Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 12
20 FÖSTUDAGUR 4. JÚNf 1982 4SSEL Kælitækjaþjónustan Roykjavikurvogi 62, Hafnarfirði, sími 54860. Önnumst alls konar nýsmíði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, frystikistum og öðrum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta. Sendum I póstkröfu um land allt Verkafólk Rangárvallasýslu Allsherjaratkvæðagreiðsla í stjórn og trúnaðar- mannaráð Verkalýðsfélagsins Rangæings fer fram laugardaginn 12. júní og sunnudaginn 13. júní. Kjörfundur verður á laugardag: í Kaffistofu Sunnu Hvolsvelli kl. 9-13, í Verkalýðshúsinu Hellu, kl. 14—18. sunnudag: í Verkalýðshúsinu Hellu kl. 9-13 í Kaffistofu Sunnu, Hvolsvelli kl. 14-18. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram í Verkalýðs- húsinu á Hellu, kl. 13-17, 9. 10. og 11. júní n.k. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn. stnmrtmHJUi HEYHLEÐSLUVAGNAR Stærðir: 24 rúmm. og 30 rúmm. Mikil sporvídd. Hagstætt verð. P ^ AnrviuLA-n Hverfisteinar Rafdrifnir hverfisteinar 220 volt. Steinninn snýst 120 snúninga á min. i báð- ar áttir. Verð kr. 1346.- m. söluskatti. Sendum hvert á land sem er. IVPTARA-OC VÉIAMÓAUSTAA Smiðjuvegi 54, Kópavogi. Sími 7-7740. íþróttir Afmælissigur hjá Fylki? — heil umferð í 2. deild á morgun ■ Fjórða umferðin í 2. deild fs- landsmótsins í knattspyrnu verður leikin á morgun. Einherjar, sem fram að þessu hafa ekki leikið nema einn leik og tapað honum, halda til Sandgerðis og leika við Reyni. Reynir hefur leikið þrjá leiki og hefur eitt stig. Hitt féiagið í 2. deild sem ekkert stig hefur hlotið, Þróttur Neskaupstað, fær Skallagrim i heim- sókn. Skallagrímur er ekki langt á undan, hefir aðeins eitt stig. Gæti orðið um hörkuleik að ræða. Þróttur Reykjavík, eina félagið sem er með fullt hús stiga, heldur til Húsavíkur og leikur gegn Völsungi. Völsungur er með einu stigi minna en Þróttur og gæti þvi skotist I efsta sætið með sigri i þessum leik. FH-ingar eiga að leika gegn Þór Akureyri í Hafnar- firði. Bæði þessi félög féllu úr 1. deild í fyrra. Fylkismenn hafa ef- laust fullan hug á því að gefa félagi sinu sigur gegn Njarðvík á 15 ára afmæli félagsins sem er á morgun. Allir leikirnir eiga að hefjast kl. 14 samkvæmt mótabók, en sá pappír vill nú bregðast eins og önnur krosstré. röp-. Þróttur með forystu á lofti á — í 2. deild — rauða spjaldið Akureyri ■ Njarðvíkingar, nýliðar i 2. deild i knattspyrnu, voru óheppnir að hljóta ekki bæði stigin er þeir sóttu Skallagrím heim á laugardaginn. Þórður Karlsson sóknarmaður í liði Njarðvikinga var heldur betur i sviðsljósinu. Hann skoraði fyrir Njarðvik úr vítaspymu en er Njarð- ..... ——á. Knattspymuskóli Vals — ókeypis þátttaka ■ f sumar verður ókeypis þátttaka í skólanum og stefnt er að auknu tómstundastarfi. Aðalleið- beinendur verða Claus Peter, þjálf- ari meistaraflokks.og Olafur Magn- ússon, iþróttakennari og mark- maður. Þjálfarar yngri flokka og leik- menn meistaraflokks munu að- stoða. Fyrsta námskeiðið verður frá 2. júni til 16. júní og næsta frá 18. júní til 2. júli. Þriðja frá 7/7-21/7. Hvert námskeið stendur i 2 vikur og má hver og einn mæta á fleiri en eitt ef pláss leyfir. Video-sýningar verða reglulega i félagsheimilinu og gefst þá þátttakendum kostur á að sjá sjálfa sig í fótbolta í sjónvarpi. Námskeiðin verða frá kl. 1-3 á daginn. Margt góðra gesta hefur boðað komu sina, m.a. atvinnumenn VALS. - ATH. knattspymuskólinn er bæði fyrir stelpur og stráka. Ekki þarf að tilkynna þátttöku aðeins að mæta, og skrá sig, en hámarksfjöldi er 30 í hverju námskeiði. Frekari námskeið verða tilkynnt síðar. Fylkir 15 ára — mikil afmælishátfd á morgun ■ Á morgun laugardag 5. júní verður Fylkisdagurinn haldinn i