Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 18
22 á vettvahgi dagsins ■ ... wfppr,, «MÉpr * M? M' Húsafell £aÍÉ Fjölmidlahátíð á Húsafelli ■ Einu sinni á hvitasunnu koni andinn yfir lærisveinana í israel og þeir töluðu tungum og að því er undirrituðum var tjáð i morg- un munu þeir hafa talað og skilið bæði kinversku og íslensku á meðan undrið varði. Þcssa er minnst á Islandi á vorum dögum með guðsþjónustum og ferðalög- um, og er þríhcilagt. Við hina lögboðnu hvildardaga, laugardag og sunnudag er bætt við mánu- degi og veitir liklcga ekki af. Aðdragandi hvitasunnu ber með sér að hátið sé í nánd. Um miðja síðustu viku var farið að auglýsa og tilkynna að ekki væri leyft að slá niður tjöldum á þessum staðnum og hinum. Ferðahugur sækir að fólki þegar hvitasunna er nefnd, og þeir sem eiga Þingvöll, Laugarvatn og Þórsmörk minna á hátiðina með þvi að auglýsa í útvarpi að almenningur skuli halda sig sem fjarst frá þessum stöðum. Þangað á hann ekkert erindi. í kvöldfréttum útvarps á fimmtudag tilkynnti fjármála- ráðuncytið að einhverjir aðilar, sem falin hefur verið forsjá unglinga milli tektar og tvítugs, hafi pantað að útsölur áfcngis- verslunarinnar, sem er sósíalskt fyrirtæki, yrðu hafðar lokaðar á föstudag. Talin var hætta á að þangað slæddust viðskiptavinir og eðli málsins samkvæmt var sjálfsagt að loka. Reiðilestur um þetta hefur þegar birst í Tíman- um, og svar Halldórs frá Kirkju- bóli er væntanlegt þegar þetta er skrifað. Þegar búið var að loka áfeng- inu og löndum austan heiða skyldi maður ætla að svallfengn- um unglingum félli allur ketill í eld og mundu láta duga að fara i kírkju á hvitasunnunni. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Nokkrir þeirra fjölmiðla, sem telja þjónustu við almenning vera höfuðskyldu sína, og voru þá rikisfjölmiðlar i fararbroddi, bentu á, að þar sem austurleið væri lokuð hlytu nú allir sem vettlingi gætu valdið að skunda vestur á land. í sjónvarpsfréttum á föstudagskvöld var kiríilega tilkynnt, að straumurinn lægi i Borgarfjörð, sennilega að Húsa- felli. Og viti menn. Nú vissu allir hvert straumurinn skyldi liggja. [ Ötulir fréttamenn sáu um að þjóðin fengi sem besta vitneskju um hvað fram fór á Húsafelii yfir hvitasunnuhelgina. Bóndinn á Húsafelli var jafntiður gestur i fjölmiðlum og Sigurður Þórarins- son hér á árum áður, þegar náttúruhamfarir geisuðu í öllu sínu veldi. Skýrt var frá að 800 eða 1200 manns væru komnir i Borgar- fjörðinn og margir hefðu tjaldað. Og rúsinan i hverjum fréttatíma var þegar spurt var, hvort ölvun væri mikil hvort hún væri áber- andi, hvort nóg vín væri til. Á hvaða aldri eru fyllibytturnar. Frægustu flugvél á íslandi var flogið upp að Húsafelli með tilheyrandi liði tæknimanna og fleiri og þar var filmað og þar var spurt. Svörin hæfðu spurningun- um eins og vera ber. Og svo var sjónvarpið. Ungur maður sofandi við tjaldskör og aðrir ungir menn gengu um með flösku i höndum. Rætt var við ungt par og hélt hvorugt um flösku. Unga parið hafði brugðið sér upp að Húsa- felli til að sýna sig og sjá aðra, aðallega jafnaldra sína. Heldur bragðdauft sjónvarpsefni, en engu siður reglulega ánægjulegt. Strákarnir undir regnhlífinni reyndu að vera svolítið fullir, svona af þvi að það tilheyrði, en einhvern veginn hafði maður á tilfinningunni að þeir væru fullt eins allsgáðir og leiðangurinn, sem gerður var út til að sýna öllum landslýð hvað þeir væru að aðhafast. Allt fram á mánudag eimdi eftir af umbrotunum á Húsafelli i fjölmiðlum. Aðalfréttirnar voru hvort einhverjir hefðu verið full- ir, skilmerkilcga var tilgreint að fundist hefðu tómar flöskur eftir að unga fólkið lagði af stað til sins heima o.s.frv. Væntanlega birtast í dag breið- siður í blöðunum af myndum frá Húsafelli. Varla mun blaðstjór- um þykja neinn veigur í öðru myndaefni enþyí sem sýnir ungt og myndarlegt fólk veifa flöskum og gretta sig framan í Ijósmyndar- ana. Annað telst tæplega frétt- næmt. Engum getum skal að þvi leitt hve margir af þeim 800 eða 12oo ungmennum, sem smalað var saman á Húsafelli um hvítasunn- una hafa drukkið frá sér vit og rænu, og hve margir hafa hreint ekki drukkið neitt og verið alls- gáðir alla hvítasunnuna, jafnvel i Borgarfirðinum. Vonandi eru