Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 78
54 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. varsla, 6. frá, 8. örn, 9. sönghóp- ur, 11. á fæti, 12. bolur, 14. nes, 16. snæddi, 17. kvabb, 18. sigti, 20. í röð, 21. flatormur. LÓÐRÉTT 1. strit, 3. samtök, 4. umhverfis, 5. að, 7. pedali, 10. stormur, 13. framkoma, 15. dugnaður, 16. kerald, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. vakt, 6. af, 8. ari, 9. kór, 11. il, 12. stofn, 14. skagi, 16. át, 17. suð, 18. mið, 20. mn, 21. agða. LÓÐRÉTT: 1. baks, 3. aa, 4. kringum, 5. til, 7. fótstig, 10. rok, 13. fas, 15. iðni, 16. áma, 19. ðð. Framleiðslufyrirtækið True North mun að öllum líkindum taka þátt í framleiðslu vík- ingamyndar sem Baltasar Kormákur er að hamast við að koma á koppinn. Leif- ur Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, hefur átt fundi með væntan- legum framleiðendum og Baltasars úti í Los Angeles að undanförnu. „Þetta lítur bara mjög vel út. Verk- efnið er náttúrlega gríðarlega flott og stórt og ég held ég geti fullyrt að þetta verði stærsta verkefnið sem hefur verið gert hingað til á Íslandi,” segir Leifur í samtali við Fréttablaðið. Víkingmyndin sem um ræðir hefur vakið mikla athygli hér á landi frá því Fréttablaðið sagði frá henni á dög- unum. Efasemdaraddir hafa þó heyrst um að hægt verði að koma svona stóru verkefni á koppinn á svo skömmum tíma en kvikmyndin hefur verið sögð kosta rúma sex milljarða. Leifur er hins vegar nokkuð bjartsýnn. „Já, ég held að það sé alveg raunhæfur möguleiki, handritið er klárt og mér finnst vera mikill hugur í fólki hérna úti,” segir Leifur og bætir því við að ef allt gengur að óskum þá sé verkefnið algjör draumur fyrir íslenska kvikmyndagerð. „Og ekkert síður íslenska hagkerfið.“ Leifur bætir því við að menn hafi sýnt Íslandi meiri áhuga eftir að flestum varð ljóst að hér væri ekki allt á köldum klaka eftir bankahrunið. „Menn ætla að sjá í hverju dollarinn helst og svo er víst loks búið að skipa nefnd hjá iðnaðarráðuneytinu sem á að skoða hækkun á endur- greiðslu-prósentunni. Ef hún hækkar af ein- hverju viti þá erum við í góðum málum.“ - fgg True North til liðs við víkinga Baltasars „Já, nú var myndin mín að koma til landsins. Og búið að dreifa í búðir. Ég er að vona að jólasveinn- inn gefi hana jafnvel sem „splæs- gjöf“ í skóinn,“ segir Árni Bein- teinn Árnason, hinn ungi og skeleggi kvikmyndagerðarmaður. Árni Beinteinn fagnar fjórtán ára afmæli sínu á morgun og sjálfsagt eru ekki margir á þeim aldri sem hafa gert mynd sem sýnd hefur verið í kvikmynda- húsum og á kvikmyndahátíðum og að auki gefin út á DVD. Um er að ræða stuttmyndina Auga fyrir auga í leikstjórn Árna Beinteins sem jafnframt fer með bæði aðal- hlutverk myndarinnar. Ef sala myndarinnar gengur vel mun Árni Beinteinn einhenda sér í framhald sem mun heita Tönn fyrir tönn. DVD-diskurinn var unninn í Þýskalandi og mátti litlu muna að illa færi. Árni Beinteinn fékk kápuna til yfirlestrar og var við að senda hana á Myndir mán- aðarins. Þar átti að standa: Árni Beinteinn kynnir: Auga fyrir auga. „Þegar ég er að skrolla yfir þetta sé ég að það er bara eitt „n“ í Beinteinn. Beintein. Ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka. En hringdi í Myndform og svo var haft samband út til Þýska- lands og þessu tókst að bjarga með góðra manna hjálp eins og þar stendur. En þetta stóð tæpt. Sem betur fer var ekki búið að setja kápurnar í hulstrið þannig það var ekki mikið mál að kippa þessu í liðinn.“ Árni Beinteinn segir Senu hafa verið duglega við að dreifa diskn- um og það sé óneitanlega sérstök tilfinning að sjá mynd sína í búðum. „Það er ólýsanleg gleði og mikið stuð að fara um Kringluna og sjá sína eigin mynd í öllum hillum,“ segir þessi efnilegi kvik- myndagerðarmaður. - jbg Fjórtán ára gefur út DVD-disk ÁRNI BEINTEINN Segir það ólýsanlega gleði og mikið stuð að sjá sína eigin mynd í öllum hillum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÖKUR Á NÆSTA ÁRI? Vonir standa til að hafist verði handa við víkingamynd Baltasars Kormáks á næsta ári. TIL LIÐS VIÐ BALTASAR Að sögn Leifs Dagfinnssonar hjá True North kemur vel til greina að fyrirtækið taki þátt í gerð víkingamyndar Baltasars Kormáks. „Ég var alltaf karl sem byrjaði að borða í hádeginu. En undan- farið hef ég fengið mér lifrar- pylsubita, nýkreistan ávaxtasafa og sykurlaust KEA-skyr.