Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1982 utaefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna 8. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarf ulltrúi: Oddur V. úlafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir. Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir. Egill Helgason. Friórik Indriðason. Heiður Helgadóttir, Jónas Guómundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttír, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. LjOsmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson. Kristin ÞorbjarnardOttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn. skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins - Verðmætaflutningur sparifjár frá eigendum til skuldara: Nam 7,5 milljörðum á áttunda áratugnum eftir Stefán Jónsson, fyrrverandi prentsmiðjustjóra Til þess eru vítin að varast þau ■ Áföll þau, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir að undanförnu, minna að ýmsu leyti á það ástand, sem skapaðist á síðasta kjörtímabili viðreisnarstjórnar- innar, eða eftir að síldveiðarnar brugðust. Hrun síldveiðanna leiddi til þess, að óhjákvæmilegt var að grípa til allróttækra efnahagsráðstafana. Því miður reyndust þessar ráðstafanir misheppn- aðar. Þær leiddu til stórfelldari verkfalla á árun- um 1968 og 1969 en hér hafa orðið fyrr eða síðar. Samkvæmt alþjóðlegum skýrslum settu íslendingar' heimsmet í verkföllum á þessum árum, þegar miðað er við íbúafjölda og tapaða vinnudaga vegna verkfalla. ísland eignaðist líka annað heimsmet á þessum árum. Það var heimsmet í atvinnuleysi, þegar miðað er við tapaða vinnudaga af öðrum ástæðum en verkföllum. Atvinnuleysi var þá almennt lítið í heiminum. ísland var því undantekning öfugt við það, sem nú er, þegar ísland er eitt fárra landa, þar sem ekki er atvinnuleysi. Á árunum 1968 og 1969 varð stórfelld kjararýrnun hjá láglaunafólki. Verðbólga var þrisvar til fjórum sinnum meiri en í nágrannalönd- unum. Efnahagsstefna viðreisnarstjórnarinnar verður að vera núverandi ríkisstjórn víti til varnaðar, þegar hún fjallar nú um nauðsynlegar ráðstafanir vegna svipaðs vanda og fengist var við, þegar síldveiðin brást á áðurnefndum tíma. Ríkisstjórnin verður að miða aðgerðir sínar við að ekki skapist atvinnuleysi eins og á árunum 1968 og 1969. Hún verður að leitast við að draga úr kjaraskerðingu hjá láglaunafólki og falla þar ekki í sömu gröf og viðreisnarstjórnin. Innan þessa ramma verður að gera margháttaðar samræmdar ráðstafanir, sem hljóta að hafa ýmis óþægindi í för með sér. Það er óhjákvæmilegt. Gelrsblöðin Morgunblaðið og Dagblaðið og Vísir halda áfram að þjóna Geirsarminum í Sjálfstæðisflokknum eins og í kosningabaráttunni. Birt eru löng viðtöl við Geir Hallgrímssön um að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen eigi að fara frá. Gunnar Thoroddsen má ekki undir neinum kringumstæðum sýna, hvort hann og ríkisstjórnin geta ráðið við þann aukna vanda, sem leiðir af aflabresti og verðfalli. Svo þykjast þessi blöð ekki neinum háð. Alger þjónusta þeirra við Geirsarminn sýnir allt annað. Afli þeirra er nú beitt leynt og ljóst gegn Gunnari Thoroddsen. ■ í fyrsta hefti Fjármálatiðinda á þessu ári er itarleg greinargerð um þennan fjármagnsflutning á 10 ára timabili, eða frá 1/1 1971 til 31/12 1980. Til að gera mönnum auðveld- ara að átta sig á hve hér er um stóra fjárhæð að ræða má benda á, að allur útflutningur frá landinu 1979 og 1980 nam samtals 7,3 milljörðum króna. Nefndur tilflutningur eða upptökuskattur af sparifjáreign landsmanna nam því hærri fjárhæð á nefndu 10 ára tímabili en allur útflutningur frá landinu tvö siðustu árin i nefndum áratug. Skýrslan um þetta er gerð i gömlum krónum og niðurstaðan hennar því rúmir 750 milljarðar króna, en hér er niður- stöðutölum breytt í ný-krónur. I. Sú skýrsla sem hér um ræðir er unnin af ungum viðskiptafræðingi, Guðmundi Arnaldssyni. Höfundur tekur fram, að greinargerðin sé unnin úr gögnum er liggi fyrir í bankakerfinu, aðallega þó i Seðla- bankanum. Hann nafngreinir fimm háttsetta menn i Seðlabankanum sem verið hafi sér til aðstoðar og ráðuneytis um gerð skýrslunnar, en skýrslan sé hin fyrsta sem gerð hafi verið um þetta efni og gefur í skyn, að skýrslan geti orðið til leiðbeining- ar í sambandi við viðureignina við verðbólguvanda, þar með taldir neikvæðir vextir og sparifjárrýrnun. Þær upplýsingar höfundar, að skýrsl- an sé unnun af sér i Seðlabandanum og með aðstoð sérfræðinga hans styður það, að niðurstöður hennar sér marktækar. Það styður og hið sama, að skýrslan og ítarleg greinar- gerð með henni skuli birt í Fjármálatiðindum Seðlabankans. Kunnugt er að við íslendingar höfum ekki aðeins í einn áratug, heldur tvo áratugi, búið við það fjármálaform, að lánastofnanir hafa tekið við sparifé til varðveislu en ekki skilað nema hluta þess til baka. Þær hafa hinsvegar ráðstafað hinum rænda hluta til skuldara, og jafnvel notað eitthvað af þeim hluta sjálfar. Ef allt umrætt tímabil neikvæðra vaxta væri gert upp á sama hátt og hér er gert, eða timabilið frá 1960 ■ Á samningafundi. „Enginn á kjaramálasviðinu virðist í alvöru treysta sér til að gera opinbera kröfu um aukinn launajöfnuð“ segir Stefán Jónsson i grein sinni. menningarmál Skemmtilegt rit um frönsku byltinguna Christopher Hibbert: The French Revoiution. Penguin Books 1980. 352 bls. ■ Um fáa atburði veraldarsögunn- ar hafa fleiri og stærri bækur verið skrifaðar en um frönsku stjórnar- byltinguna. Er það að vonum. Saga byltingarinnar var blóði drifin og hrikaleg og þýðing hennar fyrir sögu Evrópuþjóða allt fram á þennan dag er óumdeilanleg. Höfundur þessa rits, Christopher Hibbert, er í fremstu röð þeirra rithöfunda enskra, sem fást við sagnfræðileg viðfangsefni, án þess þó að takast á hendur beinar sögulegar rannsóknir. Hann hefur samið margar bækur um söguleg efni og lætur það einkar vel. Frásögn hans er hröð og læsileg og hann hefur næmt auga fyrir þvi drama- tiska og ekki siður fyrir spélegum hliðum atburða. Á síðasta ári var hér í blaðinu greint frá annarri bók Hibberts, um sögu Mediciættarinn- ar. f þessari bók fjallar Hibbert um frönsku byltinguna. Hann hefur frásögnina með lýsingu á nánasta aðdraganda og helstu orsökum byltingarinnar, rekur siðan söguna frá þvi byltingin braust út í París árið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.