tilefni 15 ára afmælis félagsins. Hefjast hátiðar- höldin kl. 10:00 með Árhæjar- hlaupi, kl. 11:00 verður knattleikur milli drengjalandsliðsins og Fylkis. Kl. 13:30 verður skrúðganga austur Rofabæ að svæði félagsins. Þar verður hátiðin sett og fer þar fram handknattleikur, knattspyrna, fim- leikar, pokahlaup og reiptog. Kaffi- sala verður i Árseli frá kl. 15-18. Unglingadansleikur verður i Árseli kl. 20:00 og leikur þar hljómsveitin Condors og einnig verður diskótek. Um kvöldið er svo dansleikur i Rafveituheimilinu. Vonast félagið til að Árbæingar fjölmenni við hátíðarhöldin og geri daginn eftir- minnilegan. Víðavangshlaup ÚIA ■ Viðavangshlaup UlA var á Fá- skrúðsfirði annan i hvitasunnu í rigningarsudda, svo miklum að keppendur og áhorfendur vom orðnir all votir er keppninni lauk. Þá voru allir drifnir inn í gmnnskól- ann en þar biðu aldeilis frábærar veitingar sem fólk gæddi sér á meðan að verðlaunaafhending fór fram. Sigurvegaramir í hverjum flokki fengu farandbikara til varð- veislu í eitt ár og 3 efstu fengu verðlaunapening. Gefendur verð- launa vom frá Fáskrúðsfirði. Þrír efstu i hverjum flokki voru þessir: Stelpur 12 ára og yngri (1000) 1. Valborg Jónsd. Súlunni 4.01 2. Auður Sólmundsd. Súlunni 3. Linda Benediktsd. Súlunni Strákar 12 ára og yngri (1000) 1. Frosti Magnúss. Leikni 3.44 2. Bjöm Bjamason Leikni 3. Jónatan Vilhjálmss. Hnetti Telpur 13-14 ára (1500) 1. Lillý Viðarsd. Súlunni 6.20 2. Halldóra Hafþórsd. Súlunni 3. Jóna Magnúsd. Súlunni Piltar 13-14 ára (1500) 1. Sigurður Einarss. Leikni 5.34 2. Jóhann Jóhannss. Súlunni 3. Tjörvi Hrafnkelss. Austra Sv. og dr. 15-18 ára (2000) 1. Stefán Magnúss. Leikni 7.11 2. Arnar Jónsson Hugin S. 3. Kristinn Bjamason Súlunni Kvennaflokkur (1500) 1. Margrét Guðmundsd. Hnetti6.08 2. Þórdis Hrafnkelsd. Hetti 3. Vigdís Hrafnkelsd. Hetti Karlaflokkur (5000) 1. Bóas Jónsson Hugin S. 20.41 2. Aðalsteinn Aðalsteinss. Austra 3. Jón Ben Sveinsson Súlunni 86 keppendur vom skráðir til keppni og 47 af þeim luku henni. Verður þetta að teljast góð þátttaka ef litið er til síðustu ára en mikið vantar á að hlaupið nái þeirri reisn sem það þyrfti. vík fékk aðra vítaspymu þá brást honum bogalistin og skaut i þver- slána. Björn Jónsson skoraði mark Skallagríms einnig úr vítaspyrnu. Þróttur, Reykjavík hefur tekið stefnuna á 1. deildarsæti. Um helg- ina unnu þeir sinn þriðja sigur I jafnmörgum leikjum er þeir sigruðu nafna sína frá Neskaupstað 3-1. Sigurður Hallvarðsson, Daði Harð- arson og Baldur Hannesson skoruðu mörk Þróttar R. en Hörður Rafns- son skoraði mark Neskaupstaðar- manna. Kristján Kristjánsson Völsungi var rekinn af velli er Þór og Völsungur gerðu markalaust jafn- tefli á Akureyri í hörkuleik. Staðan í 2. deild er nú þessi: Þróttur R .... 3 3 0 0 8-1 6 Þór Ak .... 3 2 1 0 5-2 5 Völsungur .... 3 2 1 0 3-1 5 Fylkir .... 3 1 2 0 4-3 4 FH .... 2 1 1 0 2-1 3 Reynir .... 3 0 1 2 1-3 1 Skallagrímur .... 3 0 1 2 2-6 1 Njarðvík .... 3 0 1 2 3-6 1 Einherji .... 1 0 0 1 1-2 0 Þróttur N .... 2 0 0 2 1-4 0 Staðan ■ Fjórum umferðum er nú lokið í 1. deild Islandsmótsins í knattspymu og er staðan þessi: ísafjörður 4 2 118-55 Vestmannaeyjar ... 4 2 116-45 Breiðablik 4 2 117-65 KA 4 1 3 0 4-3 5 KR 4 1 3 0 2-1 5 Akranes 4 12 16-64 Vikingur 4 12 16-64 Valur 4 112 4-63 Fram 4 0 2 2 4-6 2 Keflavik 4 1 0 3 2-7 2 Urslit í 3. deild ■ Önnur umferð var leikin í 3. deild um síðustu helgi að visu varð að fresta tveimur leikjum, leik Sindra og Hugins og einnig leik HSÞ og KS. Urslit í öðmm leikjum urðu þessi: A-riðiIl ÍK - Víðir Haukar - Grindavik Selfoss - Víkingur Ó. Snæfell - HV B-riðiil Tindastóll - Magni Austri - Árroðinn 1-3 0-Ö 1-1 1-1 3-2 0-0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.