Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 19 Byggt og búið fgamla daga - 347 m m, i,- ■ Gömul handkvöm, svipuð þeirri á Hámundarstöðum. Danslag, reiðlag, vinnusöngur og fundið fé! ■ „Marga stund ég undi einn, undrast læk og blómin“. Blómabrekkan er mér í ljósu barnsminni og enn heyri ég i huganum niðinn í Reistaránni, þytinn v fossunum, undan sunn- anátt og dyninn i kornmyllunni rétt sunnan og neðan við bæinn. Á Hámundarstöðum stóðu aðeins veggir af korn- myllu milli bæjanna, en nú var malað í stórri, þungri kvöm inni í framhúsi og fengum við börnin oft þann starfa. Kyrjuðum við oft eyfirskan vinnusöng til léttis. „ Mala grjón, mala grjón í munninn á henni Skjaldarvík Skjaldarvík, Skjaldarvik!“ Hið síðasta margendurtekið, þegar kvömin var hrist, þ.e. hraðinn aukinn til að tæma hana. Lagið man ég enn, en vinnusöngvar munu hér fágætir. Sem barn fór ég á samkomu á Hjalteyri með foreldrum minum. Eftir ræðu og tombólu hófst ballið. Stór, vörpulegur maður lék á harmóniku fyrir dansinum og alltaf sama lagið, bara breytt um takt, eftir því hvaða dans var stiginn! Þetta lag ómar í eyrum mér enn i dag. Svo var það reiðlagið: Ég stóð úti á hlaði á Reistará og starði á riðandi mann á veginum fyrir neðan. „Af hverju situr maðurinn svona á hestinum“ kall- aði ég til mömmu. „O, þetta er bara hann Ellindur gamli og hefur fengið sér neðan í því,“ var svarið. Karlinn sneri nefnilega öfugt og hélt sér í reiðann, en klárinn rataði heim, lötraði i hægðum sínum. Sumarmorgun vaknaði pabbi við hávaða i eldhúsinu. Kom þar í ljós sami karlinn. Hann sat hátt upp á eldhúsbita og komst ekki niður! Bærinn hafði verið lokað- ur, en karl skreið upp á þak og smokkaði sér niður um viðan, toifhlaðinn strompinn! Dimmt haustkvöld var komið við útidyralinkuna á Reistará, en ekki barin þrjú högg eins og venja var. Pabbi opnaði og sá djarfa fyrir manni i myrkrinu. Rétti gesturinn fram samanlagða lóf- ana, auðsjáanlega með eitthvað i lúkunum og baðst gistingar draf- andi röddu, kvað langt heim út á Strönd. Lófar mannsins reyndust fullir af grænsápu í gauðrifn- um umbúðum. Hann var að koma úr kaupstaðarferð til Akur- eyrar, en hafði týnt hestum og vamingi út í myrkrið. Morguninn eftir fundust hestarnir og mestall- ur farangurinn á við og dreif, þvi að snarast hafði af klyfja- hestinum. Þegar vínbann var | leitt i lög, gerðist þessi og fleiri drykkjumenn nýtir borgarar. Oft er mjög snjóþungt á Ár- skógsströnd, ekki síst fram á Þorvaldsdal. Snjóavetur fennti þar bæinn Kúgil i kaf og taldi bóndinn, Jón Einarsson, 27 þrep upp á skaflinn, er hann gróf sig út eftir stórhriðina. Fornar dysir finnast alloft, ogl stöku sinnum fésjóðir. Unglings- stúlka, Soffia Jóhannsdóttir, var að reka kýr og tina ber sunnan við Hádegishólinn á Hellu, nokkru fyrir aldamót. Finnui [ hún þá í blásinni hrísþúfu ein- kennilegar plötur og lætur nokkr- ar i pilsvasa sinn. Heimamenn I töldu þetta forna peninga, en aldrei fann Soffia þúfuna aftur, j þrátt fyrir leit. Soffia varð síðar húsfreyja á j Hellu, atkvæðakona, gerði t.d. út vélbátinn Hafrenning eftir lát manns sins. Fleiri sagnir ganga af | fundnu fé og beinum á Hellu. Kjúkur komu upp i þúfu á tún- inu um aldamótin. Kaupmaður