Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 1
„Helgarpakkinn” fylgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 4. júni 1982 124. tölublað - 66. árg. ■ „Það verður eingöngu um neyð- arþjónustu að- ræða eftir miðnætti í nótt, það er að segja útsendingu veðurfregna og neyðartilkynninga.” sagði Þórir Steingrimsson, tækni- maður útvarps i viðtali við Tímann í gærkvöldi, en á miðnætti síðast- liðnu hættu 16 tæknimenn útvarps störfum vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag á milli þeirra og fjármálaráðuneytisins um bætt kjör tæknimanna. . Jón Sigbjörnsson, deildarstjóri tæknideildarinnar sagði blaðamanni Tímans í gær að þeir fjórir starfs- menn tæknideildarinnar sem eftir yrðu, myndu ekki geta haldið uppi öðrum útsendingum en þeim sem Þórir nefndi hér að ofan. Fulltrúar tæknimanna sögðu i gær að viðræðurnar við ráðuneytismenn hefðu siglt í strand sl. þriðjudag vegna þess að ráðuneytismenn vildu ekki ræða mál tæknimannanna sér- staklega, heldur sérkjarasamning Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins i heild. Sögðu þeir að kröfum þeirra um fimm flokka hækkun hefði ekki einu sinni verið svarað. Þorsteinn Geirsson, skrifstofu- stjóri fjármálaráðuneytisins tók í sama streng, þvi hann sagði: „Við erum i sjálfu sér ekkert að ræða við tæknimenn útvarpsins sem slika, heldur erum við að ræða við samn- inganefnd Starfsmannafélags Ríkis- útvarpsins.” Sagði Þorsteinn að næsti fundur með samninganefndinni yrði um miðja næstu viku, og þá myndi ráðuneytið leggja fram tilboð um nýjan sérkjarasamning við Starfs- mannafélag Rikisútvarpsins. - AB. ■ Ástvaldur Kristinsson, tæknimaður útvarps verður líklega fjarri tökkum og tólum tæknideildarinnar i dag, Sjá nánar bls. 5. því hann ásamt 15 starfsbræðrum sinum gekk út á miðnætti siðastliðnu. - Timamynd: Róbert. Raquel Welch — bls. 2 f New York — bls. 4 Kosið r Svíþjóð — bls. 7 — nema veður fréttir og neyð artilkynningar Heimilis- Tfminn: Verð- könnun — bls. 10 Líkur á samkomulagi í Yfirnefnd með fulltrúum kaupenda og oddamanni: FISKVERDSHÆKKUNIN A BILINU 10-11%? ■ Líkur munu nú taldar á þvi að niðurstöðu sé að vænta um fiskverðsákvörðun. Samkvæmt heimildum Timans er búist við að fiskverð verði ákveðið með at- kvæðum fiskkaupenda og odda- manns og að hækkunin verði nokkuð áþekk hækkun verðbóta- vísitölu, eða á bilinu 10 til 11%. FundurYfimefndar á að hefjast nú kl. 10 fyrir hádegi i dag. Vegna minnkandi afla eru sjó- menn harðir á þvi að þeir eigi að fá meiri hækkun, en tregða mun hjá mönnum að fallast á þau rök, þar sem þeir hafi ekki viðurkennt að þeir ættu að fá minni hækkanir þegar afli hefur aukist. Má búast við að þetta geti orðið nokkuðstormasamt, þar sem sjó- menn munu hafa á orði að sigla bara i land. Boðað og yfirvofandi allsherjarverkfall landverkafólks mun hins vegar minnka slagkraft- inn í þeim hótunum, þar sem ekki er annað sýnt en togararnir stöðvist að meira eða minna leyti nú um helgina hvort eð er.- HEI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.