Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 ítitwm 7 ■ Verður Olaf Palme af stjórnarforustunni? Fá umhverfismenn úrslitavaldið? Spennandi kosningabarátta hjá Svíum ■UM MIÐJAN september fara fram þingkosningar i Sviþjóð. Skoðanakannanir hafa bent til þess um allla'ngt skeið, að sósial- demókratar fá hreinan meirihluta á þingi eða meirihluta með kommún- istum, sem veittu ríkisstjóm þeirra óumbeðið hlutleysi áður en borgara- legu flokkamir svonefndu komust til valda fyrir sex ámm. Síðasta skoðanakönnunin, sem birt hefur verið i Svíþjóð, bendir hins vegar til þess, að Olof Palme sé ekki eins sigurviss og hingað til hefur verið talið. Þessi könnun var birt í Dagens Nyheter á hvitasunnudag og var framkvæmd fyrir blaðið af sérstakri stofnun, sem annast skoð- anakannanir. Könnunin fór fram á timabilinu 19. apríl til 12. maí og náði til 900 kjósenda. Niðurstaða hennar varð sú, að sósialdemókratar myndu að likindum fá 45.5% greiddra at- kvæða, ef kosið hefði verið þá, en hefðu samkvæmt könnun í febrúar að líkindum fengið 48%, ef kosið hefði verið þá. Kommúnistar hefðu að likindum ekki fengið nema 3% greiddra atkvæða, ef kosið hefði verið i maí, og þvi engan þingmann kjörinn, en lágmarkið er að flokkur fái 4% greiddra atkvæða. í febrúar hefðu kommúnistar að likindum fengið 4.5% greiddra atkvæða ef kosið hefði verið þá. Fylgi sósíalísku flokkanna hefur samkvæmt þessu minnkað saman- lagt um 4% af heildaratkvæðamagn- inu siðan í febrúar. Haldi slík þróun áfram í einhverjum mæli, er með öllu óvist hvort Palme endurheimt- ir stjórnarforustuna. HINIR svonefndu borgaralegu flokkar hafa heldur bætt stöðu sína, en of litið til þess að þeir fái fleiri þingmenn en sósíaldemókratar. Sam kvæmt niðurstöðum áðurnefndrar könnunar hefðu þ'eir að likindum fengið samanlagt 42% greiddra at- kvæða, eða íhaldsflokkurinn 23,5%, Miðflokkurinn 12% og Frjálslyndi flokkurinn 6.5%. Þetta myndi þó ekki hafa tryggt sigur sósíaldemókrata, því að sam- kvæmt könnuninni var nýr flokkur kominn til sögu, sem hefði fengið úrslitavaldið á þinginu. Þetta var flokkur umhverfisvemdarmanna, ■ Lars Werner formaður flokks sænskra kommúnista, en samkvæmt siðustu skoðanakönnun fá þeir eng- an þingmann kosinn. Miljöpartiet, en það hefði að lík- indum fengið hvorki meira né minna en 7%, ef kosið hefði verið i maí. Samkvæmt þessu var það orðið stærra en bæði Frjálslyndi flokkur- inn og Kommúnistaflokkurinn. Kristilegi flokkurinn hefði fengið ,1.5% og aðrir smáflokkar 1%. Hér eru ekki taldir með þeir, sem ekki svöruðu spumingunni, en þeir vom ekki nema 3.5% þeirra, sem spurðir vom. Könnunin fór þannig fram, að farið var heim til þeirra, sem höfðu verið valdir eftir sérstök- um reglum til að svara spurningunni. Spumingin var á þessa leið: Hvaða flokkur fellur þér bezt? Það þótti of persónulegt að spyrja menn beint, hvaða flokk þeir myndu helzt kjósa, en af svarinu má í flestum tilfellum draga þá ályktun hvemig viðkomandi myndi greiða atkvæði i kosningum. Haldi Miljöflokkurinn eða Um- hverfisflokkurinn svipuðu fylgi i næstu könnun, mun það mjög auka spennuna i kosningabaráttúnni. Keppinautar hans telja það geta orðið honum að falli, þegar til kosninga dregur, að hann mun ekki lýsa yfir þvi fyrir kosningamar, hvort hann muni heldur styðja stjórn sósíaldemókrata eða borgara- legu flokkanna, ef hann fær úrslita- valdið í þinginu. Flokkurinn segist ekki ákveða það fyrir kosningar, heldur ráðist það af viðræðum eða samningum við flokkana eftir kosningar. Hann muni láta málefni ráða endanlegri afstöðu sinni, og þá framar öðru umhverfis- málin. Þá lýsir hann yfir því, að hann telji sig hvorki til hægri eða vinstri, því að ekki sé hægt að draga umhverfis- málin 1 slika dilka. FLOKKUR umhverfismanna var stofnaður á síðastliðnu ári og hefur enn aðeins bráðabirgðastjórn. For- maður hefur ekki verið kjörinn. Þeir, sem eiga sæti i bráðabirgða- stjórninni, skiptast á um að kalla saman fundi. Þá er starfandi sérstakt fulltrúa- ráð í flokknum og mun það halda fund 2.