fann gamla mynt við þæi og hirti. En um nóttina dreymdi hann mann, sem bað hann að skila sér peningunum sinum aftur. Ekki skeytti kaupmaður um það en sagði frá um morguninn. Draumamaður kom aftur næstu nótt og í þriðja sinn, þá byrstur mjög, svo Brandur þorði ekki annað en að grafa peningana hjá kjúkunum aftur. Á Hellu mun hafa verið hálf- kirkja og grafreitur á miðöldum. Uppi í Asmýri á Hámundarstöð- um fundum við í þúfu steinahólf | hálfhulið af mosa. Það var vel gert, steinarnir féllu nákvæmlega saman i niðurmjóu hólfinu. Ein- hverntima hefur eitthvað verið geymt í þessu hólfi, þó nú væri það tómt. Sérkennilegt er lika örnefnið Gullkeldusund út við Hámundarstaðaháls. Ingólfur Davídsson, skrifar: Elín Gróa Jónsdóttir Elín Gróa Jónsdóttir. fædd 24.11-1902 dáin 25.5-1982 Hvað er lifið? Hvað er lifið? Geigvæn gata, sem grúfir niðri dauðans skaut. Hvað er lifið? Leið að rata á Ijósa himindýrðar braut. Hvað er dauðinn? Deiling stranda dýrðar lands og timans straums, fylling vona, vor míns anda, vaka og ráðning lifsins draums. (Ólina Andrésdóttir) Hún „frænka“ er farin. Það má segja að hún hafi verið farin fyrir 1/2 til einu ári siðan. En þegar lífsstarf- inu lýkur er þá ekki best að fá að skifta um tilverusvið? Ég veit að þar var verið að undirbúa komu hennar i allan vetur, en við sem erum hér i efnisheimi skynjum timann á annan hátt en þeir sem í geðheimi búa. Elín Gróa Jónsdóttir hét hún „frænka“ og heitir, fædd 24. nóvem- ber 1902, elst 9 systkina frá Kambi í Reykhólasveit. 10 áreru liðin síðan amma mín fór frá okkur, Sesselja Stefánsdóttir og enn fleiri ár síðan hann afi fór, Jón Hjaltalín Brands- son. Elín frænka var gift Karli G. Magnússyni héraðslækni, fyrst á Hólmavik siðan í Keflavik, er hann líka farinn fyrir mörgum árum. Er BÆNDUR Eigum nokkrar UNIVERSAL 50 og 60 ha til afgreiðslu strax Þessar dráttarvélar hafa reynst mjög vel. öryggisgrindur eða öryggishús eftir vali kaupenda. UTB445 með Duncan húsi 50 ha Kr. 107.000,— m/ssk. > c o T- UTB 445 með grind 50 ha — 97.500,— — <■ z UTB 600 með Duncan húsi 60 ha — 116.000,— — > UTB600 með grind 60 ha — 107.000,— — i I ÖLL VERÐ ERU ÁÆTLUÐ OG HÁÐ BREYTINGUM. HAFIÐ SAMBAND VIÐ KAUPFÉLAGIÐ EÐA BEINT VIÐ OKKUR ég viss um að á móti henni hefur verið tekið með ástúð. Einn bræðra hennar Ólafur Jónsson hefur líka verið i hópnum. Man ég vel eftir „frænku“ í Keflavik, var gaman að heimsækja þau og fá að vera hjá þeim tíma og tíma. Karl var litrikur og skýr í bliki sínu, réttsýnn og hlýr. Hún var eins og hennar fólk, mikið blá - sem merkir tryggð og trausta manneskju, var alltaf gott að koma til hennar, örlát var hún og ágæt. Eftir að. hann hætti störfum fluttu þau hingað til Reykjavikur, bjuggu sér fallegt heimili i glæsilegu húsi á Ægissíðu 56, sem hann lét byggja, en honum varð því miður ekki lifs auðið, var burt kallaður 1957. Nú er þessi kapítuli á enda, eftir er dóttir þeirra Guðrún Sesselja Karlsdóttir og hennar böm, dóttir, sem ber nafn ömmu sinnar Elín Vigdís og sonur, Einar Karl, sem ber nafn afa síns. lifið heldur áfram. - Guð blessi þig „frænka" og þakka þér samfylgdina. Guð blessi ykkur sem eftir sitja. Erla Stefánsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.