Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1982 fréttir — segir Ingvar Gíslason, menntamálarádherra ■ „Þetta boð er að mínum dómi ákaflega óaðgengilegt og það kemur ekki til neinna mála af minni hálfu að þessu boði verði tekið“, sagði Ingvar Gislason, menntamálaráð- herra í viðtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður um afstöðu hans til bréfs frá Samtökum um frjálsan útvarpsrekstur þar sem boðið er upp á að samökin sjái um útvarpsútsendingar á meðan að rikisútvarpið sendir ekki út, en ríkisstjórninni, menntamálaráð- herra og útvarpsráði var sent slíkt boð i gær. Menntamálaráðherra sagði að ekki kæmi til greina að ræða það á þessu stigi að svona boði yrði tekið, þar sem Rikisútvarpið hefii einka- leyfi á útvarpsrekstri. Sagði hann að slikt þyrfti ekkert að ræða við sig, á meðan að núgildandi útvarpslög væru í fullu gildi. Ingvar Gislason átti viðræður við fulltrúa úr stjórn Starfsmannafélags ríkisútvarpsins i eftirmiðdaginn i gær og sagði hann að viðræðumar hefðu verið vinsamlegar, án þess að nokkrar ákvarðanir hefðu verið teknar. Ingvar sagðist hafa óskað eftir þvi við stjórn félagsins að hún gerði það sem hún gæti til þess að viðræður yrðu teknar upp aftur og ■ Stjórn Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins á fundi með Ingvari Gislasyni, menntamálaráðherra, siðdegis i gær. Tímamynd:GK að útvarpið gæti hafið nokkuð reglubundna starfsemi sem allra fyrst. Aðspurður um afstöðu til þessarar lokunar útsendinga sagði ráðherra: „Ég hef gert allt sem ég tel mig geta gert, til þess að reyna að hafa áhrif á það að rekstur stofnunarinnar þyrfti ekki á neinn hátt að stöðvast. hins vegar reyni ég alls ekki að gripa inn i samningana sem slika, þvi ég fer ekki með samningamál af hálfu rikisins. Ég verð að játa að ég var ákaflega óánægður með það, þegar ég varð var við það að útsendingar voru stöðvaðar i útvarpinu rétt upp úr kl. 7 i morgun. Ég hefði nú kosið að þulir og aðrir starfsmenn hefðu brugðist öðru vísi við en á þennan Samtök um frjálsan útvarpsrekstur bjóðast til að sjá um útsendingar: „KEMJR EKKIHL ADTAKAKSSU Hörður Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri útvarpsins: , 9 Starf smannaf élagið hefur tekið við stjórn hér í stofnuninni” stöður tæknimanna nú auglýstar lausar til umsóknar ■ „Það liggur fyrir að Starfs- mannafélag Rikisútvarpsins hefur tekið við stjórn hér í stofnuninni i dag,“ sagði Hörð- ur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins i viðtali við Timann í gær, þegar hann var spurður um það hvers konar ástand væri í stofnuninni nú eftir að tæknimenn hafa hætt störfum. „Það vita það náttúrlega allir að ekki er hægt að koma út dagskrá,“ sagði Hörður, „en út- varpsstjóri hefur gefið út alveg ákveðnar skipanir um það að hver vinni sin störf, og það hafa verið gerðar skriflegar aðfinnslur við þá sem út af þvi hafa brugðið." Pétur Pétursson, þulur var einn þeirra sem fékk slíkt bréf i gærmorgun og var Hörður i því sambandi spurður að þvi hvort það þjónaði einhverjum tilgangi að þulir útvarpsins kynntu i hljóðnemann, fyrst útséð væri um að tæknimenn þeir sem eru að störfum sendu einungis út verðurfregnir og neyðar- tilkynningar, og myndu þar af leiðandi skrúfa fyrir þulina ef þeir færu út fyrir það efni: „Brot hans var i þvi fólgið að útsending var opin þegar þetta gerðist þó ekki sé vitað hvort tæknimaður hefur hótað