Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 fréttir Adeins um neydarþjónustu utvarps að ræða: / DEILfl, TÆKNIMANNA, UTVflRPS OG RAÐUNEYTISINS I NNIIT — 16 tæknimenn hættu störfum á miðnætti í nótt ■ „Það verður ekki mikil starfsemi sem hér getur farið fram, eftir miðnætti, þegar tæknimennimir era gengnir út,“ sagði Jón Sigurbjöms- son, deildarstjóri tæknideildar út- varpsins, er blaðamaður Tímans hitti hann að máii í útvarpshúsinu í eftirmiðdaginn i gær. „Það eru 16 menn sem hætta, þannig að hér verða eftir fjórir menn í deildinni: deildarstjóri, varadeild- arstjóri, verkfræðingur og einn tæknimaður. Það segir sig sjálft að þessir menn geta ekki haldið uppi útsendingum,“ sagði Jón jafnframt. Blaðamaður Tímans hitti jafn- framt að máli i tæknideild útvarpsins tæknimennina Þóri Steingrímsson, Ástvald Kristinsson og Runólf Þorláksson, en þeir hafa setið samningafundi fyrir hönd tækni- manna útvarpsins með fulltrúum fjármálaráðuneytisins. Þeir voru að þvi spurðir, um hvers konar útsendingar yrði að ræða hjá útvarpinu eftir að tæknimennirnir 16 hefðu hætt störfum. „Verður eingöngu um neyðarþjónustu að ræða” „Við vorum að enda við að bjóðast til þess að sinna neyðarþjón- ustu, þ.e.a.s. að útvarpa veðurfrétt- um og neyðartilkynningum, þannig að þetta verður ósköp svipað og þegar verkfallið var hjá B.S.R.B. á sinum tíma.” - Á hverju strönduðu samninga- viðræður helst? „Þegar menn voru búnir að ræða þessa hluti fram og aftur, þá vildu fulltrúar ráðuneytisins ekki ræða okkar mál lengur, heldur vildu þeir snúa sér að þvi að ræða sérkjara- samning starfsmannafélagsins í heild, en starfsmannafélagið er ekki tilbúið í slikar viðræður fyrr en í fyrsta lagi um miðjan þennan ■ í gær var starfsfólk að störfum í öllum herbergjum tæknideildar, en ef að líkum lætur, eru herbergin tóm i dag. Hér eru þau Áslaug Sturlaugsdóttir og Magnús Hjálmarsson við vinnu sina. mánuð. Okkar kröfum um launa- flokkahækkanir og samræmingu á kjörum við kjör annarra rafeinda- virkja i landinu hefur ekki enn verið svarað. Það má þvi segja að enn beri alit á miiii aðiía í þessarí 'deilu.” Tr/>' ■ Þórir Steingrímsson og Runólfur Þorláksson tæknimenn útvarps sögðu í gær í viðtali við Timann að frá og með deginum i dag yrði einungis um neyðarútsendingar útvarps að ræða. „Erum ekki ad ræða við tækni- menn útvarps” — segir Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri f jármálaráðu - neytisins, „heldur við samn- inganefnd Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins” ■ „Við eram i sjálfu sér ekkert að ræða við tæknimenn útvarpsins sem slika, heldur erum við að ræða við samninganefnd Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins, og tæknimenn ciga auðvitað aðild að þeirri samninga- nefnd, eins og aðrir starfsmenn Rikisútvarpsins,” sagði Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri fjármála- ráðuneytisins í viðtali við Timann i gær, þegar hann var að þvi spurður hvort fulltrúar ráðuneytisins myndu ekki flýta næsta fundi, þar sem Ijóst væri að tæknimenn útvarpsins myndu hætta störfum á miðnætti ■ gær. Aðspurður um það hvers vegna ráðuneytið væri svona hart á þvi að vilja ekki ræða sérstaklega við tæknimenn, heldur starfsmannaféltg- ið í heild, fyrst samið hefði verið sérstaklega við sjúkraliða, sem eru jú félagar i S.F.R. sagði Þorsteinn: „Við ræddum við félagið um sjúkra- liðana, en ekki beint við þá. Við gerðum ekki samning við sjúkraliða, heldur Starfsmannafélag ríkisstofn- ana vegna sjúkraliða, og Hjúkrunar- félag íslands vegna hjúkrunarfræð- inga, þannig að hér er ekki um neina breytingu að ræða á afstöðu okkar.” Þegar það var borið undir Þorstein hvort ekki væri allt útlit fyrir það að útvarpslaust yrði a.m.k. næstu vik- una, því næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en um miðja næstu viku sagði Þorsteinn: „Það vil ég nú ekki segja. Mér skilst nú að það séu ekki allir tæknimenn útvarpsins sem hafa sagt upp störfum. Ég myndi nú draga þá ályktun að eitthvað gætu þeir sem eftir verða gert.” Þorsteinn sagði jafnframt að full- trúar ráðuneytisins myndu á fundin- um i næstu viku leggja fram tilboð um nýjan sérkjarasamning