Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 [ Helgarpakki og dagskrá rlkisfjölmidlanna4 Fegurðarsamkeppni á Broadway: ,, F egu rðard rottn- ing þarf ad hafa bein í nefinu” — segir Heidar Jónsson, snyrtir einn þeirra sem sér um framkvæmd keppninnar ■ Heiðar Jónsson, snyrtir, er einn af forvigismönnum fegurðarsam- keppni íslands sem fram fer á Broadway á sunnudagskvöld. ■ „Þrjár fegurðardrottningar, fegurðardrottning Islands, fegurð- ardrottning Reykjavíkur og full- trúi ungu kynslóðarinnar, verða valdar á fegurðarsamkeppni ís- lands sem haldin verður með pomp og pragt á veitingahúsinu Broad- way á sunnudagskvöldið. Heiðar Jónsson, snyrtir er einn þeirra sem hvað mest hefur unnið að undir- búningi fegurðarsamkeppninnar og því fengum við hann í stutt spjall. Við spurðum fyrst um tilgang svona keppni. „Svona keppnir hafa ótvírætt gildi fyrir stúlkurnar sem taka þátt í þeim, og þá sérstaklega þær sem komast i efstu sætin,“ sagðiHeiðar. „Flestar hafa þær áhuga á fyrir- sætustörfum og í gegn um þessar keppnir komast þær á framfæri erlendis. Að þessu sinni fer ungfrú ísland til Lima í Perú, þar sem hún tekur þátt i miss Universe, sem fram fer í sumar, fulltrúi ungu kynslóðarinnar fer til Filippseyja og tekur þátt í keppninni um titilinn Miss Young International og aðrar verða valdar til að taka þátt i stórum fegurðarsamkeppn- um sem fara fram í London, Helsinki og Marokko. Og það er kunnara en frá þurfi að segja að margar íslenskar stúlkur hafa náð langt úti i heimi eftir að hafa tekið þátt i fegurðarsamkeppnum hérna.“ -Hvernig fer valið fram? „Það fer fram með öðru sniði nú en áður. Það er búið að velja dómnefnd og hana skipar fólk sem hefur mikla reynslu í öllu sem viðkemur svona keppnum, hvert á sinu sviði. Sú sem leiðir dómnefnd- ina heitir Ásdís Elva Hannesdóttir og hún hefur getið sér mjög gott orð fyrir störf sin á þessu sviði og til marks um það get ég sagt þér að það kom sérstök beiðni frá framkvæmdanefnd Miss Universe i París þar sem farið var fram á að hún leiddi dómnefndina. Henny Hermannsdóttir sem einu sinni var Miss Young International, verður í nefndinni og einnig Brynja Nord- quist, sýningarstúlka, Hanna Frímannsdóttir, sem lengi hefur kennt islenskum konum fram- komu, Ólafur Stephensen og Ólaf- ur Laufdal sem báðir hafa mikla reynslu af fegurðarsamkeppnum og siðast en ekki sist verður einn fárra tískuljósmyndara á íslandi, Friðþjófur Helgason, með i þessu“. -Er ekki hætt við að kunnings- skapur ráði valinu þegar dóm- nefndin er svona fámenn? „Nei, það er af og frá. Það er auðvitað hagur allra sem að keppn- inni standa að hafa stúlkurnar sem frambærilegastar og það finnst mér næg trygging fyrir þvi að dóm- nefndin láti ekki klikuskap ráða. Ég held að þessi útbreiddi misskiln- ingur um klíkuskap í þessu sam- bandi eigi rætur sínar úti i hinum stóra heimi, þar sem miklirpening- ar eru i kringum fegurðarsam- keppnir. Þá borga rfkir foreldrar dómurum stórfé fyrir að velja dætur sínar. En hér á íslandi er ekki til neitt svoleiðis,“ sagði Heiðar. -Hvað er það sem ræður valinu á stúlkunum? „Það er tekið mið af mjög mörgu. En þó held ég að stúlkum- ar verði fyrst og fremst að hafa bein í nefinú, fyrir utan það náttúrulega að vera fallegar. Það er ekki fyrir hvern sem er að starfa við modelstörf og alla vega „show business“ úti i heimi og þess vegna er skapgerðin látin ráða miklu. Svo skiptir öll framkoma stúlknanna miklu máli, og einnig hvernig þær myndast,“ sagði Heiðar að lokum. -Sjó. Mánudagur 7. junT 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Tommi og Jenni 0.45 íþróttir Umsjón: Steingrímur Sigfússon. 21.20 Sheppey Breskt sjónvarpsleik- rit eftir Somerset Maugham. Leik- stjóri: Anfhony Page. Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Maria Charles, Wendy Morgan, Simon Rouse, Linda Marchal og John Nettleton. Þetta er ádeilukennt gamanleikrit, þar sem Sheppey er aðalpersónan. Hann er góðhjartaður rakari sem starfar á vinsælli hárgreiðslustofu á Mayfair. Vel efnuðu yfirstéttarfólki líkar létt lund hans á sama hátt og gjafmildi hans og skilningur skapa honum vinsældir vændiskonu og þjófs. Óeigingirni hans og kristi- legur kærleikur koma á stað ágrein- ingi við fjölskylduna, og hann fær að súpa seyðið af því. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 23.15 Dagskrárlok Þriðjudagur 8. júní 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Bangsinn Paddington Þrett- ándi þáttur. Þýðandi: ÞrándurThor- oddsen. Sögumaður: Margrét Helga Jóhannsdóttir. 