“ Eyjólfur Kristjánsson söngvari. Félagarnir Jóhann Aðalsteinn Árnason og Bergur Líndal Guðna- son hafa stofnað eina alvöru ruðn- ingsliðið á Íslandi. Ef til vill er það nokkuð kaldhæðnislegt að liðið hefur aðsetur í knattspyrnubæn- um Akranesi en lið bæjarins, ÍA, féll niður um deild í sumar og leikur í 1.deildinni næsta sumar. Liðið hefur hlotið nafnið Stormþursarnir. Harkan í amerískum fótbolta er mikil og Jóhann Aðalsteinn telur hópinn vera samansafn af hörku- nöglum. Og gefur lítið fyrir ísbaða- stemningu knattspyrnuliðsins sem Guðjón Þórðarson innleiddi, sællar minningar. „Við erum náttúrlega miklu meiri hörkutól og þurfum ekkert að leggjast í einhver ískör til að teljast heljarmenni. Þessir fótboltahnakkar eru náttúrlega bara eins og litlar stelpur,“ segir Jóhann og skorar á knattspyrnulið ÍA í einn leik. Sem gæti orðið ansi fróðlegur kappleikur. „Við mynd- um bara tuska þá til,“ bætir Jóhann við. Sagt var frá ruðningsliðinu á vef Skessuhorns í vikunni en Jóhann segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hafi verið lengi í gerj- un. „Maður hefur verið að horfa á þetta í sjónvarpinu og svo spilað Madden á Playstation,“ útskýrir Jóhann en Madden er leikur sem byggir á bandarísku atvinnu- mannadeildinni NFL. Ruðningslið- ið hefur aðsetur í Akraneshöllinni og segir Jóhann að þeim hafi verið vel tekið þegar þeir báðu um æfingatíma. Amerískur fótbolti hefur ekki átt upp á pallborðið hér á landi undanfarin ár. Einhver virkni er á höfuðborgarsvæðinu og hefur Fréttablaðið haft spurnir af einhverjum æfingum í Risanum í Hafnarfirði. Fyrir tæpum tveimur áratugum var nokkur gróska í þessari harðskeyttu íþrótt og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var Stjarnan úr Garðabæ krýnd fyrsti Íslandsmeistarinn í ruðningi 1990. Jóhann og félagar hafa keypt sér alvöru ruðningsbúninga frá Banda- ríkjunum en þeir hækkuðu nokkuð í verði eftir að gengi krónunnar hrundi. Kostnaðurinn varð þó ekk- ert óyfirstíganlegur því hver og einn þurfti að punga út 20 þúsund krónum fyrir alklæðnað. Jóhann gerir sér töluverðar vonir um að það sé einhver framtíð í ruðningi hér á landi og horfir þar meðal annas til ísknattleiks sem hefur vaxið ásmegin undanfarin ár. „Ég hef allavega heyrt af einhverjum strákum í bænum sem hafa verið að æfa og vona bara að við getum endurreist Íslandsmótið áður en langt um líður.“ freyrgigja@frettabladid.is JÓHANN AÐALSTEINN: RUÐNINGSMENN HARÐARI EN FÓTBOLTASTRÁKAR Stofna ruðningslið á Akranesi HARÐSKEYTTIR Stormþursarnir hafa æft reglulega síðan um mitt sumar og festu kaup á alklæðnaði til þess að geta stundað íþróttina af enn meiri þrótti. MYND/GUÐNI JÓHANNESSON Kjartan Gunnarsson, fyrrum formaður bankaráðs Landsbankans, var stórtækur á uppboði sem haldið var í Galleríi Fold á mánudagskvöld. Kjartan er annálaður listunnandi og einn afkastamesti listaverka- safnari landsins. Hann festi meðal annars kaup á grænum leirplatta eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Gripurinn er sagður í uppboðs- skránni vera afar fágætur og metinn á 200 til 250 þúsund. Kjartan gerði hins vegar kjarakaup og eignaðist gripinn fyrir aðeins 90 þúsund krónur. Gripurinn er ef til vill merkilegastur fyrir það að hann prýðir vangamynd af Jóni Sigurðssyni forseta. Heitar umræður eru nú uppi á póstlista femínista í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að ESB – ekki síst í ljósi þess að Vinstri grænir túlka það sem svo að aðild geti reynst ógn við kynjajafnrétti á Íslandi. Þótt Vinstri grænir hafi tekið femínista undir sinn verndarvæng er ekki þar með sagt að allir femínistar séu Vinstri grænir. En það er Sóley Tómasdóttir sem leggur orð í belg og gengur svo langt að segja bandalag sem slíkt vera karllægt í sjálfu sér. Götulistamaðurinn Jójó er kominn langt með plötu sem hann hyggst gefa út um miðjan janúar til styrktar Hjartavernd. Í ljósi nýjustu vendinga hefur hann nú afráðið að tileinka Rúnari Júlíussyni plötuna og er það ekkert smágengi sem kemur við sögu á plötunni sem heitir „Að vera vitur eftir á“: Gunnar Þórðarson, Páll Rósinkranz, Bjartmar Guðlaugsson, Guðmundur Jónsson, Jóhann Hjör- leifsson og Friðrik Sturluson úr Sálinni, Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Daníel Ágúst og Krummi Björgvinsson. - fgg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.