honum að loka fyrir útsendingu." Hörður sagði að stöður tækni- mannanna yrðu nú auglýstar í sjónvarpi og öllum blöðum. Það hefði ekki verið gert fyrr, því útvarpsstjóri hefði viljað tryggja sem bestan anda í samningaviðræð- unum sem staðið hafa að undan- förnu. Hörður sagði : „Ég er því miður hræddur um að langt verði i það að' starfsemi útvarpsins geti orðið með eðlilegum hætti á nýjan leik, og ég óttast að þessar aðgerðir geti orðið rekstri útvarpsins dýrari en margir gera sér grein fyrir núna, þvi eins og ■ Það var fremur rólegt andrúms- loft á fréttastofu útvarps sem og í öðrum dcildí gær þegar Tímamenn litu þar við. „Við eigum að vinna eins og ekkert hafi í skorist og skrifa fréttir," sagði Ema Indriðadóttir, fréttamaður útvarps, þegar blaða- maður Tímans spurði hana hvernig fréttamennirnir verðu nú vinnudegi sinum. Margrét Indriðadóttir, frétta- stjóri útvarps sagði þegar hún var spurð út í ástandið á fréttastof- unni: „Fréttamennimir eru í þvi að skrifa fréttir, jafnvel þótt engu sé útvarpað. Það er ekki hægt að segja að það sé komið neitt fast form á vinnutilhögun okkar, eftir að tækni- mennirnir gengu út. Við verðum með fund núna á eftir þar sem við margir vita hefur það verið rætt að margt mætti bæta með einkarekstri útvarps, og þetta er til þess að brjóta niður allar vonir um það að hér geti orðið um jákvæða þróun að ræða í rekstri Ríkisútvarpsins, en að því hefur jú verið keppt að undan- fömu.“ -AB munum skipuleggja það hvernig við verjum timanum og hvað verður gert, ef þetta ástand dregst á langinn.“ Á tæknideildinni hittu Tima- menn Magnús Hjálmarsson, aðstoð- ardeildarstjóra og spurðu hann um starfsemi tæknideildarinnar: „Það sem gert er, gengur ágætlega en það er auðvitað ekki mikið gert. Við sem eftir erum, gætum þess að engar útsendingar nema veðurfregnir og neyðartilkynningar fari út, og það væri þvi tómt mál að tala um útsendingu annars efnis. Við lítum þannig á að þessi mál séu nú í höndum Starfsmannafélags Rikisút- varpsins, eftir að félagið tók i gær afstöðu með tæknimönnunum, þannig að þetta er ekki bara okkar mál lengur.“ AB „Máliö er nú í höndum Starfs- mannafélagsins” segir Magnús Hjálmarsson, ad- stoðardeildarstjóri tæknideildar ■ Einar Ól- afsson, for- maður Hjúkr- unarfélags ís- lands ■ Svanlaug Árnadóttir, formaður Hjúkrunar- félags íslands ■ Sigrún Kristinsdóttir formaður Sjúkraliða- félagsins. ■ Kristin H. Tryggvadótt- ir, fræðslu- fulltrúi. Fulltrúará 32. þingi BSRB teknir tali ■ Þritugasta og annað þing BSRB var sett í gær i veislusal fjármála- ráðuneytisins. Á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga banda- lagsins. Eftir að Kristján Thorlacius, formaður BSRB hafði sett þingið, var gengið til dagskrár. Blaðamaður Timans var við setn- inguna og tók hann nokkra fulltrúa þingsins tali og fara viðtölin hér á eftir. Einar Ólafsson formaður SFR. ■ „Þetla verður timamóta þing á vettvangi opinberra starfs- manna. Það liggur ljóst fyrir eftir nýgerða úttekt á launamálum i landinu að opinberir starfsmenn hafa milli 20 og 30% lægri laun en greidd eru á hinum almenna vinnu- markaði og því er mikillar hörku þörf,“ sagði Einar Ólafsson, formað- ur, SFR, þegar blaðamaður Tímans hitti hann við setningu þings BSRB i gær. Aðspurður um líkleg deilumál á þinginu sagði Einar, að ljóst væri að samningsréttarmálin yrðu tekin til alvarlegrar athugunar. „Við viljum fá verkfallsrétt jafnt i sérkjara- samningum sem rammasamningum, líkt og er hjá ASÍ.