20.45 Fornminjar á Bibliuslóðum Tíundi þáttur. Úlfur i hjörðinni Leiðsögumaður: Magnús Magnús- son. Þýðandi og þulur: Guðni Kol- beinsson. 21.25 Hulduherinn Ellefti þáttur. Upp á líf og dauða Tengsl Max Brocards við kommúnistaflokkinn hafa í för með sér, að enn einn félagi Líflínu deyr. En i þetta sinn kemst upp um hann. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.15 Sigurþjóð Bresk fræðslumynd um verkamenn og stjórnun fyrir- tækja í Japan. Reynt er að finna svör við því hvernig stendur á efnahagsundrinu þar í landi, og könnuð afstaða starfsmanna. Með- al annars er vikið að notkun vélmenna í japönskum iðnaði. Þýð- andi og þulur: Bogi Arnar Finnboga- son. 23.05 Dagskrárlok Miðvikudagur 9. júní 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augiýsingar og dagskrá 20.35 Nýjasta tækni og visindi Um- sjón: Sigurður H. Richter. 21.10 Hollywood Níundi þáttur. Vestrarnir Þýðandi: Óskar Ingi- marsson. 22.00 Pearl Bailey og Pops-hljóm- sveitin Söngkonan Pearl Bailey syngur með „The Boston Pops Orchestra". Tónleikarnir voru teknir upp í Sinfóníusalnum í Boston að viQstöddum áheyrendum. Þýðandi: Halldór Halldórsson. 22.50 Dagskrárlok Föstudagur 11. júní 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Skonrokk Umsjón: Edda And- résdóttir. 21.10Á döfinni Umsjón: Karl Sig- tryggsson. 21.20 Enn um ránið á týndu örkinni Bandarísk heimildamynd um ýms- ar brellur i Óskars-verðlaunamynd- inni „Ránið á týndu örkinni", sem nú er sýnd í Háskólabíói. Einnig eru sýnd ýms fræg atriði ofurhuga í kvikmyndum. Leiðsögumaður í myndinni er Harrison Ford, sem lék Indiana Jones í Óskarsverðlauna- myndinni. Þýðandi: Guðni Kol- beinsson. 22.10 Fimm kvöldstundir (Pjat vétsjerov) Sovésk bíómynd byggð á leikriti eftir Alexander Volodin. Leikstjóri: Nikita Mikhalkov. Aðal- hlutverk: Ludmila Gurchenko og Stanislav Liubshin. Ilyin er í frii í Moskvu, þegar hann kemur að húsinu, þar sem hann leigði her- bergi fyrir stríð. Án umhugsunar fer hann inn. Þegar þau voru ung höfðu llyin og Tamara elskað hvort ann- að, en stríðið skildi þau að því að þau elska hvort annað enn. Þýð- andi: Lena Bergmann. 23.45 Dagskrárlok Útvarp Laugardagur 5. júni 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.20 Leikfimi. 7.30Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð: Sigurveig Guð- mundsdóttir talar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.40 Frá Listahátfð Umsjón: Páll Heiöar Jónsson. 8.50 Leikfimi 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 óskalög sjúklinga Ása- Finnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir). 11.20 Sumarsnældan Helgar- þáttur fyrir krakka. Upp- lýsingar, fréttir, viðtöl, sumargetraun og sumar- sagan „Viöburðarrikt sum- ar” eftir Þorstein Marels- son; höfundur les. Stjórn- endur: Jónina H. Jónsdóttir og Sigriður Eyþórsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.35 íþróttaþáttur Umsjón: Hermann Gunnarsson. 13.50 Dagbókin Gunnar Salv- arsson og Jónatan Garðars- son stjórna þætti með nýj- um og gömlum dægurlög- um. 16.20 1 sjónmáli Þáttur fyrir alla fjölskylduna i umsjá Siguröar Einarssonar. 17.00 Siðdegistónleikar Frá tónleikum Söngfélags Lund- arstúdenta i Háteigskirkju 14. sept. 19801 minningu um dr. Róbert A. Ottósson. Söngstjóri: Folke Bohlin. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Spjall um trjá- og skóg- rækt í tilefni „skógardags- ins”, 5. júni 1982. Fyrir svörum sitja Siguröur Blön- dal skógræktarstjóri, Kjart- an Ólafsson ráðunautur, Reynir Vilhjálmsson lands- lagsarkitekt og Pétur Óla- son garðyrkjumaður. Auður Sveinsdóttir landslagsarki- tekt stýrir umræöunum. Hulda Valtýsdóttir flytur inngangsorö. 20.00 Rita Steich syngur lög úr óperettum og kvikmyndum með Promenaðihljómsveit- inni i Berlin; Hans Carste stj. 20.30 Hárlos Umsjón: Benóný Ægisson og Magnea Matt- hiasdóttir. 5. þáttur: ,,Vá ofsa fríkað” 21.15 Hljómsveitin Mirror leikur I útvarpssal.Vem- harður Linnet kynnir. 21.45 Úr „Almanaki Jóðvina- félagsins” Hjalti Rögn- valdsson les tir bók Ólafs Hauks Simonarsonar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr minningaþáttum Ronalds Reagans Banda- rikjaforsetaeftir hann sjálf- an og Richard G. Hubbler. Óli Hermannsson þýddi. Gunnar Eyjólfsson les (6). 23.00 Danslög 00.50 Fréttir. 01.00 Veður- fregnir. 01.10 Á rokkþingi: Biðraðir galeiðunnar Umsjón: Stef- án Jón Hafstein. 03.00 Dagskrárlok. Skoðið rúmitt í rúmgóðri verzlun „Rúm"-bezta verzlun lamlsins Góðir skilmálar Betri svefn INGVAR OG GYLFI GRENSASVEC.I 3 108 REYKJAVIK SIMI 8114'! OG 33530 Sérverzlun með rúm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.