli. Lokatölur urðu 1:1 eftir að islenska liðið hafði haft forystu f leikhléi 1:0. Leikurinn var vel leikinn af beggja liða hálfú og þá sérstaklega islenska liðsins i fyrri hálfleik þegar leikur liðsins kom þægilega á óvart. Eftir gangi leiksins vora þetta sann- gjöm úrslit og hefði það verið mjög ósanngjamt ef islenska liðið hefði tapað leiknum. Leikur liðsins var of góður til bess. íslenska liðið byrjaði leikinn af nokkrum krafti og kom enska liðinu oft í opna skjöldu með leikni sinni. Sérstaklega voru það miðjumenn- imir sem léku knettinum oft skemmtilega sín á milli og á stund- um voru jgnsku snillingarnir grátt leiknir. Fyrsta hættulega marktækifæri leiksins kom á 14. mínútu er Atli Eðvaldsson gaf vel fyrir mark Eng- lendinga á Arnór Guðjohnsen sem átti gott marktækifæri en aðeins munaði sentimetrum að hann næði til knattarins. Og áfram héldu ís- lensku leikmennirnir að sækja á enska markið og uppskeran varð að marki á 23. mfnútu. Þá lék Atli mjög laglega á nokkra andstæðinga sina áður en hann sendi snilldarsendingu upp i hornið á Lárus. Hann gaf síðan mjög góða sendingu á Arnór sem var svo til óvaldaður við vitapunkt og gott skot hans réð Joe Corrigan ekki við. íslenska liðið hafði tekið forystu og allt ætlaði vitlaust að verða á Laugardalsvellinum. Þrátt fyrir góða leikkafla beggja liða það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst hvorugu liðinu að skapa sér hættuleg tækifæri og staðan þvi i leikhléi 1:0 íslandi í vil. Ekki munaði miklu að Arnóri tækist að skora öðru sinni þegar um 11 mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Þá fékk hann góða send- ingu á miðjum vallarhelmingi Eng- lendinga, lék lagiega á Viv Ander- son, skaut siðan mjög góðu skoti sem stefndi í bláhomið en Corrigan varði af mikilli snilld. Þegar hér var komið sögu fóru Englendingar að sækja meira og samfara því fór íslenska liðið að gefa eftir og voru leikmenn þess greinilega orðnir þreyttir. Það var svo á 25. minútu sem reiðarslagið kom. Glenn Hoddle, yfirburðarmaður á vellin- um í gærkvöldi, braust þá upp vallarhelming íslendinga og þegar hann var að komast í gott skotfæri gaf hann snilldarsendingu á Paul Goddard sem var ekki i vandræðum með að skora jöfnunarmarkið, 1:1. Sókn enska liðsins var nokkuð þung i lokin en næst komust Eng- lendingar þvi að ná forystu þegar skalli Russels Osmans skall í þver- slá. Fleira markvert skeði ekki í leiknum. Ástæða er til að vera ánægður með leik islenska liðsins, sérstak- lega fyrri hálfleikinn. Þá lék liðið oft mjög vel. Samleikur Iiðsins var mjög góður og vörnin var nokkuð traust. Arnór Guðjohnsen, Janus Guð- laugsson og Guðmundur Baldurs- son voru bestu menn íslenska liðsins en i heild áttu allir leikmenn liðsins góðan dag ef undan er skilinn Teitur Þórðarson sem sást varla i leiknum, hverju sem um er að kenna. Enska liðið olli miklum vonbrigð- um og það var aðeins snilldarleikur Glenn Hoddle sem gladdi augað. Varla að mistækist hjá honum sending i leiknum. Dómari var frá Danmörku, Ib Nielsen og var mjög lélegur. Hins vegar stóðu íslensku línuverðirnir Gísli Guðmundsson og Kjartan Ólafsson sig ÍVábærlega vel og þá sérstaklega Gísli þar sem þetta var hans fyrsti stórleikur. Árni í stað Arnórs ■ Arnór Guðjohnsen fór ekki með islenska landsliðinu til Sikileyjar i morgun vegna meiðsla sem hann hlaut i landsleiknum i gærkvöldi. Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari bætti Árna Sveinssyni, Akranesi í hópinn i gærkvöldi í stað Arnórs. röp-. 99 Léku allir mjög vel” — sagði Jóhannes Atlason ■ „Ég er ánægður með úrslitin í leiknum og það var oft í leiknum sem brá fyrir mjög góðu spili hjá strákunum" sagði Jóhannes Atla- son landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik og það sést einna best á þvi að við fengum 6 hornspyrnur, en þeir enga. Enska liðið keyrði upp mikinn hraða i seinni hálfleik og við það misstum við „kontakt" i leiknum. Maður er farinn að búast við ýmsu af þessum strák- um“ sagði Jóhannes er við spurð- um hann hvort hann hefði átt von á þessum úrslitum fyrirfram.“ „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á“ sagði Jóhannes er við spurðum hvort hann hefði ekki átt að skipta fyrr inn, gefa t.d. Sigurði Grétarssyni fyrr möguleika. „Trausti kom mér mjög á óvart, hann spilaði að minu mati i kvöld sinn besta leik i 2 ár“ sagði Jóhannes er hann var spurður hvort einhver leikmaður hefði komið honum á óvart. „Annars léku strákamir allir mjög vel og það var greinilegt að þeir voru ekkert að hugsa um leikinn gegn Möltu, þeir lögðu sig atlir fram“ sagði Jóhannes. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.