“ - En pólitisk átök? „Ég á ekki von á þeim, en það geta hins vegar orðið félagsleg átök. Konur munu mjög láta að sér kveða við kjör í stjórn og nefndir enda eðlilegt vegna þess að þær eru meira en helmingur félagsmanna. Herradómurinn er i hættu hér eins og annarsstaðar," sagði Einar. Svanlaug Árnadóttir, formaður Hjúkrunarfélags Islands. ■ „Það verða tvimælalaust kjara- málin og samningsréttarmálin sem koma til með að bera hæst á þessu þingi,“ sagði Svanlaug Árnadóttir, formaður Hjúkrunarfélagsins þegar blaðamaður hitti hana að máli á BSRB þinginu i gær. - Það hefur mikið verið rætt ■ Kristján Thorlacius, formaður BSRB, við setningu þingsins. um það að Hjúkrunarfélagið hygg- ist ganga úr BSRB? „Það verður ekkert ákveðið í þeim efnum á þessu þingi. En hinsvegar er starfandi nefnd á vegum félagsins, sem hefur það verkefni að meta það hvort heppi- legt er fyrir það að kljúfa sig út úr BSRB. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu, að vandlega athuguðu máli gæti farið svo að við segðum okkur úr BSRB á næsta vori.“ - Hvers vegna? „Einfaldlega vegna þess að okkur hefur ekki vegnað sérlega vel innan BSRB,“ sagði Svanlaug. Sigrún Kristinsdóttir, formaður Sjúkraliöafé- lagsins. ■ „Við stöndum náttúrulega frammi fyrir þeirri alvarlegu stað- reynd að laun opinberra starfs- manna eru 20 til 30% lægri en gerist á hinum almenna vinnumarkaði. Því má búast við því að samnings- réttarmálin verði tekin til alvarlegr- ar athugunar," sagði Sigrún Kristins- dóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins þegar blaðamaður hitti hana á BSRB-þinginu. „Auðvitað má búast við deilumál- um,“ svaraði Sigrún þegar hún var spurð um þau. „Félögin innan BSRB eru mörg og kjörin misjöfn." - Það hefur heyrst á skotspónum að kona ætli að bjóða sig frani í formannskjörinu?! „Það hef ég ekki heyrt. En hins vegar er ljóst að konur ætla sér mikinn hlut á þessu þingi, enda erum við 58% félagsmanna og höfum núna alls ekki áhrif í samræmi við það,“ sagði Sigrún. Kristín H. Tryggvadóttir, fræðslufulltrúi. ■ „Flestir kennarar eru með um tiu þúsund krónur í mánaðarlaun og ef ég man rétt þá liggur það fyrir að vísitölufjölskyldan þarf um tuttugu þúsund krónur á mánuði til að framfieyta sér. Af þessu sjá allir að laun okkar eru fyrir neðan allar hellur," sagði Kristin H. Tryggva- dóttir, fræðslufulltrúi og fulltrúi Kennarasambands íslands á BSRB þinginu. „Það mál er í athugun. Á kennaraþingi sem haldið var nú i vikunni var samþykkt að fella þá grein í lögum KÍ þar sem segir að félagið skuli vera innan BSRB. Ég þori ekki að fullyrða um það hvort af úrsögn verður en aftur á móti var líka ákveðið á kennaraþinginjr að hefja viðræður við Hið íslenska kennarafélag, sem- er í BHM, um samstarf sem siðan gæti leitt til sameiningar. Ef svo fer þá stöndum við frammi fyrir því að annaðhvort verða félagar HÍK, að segja sig úr BHM, eða að við verðum að segja okkur úr BSRB, þvi ekki getur eitt kennarafélagið verið i tveimur heildarsamtökum." - Hver verða stærstu málin á þinginu? „Aðalkjarasamningur verður gerður í sumar og það má búast við umræðu um hann. Én ég held að það mál sem sett verður á oddinn verði verkfallsréttur til handa félögunum innan BSRB,„ sagði Kristín. -Sjó. Timamyndir: Ari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.