Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1982 stuttar fréttir íiiiii r ■ ■ « __$§§11____r.____ ■ Héraösskólinn á Laugarvatni. Tímamynd Róbert. Alls 98 nemendur í Héraðsskólanum á Laugarvatni Laugarvatn: „Einn eftirminnileg- asti viðburður vetrarins var þegar allir nemendur og kennarar Laugarvatns fjölmenntu til Reykjavíkur 5. nóv. á fund stjórnvalda til að knýja á um bygg ingu langþráðra og bráð nauðsyn- legra íþróttamannvirkja á Laugarvatni. Lítur nú út fyrir að sú framkvæmd eigi í raun og veru loksins að hefjast", segir m.a. i frétt frá skólaslitum Hér- aðsskólans á Laugarvatni sem fóru fram 22. mai s.l. f skýrslu skólastjóra, Bene- dikts Sigvaldasonar kom fram að alls voru nemendur skólans 98 í vetur, 62 í grunnskólabekkjum og 36 í framhaldsdeildum. Áfangakennsla sem tekin var upp í framhaldsdeild 1. árs þótti gefa góða raun. fþrótta- kennaraskólinn annast íþrótta- kennslu við Héraðsskólann en kennsla í heimilisfræði er sótt í Hússtjórnarskóla Suðurlands að Laugarvatni. Þess var getið að nemendur iþróttabrautar sóttu skíðanárrv skeið á Siglufirði en grunnskóla nemendur í 9. bekk fóru í starfs- kynningu hjá ýmsum skólum og fyrirtækjum, einkum í Reykja vík. Prófum í fornámsdeild lauk 29. janúar og var þar hæst Þóra Karen Þórólfsdóttir frá Fáskrúðs- firði. Prófum í grunnskólabekkj- um lauk 11. maí. Langbestum árangri í 8. bekk náði Jónína Guðrún Kristinsdóttir á Laugar- vatni, en í 9. bekk Margrét Sveinbjörnsdóttir frá Heiðarbæ i Þingvallasveit. Próf i framhalds- deildum voru haldin 12. til 22. mai. Á fyrra ári íþróttabrautar náði Guðbjörg Albertsdóttir frá Skíðabakka í A-Landeyjum best- um árangri. Á síðasta ári iþrótta- brautar varð langhæst Svava Albertsdóttir frá Höfn í Horna- firði. Fengu þær báðar verðlaun frá skólanum svo og frá sendiráð- um Danmerkur og V-Þýskalands fyrir góðan árangur í dönsku og þýsku. -HEl Trjám plantað við nýja sjúkra- húsið Sclfoss: Skógræktarfélög Árnes- inga og Selfoss hafa ákveðið að nota daginn í dag til að planta trjám við nýja sjúkrahúsið á Selfossi. „Þetta er m.a. gert í tilefni 40 ára afmælis Skógræktar- félags Árnesinga, sem var árið 1980, en þá var ákveðið að gefa plöntur að sjúkrahúsinu. Það er nú nýlega tilbúið, þannig aðjietta er kjörið tækifæri“, sagði Oskar Þór Sigurðsson, á Selfossi. Einn- ig kvað hann daginn valinn með tilliti til þess að Skógrækt rikisins hefur valið þennan dag, 5. júni, sem skógræktardag. „Því er líka beint til fólks að koma um tvöleytið i dag og fylgjast með þessu. Þvi verður um leið leiðbeint um meðferð og val á plöntum", sagði Óskar. Þetta sýnist þvi tilvalið tækifæri fyrir þá að fræðast, sém hyggja á plöntun í eigin görðum. Ekki sagði Óskar enn búið að ganga frá lóð Sjúkrahússins nema þessum reit sem nú verður plantað í, en hann er sunnan við húsið, þ.e. næst götunni. Þessi trjálundur ætti strax að geta orðið hið mesta augnayndi, þar sem þarna verður plantað allt upp i eins metra háum plöntum af mörgum tegundum, m.a. ösp, sitkagreni, viðitegundum og fleiri. „Það er reynt að hafa þetta fjölbreytt", sagði Óskar. Aðspurður kvað hann mikið um trjárækt og garðrækt yfirleitt hjá íbúum Selfoss, sem tekist hafi mjög vel hjá mörgum. „Ég hygg jafnvel að það séu fáir staðir á Suðurlandi þar sem gróska er jafn mikil“, sagði Óskar. Enda hafi