öll ungmennin nú kominn til sinna starfa og timburmennirnir liðnir hjá, ef einhverjir eru. Þessi fjölmiðlahátíð á Húsa- felli er ekkert einsdæmi. Það hefur lengi verið leiður siður allra fjölmiðlanna að skipuleggja fyrir- fram einhverjar meira og minna imyndaðar drykkjuhátiðir ungl- inga, beina þeim á tiltekna staði og velta sér síðan upp úr frásögn- um og myndum af þeim sem verst láta. Þetta er ókurteisi við ungt fólk og er mál að linni. Oddur Ólafsson HT mBm %y ■, B; ritstjórnarfulltrúi skrifar SEmmm Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboð- um í eftirfarandi: RARIK-82033. Fjórðungsstöð í Stykkis- hólmi, grunnur, lagnir og gólfplata. RARIK-82034. Fjórðungsstöð í Stykkis- hólmi, reising. Utboðin eru vegna byggingar birgða-og verkstæðishúss, 390m2 að flatarmáli. Hús- ið er með límtrésgrind á steyptum grunni. Seinna verkið miðast við að skila húsi fokheldu. YerkIok:RARIK-82033:30. júlí 1982 RARIK-82034:18. sept. 19820 Opnunardagur: Mánudagur 21. júní 1982 kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um er þess óska. Útboðsgögn verða seld frá og með föstudegi 4. júní 1982 á skrifstofum Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, og að Austurgötu 4, 340 Stykkishólmi. Verð útboðsgagna: RARIK-82033 150 kr. hvert eintak. RARIK-82034 150 kr. hvert eintak. Reykjavík 2. júní 1982 Rafmagnsveitur ríkisins. ^Bilasala*Bilaleigay 13630 19514 Sveit Tvíburadrengir, 12 ára, óska eftir að komast á gott sveita- heimili í sumar. Upp lýsingar í síma 96-73764. ÉG BYRJAÐI 1.OKTÓBER — ÞETTA ER EKKERT MÁL V ||UI^ERDAR Umboðsmenn Tímans Norðurland Staður: • livammstangi: lUönduós: Skagastrgnd: Sauðárkrqkur-: Siglufjörður: Ólafsfjörður: Iíalvik: Akureyri: h i Húsavik: Uaufarhöfn: Þórshöfn: Nafn og heimili: Eyjólfur Eyjólfsson Olga óla Bjarnadóttir, Arbraut 10 Arnar Arnarson Sunnuvcgi 8 Guttormur Óskarsson, Skagfirðingabr. 25 Friðfinna Simonardóttir, Aðalgötu 21 Skúli Friðfinnsson, Aðalgötu 48 Brynjar Friðleifsson, Asvegi 9 Viðar Garðarsson, Kambagerði 2 Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53 Arni Heiðar Gylfason, Sólvöllum Kristinn Jóhannsson. Austurvegi 1 Simi: 95-1384 95-4178, 95-4646 95-5200 95-5144 »6-81157' FIMMTGDAGUR 3. JÚNÍ 1982 Kvikmyradir Sími78900 Morðhelgi (Death Weekend) Þaö er ekkert grin aö lenda i klón- um á þeim Don Stroud og félög- um, en þaö fá þau Brenda Vacc- aro og Chuck Shamata aö finna fyrir. Spennumynd i sérflokki. Aöalhlutverk: Don Stroud, Brenda Vaccaro, Chuck Sha- mata, Richard Ayres lsl. texti. Bönnuö innan 16 ára Sýnd kl. 5' 7' »• 11 AC/DC I Nú gefst ykkur tækifæri aö vera á hljómleikum meö hinum geysi- [ vinsælu AC/DC og sjá þá félaga Angus Young. Malcolm Young, Bon Scott, CUff Williams og Fhil Rudd Sýnd kl. 5, 7, 11.15 Átthyrningurinn (Thc Octagon) The Octagon er ein spenna frá upphafi til enda. Enginn jafnast á viö Chuck Norrisi þessari mynd. | Aöalhlutverk: Chuck Norris Lee Van Cleef Karen Carlson I Bönnuö börnum innan 16. I lsl. texti. Sýnd kl. 5, 11 Grái fiðringurinn (Middle age Crazy) [ Marga gifta karlmenn dreymir I um aö komast i ,,lambakjötiö” og skemmta sér ærlega, en sjá svo aö heima er best. Frábær grinmynd. | Aöalhlv.: Bruce Dern Ann-Margret Graham Jarvis lsl. texti Sýnd kl. 5, 7, |The Exterminator [ (GEREYOANDINN)___ The Exterminator er framleidd af Mark Buntzman og skrifuö og stjórnaöaf James Cilckenhaus og fjallar um ofbeldi i undirheimum New York. Byrjunaratriöiö er eitthvaö þaö tiikomumesta staö-r gengilsatriöi sem gert hefur Ver- iö. Myndin er tekin i Dolby sterio og sýnd I 4 rása Star-scope Aöalhlutverk: Christopher George Samantha Eggar Roberl Ginty tsl. texti. | Sýnd kl. 5, 7, 11 20 ' Bönnuö oornum innan 16 ára. Nýjasta Paul Newman myndin Lögreglustöðin í Bronx Bronx hverfiö I New York er 1 Unemt. Þaö fá þeir Paul Newman og Ken Wahl aö finna fyrir. Frábær lögreglumynd Aöalhlutv. Paul Newman, Ken Wahl, Edward Asner Bönnuö innan 16 ára lsl. texti Sýnd kl. 9 Framisviðsljósið (Being There) Grínmynd i algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék I, enda fékk húntvenn óskarsverölaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas, Jack Warden. islenskur textl. | Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.