-4. júlí í Falun. Þar verður endanlega gengið frá stefnuskrá flokksins eða ákveðin þau málefni, sem hann mun leggja mesta áherzlu á i kosningabaráttunni. Flokkurinn virðist einkum sækja fylgi sitt til tveggja hópa. í öðmm hópnum eru óánægðir kjósendur. I fyrri hópnum er að finna ýmsa, sem hafa áður fylgt Miðflokknum eða Frjálslynda flokknum. Óánægðir kjósendur, sem hallast að honum, hefðu sennilega fylgt sósialdemó- krötum að öðrum kosti. Þannig hefur hann dregið fylgi frá báðum aðalfylkingunum. Hiðaukna fylgi hans gæti stuðlað að því að ekki myndaðist tveggja flokka kerfi i Svíþjóð, eins og margir vom farnir að spá, sökum vaxandi fylgis sósial- demókrata og hægri flokksins um skeið, en fylgisaukning sósialdemó- krata virðist nú stöðvuð og hægri flokkurinn hefur staðið í stað það sem af er þessu ári. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Mitterrand ræðast við ■ Reagan forseti Bandarikj- anna ræddi í gær við Mitterrand Frakklandsforseta og bar Falk- landseyjadeiluna þar á góma. Á fundi sem Haig utanríkisráð- herra boðaði til, upplýsti hann að leiðtogarnir hefðu skorað á báða deiluaðila að leiða deiluna til friðsamlegra lykta sem fyrst og hafa sáttatillögur Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi, en i þeim er gert ráð fyrir brott- flutningi alls argentinsks herliðs frá Falklandseyjum. Margaret Thatcher hugðist halda til Parísar í dag í því skyni að eiga viðræður við Reagan forseta og skýra sjónarmið Breta í deilunni um Falklandseyjar. Þá mun hún sitja fund leiðtoga helstu iðnríkja í Evrópu og Japana um efnahagsmál. Argentínu- menn ákveðnir að berjast ■ Argentínumenn virðast stað- ráðnir i að verjast í Port Stanley til hinsta blóðdropa og sagði yfirmaður flughers Argentínu í gær að orustan um Port Stanley myndi ráða úrslitum i striðinu. Kvaðst hann vongóður um hag- stæð endalok þeirrar baráttu. ■ Argentinumenn bíða nú eftir atlögu Breta að Port Stanley. Flugmiðum dreift yfir Port Stanley ■ Breskar flugvélar vörpuðu í gær dreifimiðum yfir stöðvar Argentinuhers í Port Stanley, þar sem hermennirnir voru hvatt- ir til uppgjafar og þeim heitið matvælum og læknishjálp verði þeir við þessum tilmælum. Þá er i dreifimiðunum bent á yfirburða- stöðu Breta á eyjunum og menn hvattir til að stofna ekki til ónauðsynlegs blóðbaðs. Dómar kvednir upp yf ir upp- reisnarmönnum ■ Dómur var kveðinn upp i gær yfir þeim mönnum sem stóðu að stjórnarbyltingartilrauninni á Spáni i fyrra. Hljóðuðu þyngstu dómarnir upp á 30 ára fangelsi. Voru það þeir Antonio Molina lögregluforingi sem tók spænska þingið herskildi og Del Bosch, herstjóri í Valencia, sem hafði herlið til reiðu vegna valdaráns- ins, sem hlutu þessa þyngstu dóma. Alfonso Ármana, hers- höfðingi, sem talinn var hafa lagt á öll helstu ráðin, hlaut aðeins sex ára fangelsi. 29 aðrir herforingjar og einn almennur borgari hlutu eins til sex ára fangelsi. Forsætisráðherra Spánar Calv- os Otello, hefur gagnrýnt hve væga dóma flestir sakborning- anna hlutu, en herforingjar, sem stjórnuðu herliði innan þinghúss- ins i 17 stundir samfleytt voru margir sýknaðir. ETCEVIT LAUS ÚR HALDI ■ Buletn Etcevit, fyrrum for- sætisráðherra Tyrkja, var í gær leystur úr varðhaldi, þar sem hann hefur setið i sjö vikur. Var þetta að kröfu forseta dómstóls i Ankara. Etcevit hefur verið fyrir- boðið að skipta sér af stjórnmál- um eftir að hann er frjáls. Hann var borinn ýmsum þungum sök- um af herforingjastjórninni, eftir að hann var settur af, en hefur staðfastlega neitað þeim öllum...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.