Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 1
Gluggað ímyndasafn Þjóðminjasafnsins — bls. 10-11 Erlent yfirlit: Valda- taf I í Kreml — bls. 7 Gull- pálminn — bls. 19 Btað 1 blöd i ÍU 'Helgin 5.-6. júní 1982 125. tölublað-66. árg. __;!___Reaa*s -.¦-- Jin< reiðsla 09 áskrift 86300 Ákvörðun tekin um 10,5% hækkun fi „LEIÐIR TIL ALLS- HERJAR GJALDÞROTS — segja útgerðarmenn — sjómenn mótmæla einnig 77 ¦ Á fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðið að lágmarksfiskverð skuli hækka um 10,5% frá síðustu mánaðamótum að telja. Gildir verðið til 1. september nk., eða einum mánuði styttra en venja er til. Var verðið ákveðið af odda- manni nefndarinnar og tveimur fulltrúum fiskkaupenda, en at- kvæði á móti fiskverðsákvörðun- inni greiddu fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna. Fulltrúi sjómanna i yfirnefndinni segir að fiskverðsákvörðunin stefni hagsmunum sjómanna í algjöra tvisýnu, þar sem tekjur sjómanna hafi minnkað um fjórðung það sem af er þessu ári vegna minni og óhagstæðari afla auk fjölgunar i skipaflotanum. Fulltrúi útgerðarinnar segir að fiskverðsákvörðunin stefni að þvf að leiða yfir þjóðina allsherjar gjaldþrot útgerðar með tilheyrandi atvinnuleysi, enda staðfest af Þjóðhagsstofnun að togararnir séu nú reknir með 30-40% halla það sem af er þessu ári. „Fiskverð hefur stundum hækk- • að minna en verðbætur í landi vegna aukins afla, en þetta sjónarmið hafa sjómenn aldrei viljað viðurkenna. Það er hins vegar ljóst, að ef aflabrögð verða svipuð allt þetta ár, þá koma tekjur sjómanna til með að dragast saman. Ég hef aftur á móti beitt mér fyrir þvi að sjómenn fái sömu hækkun á botnfisk og verðbótavísi- talan kveður á um. Ég get hins vegar alls ekki stutt það að hækkunin verði langt umfram verðbótavísitölu. Fiskverð hefur nú verið ákveðið til aðeins þriggja mánaða í stað fjögurra, með tilliti til þess að sjómenn fái bættar grunnkaupshækkanir i september ef einhverjar verða. Þá verður myndin af aflabrögðum vonandi einnig farin að skýrast, sagði Steingrimur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, i samtali við Tím- ann í gær. Kás ¦ Nú um helgina er landsmót harmonikuunnenda haldið i Reykjavik, en nikkan er eina hljóðfærið sem landssamtök hafa verið stofnuð utan um. Hér á myndinni má sjá' þegar norðlensku haraionikkuleikaramir tóku lagið á Lækjartorgi i gær fyrir vegfarendur og hjörtun lyftust við dillandi spil undir stjórn Guðmundar Nordals. (TínMmynd G.E.) Engin lausn í sjónmáli í útvarpsdeilunni: STÖÐURNAR AUGLÝSTAR ¦ Stöður tæknimanna útvarpsins, sem hættu á miðnætti i fyrrakvöld voru auglýstar lausar til umsóknar í sjónvarpinu i gærkvöldi og verða þær einnig auglýstar í öllum dagblöðum i dag. Þetta kom fram i viðtali Tímans i gær við Hörð Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra útvarpsins i gær og kvaðst Hörður jafnframt óttast að langur tími liði þar til starfsemi útvarpsins yrði með eðlilegum hætti á nýjan leik. Hörður sagði jafnframt: „Það liggur fyrir að starfsmannafélag Ríkisútvarpsins hefur tekið við stjórn hér í stofnuninni í dag." Samtök um frjálsan útvarps- rekstur sendu í gær rikisstjórninni, menntamálaráðherra og útvarps- ráði bréf, þar sem þau buðust til þess að taka að sér útvarpsrekstur á meðan að útsendingar Rikisút- varpsins liggja niðri. Tíminn snéri sér í gær til Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra og spurði um hans álit á þessu tilboði: „Þetta boð er að mínum dómi ákaflega óaðgengilegt, og það kemur ekki til neinna mála af minni hálfu, að þessu boði verði tekið," sagði menntamálaráð- herra. Hann sagði jafnframt: „Rikisútvarpið hefur einkaleyfi á útvarpsrekstri og á meðan að núgildandi útvarpslög eru í fullu gildi, þarf ekki að ræða svona lagað." -AB Sjá nánar bls. 3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.