Starfs- mannafélags Rikisútvarpsins í heild, en ekki taka tæknimennina sérstak- lega. Þorsteinn vildi ekki tjá sig um efnisatriði þessa tilboðs. - AB. Tímamyndir: Róbert. Næsti fundur um miðja næstu viku - Hvert verður þá næsta skrefið í þessari deilu? „Fulltrúar ráðuneytisins hafa boð- að til fundar um miðja næstu viku, og segjast þeir þá ætla að leggja ein- hvers konar tilboð fyrir starfsmanna- félagið i heild, en sennilega verður starfsmannafélagið ekki tilbúið til þess að meta slíkt tilboð þá, því það verður að líkindum ekki sjálft tilbúið til þess að leggja fram kröfur fyrr en um miðjan mánuðinn.” - Hver er helsti rökstuðningur ykkar fyrir kröfum ykkar um 5 launaflokka hækkun? „Það eina sem við förum fram á er aðviðifáum samberileg laun og aðrir rafeindavirkjar i landinu og við byggjum þessar kröfur á samningi sem sömu menn í fjármálaráðuneyt- inu hafa gert við stéttarfélag rafiðn- aðarmanna, en launamunurinn, sem felst í þeim samningi frá okkar kjörum er á bilinu 15 til 30%.” - Nú ætluðuð þið að hætta störfum 1. júni. en hættuð svovið það - hvers vegna? „Það fór i rauninni ekkert að gerast í málinu fyrr en siðastliðinn föstudag, en þá var haldinn mjög jákvæður fundur. Við féllumst þvi á að fresta þvi að uppsagnir okkar kæmu til framkvæmda, en útúr fundinum í fyrradag kom hins vegar minna en ekkert, og nýr fundur ekki boðaður i bráð, þannig að við sáum okkur ekki fært að fresta aðgerðum frekar. Það er alveg ljóst af afstöðu fjármálaráðuneytisins að fulltrúar þess vilja ekki semja við okkur eina, eins ogþeir gerðu t.d. við sjúkraliða, sem er hópur innan S.F.R. Þar er um grundvallarbreytingu að ræða, sem i raun og veru hindrar að hægt sé að halda áfram viðræðum.” Tæknimennirnir lögðu áherslu á að þó að hér væri um uppsagnir þeirra að ræða, þá væri því ekki fyrir að fara að þeir vildu losna frá Ríkisútvarpinu - hér væri um hreina kjarabaráttu að ræða, þar sem aðrar leiðir hefðu ekki reynst færar. Starfsmannafélagið lýsir yfir fullum stuðningi við tæknimenn í eftirmiðdaginn i gær var haldinn fundur hjá Starfsmannafélagi Rikis- útvarpsins og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Starfsmannafélag útvarpsins lýsir yfir fullum stuðningi við tæknimenn í kjaradeilu þeirra. Nú er svo komið að tæknimenn útvarps sjá sér ekki fært að stunda störf sin hjá útvarpinu og taka uppsagnir þeirra gildi ■ föstudaginn 4. júni. SRÚ harmar það að samningavið- ræður hafa ekki leitt neitt það i ljós er kann að vera grundvöllur fyrir þvi að tæknimenn vinni áfram. Samn- inganefnd, stjórn og trúnaðarráð SRÚ tók tilboði fjármálaráðuneytis- ins um sérkjaraviðræður. í þeim hefur verið lögð áhersla á að hálfu SRÚ að deilumál tæknimanna verði leyst hið fyrsta og siðan gerðir heildar sérkjarasamningar fyrir fél- agið. í þessu efni minnir SRÚ á slik vinnubrögð fjármálaráðuneytisins i samningum SFR fyrir hönd sjúkra- liða. Fjármálaráðuneytið hefur hafnað þeirri ósk. Þvi sjá tæknimenn sér ekki fært að vinna áfram og lýsir félagið fullum skilningi á þeirri afstöðu. SRÚ litur svo á að aðrir, innanhúss og utan, geti ekki gengið inn í störf og stöður tæknimanna, hvorki við upptökur eða útsendingar efnis. SRÚ telur ekki rétt að skipa þeim sem' eftir vinna á tæknideild að sinna útsendingu efnis, enda hafa þau störf ekki verið i höndum þeirra fáu sem eftir vinna. Starfsmanna- félagið leggur áhcrslu á við fjármála- ráðuneytið að taka þcgar í stað upp viðræður á þeim grundvelli sem áður var lýst og fordæmi er fyrir undan- farna daga í samningum við önnur félög.” -AB. ss 75 ÁRA j í tilefni 75 ára afmælis Sláturfélags Suðurlands er félagsmönnum þess ásamt mökum hér með boðið til eftirtalinna samkoma: Miðvikudaginn 9. júní að Fólkvangi, Kjalarnesi Félagsmenn S.S. í GuIIbringu- og Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu Laugardaginn 12. júní að Hvoli, Hvolsvelli Félagsmenn S.S. í Rangárvallasýslu Sunnudaginn 13. júní að Hótel Eddu, Klaustri Félagsmenn S.S. í V-Skaftafellssýslu Mánudaginn 14. júní að Flúðum, Hrunamannahreppi Félagsmenn S.S. í Árnessýslu Allar samkomumar verða kl. 16:00 Verið velkomin 18:00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.