meginverkefni Skógræktar- félagsins á Selfossi verið að leiðbeina fólki í þeim efnum. Að lokum má geta þess að Óskar sagði nú allan gróður hafa tekið vel við sér í blíðviðrinu undan- > farið, blómin þjóti upp og tré öll að springa út. HEI 412 luku prófi Reykjavik: Alls 280 iðnnemar luku í vetur burtfararprófi með fullnægjandi árangri frá Iðnskól- anum í Reykjavík og því til viðbótar 101 úr framhaldsdeild- um og endurtökuprófsfólk. Auk þess hafa 31 nemi lokið prófum úr tækniteiknaraskóla af 1. og 2. önn, þannig að samtals hafa 412 lokið prófum á þessum vetri. Stærstu iðngreinahóparnir sem útskrifuðust á árinu eru: húsa- smiðir 67, bifvélavirkjar 41, rafvirkjar 28 og úr hárgreiðslu og hárskurði 20 úr hvorri grein. Nemendafjöldi í Iðnskólanum í Revkjavík í vetur var 909 á fyrri önn og 847 á hinni síðari. -HEI fréttir Sjómannadagurinn í Reykjavík: Fjölbreytt skemmtidagskrá ■ Sjómannadagurinn i Reykjavik verður með hefðbundnu sniði að því undanskildu að hóf sjómanna á Hótel Sögu verður á laugar- dagskvöld, i stað sunnudagskvölds áður, og hefst með borðhaldi kl.7.30. Fánar verða dregnir að hún á skip- um i Reykjavíkurhöfn kl. 8 á sunnu- dagsmorguninn, og síðan verður minningarathöfn og guðsþjónusta í Dómkirkjunni kl. 11, og verður þar minnst drukknaðra sjómanna. Útihátíðahöld hefjast í Naut- hólsvík kl. 1.30 e.h. með leik Lúðra- sveitar Reykjavíkur, og síðan verður samkoman sett og flutt ávörp. Skemmtanir dagsins eru fjöl- breyttar og má þar nefna kapp. siglingu á seglbátum, kappróður og stakkasund, og einnig gefst sam- komugestum tækifæri til að spreyta sig i koddaslag. Sjómanna-kvenfélagskonur sjá um veitingasölu og strætisvagnaferð- ir verða frá Lækjargötu og Hlemmi frá kl. 1 á 15. mín fresti. SvJ ■ Uppdráttur af Breiðholti U. Punktalínan sýnir hvar gengið verður um byggðina. Spássítúr með arki- tektum um Breiðholt III íþróttir ■ íslenska landsliðið i knattspyrnu leikur i dag við Möltu i Evrópu- keppni landsliða og fer leikurinn fram á Sikiley. Vegna þessa lands- leiks verður ekkert leikið í 1. deild en í dag verður heil umferð í 2. deildinni. Þeir leikir eru: Húsavikurvöllur kl. 14 Völsungur Þróttur R. Kaplakrikavöllur kl. 14 FH-Þór Laugardalsvöllur kl. 16 Fylkir - Njarðvík Neskaupstaðarvöllur kl. 14 Þróttur - Skallagrímur Sandgerðisvöllur kl. 14 Reynir-Ein- herji Hafnfirskir sjómenn taka forskot á sæluna ■ Sjómannadagurinn verður hald- inn hátíðlegur i Hafnarfirði að venju núna á sunnudaginn. Sjómenn i Hafnarfirði munu þó taka aðeins forskot á sæluna á laugardeginum með hófi í Snekkjunni og hefst það kl. 19.30. Á sunnudagsmorguninn verða fánar dregnir að húni kl. 8, en síðan hefst dagskráin með sjómanna- messu i kapellu Hrafnistu. Klukkan eitt eftir hádegi verður skemmtisigl- ing með börn út á Hafnarfjörð og klukkan tvö hefjast útihátíðarhöld við Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Þar verða fluttar ræður og aldraðir sjómenn heiðraðir, og þyrla Landhelgisgæslunnar og Björgunar- sveit Fiskakletts sýna björgun úr sjó. Magnús Ólafsson og Þorgeir Ást- valdsson skemmta og farið verður i ýmsa leiki. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur á hátiðarsvæðinu og kaffisala verður í Hrafnistu í Hafnarfirði frá kl. þrjú til fimm og þangað mun lúðrasveitin koma klukkan hálf fjögur og leika fyrir vistmenn og gesti. ffByggjum kirkju í Árbæjar- sókn” ■ Að undanförnu hefur farið fram almenn fjársöfnun meðal ibúa Ár- bæjar- og Seláshverfis undir kjör- orðinu „Byggjum kirkju i Árbæjar- sókn“. Er stefnt að því að kirkjan, sem byggð verður ofan á safnaðarheim- ilið og grunninn norðan þess, verði reist á þessu ári og árið 1986 hyggjast Árbæingar hafa lokið við kirkju- bygginguna, en hún er teiknuð af arkitektunum Þorvaldi Þorvaldssyni og Manfreð Vilhjálmssyni. I frétt frá byggingar- og fjáröfl- unarnefnd, kemur fram að til að ljúka kirkjunni að utan þarf um 2 milljónir króna, þannig að hvert heimili þyrfti að gefa um 500 krónur til þess að þvi marki væri náð. Nú um helgina verður gengið i hús i Árbæjarsókn og fé safnað og er þeim sem gáfu fé á kjördag, en þá var einnig safnað, bent á að setja kvittanir sínar á útidymar eða annan áberandi stað, til þess að ekki verði knúið dyra hjá þeim. ■ í fyrramálið, sunnudag kl. 10 stendur Listahátið i samvinnu við Framfarafélag Breiðholts að göngu- ferð um Breiðholt III undir leiðsögn arkitekta. Gangan hefst við Shell bensin- stöðina við Norðurfell. Gengið verður sunnan við fjölbýlishúsin við Æsufell og Asparfell um verslunar- miðstöðina að Fellaskóla, síðan um svæðið milli Vesturbergs og Austur- bergs. Farið verður undir Vestur- bergið við Straumnes í brekkuna vestan við Vesturbergið. Loks verð- ■ Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, Hrafnista i Reykjavik er 25 ára á sjómannadaginn, en það var opnað á sjómannadaginn 1957. í tilefni afmælisins verður opið hús að Hrafnistu og handavinna vistfólks til sýnis og sölu frá 14-17 nk. sunnudag, sjómannadaginn. Lúðrasveit Reykjavíkur kemur kl. 14.30 og leikur létt sjómannalög og kaffisala verður frá 14-17, og rennur allur ágóði af henni til búnaðar kapellu og samkomusalar á Hrafn- istu. Vistmenn á Hrafnistu eru nú um ■ Einhversstaðar á leið sinni í vinnslu hefur grein Sigurbjörns Bárðarsonar i Landfara á föstudag- inn lent í höndum starfsmanns, sem hefur talið áhrifameira að bera stjórnarformann LH fyrir ákveðn- ur gengið norður að háhýsunum við „Hólana". Göngunni er hagað þannig að sem heillegust mynd fáist af Breið- holti III. Færi mun gefast á að ræða við höfunda skipulagsins um skipu- lagsforsendur og hvernig til hefur tekist um úrvinnslu. í Breiðholti III má sjá nánast allar gerðir íbúðar- húsa. Einkennandi fyrir svæðið er þétt byggð, aðgreindar göngu-og aksturs- leiðir og þjónusta, skólar, útivistar- og iþróttasvæði í sem beinustum tengslum við gönguleiðir. 400 og eru álika margir á biðlista hjá heimilinu. Starfsemi Hrafnistu er skipt í 3 deildir, vist, þar sem vistmenn sem eru við sæmilega heilsu dveljast. Á hjúkrunardeildum eru svo þeir sem meiri umönnun og hjúkrun þurfa og á sjúkradeild eru þeir sem veikir eru svo og langlegusjúklingar. Þegar Hrafnista var opnuð var þar rými fyrir 130 vistmenn, síðan hafa fjórar ibúðaálmur bæst við, en siðasta stórframkvæmdin í Reykjavik var bygging hjónaíbúða við Jökul- grunn. SvJ um ummælum, heldur en óbreyttan stjórnarmann. Það rétta .er þó að það var sá óbreytti, sem greinarhöf- undur vitnaði i og við biðjum viðkomandi formann að sjálfsögðu að taka þessi mistök ekki illa upp. SvJ Hrafnista 25 ára Stjórnarformaður var það ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.